Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPINN KYNNINGAR- FUNDUR UM MBA Skráning á mba@ru.is Frekari upplýsingar: www.hr.is/mba eða í símum 599 6267 eða 599 6262. STUND: Þriðjudaginn 15. maí kl. 17:15 verður haldinn opinn kynningarfundur um MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. STAÐUR: Ofanleiti 2, í Stjórnendaskóla HR, 3. hæð. Finnur Oddsson, forstöðumaður MBA við HR, kynnir námið auk þess sem nemendur úr MBA-námi HR segja frá reynslu sinni af því. MISVÆGI atkvæða á milli fámenn- asta og fjölmennasta kjördæmisins í alþingiskosningunum um liðna helgi var 1 á móti 1,94 eða 0,06 undir því sem leyfilegt er án þess að til skerðingar þingmannafjölda komi í viðkomandi kjördæmi. Kjördæmin sem hér um ræðir eru Norðvestur- og Suðvesturkjör- dæmi. Í Norðvesturkjördæmi voru 21.126 einstaklingar á kjörskrá. Níu þingsæti eru í kjördæminu og því 2.347 kjósendur á hvert þingsæti. Í Suðvesturkjördæmi, sem er það fjölmennasta, voru 54.584 einstak- lingar á kjörskrá. Tólf þingsæti eru í kjördæminu og eru því 4.549 á bakvið hvert þingsæti þar eða 1,94 sinnum fleiri en í Norðvesturkjör- dæmi. Landsbyggðin undir meðaltali Á landinu öllu voru 221.368 ein- staklingar á kjörskrá. Þegar þessu er deilt á þau 63 þingsæti sem eru í boði þá standa 3.514 atkvæði á bak- við hvert sæti. Það er hinsvegar fróðlegt að skoða hver staða kjör- dæmanna er með tilliti til þessa. Ekkert landsbyggðarkjördæm- anna, þ.e. Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi, nær þessu með- altali. Tvöfalt misvægi leyfilegt Norðausturkjördæmi hefur 2.347 kjósendur á bakvið hvert sinna 10 þingsæta eða 1 á móti 1,6 í Suðvest- urkjördæmi. Suðurkjördæmi er með 3.060 kjósendur á hvert sinna 10 þingsæta eða 1 á móti 1,5 í Suð- vestur. Öll þéttbýliskjördæmin, Reykja- vík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi, eru vel ofan við umrætt meðaltal. Reykjavík norður hefur 3.980 á bakvið hvern sinn þingmann en Reykjavík suður 3.945. Í nýafstöðnum kosningum voru þingsæti í Norðvesturkjördæmi einu færra en í kosningunum árið 2003. Þá voru þingsætin 10 en sök- um breytinga á 31. grein stjórn- arskrárinnar frá 1999 og nýrra kosningalaga sem sett voru í kjöl- farið árið 2000, var þingsætum fækkað um eitt fyrir alþingkosn- ingar nú. Ákvæði laganna sem hér um ræðir lúta að misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Í 31. grein stjórnarskrárinnar segir: „Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingis- kosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjör- dæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun.“ Þó eru á þessu ákvæði takmark- anir eins og fram kemur í þriðju málsgrein 31. greinar en þar segir: „Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem út- hluta skal á grundvelli kosningaúr- slita í kjördæminu.“ Af þessu er því ljóst að ekki verður fækkað í neinu kjördæmi nema niður í 7 þar sem jöfnunarþingmenn voru fastsettir við kjördæmi með kosningalögum árið 2000. Landið eitt kjördæmi Umræða um misvægi atkvæða kemur reglulega upp og er þá helst í tengslum við kosningar til Alþing- is og breytingar á stjórnarskrá. Jafnræði þegnanna gagnvart lög- unum, eins og tryggt er samkvæmt 65. grein stjórnarskrárinnar, er helst nefnt til sem rökstuðningur fyrir jöfnun vægi atkvæða. Mótrök við þessu hafa hinsvegar verið þau að margvíslegt ójafnræði sé milli höfuðborgarsvæðis, og landsbyggð- ar, höfuðborg í vil. Þetta kom til- dæmis fram í máli Kristjáns L. Möller á Alþingi í annarri umræðu um stjórnskipunarlög hinn 15. júní 1999. Eina leiðin til jafns atkvæðavæg- is er að gera landið að einu kjör- dæmi og hafa ýmsir ályktað um það. Frjálslyndi flokkurinn og Sam- fylkingin lögðu fram þingsályktun- artillögur á sama þingi þess efnis að gera landið að einu kjördæmi. Tölur hér að ofan sýna misræmi á milli fjölda kjósenda í Reykjavík- urkjördæmunum. Fullkomnu jafn- ræði er því nær ómögulegt að ná með kjördæmaskiptingu. Misvægi atkvæða í alþingiskosningunum milli Norðvestur- og Suðvesturkjördæmis var 1 á móti 1,94 3.514 kjósendur á hvert þingsæti                               !            "!      "!     #$$ $  %&$' () ")  *% ' "() "#)  +, +-, ,. //+ ,. .0- .1 +0/ 2/ --- 23 324 223 .4- 3,3 /+/ /0 433 32 33 33 31 31 0 4. ., 20                 NOKKUÐ hefur verið rætt um að sitji framsóknarmenn áfram í rík- isstjórn hafi flokkurinn afar fáa þingmenn til að manna stöður á þinginu. Í Morgunblaðinu gær kem- ur fram að stjórnarflokkarnir hafi rætt þá hugmynd að gera breyt- ingar á þingsköpum þess efnis að ráðherrar flokksins fái að taka sér varamenn. Í þingsköpum segir að hafi þing- menn forföll geti þeir tekið sér varamenn en ráðherrastörf myndu vart teljast til forfalla, enda eiga ráðherrar að sitja á þinginu. Því þyrfti að setja sérstakt ákvæði í þingsköp þar sem fram kæmi að ráðherra sem jafnframt er alþing- ismaður geti tekið sér varamann. Spurður út í stöðu Framsókn- arflokksins segir Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri Alþingis, að ef slíkt yrði gert væri álitamál hvaða stöðu varamaðurinn hefði, hvort hann yrði kosinn í nefndir sem slík- ur o.s.frv. Því yrði að gæta að ýmsu ef farið yrði í breytingar af þessu tagi. Hann bendir á að í Danmörku hafi þetta verið gert fyrir fáeinum árum en reglan var afnumin þar fyrir tveimur árum. Annað úrræði framsóknarmanna er að ráðherrar flokksins segi af sér þingmennsku og nýir menn komi inn í þeirra stað en þá á ráðherrann ekki afturkvæmt ef hann missir ráðherradóminn á kjörtímabilinu. Álitamál hvaða stöðu varamað- urinn fengi Helgi Bernódusson SÓL OG blíða var á Ísafirði í gær þar sem börnin í vögnunum sváfu svefni hinna réttlátu. Spurning er hvort ætlunin er að koma hugmyndinni um körfubolta inn í koll barnanna með staðsetningu vagnanna. Aldrei er að vita nema ætlunin takist þann- ig að þarna gætu verið körfubolta- stjörnur framtíðarinnar. Í körfu- boltaleik eru fimm inni á vellinum í einu svo að þarna er meira að segja fyrsti varamaðurinn líka. Morgunblaðið/RAX Körfuboltastjörnur framtíðarinnar? HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær 21 árs karlmann til sex mánaða fangelsisvistar, en frestaði fullnustu refsingarinnar, fyrir fíkniefnalagabrot og peninga- þvætti í opinberu starfi en mað- urinn misnotaði stöðu sína sem fangavörður á fangelsinu á Litla- Hrauni á sl. ári og smyglaði inn í fangelsið fíkniefnum. Jafnframt var felldur dómur yfir skipuleggj- anda smyglsins, refsifanga á Litla- Hrauni, og hlaut hann fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna. Í ákæru kemur fram að fanga- vörðurinn fyrrverandi hafi komið í fangelsið með 33,66 grömm af am- fetamíni og 241,14 grömm af kannabisefnum, en efnin hafi hann fengið hjá ónafngreindum manni í Reykjavík. Maðurinn hafi ætlað að skilja fíkniefnin eftir í klefa refsi- fangans en framvísaði þeim áður en til þess kom. Hann var jafn- framt kærður fyrir peningaþvætti þar sem hann tók við umslagi frá fanganum þegar honum var ljóst að þar væri um að ræða sölu- andvirði fíkniefna. Þrýstingur frá föngum Í dóminum kemur m.a. fram að ákærðu hafi báðir játað brot sín greiðlega. Fangavörðurinn fyrr- verandi hafi þá verið afar sam- vinnuþýður og aðstoðað við að upplýsa málið. Fyrir dómi upplýsti hann að mikill þrýstingur hefði verið lagður á hann frá föngum á Litla-Hrauni og óttaðist hann um hag sinn. Kemur fram að fram- burður fangavarðarins fái stoð í gögnum málsins. Þar sem hann er ungur að árum og stundar há- skólanám í dag þótti nægileg ástæða til að skilorðsbinda refs- inguna. Fyrrum fangavörður dæmdur fyrir smygl Í HNOTSKURN »Við ákvörðun refsingarfangans var tekið tillit til þess að hann hefur verið án fíkniefna frá 20. febrúar. Auk þess hafi hann stundað nám við skólann á Litla-Hrauni. »Ástríður Grímsdóttir hér-aðsdómari kvað upp dóm- inn. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari sótti málið og Torfi Ragnar Sigurðsson hdl. og Guðrún Sesselja Arn- ardóttir hdl. vörðu mennina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.