Morgunblaðið - 15.05.2007, Page 1

Morgunblaðið - 15.05.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 131. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FEGURÐIN FRÁ SJÓ HANN STUNDAR KAJAKRÓÐUR AF KAPPI OG HEFUR FENGIÐ AÐRA SÝN Á LANDIÐ >> 20 FERN VERÐLAUN FYRIR STUTTMYND ATHYGLI SKRÖLTORMAR >> 36 FORMENN stjórnarflokkanna njóta stuðnings þingflokka sinna í viðræðum sín á milli en fyrstu þingflokksfundir þeirra eftir kosningarnar voru haldnir í gær. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Geir H. Haarde forsætisráðherra ekkert vilja gefa upp á hvaða stigi við- ræður þeirra Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, væru nema að ekki væri farið að ræða verkaskiptingu í rík- isstjórninni. „Við Jón höfum allt- af rætt mikið saman frá því að hann settist í ríkisstjórnina. Það eru því engin nýmæli að við ræð- um saman. Nú ræðum við um hvort grundvöllur sé til að halda samstarfinu áfram.“ Geir segir ljóst að sem formaður flokksins hafi hann óskorað umboð þing- flokks sjálfstæðismanna til að taka þátt í viðræðum um áfram- haldandi stjórnarsamstarf. Hann er ekki þeirrar skoðunar að óþægilegt yrði fyrir sig að sitja áfram sem forsætisráðherra þótt ríkisstjórnarflokkarnir hafi fengið minnihluta atkvæða kjós- enda. „Kosningakerfið er eins og það er og ríkisstjórnin hefur meirihluta þingmanna og það er það sem gildir,“ sagði Geir. Að sögn Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsókn- arflokksins, treysta þingmenn flokksins Jóni Sigurðssyni full- komlega í viðræðum við sjálf- stæðismenn en þingflokkurinn fundaði í gærkvöldi. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, hefur viðrað þá hugmynd að framsókn- armenn verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar. Guðni segir hugmyndina vera bæði dónalega og hlægilega enda beri yfirlýs- ingar leiðtoga vinstriflokkanna með sér að báðir vilji þeir losna við Framsóknarflokkinn til að mynda sjálfir stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. | 22 Hafa fullt umboð til viðræðna Guðni Ágústsson Geir H. Haarde Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÉG ER gífurlega stoltur að fá þetta frá minni eigin þjóð,“ sagði Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins, þegar hann tók við stórkrossinum úr hendi forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessastöð- um í gær að viðstöddu fjölmenni. Hálf öld er liðin frá því Íslendingur hlaut krossinn fyrir störf sín í þágu menningar og listar, en það var nóbelsskáldið sjálft, Halldór Laxness, árið 1957. Venju samkvæmt eru þjóð- arleiðtogar sæmdir krossinum og er þetta því mikill heiður fyrir Helga. „Ég er bara stressaður að vera kominn í svona hóp, það er alveg stórkostlegt,“ sagði Helgi hlæjandi við blaðamann í gær. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta myndi ger- ast, datt það ekki einu sinni í hug!“ Helgi er staddur hér á landi með stóran hóp dansara úr San Francisco-ballettinum, sem sýnir verk eftir Helga í Borgarleikhúsinu á vegum Listahátíðar í Reykjavík. „Alltaf glæsilegur“ Það er nóg að gera hjá Helga, 70 ára afmæli San Francisco-ballettsins verður á næsta ári og verða af því tilefni sett upp tíu frumsamin verk. „Þetta er vinna sjö daga vikunnar og allan dag- inn,“ sagði Helgi í gær. „Það er sönn ánægja að vinna með Helga. Hann er hefur mikla sköpunargáfu, hann er dásamlegur, skilningsríkur, kraftmikill, mikill dugnaðarforkur, kröfuharður en þó jákvæður,“ sagði Katita Waldo, aðaldansari í San Franc- isco-ballettinum, sem fylgdist með athöfninni í gær. „Hann er alltaf glæsilegur.