Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖKUMAÐUR dráttarvélar hafði samband við lögregluna á Selfossi sl. föstudag og greindi frá því að hann hefði verið á ferð um Þorláks- hafnarveg þegar bifreið var ekið framúr honum og byssu veifað framan í hann að því er fram kemur á Lögregluvefnum. Lögreglumenn fundu bifreiðina. Í henni voru tveir ungir karlmenn sem voru með leikfangabyssu. Þeir viðurkenndu að hafa veifað byss- unni í átt að vegfarendum. Hald var lagt á byssuna og mennirnir kærðir fyrir brot á vopnalögum. Veifuðu leik- fangabyssu BROTIST var inn í fjölbýlishús sem er í bygg- ingu á Miðbæjar- reitnum á Akra- nesi um helgina. Rúður voru brotnar, máln- ingu slett út um allt, mjólkur- fernur rifnar í sundur og kaffi skvett víða. Fulltrúar verktakans mættu á svæðið og gengu frá til bráðabirgða. Á milli klukkan 17 og 20 á sunnu- dag var aftur brotist inn í húsið og frekari skemmdarverk unnin. Inn- réttingar voru skemmdar, raf- magnstöflur eyðilaðar, perur og fleiri rúður brotnar. Þá var máln- ingu hellt ofan í lyftugöngin og á lyftuna og á viðkvæman búnað í gangverki hennar. Ekki er vitað hve tjónið er mikið en það gæti numið tugum milljóna hafi lyftu- búnaðurinn eyðilagst, segir á skessuhorni.is. Skemmdarverk á Skaganum GUNNAR Hrafn Gunnarsson og Melissa Ortiz Gomez, Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi, sigruðu á al- þjóðlegu stigamóti IDSF, alþjóða- danssambandsins, í Pontevedra á Spáni á sunnudag en 45 pör tóku þátt í þessu alþjóðlega stigamóti. Þau taka þátt í Landsmóti UMFÍ sem verður haldið í Kópavogi 7. júlí og keppa þar fyrir UMSK. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigur á alþjóðlegu dansmóti VIÐ bæinn Garð í Eyjafjarðarsveit verður nýtt fjós tekið í notkun í vik- unni. Byggingin er mikil að vexti: 2.140 fermetrar að stærð, þar af 200 fermetrar fyrir fóðrunarsvæði, 80 fermetrar undir mjólkurhús og 80 fermetra skrifstofurými á efri hæð mjólkurhúss. Bræðurnir Að- alsteinn og Garðar Hallgrímssynir standa fyrir mannvirkjagerðinni og stunda búrekstur á jörðinni. „Það sem er merkilegt við þetta nýja hús er byggingin sjálf,“ segir Aðalsteinn. „Húsið er líkast til stærsta fjós landsins. Öll starfsem- in fer fram undir einu þaki og þann- ig er vinnuaðstaðan þægilegri og auðveldari.“ Í fjósinu eru 139 legubásar fyrir mjólkurkýr, 23 básar fyrir geldar kýr og 82 legubásar fyrir kálfa og kvígur. Haughúsið er um 3.300 rúmmetrar. Húsið er teiknað af Ív- ari Ragnarssyni eftir hugmyndum bræðranna, sem meðal annars byggja á fjósum sem þeir hafa skoðað hér heima og erlendis. Aðspurður hvort svona stór bú séu það sem koma skal svarar Aðal- steinn: „Tæknin býður upp á stærri kúabú. Til dæmis getur hver mjólkurróbót afkastað 70 kúm og við erum með tvo slíka. Í húsinu er alls fimm róbótar: tveir sem mjólka, tveir sem moka skít og einn sem gefur. Mikil sjálfvirkni Við gerðum í því að vera með nýjustu tækni og hafa sem mest sjálfvirkt í húsinu. Loftræsting er sjálfvirk og stjórnað með veðurstöð sem er uppi á þakinu. Lýsingin er sjálfvirk og stjórnast af tímastilli og birtu. Í húsinu er einnig hita- nemakerfi sem tengt er brunaboða og hægt er að stjórna hitanum á drykkjarvatninu fyrir kýrnar.