Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGIR muna þá tíma er verð- bólgan herjaði á íslensk heimili og vita að peningar eru hverfult fyr- irbæri. Þegar peningar glata hratt verðgildi sínu lærir fólk að þeir eru slakur mælikvarði á verðmæti og að peningalegur sparn- aður er ekki nothæf leið til að ávaxta eignir. Um árabil áttu íslensk- ar fjölskyldur ekki aðra kosti, fyrir utan beinan atvinnurekstur, en að festa fé sitt í steinsteypu eða spari- skírteinum ríkissjóðs. Svo kom verðtrygg- ingin sem gerði pen- ingalegan sparnað að nýju mögulegan og skömmu síðar mark- aðir fyrir skuldabréf og hlutabréf sem gáfu heimilum fjöl- breyttari möguleika til að ávaxta sinn sparnað og opnuðu nýjar fjár- mögnunarleiðir fyrir atvinnulífið. Þegar loks verðbólgan var kveðin niður með „þjóðarsáttinni“ má segja að tekist hafi að endurvekja traust fólks á peningum. Nú gátu Íslend- ingar hagað sínum fjármálum líkt og nágrannaþjóðirnar höfðu gert í ára- tugi, treyst peningalegum sparnaði og miðlað honum eftir smekk og áhættusækni hvers og eins. Innláns- reikningar gáfu hóflega ávöxtun en þeir sem vildu meira gátu freistað gæfunnar á mörkuðum skuldabréfa eða hlutabréfa. En Adam var ekki lengi í Paradís. Íslendingar báru því miður ekki gæfu til að rækta þennan nýja akur af þeirri þolinmæði og yfirvegun sem nauðsynleg er. Ráðist var í svokall- aða einkavæðingu á ríkisbönkunum og öðrum stórum ríkisfyrirtækjum með slíkum látum að helst er að jafna við aðfarir Jeltsíns sáluga í Rússlandi. Um leið var slakað á hömlum varðandi fjármagnsflutn- inga og losað um tök Seðlabanka. Hinir nýju bankaeigendur höfðu ekki fyrr tekið við góss- inu er þeir hófu mikla yfirreið til að sanka að sér lánsfé. Það reyndist auðvelt, því að aldrei í veraldarsögunni hefur annar eins hafsjór af ódýru lánsfé verið í boði á alþjóðlegum mörkuðum og síðustu misserin. Þúsundum milljarða af lánsfé var svo varið til þess að taka yfir fyrirtæki hér- lendis og erlendis og þóttu þeir dílar flestir góðir. Seðlabankanum fannst hins vegar fjárstraumurinn til landsins helst til stríður og fór því að hækka stýrivexti til að slá á ósköpin. Þá vildi ekki betur til en svo að spákaup- menn tóku að höndla með svokölluð Jöklabréf upp á hundruð milljarða til að hagnast á miklum vaxtamun á milli íslensku krónunnar og lág- vaxtagjaldmiðla (eða til að hagnast á væntanlegu falli íslensku krónunnar eftir því hvar menn standa í fæðu- keðjunni). Þetta jók enn á inn- streymi lánsfjár til landsins og efldi íslensku krónuna þannig að svarf að hefðbundnum útflutningsatvinnu- vegum og sprotafyrirtæki lögðu á flótta. Á yfirborðinu lítur þetta svo sem ekki svo illa út og að mati ríkisstjórn- arflokkanna er þetta til marks um frábæra hagstjórn. Hafa ekki risið hér upp öflug fyrirtæki sem hafa náð undir sig miklum eignum erlendis og haldið uppi miklu góðæri hérlendis? Jú mikil ósköp. Það sem veldur engu að síður áhyggjum er að líklega hef- ur gamli verðbólgudraugurinn, sem át upp sparifé landsmanna á áttunda áratugnum komið sér fyrir, í nýjum skapnaði, í efnahag hinna nýju stór- fyrirtækja og reyndar í efnahag flestra fyrirtækja og heimila í land- inu. Eignirnar samanstanda jú að verulegu leyti af hlutafé og fast- eignum. Hvort tveggja hefur verið blásið upp í verði með aðstoð fyrr- nefndrar holskeflu lánsfjár. Verð- bólgudraugurinn er sem sagt end- urvakinn. Innpakkaður