Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BENEDIKT XVI páfi kenndi marx- isma og óheftum kapítalisma um vandamál Suður-Ameríku í ræðu sem hann flutti við lok fimm daga heimsóknar sinnar til Brasilíu. Hvatti hann biskupa til að ala upp nýja kynslóð rómversk-kaþólskra leiðtoga til að auka áhrif kirkj- unnar í álfunni. Benedikt sagði við guðsþjónustu í Sao Paulo að löglegar getnaðar- varnir og fóstureyðingar í Suður- Ameríku ógnuðu framtíð fólksins og hefðbundin ímynd kaþólskunnar á svæðinu væri í hættu. Brasilíuheimsókn páfa lokið FULLYRT var í gær að Nicolas Sarkozy, sem tekur við sem forseti Frakklands á morgun, hefði beðið sósíalistann Bernard Kouchner að verða næsti utanríkisráðherra landsins. Kouchner stofnaði sam- tökin Læknar án landamæra 1971. Kouchner utan- ríkisráðherra? CONDOLEEZZA Rice, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, telur út í hött að líkja frostinu í sam- skiptum banda- rískra og rúss- neskra stjórn- valda við kalda stríðið. Samlíkingin eigi sér enga stoð í raunveruleikanum – hvað sem líði deilum um áform Banda- ríkjamanna að reisa eldvarnarhlíf yfir Evrópu og stuðning þeirra við sjálfstæði Kosovo. Ekkert kalt stríð í gangi MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, varaði í gær við því að írönsk stjórnvöld myndu bregðast við því af hörku ef Bandaríkin gerðu árás á landið vegna tilrauna þeirra til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Árás á Íran yrði mikil mistök. Reuters Fastur fyrir London. AFP. | Gönguferð úti í guðs- grænni náttúrunni er góður val- kostur við lyfjameðferð í baráttunni við þunglyndi. Þetta er niðurstaða vísindamanna við háskólann í Essex á Englandi. Gerður var saman- burður á áhrifum 30 mínútna gönguferðar og lyfjameðferðar á 20 þunglyndissjúklinga. 71% sagði gönguna hafa dregið úr angist og þunglyndiseinkennum, samanborið við 22% þegar menn tóku lyf. Önnur rannsókn, sem náði til 108 manna, sýndi að „græn meðferð“ hafði góð áhrif á næstum alla, eða 94%. Morgunblaðið/Jim Smart Græn meðferð Hefur góð áhrif. Græn meðferð skilar árangri ÞAÐ voru fáir á ferli í Karachi í Pakistan í gær og óeirðalögregla tók hart á þeim sem voru tald- ir vilja efna til uppþota. Allsherjarverkfall hafði verið boðað í borginni og víða annars staðar í Pakistan til að afstýra frekari óeirðum, en algert upplausnarástand var í Karachi um helgina og beið 41 bana í átökum stuðningsmanna Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og félaga í flokk- um stjórnarandstöðunnar og stuðningsmanna Iftikars Muhamads Chaudrys sem Musharraf vék úr embætti forseta hæstaréttar landsins 9. mars sl. Átökin og upplausnin eru talin geta orð- ið Musharraf að falli, en hann hefur verið um- deildur allt frá því að hann fór fyrir valdaráni hersins í Pakistan 1999. Reuters Fáir á ferli en enn mikil spenna í Karachi Gaza-borg. AFP, AP. | Innanríkisráð- herra heimastjórnar Palestínu- manna, Hani al-Qawasmeh, sagði af sér í gær eftir að mannskæð átök blossuðu upp að nýju á Gaza-svæð- inu milli helstu fylkinga Palestínu- manna. A.m.k. átta Palestínumenn hafa beðið bana í átökunum frá því á sunnudag milli stuðningsmanna Fatah, hreyfingar Mahmouds Abb- as, forseta Palestínumanna, og Ham- as, hreyfingar Ismails Haniya for- sætisráðherra. Blóðsúthellingarnar eru taldar stofna þjóðstjórn Palest- ínumanna, sem tók við völdunum 17. mars, í mikla hættu. Átökin eru rakin til deilu um hver eigi að stjórna öryggissveitum Pal- estínumanna. Þorri 80.000 liðs- manna öryggissveitanna á Gaza- svæðinu og Vesturbakkanum er holl- ur Abbas forseta. Hamas kom á fót eigin 6.000 manna öryggissveitum í fyrra. Þegar þjóðstjórnin var mynduð í mars frestuðu fylkingarnar því að leysa deiluna um öryggissveitirnar. Samkomulag náðist um að skipa óháðan mann, Hani al-Qawasmeh, í embætti innanríkisráðherra og ör- yggissveitirnar áttu, að því er virð- ist, að vera undir stjórn hans. Þegar hann sagði af sér kvartaði al-Qawas- meh yfir því að hann hefði ekki feng- ið vald yfir öryggissveitunum og sak- aði