Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 23 okknum jórn- a sínum. , formað- st þá ekki rflokkum num í ftur 1995 nn kaus msókn- tjórnin avíð tæð- Baldvin i tekið m sem Sjálf- u því frá og vegna alda sam- rir hendi skorti t traust na. Það f sam- hugi á g traust r líkleg- yðja ær að sá als að ðu minni- Fram- tastjórn- num afa slíkar stjórnir verið afar fáar. Alþýðu- flokkurinn studdi að vísu stjórn Framsóknarflokks, sem sat að völdum 1927-1930, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Síðan hafa verið myndaðar minnihlutastjórnir sem störfuðu í skamman tíma til að ljúka tilteknum verkefnum. Helgi Skúli sagði að slíkt fyr- irkomulag væri háð því að tiltekinn flokk langaði ekki í stjórn, heldur væri hann tilbúinn til að semja um tiltekin mál án þess að fá ráðherra- stóla. Árið 1978 hefði Framsókn- arflokkurinn fengið fyrirspurn um hvort hann væri tilbúinn til að styðja minnihlutastjórn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Hann hafnaði því en fór síðan í stjórn með þeim og fékk meira að segja for- sætisráðherraembættið. „Ef það hefði einhvern tímann verið ástæða fyrir flokk að veita stuðning frekar en aðild þá hefði það verið eftir kosningarnar 1978. Framsóknarflokkurinn mat þetta svona, að ráðherrastólarnir væru þess virði og flokkurinn ætti ekki að standa að stjórnarmyndun upp á önnur skipti. Það hafa allir flokkar hugsað þetta eins.“ Við stjórnarmyndunina 1978 gerðist það einnig að Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokks- ins, fékk tilboð frá Geir Hallgríms- syni, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, um að endurnýja Viðreisnarsamstarf í ríkisstjórn undir forsæti Benedikts. Benedikt hafnaði þessu og samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins bar hann þetta tilboð frá Geir ekki einu sinni undir þingflokk Alþýðuflokksins. Benedikt var mjög andvígur slíku samstarfi. Hann fékk aftur tækifæri til að mynda slíka stjórn eftir kosningarnar 1979. Þá var al- varleg stjórnarkreppa í landinu. Þegar þing kom saman hafði náðst samkomulag milli Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags um kosningu í efri deild, en þingið starfaði þá í tveimur þingdeildum. Þetta samkomulag tryggði flokk- unum 10 þingmenn af 20 í deildinni. Þetta hefði girt fyrir möguleikann á Viðreisnarstjórn. Innan þing- flokks Alþýðuflokksins voru uppi raddir um að bjóða fram sameig- inlega lista til efri deildar til halda í það minnsta þeim möguleika opn- um að mynda Viðreisnarstjórn ef ekki næðist samkomulag um aðra kosti. Benedikt Gröndal beitti sér hins vegar gegn því að Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn hefðu samstarf um kosningu í efri deild, enda var hann algerlega andvígur því að endurvekja slíka stjórn. Þessi afstaða Benedikts sýnir vel að því fer fjarri að kosn- ingaúrslit ráði því hvers konar stjórn er mynduð. Afstaða forystu- manna skiptir einnig miklu máli. Frjálslyndir tilbúnir til að styrkja stjórnarmeirihlutann? Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði í umræðum í sjónvarpi eftir að úr- slitin lágu fyrir að sá möguleiki væri fyrir hendi að núverandi stjórnarflokkar styrktu meirihlut- ann með því að Frjálslyndi flokk- urinn kæmi í ríkisstjórnina. Helgi Skúli sagði, að slík stað væri ekki óþekkt og rifjar upp að ríkisstjórnin sem mynduð var 1988 undir forsæti Steingríms Her- mannssonar hefði lagt af stað með eins þingmanns meirihluta og stuðning frá Stefáni Valgeirssyni. Borgaraflokkurinn hafði náð kjöri eftir kosningarnar 1987 en sam- staða innan hans var ekki nægileg og svo fór að hluti flokksins gekk til liðs við ríkisstjórnina. Helgi Skúli sagði að Borg- araflokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn hefðu báðir orðið til eftir klofning í Sjálfstæðisflokknum. Í þingflokki Frjálslynda flokksins væru þar að auki menn sem kæmu úr mjög ólíkum áttum (Kristinn H. Gunnarsson frá vinstri og Jón Magnússon og Guðjón Arnar frá hægri) og því hlyti að reyna mjög á samstöðu í flokknum ef gerð yrði tilraun til að koma á slíku sam- starfi. Það hefur áður gerst að for- menn flokka nái ekki kjöri Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, náði ekki kjöri á Alþingi í kosningunum á laugardag. Slík staða er ekki einsdæmi. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, náði ekki kjöri á Al- þingi 1983 og Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Al- þýðubandalagsins 1987 en náði ekki kjöri í kosningunum sem fram fóru það ár. Bæði Geir og Ólafur Ragnar urðu ráðherrar í rík- isstjórnum sem flokkar þeirra mynduðu í kjölfarið. Það virðist því ekki draga neitt úr líkum á að flokkur fari í ríkisstjórn að formað- ur hans sé utan þings. Jafnvel má velta fyrir sér hvort slík staða stuðli að því að flokkur fari í rík- isstjórn. Það getur a.m.k. verið mjög erfið staða fyrir formann flokks að vera utan þings og í stjórnarandstöðu, ekki síst vegna þess að hann skortir þá vettvang til að takast á um pólitík við þingmenn annarra flokka. ast til þess að skipt var um stjórn u fyrir því að standi í 16 ár Morgunblaðið/Arnaldur 1991 hefur tekið stuttan tíma að mynda rík- Ragnar Grímsson forseta Íslands á Bessastöð- knarflokkur myndu starfa áfram saman. ningarnar 1978 fór ríkisstjórnin frá þrátt fyrir num. Hér ræða þeir Benedikt Gröndal, formað- istján Eldjárn, forseti Íslands, um stöðu mála. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Minknum verða ekki gefingrið á næstunni þvíbæði umhverfisráð-herra og Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafa efnt til minka- veiðiátaka. Veiðst hafa vel á annað hundrað minkar í átaki umhverfis- ráðuneytisins og fólk sendir Skotvís myndir af veiðinni. Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra hratt minkaveiðiátakinu af stað fyrr í vor. Umhverfisstofnun var falin framkvæmd átaksins og dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur ráðinn verkefnisstjóri. Arnór sagði að veiðiátakið hefði byrjað í mars sl. Um tíu veiðimenn stunda veiðarnar á Eyjafjarðarsvæðinu og 6-7 á Snæ- fellsnesi. Síðastliðið haust gerði Náttúrustofa Vesturlands í Stykk- ishólmi sérstakt átak í að fanga lif- andi minka á Snæfellsnesi, merkja þá og sleppa aftur. Var það gert til að kanna afdrif þeirra, m.a. hve víða þeir ferðast. Hræ dýra sem veiðast verða rannsökuð. Hefðbundnum veiðiaðferðum verður beitt en reynt að auka veiði- álagið frá því sem áður hefur verið, að sögn Arnórs. Í byrjun mars var farið að leggja út minkagildrur. Veiðar með minkahundum byrjuðu heldur fyrr í ár en áður og fyrr á Snæfellsnesi en í Eyjafirði. Arnór sagði veiðimennina yfirleitt stunda veiðarnar með öðrum störfum og mismikið eftir árstíma. „Það veiðist alltaf mest á haustin þegar hvolparnir fara á stjá, þá er langmest af mink og auðveldast að veiða hann. En minkarnir sem veiddir eru að vori eru dýrmætastir fyrir átakið. Sérstaklega læðurnar því þá tímgast þær ekki,“ sagði Arn- ór. „Veiðarnar hafa gengið þokka- lega. Sérstaklega hefur komið þægi- lega á óvart að það hefur veiðst heldur meira af læðum en maður átti von á. Fengitími minka byrjar í mars og þá eru högnarnir mikið á ferðinni og talið að þeir veiðist ágæt- lega þá. Læðurnar hafa verið erf- iðari og margir búnir að spá því að erfitt yrði að ná þeim.“ Árangurinn verður varinn Veiðisvæðin, Snæfellsnes og Eyjafjörður, eru mjög ólík. Er ekki erfitt að hreinsa Eyjafjarðarsvæðið sem að stórum hluta er landlukt? Leita ekki nýir minkar stöðugt í yf- irgefin óðulin á svæðinu? „Það er tvennt ólíkt að verja nes og heilan fjörð. Aðkomuleiðirnar inn í Eyjafjörðinn eru mun fleiri en á Snæfellsnes. Ef við náum árangri í vor og sumar, sem við stefnum að, verður stærsti hluti átaksins í haust að verja þann árangur. Þá munu menn beita sér meira að landamær- um svæðanna og innflutningsleiðum minka,“ sagði Arnór. Ætlun umhverfisráðuneytisins er að nýta niðurstöður átaksins til að áætla kostnað og skipuleggja að- gerðir við hugsanlega útrýmingu minks á landsvísu. En er það raun- hæft meðan minkabú eru í landinu? „Ég tel að það muni sleppa ein- hverjir minkar meðan það eru minkabú, sagan segir okkur það,“ sagði Arnór. „Það er hægt að gera sérstakt átak til að stemma stigu við því. Fyrst eftir að aliminkar sleppa eru þeir frekar auðveiddir. Þeir eiga ábyggilega erfitt uppdráttar í sam- keppni við villta minka. Helsta hætt- an er ef alihögnar parast við villtar læður því þeir eru frjósamari en þeir villtu. Það eru gildrur í minkabúun- um og mér skilst að minkar fari gjarnan í þær ef þeir sleppa úr búr- unum.