en í fullu fjöri. Skuldahliðin samanstendur hinsvegar að mestu af öllu stöðugra efni. Verðtryggðum eða geng- istryggðum lánum. Fari svo illa að íslensk heimili og fyrirtæki komi út úr darraðardansinum með stórlega skert eigið fé eða jafnvel öfugan höf- uðstól verður fátt til huggunar. Ein- hverjir geta samt ornað sér við það að þetta æsilega skeið í hagsögu okk- ar, sem minnir helst á spilavíti, hefur fært okkur nokkra milljarðamær- inga. Verðbólgudraugur- inn snýr aftur Hálfdán Örnólfsson telur gamla verðbólgudrauginn í fullu fjöri » Adam var ekki lengi íParadís. Íslendingar báru því miður ekki gæfu til að rækta þenn- an nýja akur af þeirri þolinmæði og yfirvegun sem nauðsynleg er. Hálfdán Örnólfsson Höfundur er framhaldsskólakennari. Í NÝLEGU svari núverandi heil- brigðisráðherra, Sivjar Friðleifs- dóttur, við fyrirspurn á þingi um af- stöðu ráðuneytisins til greiðsluþátttöku Tryggingastofn- unar í kostnaði sjúk- linga vegna viðtals- meðferðar hjá sálfræðingi er með af- gerandi hætti tekin af- staða gegn því að sam- ið verði við sálfræðinga, en þar segir svo: Ekki verða teknar ákvarðanir um að greiða fyrir sam- talsmeðferð sálfræð- inga á stofum með að- ild Tryggingastofnunar ríkisins þar sem þessi þjónusta mun verða veitt á heilsu- gæslustöðvum í framtíðinni. Eins og kunnugt er hafa sálfræð- ingar barist fyrir því að Trygg- ingastofnun taki þátt í kostnaði sjúklinga vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingum. Hér er um brýnt hagsmunamál sjúklinga að ræða en kannanir á síðustu misserum á þörf- um og óskum notenda geðheilbrigð- isþjónustunnar sýna sterka ósk um greiðari aðgang að viðtalsmeðferð. Þá liggur einnig fyrir eindregin ósk frá notendum um aukin áhrif og val í tengslum við meðferð. Kom þetta m.a. fram á málþingi í tengslum við Geðheilbrigðisdaginn s.l. haust og á rástefnu sem Hugarafl hélt með notendum, aðstandendum og fag- fólki á síðasta ári. Það er ósk not- enda að hafa val um annað meðferð- arform en lyfjameðferð eina. Þá er þátttaka Tryggingastofnunar vegna viðtalsmeðferðar eðlilega þróun geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. Stór hluti þeirra sem eiga við geð- raskanir að stríða þjáist af þung- lyndi og kvíðaröskunum. Viðtals- meðferð hefur reynst vera áhrifaríkasta og hagkvæmasta með- ferðin í slíkum tilvikum. Með sama hætti og gert er í nágrannalöndum okkar mælir Land- læknisembættið með viðtalsmeðferð sem fyrstu meðferð vegna slíkra raskana. Tilefni þessara skrifa er hins vegar ekki að vekja athygli á ágæti viðtalsmeðferðar heldur vekja enn og aftur athygli á því að heilbrigðisráðherra brýtur rétt á sálfræð- ingum sem stétt. Það verður ekki liðið. Sálfræðingar kvört- uðu fyrir tveimur árum til Sam- keppniseftirlitsins vegna þess hvernig ráðuneytið mismunaði sál- fræðingum með því að taka þátt í kostnaði sjúklinga sem sækja við- talsmeðferð hjá geðlæknum en ekki þeim sem sækja viðtalsmeðferð hjá sálfræðingum. Niðurstaða Sam- keppniseftirlitsins var skýr. Sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að semja ekki um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúkra- tryggðra fór gegn markmiðum sam- keppnislaga nr. 44/2005. Þegar ráð- herra vísaði þessari niðurstöðu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála klofnaði hún í afstöðu sinni. Ágrein- ingur nefndarinnar sneri ekki að því hvort ráðherra bryti