fylkingarnar tvær um að hafa ekki tekið öryggismálin nógu alvar- lega. Ólíklegt þykir að deilan verði til þess að Abbas leysi upp þjóðstjórn- ina á næstunni þar sem erfitt væri að efna til kosninga á svæðum Palest- ínumanna vegna togstreitunnar milli vopnuðu fylkinganna tveggja. Palestínska stjórnin í hættu vegna átaka Innanríkisráðherrann segir af sér eftir blóðsúthellingar Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BERTIE Ahern hefur setið tíu ár á stóli forsætisráðherra Írlands, að- eins örfáum vikum skemur en koll- ega hans, Tony Blair. En ólíkt Blair þá er ekkert fararsnið á Ahern, hann vill fjölga árum sínum á valdastóli með sigri í írsku þingkosningunum sem fara fram í næstu viku. Samsteypustjórn Fianna Fáil, flokksins sem Ahern fer fyrir, og Framsækinna demókrata, komst til valda í kosningum sem fram fóru í júní 1997. Stjórnin hélt völdum í kosningunum 2002 en skoðanakann- anir benda ekki til þess að hið sama verði uppi á teningunum nú. Fianna Fáil er þó áfram stærsti flokkurinn á Írlandi, hefur síðustu daga fengið 35-36% í könnunum en Fine Gael, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, 28-29%. Verkamannaflokkurinn, sem einnig er í stjórnarandstöðu, hefur 13% og Græningjar hafa 5%. Þá sýna kannanir að Sinn Féin, stjórnmálaarmur Írska lýðveldis- hersins (IRA), hefur verulega styrkt stöðu sína, hefur 10% fylgi. Fylgiskannanir sýna að stjórnin er fallin og munar þar mestu að Framsæknir demókratar hafa að- eins 2-3 prósentustiga fylgi skv. könnunum. Þetta þýðir þó ekki að sjálfgefið sé, að Ahern láti af völd- um. Nái Fine Gael og Verkamanna- flokkurinn ekki meirihluta saman er allt eins líklegt að Ahern verði áfram forsætisráðherra, en hann gæti t.a.m. samið við Sinn Féin. Fyrir ör- fáum árum – áður en IRA lét form- lega af vopnaðri baráttu sinni á N- Írlandi – hefði Ahern ekki léð máls á þessum möguleika, en hann er raun- hæfur eins og staðan er í dag. Sakaður um spillingu Persóna Aherns hefur verið eitt aðalumræðuefni kosningabarátt- unnar, en Ahern hefur verið sakaður um spillingu er hann var fjármála- ráðherra, á árunum 1989-1992. Ahern bar hins vegar af sér allar sakir á sunnudag og stjórnmála- skýrendur segja að svo virðist sem honum hafi tekist að standa af sér þennan storm. Þykir líklegt að Fianna Fáil reyni að vekja athygli kjósenda á því hversu styrk efna- hagsstjórnin hafi verið sl. tíu ár, en helsti keppinauturinn, Fine Gael, leggur áherslu á fjölskyldu- og vel- ferðarmál. Ahern vill sitja áfram á valdastóli Líklegt er að írsku þingkosningarnar 24. maí nk. hafi breytingar í för með sér. Ekki er þó víst að Bertie Ahern, sem verið hefur forsætisráðherra í tíu ár, þurfi að víkja Reuters Vill meira Bertie Ahern (t.h.) hefur átt sinn þátt í að koma á varanlegum friði á N-Írlandi. Hér er hann með Ian Paisley, oddvita heimastjórnar þar. Í HNOTSKURN »Fianna Fáil og Fine Gael,tveir stærstu flokkarnir á Írlandi, urðu til á þriðja áratug síðustu aldar á grundvelli af- stöðu til friðarsamninga við Breta. Fine Gael studdi samn- inginn, Fianna Fáil-liðar höfn- uðu honum. Báðir teljast þeir miðjuflokkar. »Fianna Fáil hefur meira ogminna verið við völd á Ír- landi frá árinu 1932, ef undan eru skilin stutt tímabil, seinast 1994-1997 en þá stýrðu Fine Gael og Verkamannaflokkurinn landinu. Lissabon. AFP. | Portúgalska lög- reglan yfirheyrði í gær Breta á fer- tugsaldri og leitaði í húsi hans í tengslum við rannsókn á máli fjög- urra ára stúlku sem var rænt í Alg- arve í Portúgal 3. maí. Sky-sjónvarpið hafði eftir móður mannsins að lögreglan hefði yf- irheyrt hann en ekki handtekið hann. Leitað var í húsi þeirra, sem er tæpa 150 metra frá íbúð þar sem stúlkan var numin á brott. Maðurinn talar portúgölsku reip- rennandi og breskir fjölmiðlar sögðu að hann hefði túlkað fyrir frétta- menn og jafnvel lögreglumenn sem rannsaka málið. Hann var yfirheyrð- ur eftir ábendingu frá breskri blaða- konu sem þótti maðurinn grun- samlegur. Leitað í húsi nágranna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.