Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 21
Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 21 daginn eftir keppnina. Þannig heyrði Víkverji af heilli fjölskyldu í Ár- ósum sem hamaðist á dönskum farsímum sín- um við að kjósa framlag Íslands. Engin af þeim atkvæðum munu hafa skilað sér. Þá vitum við af hverju Eiríkur fór ekki áfram, þar var engin austantjalds- mafía á ferð heldur danski Síminn! x x x Víkverji getur tekiðundir orð margra um að kosningabar- áttan hafi verið leiðinleg. Ekki fyrr en á miðri kosninganótt fóru for- menn stjórnmálaflokkanna að slá á léttari strengi í kosningavökum sjón- varpsstöðvanna. Enn hýrnaði á þeim brúnin kvöldið eftir er þeir mættu í umræður í sjónvarpssal, kviðlingar tóku að fjúka og Ómar Ragnarsson hélt uppi stuðinu. Hann fékk meira að segja Jón Sigurðsson til að syngja með sér, en Víkverja fannst hinn nýi formaður framsóknarmanna heldur alvörugefinn og fræðimannslegur í kosningabaráttunni. Enda hafði öldr- uð móðir Víkverja það á orði eftir þáttinn, en hún hefur nú oftast kross- að við íhaldið, að hún hefði nú senni- legast kosið framsókn ef hún hefði séð Jón syngja fyrr! Já, það skilar ekki mörgum at- kvæðum að syngja í sjónvarpi daginn eftir kosningar... Nú getur þjóðin far-ið að hugsa um eitthvað annað þegar kosningar og Evr- óvisjón eru að baki. Víkverji tók þátt í báð- um þessum kosningum og kaus að sjálfsögðu rétt, líkt og hann gerir alltaf. Reyndar gat Víkverji eins og aðrir Íslendingar ekki kosið Eirík rauða í und- ankeppninni og eyddi símtali á hina íðilfögru norsku söngmær sem skipti reglulega um ham á sviðinu. Það dugði ekki til, hvorki hún né Eiríkur komust í lokakeppn- inni fyrir æstum og nýfrjálsum aust- antjaldsþjóðum sem hamast líkt og kálfar á vori í þessari keppni, nýlega sloppnar undan oki kommúnismans. Á úrslitakvöldinu reyndist Vík- verji hafa kosið rétt. Hann kaus serbnesku söngkonuna í karlmanns- fötunum, ekki bara vegna söngkrafta hennar og listfenginnar lagasmíði, heldur ekki síður vegna hinna seið- andi og sykursætu bakraddasöng- kvenna. Sama kvöld var upplýst að Eiríkur hefði aðeins verið 14 stigum frá því að komast áfram í úrslitin og það gladdi Víkverja. Hins vegar hefur hann eina skýringu á því af hverju stigin voru ekki fleiri. Vitað er um marga Íslendinga í Danmörku sem náðu ekki sms-atkvæðum sínum í gegn, fengu þau mörg hver til baka      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Bloggarinn Már Högnason orti er hann heyrði tíðindin af Tony Blair: Eftir tíu ára völd endalokin sér í. Skála tvö í tei í kvöld Tony Blair og Cherie. Hallmundur Kristinsson hafði áhyggjur af kosningaþátttöku landsmanna eftir að Eiríkur Hauksson féll úr keppni: Eurosigur á sér lætur standa þótt Eika megi sannarlega hrósa, en heima situr hnípin þjóð í vanda og hefur varla rænu á að kjósa. En góðu heilli þá rættist úr kosningadeginum og Hálfdan Ármann Björnsson komst í hátíðarskap: Ég bláum klæddist buxunum og bjóst að kjósa í rauðum bol, svo rós ég festi í röndina á grænu vesti. Kristbjörg F. Steingrímsdóttir orti eftir að hún skilaði atkvæðinu: Nú er krossinn kominn á blaðið í kassann var plaggið sett. Ekki sést fyrr en upp er staðið hvort ákvörðunin var rétt. Lofaði mörgu í leiksins hita landsins forystusveit hitt er alveg eftir að vita hvort efnd verða þessi heit. Davíð Hjálmar Haraldsson var ekki í neinum vafa um sitt val: Ég ætíð hef vanist þeim ágæta sið – af auðhyggju þjáist ég vægri en naumast þó nægri – að styðja þig, íhald, að leggja þér lið, hér langar mig enn til að merkja þig við og krossinn því hef lengst til hægri. VÍSNAHORNIÐ Af Blair og kosningum pebl@mbl.is Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.