samkeppn- islög. Áfrýjunarnefndin klofnaði (2:1) í afstöðu sinni til þess valds sem heilbrigðislög veittu ráðherra gagnvart öðrum lögum. Meirihluti áfrýjunarnefndar taldi að heilbrigð- islög veittu ráðherra svo ríka heim- ild til ákvarðana um forgang verk- efna að hann væri ekki bundinn af samkeppnislögum. Í ljósi þessarar niðurstöðu vakna tvær spurningar: Í fyrsta lagi vakn- ar spurning um hvers konar laga- umhverfi við höfum búið stjórn- endum samfélagsins þegar þeim er veitt vald til að sniðganga grund- vallarréttindi heillar stéttar? Þetta geta þeir gert að eigin geðþótta því enga nauðsyn bar til að mismuna sálfræðingum? Í öðru lagi hlýtur að vakna spurning um siðferði ráð- herra sem notar vald sitt með þeim hætti sem hér kemur fram. Að not- færa sér umdeilda heimild í heil- brigðislögum til að sniðganga sam- keppnislög? Slíkt er skiljanlegt ef miklir hagsmunir eru í húfi. En í því tilfelli sem hér um ræðir er því ekki til að dreifa. Gagnvart sálfræð- ingum er ekki annað að sjá en að ákvörðunin sé geðþóttaákvörðun. Eftir stendur spurningin: Hvers vegna brýtur ráðherra á okkar stétt? Hvers vegna telur heilbrigð- isráðherra nauðsynlegt að beita valdi sínu til að svipta sálfræðinga sem stétt þeim starfsaðstæðum sem hjá öðrum stéttum eru taldar grundvallarréttur? Heilbrigðisráðherra mismunar sálfræðingum Halldór Kr. Júlíusson skrifar um kostnað sjúklinga vegna viðtalsmeðferðar » Sálfræðingar eruósáttir við heilbrigð- isráðherra. Þeir vilja að Tryggingastofnun taki þátt í kostnaði sjúklinga vegna viðtalsmeð- ferðar. Halldór Kr. Júlíusson Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. ÞEGAR farið var af stað með afla- markskerfi fyrir um 20 árum töldu margir, að þorskurinn væri kominn í höfn og senn mætti veiða sama afla og áður. Veiðistofn er reiknaður af Hafró og svo er deilt með fjór- um og þá er kominn kvótinn. Honum var í byrjun skipt upp í samræmi við veiði- reynslu skipa á þrem- ur árum frá 1980. Það virtist sem fundist hefði ginnheilög formúla réttlætis, hagkvæmni og sjálf- bærni. Þorskinum var borgið gegn eyð- ingaröflum. Margir voru þó tortryggnir af ýmsum ástæðum. Svo bryddaði á vanda- málum og þá kom framsalsréttur kvóta árið 1990, undir rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar. Andi frelsis sveif yfir vötn- um og sovétið riðaði til falls. LÍÚ fékk þessu framgengt að sögn til hagræðingar. Lúmskasta bragð sögunnar á Al- þingi. Hver er á móti hagræðingu? Slatti af krötum og kommum beit á krókinn ásamt liði Steingríms og Þorsteins Pálssonar. Ekki sér fyrir endann á gjörningnum; deilur hafa aldrei verið meiri. Frá tæknilegu sjónarmiði ætti framsal ekki að skipta máli fyrir þorskinn nema vegna þess að harka fór vaxandi í öllum efnum og kvótinn varð mið- punktur í deilum um eignarhald á auðlindum. Sumir segja að brottkast hafi aukist. Fullhugar nýrra tíma prísuðu hagkvæmnina, sem fylgdi framsali kvóta og strax fóru menn að versla með hann. Allir áttu að sjá, að eign útgerða á kvóta tryggði að eig- endur færu betur með auðlindina en annars væri. Lesa má hjákátlegt hól um kvótakerfið víða erlendis, jafnvel hinum megin á hnettinum í Nýja- Sjálandi; þeir svöruðu í sömu mynt enda nota þeir sömu aðferðir. Leifar af þessu má lesa í nýjasta riti Nat- ional Geographic, en hávaðasamur prófessor í veiðistjórnun í Wash- ington, Ray Hilborn, ber ábyrgðina. Nýlega vitnuðu fiskifræðingar