“ Arnór vissi ekki hvort ein- hver alidýr hefðu veiðst nú í átakinu. Minkar voru fyrst fluttir hingað 1931 og sluppu fljótlega út í náttúr- una. Nú er villta minka að finna hringinn í kringum landið og inn til landsins. Minkurinn veldur miklum usla í fuglavarpi og er einnig kræfur í fiskadrápi. Arnór segir að menn hafi skoðað áhrif minksins á lífríkið hér, en ekki hafi farið fram margar rannsóknir á því. „Vissulega hefur minkurinn haft áhrif, líkt og öll dýr hafa áhrif á um- hverfi sitt. Sérstaklega eru í hættu fuglategundir eins og teista og lundi, sem búa í holum. Þær voru óhultar þar til það rándýr kom, sem komst í holurnar. Eins má nefna æð- arfugl sem verpir í eyjum og hólm- um til að verjast refnum. Allt í einu er komið rándýr sem syndir út í varpið. Þegar minkurinn kom í Mý- vatnssveitina hafði hann fyrst og fremst áhrif á útbreiðslu andavarps- ins, en kannski ekki eins á fjölda anda. Í Mývatnssveit náðist mjög góður árangur í minkaveiðum og hún hefur verið að mestu laus við mink frá því á 9. áratug síðustu ald- ar,“ sagði Arnór. Skotvís einnig með átak Skotveiðifélag Íslands hefur einn- ig efnt til minkaveiðiátaks árin 2007 og 2008 og er þátttaka öllum heimil. Félagið bendir á að minkurinn hafi verið mikill vágestur í náttúrunni. Tilgangur átaksins er að veiða eins marga minka og unnt er á hverju ári til þess að halda stofninum í skefjum og helst að útrýma honum alveg, a.m.k. á viðkvæmustu stöðum. Eru allir Íslendingar hvattir til að veiða mink. Skotvís bendir á að ekki þurfi veiðikort til minkaveiða með gildru eða minkahundi. Til skotveiða þarf skotvopnaleyfi og í öllum tilvikum þarf leyfi landeiganda til veiðanna. Átakinu er skipt í veiðar með skotvopni, veiðar í gildru og veiðar með hundi. Þeir sem veiða mink og senda mynd af sér með bráðina til Skotvís fá barmnælu með mynd af mink í verðlaun. Myndirnar eru birtar á heimasíðu félagsins. Þá fara nöfn veiðimanna í pott sem dregið verður úr og þeir heppnu fá vegleg verðlaun. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss, sagði myndir af fólki með veidda minka berast nánast á hverj- um degi. Einnig leiti margir upplýs- inga um minkaveiðar, t.d. hvar hægt sé að fá minkagildrur. „Margir vita ekki að það má veiða mink án þess að hafa veiðikort. Í haust ætlum við að vera með nám- skeið í minkaveiði, jafnvel víða á landinu. Menn verða mjög áþreifan- lega varir við mink í umhverfi sínu og hafa áhuga á að veiða hann. Þetta er mikið sumarbústaðafólk og sil- ungsveiðimenn,“ sagði Sigmar. Fólk er að rekast á minka á ólíklegustu stöðum. T.d. var kona nýlega að viðra hundinn sinn í Nauthólsvík í Reykjavík þegar hundurinn rakst á mink. Hundurinn náði minknum og lagði sitt fram til veiðiátaksins. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Skaðvaldur Minkurinn er boðflenna í íslenskri náttúru og hefur reynst vera mikill vargur í véum. Nú er hvatt til veiða á mink til þess að draga úr neikvæðum áhrifum hans í náttúrunni. Sótt verður að minkn- um sem aldrei fyrr Í HNOTSKURN »Minkaveiðiátak umhverf-isráðuneytisins er gert í tilraunaskyni með það í huga að ráðast síðar í landsátak gegn minknum. »Kanna á möguleika á aðútrýma mink af 3.900 km2 svæði í Eyjafirði og 1.300 km2 svæði á Snæfellsnesi. Varið verður 135 milljónum til verkefnisins 2007-2009. »Skotvís skorar á almenn-ing að veiða mink til að halda stofninum í skefjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.