“ | 17 „Gífurlega stoltur“ Í HNOTSKURN » Helgi Tómasson vann í aldarfjórð-ung sem dansari í New York. Hann hlaut silfurverðlaun á fyrstu ball- ettsamkeppninni í Moskvu. »Helgi lagði dansskóna á hilluna 1985og réð til sig San Francisco- ballettsins, sem er elsti starfandi list- dansflokkur Bandaríkjanna og einn sá virtasti í heimi. Morgunblaðið/Kristinn Stolt Sigríður Ármann og Sif Þórz voru fyrstu danskennarar Helga. Sigríður fylgdist með afhendingu stórkrossins í gær og var augljóslega stolt af nemanda sínum fyrrverandi. Helgi segir dansáhuga sinn hafa kviknað þegar hann sá danssýningu í Vestmannaeyjum aðeins fimm ára. Forseti Íslands sæmdi Helga Tómasson stórkrossi fálkaorðunnar FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ALÞINGI Íslendinga verður að koma saman innan tíu vikna frá kosningum. For- sætisráðherra ákveður í samráði við stjórn- arflokkana hvenær það verður og gerir um það formlega tillögu til forseta Íslands. Venjan er að þá sé að mestu búið að skipta verkum með mönnum en fyrsta verk, þegar þing kemur saman, er að kjósa forseta Al- þingis og varaforseta auk þess sem kosið er bæði í fastanefndir og alþjóðanefndir. Enn- fremur kjósa þingflokkarnir formenn sína og stjórnir. Hversu lengi sumarþingið starf- ar er svo í höndum forsætisráðherra. Venja hefur verið sú, fyrir utan að gera þingið starfhæft og nokkra pólitíska umræðu, að sumarþingin séu stutt og fá mál afgreidd. Samkvæmt breytingum á lögum um þing- sköp, sem samþykkt voru í mars sl., gegnir forseti Alþingis störfum frá kjördegi til þingsetningar, hafi hann verið endurkjör- inn. Sé forseti ekki endurkjörinn gegnir störfum næsti endurkjörni varaforseti. Þar sem Sólveig Pétursdóttir, fráfarandi forseti Alþingis, lét af þingmennsku, líkt og Rannveig Guðmundsdóttir og Jón Krist- jánsson, sem gegndu starfi 1. og 2. varafor- seta, er 3. varaforseti, Birgir Ármannsson, því starfandi forseti til þingsetningardags. Fá svigrúm til að ganga frá Umboð þingmanna sem kosnir voru árið 2003 er nú útrunnið og ljóst að töluverð ný- liðun á sér stað – alls taka 24 nýir þingmenn sæti. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis, segir að þessa dagana séu fráfarandi þingmenn að tæma skrifstofur sínar og ganga frá sínum málum. Lítil pressa er hins vegar á þeim enda engin brýn þörf á að út- vega þingmönnum skrifstofur þegar í stað. Það verður gert endanlega þegar ljóst er hvers konar ríkisstjórn verður mynduð. „Sumir féllu út af þingi alveg óvænt og þeir fá svigrúm til að taka saman sínar pjönkur. Síðan þurfum við einhvern tíma til að átta okkur á því hvernig skrifstofum verður ráðstafað.“ Formlega fá þingmenn svo umboð sitt þegar þing kemur saman, og samþykkt hef- ur verið gildi kosningarinnar og kjörbréf hvers og eins. Ef þingmenn hafa ekki setið á þingi áður þurfa þeir einnig að undirrita drengskaparheit um að halda stjórn- arskrána. Þingmenn fara hins vegar á launa- skrá strax frá kjördegi. Fráfarandi þingmenn ganga frá Birgir Ármannsson forseti Alþingis Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alþingi Starfið þykir eftirsóknarvert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.