“ Starfsemi bræðranna er rekin í hlutafélagaformi undir nafninu Garðsbúið. Auk mjólkur- og nauta- kjötsframleiðslu vinna bræðurnir meðal annars að landbúnaðar- verktöku, heysölu og kornrækt. Eitt stærsta fjós landsins tekið í notkun Bræður Garðar og Aðalsteinn Hallgrímssynir stóðu fyrir byggingu fjóssins. ALMENNINGI hefur verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu að matsáætlun fyrir nýjan veg í grennd við Svínavatn í Aust- ur-Húnavatnssýslu, svonefnda Svínavatnsleið. Um er að ræða áætlun um hvern- ig staðið verður að rannsóknum tengdum umhverfismati þeirra kosta sem til skoðunar eru, en eng- in endanleg ákvörðun hefur verið tekin um hvort ráðist verður í veg- arlagningu. Það verður ekki gert fyrr en svæðisskipulagi fyrir Aust- ur-Húnavatnssýslu verður breytt, og með samþykki eigenda lands sem vegurinn lægi um. Nálgast má tillögu Leiðar ehf. á vefsíðu félagsins, www.leid.is. Óskað eftir athugasemdum NOKKRIR nýkjörnir þingmenn sitja í bæjar-, borgar- eða sveit- arstjórnum og má þar t.d. nefna Ragnheiði Ríkharðsdóttur, bæj- arstjóra í Mosfellsbæ (D), Árna Þór Sigurðsson, borgarfulltrúa (V), Björk Guðjónsdóttur, forseta bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar (S), og Gunnar Svavarsson, forseta bæj- arstjórnar Hafnarfjarðarbæjar (S). Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir það hafa legið fyrir frá upphafi að Haraldur Sverrisson, núverandi formaður bæjarráðs, myndi taka við af henni sem bæjarstjóri árið 2008. Því hafi ekkert breyst í þeim efnum annað en tímasetningin. „Ég mun ekki gegna áfram embætti bæjarstjóra þegar Alþingi tekur til starfa þannig að hér verða breyt- ingar fyrr en við ætluðum,“ segir Ragnheiður. „Í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna tóku sjálfstæðismenn þá ákvörðun að ég myndi hætta haust- ið 2008 og Haraldur Sverrisson, sem er annar maður á lista, tæki þá við sem bæjarstjóri.“ Ragnheið- ur segir að samhliða því hafi hún tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til sveitarstjórnar vorið 2010. „Við vorum þannig búin að und- irbúa að hann tæki við sem bæj- arstjóri og hann gerir það þá bara ári fyrr,“ segir Ragnheiður. Hún segir að sjálfstæðismenn eigi eftir að huga að því hvernig málum verði hagað innan bæjarfull- trúahópsins þegar Haraldur tekur við sem bæjarstjóri. Hún mun ekki segja af sér sem bæjarfulltrúi, heldur starfa að málefnum bæj- arins samhliða þingsetu. „Ég er kjörin til þess og þeir sem sitja í bæjarstjórn núna eru flestallir í krefjandi störfum annars staðar og geta sinnt því að vera bæj- arfulltrúar og ég vona að mér auðnist það líka. Ef í ljós kemur að það gengur ekki verð ég að endur- skoða þá ákvörðun mína,“ segir Ragnheiður. Vildi sjá hvað kæmi upp úr kjörkössunum Árni Þór Sigurðsson er borg- arfulltrúi vinstri grænna. Hann segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvernig hans málum verði hagað, hann hafi fyrst viljað sjá hvað kæmi upp úr kjörköss- unum. „Ég reikna með að ræða það í borgarstjórnarflokki VG þegar hann kemur næst saman,“ segir Árni Þór. „Það hefur legið fyrir al- veg frá því í fyrra að við Svandís [Svavarsdóttir] skiptum í borg- arráði núna í júní, hún fer inn í borgarráð og ég fer út. Hins vegar á ég eftir að ræða hvað verður úr með borgarstjórnina inni í flokkn- um.