hér í hann til stuðnings í andófi gegn nið- urstöðum vísindamanna, sem birtu grein í Science um alvarlega stöðu fiskstofna á heimsvísu. Dansinn í Hruna Á tíunda áratugnum var ástand þorsks mjög slæmt og þá sáu marg- ir, að eitthvað mikið var að. Sjálf- bærnin orðin í hættu, en frelsispost- ular reiknuðu villt og galið hagræðinguna, sem þeir töldu sig sjá í fækkun togara. Sjálfur frels- isguðinn var að verki og þótt sjálf- bærnin væri ekki lengur við lýði þá mátti alla vega halda í hagkvæmnina og réttlætið. Halldór Ásgrímsson lýsti því oft yfir að hann kannaðist ekki við aðrar tillögur um stjórnun veiða. Þetta er rangt; margir mæltu með sóknarstjórn í stað aflakvóta; en látum vera. Auðvitað gat enginn reiknað veiðistjórnunarkerfi út í hörgul og skellt á borðið. – Eftir aldamótin kom enn ein lægðin í stofninn. Hafró var skömmuð fyrir að týna hundruðum þús- unda tonna af þorski. Einn fiskifræðingur taldi, að bregðast ætti við þorskleysinu með því að veiða bara meira og vitnaði til reynslu frá Færeyjum. Slík eilífð- arvél er snilld og margir sjómenn lögðu við eyru, sérstaklega smábáta- menn og einstakir þing- menn. Aðrir töldu Hafró vanta jarðsamband. En hana skorti sjálfstraust og starfsmennirnir töldu gagnrýni ósanngjarna því þeir hefðu of lítið fé til að rannsaka nægilega vel. Auðvitað sáu þeir, að eitthvað mikið var að, en þeir svöruðu því til, að veitt hefði verið of mikið. Ofveiði er ekki þeim að kenna. En svarið er of einfalt. Ný vitneskja hefur fengist um hrun þorsks við Kanada, en þar er ljóst að þorskurinn er alvarlega úrkynjaður og auk þess er talið að botnskemmdir af völdum botnvörpu hafi orðið og eyðilegging á flóknum vistkerfum. – Já, og þeir notuðu sömu veiðistjórnun og við, snilld- arverkið framseljanlegur kvóti. Svo komu upplýsingar frá Nýja- Sjálandi, en þeirra helstu veiði- fiskar, hokinn, búrfiskurinn og hrifs- arinn, allir hrundir og R. Hilborn hefur ekki enn breytt fyrirlestrum sínum um fyrirmyndirnar. Og íslenski þorskurinn? Í rallinu kom í ljós að stofnvísitalan lækkaði um 17% frá fyrra ári. Forstjórinn hefur lagt til að aflinn verði færður í 150 þ.t. í nokkur ár. – En menn ýkja sögur um mikinn afla á 7–10 ára fiski í mars sl. Já, enn er vín í glösum í Hruna og dansinn dunar. Og sífellt fleiri hafa keypt kvóta og hanga eðli- lega á honum eins og hundar á roði. Aðrir mæna augum til þess að eign- ast sjálfir kvóta. En svarið getur ekki falist bara í minnkun afla. Það hlýtur að felast í því að skera niður þær veiðar, sem hafa sannanlega eyðilagt mið í útlöndum, botnvörpu- og dragnótarveiðar. Ef menn ætla að berjast til hinsta manns út af deil- um um „eignarhald“ þá er þorsk- urinn fórnardýrið – og síðan ýsan, sem sýnir merki um erfðaskemmdir. Í gögnum Hafró má nú lesa, að þorskurinn við Suðurland verður kynþroska við 3–5 ára aldur. Um miðja síðustu öld varð hann kyn- þroska 7–8 ára gamall. Það á að vera augljóst að nú er þar allt annar fisk- ur en var þegar Jón Jónsson reikn- aði út kynþroska og einnig got- bauga, en þeir segja hversu oft hrygnur hafa hrygnt. Hrygning- arstofn er gjörbreyttur. Aflamarkskerfi þorsks er dautt Jónas Bjarnason skrifar um aflamarkskerfi fyrir þorsk- veiðar Jónas Bjarnason »Nú er svokomið að út- lit er slæmt og grípa verður til nýrra úrræða. Höfundur er efnaverk- fræðingur dr.rer.nat.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.