“ Björk Guðjónsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og hún segir að þar sem hún sé nýliði á þingi geri hún sér ekki alveg grein fyrir því enn sem komið er hverju hún þurfi að breyta til að allt gangi upp. „Ég held að þetta geti gengið saman,“ segir Björk. „Ég á eftir að sjá hvernig þetta verður á þinginu, ég þarf kannski eitthvað að hagræða og breyta. Þó held ég að það gangi alveg upp að vera í bæjarstjórn,“ segir hún en viðurkennir að viðameira sé að vera forseti bæjarstjórnar „og svo er ég reyndar í bæjarráði líka.“ Þegar hún sjái hvernig verður í þinginu, í hvaða nefndum hún lend- ir og slíkt muni hún taka ákvörðun um tilhögunina. „Ég var reyndar oft spurð að því í kosningabarátt- unni, ef ég yrði kjörin á þing, hvort það kæmi í veg fyrir að ég gæti sinnt bæjarmálunum líka og ég svaraði því til að ég teldi svo ekki vera,“ segir Björk. Ræðst af nýjum verkefnum Gunnar Svavarsson er forseti bæjarstjórnar, situr í bæjarráði og er formaður framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar. „Það fer auð- vitað eftir því hvaða verkefni mér verða falin inni á þingi,“ segir Gunnar um áætlanir sínar í bæj- armálunum samhliða þingsetu. „Ég er kjörinn bæjarfulltrúi og mun sinna þeim skyldum mínum þar til annað verður ákveðið. Ég geri ráð fyrir að sinna öllum mínum skyld- um þar til kosið verður að nýju,“ segir Gunnar. Kosið er árlega í ráð og nefndir í Hafnarfirði, í júní. „Þau verkefni sem mér verða falin þar munu hugsanlega eitthvað breytast, með hliðsjón af auknum verkefnum mínum í stjórnmálum,“ segir Gunnar. Bæjarmál og þingseta geta farið saman Árni Þór Sigurðsson Gunnar Svavarsson Björk Guðjónsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir umferðar- og hegningarlagabrot en frestað fulln- ustu níu mánaða af refsingunni. Hann var jafnframt sviptur ökurétti í tvö ár, gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og til að greiða sakarkostnað, um 350 þúsund krónur. Á ákæru á hendur manninum kemur fram að föstudagskvöldið 16. febrúar 2007 hafi hann ekið bifreið sinni án gildra ökuréttinda og án þess að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu og langt yfir leyfilegum há- markshraða um götur í Reykjavík. Með því hafi hann raskað umferð- aröryggi og stofnað lífi og heilsu tveggja farþega sinna auk annarra vegfarenda í augljósa hættu. Ákærunni var skipt í níu liði en þar kemur m.a. fram að maðurinn hafi keyrt suður Sæbraut og Reykja- nesbraut, upp á gangstétt og inn á bifreiðastæði þar sem hann ók utan í kyrrstæða bifreið. Þá ók hann einnig ófáum sinnum gegn akstursstefnu, m.a. í gegnum hringtorg. Lögregla þurfti þá að stöðva bifreiðina með því að aka á hana en þegar mest lét voru þrír lögreglubílar á eftir manninum. Margbrotlegur en vill í meðferð Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir ungan aldur hafi maðurinn fimmtán sinnum verið fundinn sekur um ýmis brot. Til refsilækkunar leit dómurinn til þess að maðurinn hefur selt bifreið sína, er að eigin sögn hættur áfengis- og fíkniefnaneyslu og bíður þess að komast í vímuefnameðferð. Þegar tekið var tillit til þess auk þess sem maðurinn virðist hafa áttað sig á því hvert stefni, taki hann ekki stjórn á eigin lífi, þótti mega skilorðsbinda refsinguna að hluta. Sakfelldur fyrir ofsaakst- ur um götur borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.