Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁGÆTI sjúkraliði, nú fara for- mannskosningar í hönd innan Sjúkraliðafélagsins og er ég annar tveggja frambjóðenda. Hér getur þú lesið hvaða framtíðarsýn ég hef fyrir félagið okkar. Frá því að stétt- arfélagið var stofnað hafa skin og skúrir skipst á í baráttu fé- lagsins og hafa margir sjúkraliðar komið þar að ásamt núverandi formanni og eiga allir sjúkraliðar þakkir skildar fyrir óeig- ingjarna baráttu. Staðan í dag Því miður hriktir í stoðum Sjúkra- liðafélagsins vegna brúarnámsins og er stór hluti starfandi sjúkraliða andvígur námsleiðinni í þeirri mynd sem hún er í nú. Til að lægja öldur innan félagsins þarf að taka á mál- inu. Ekki er slíkt að sjá í farvatninu hjá þeim sem fer með stjórn í dag. Ég tel nauðsynlegt að námsleiðin verði endurskoðuð og þær ábend- ingar sem hafa komið frá sjúkralið- um verði leiðarljósið í þeirri vinnu. Þrepaskipt nám gæti verið lausn en sú framtíðarsýn sem ég hef er að sjúkraliðanámið í heild sinni verið tekið til endurskoðunar. Nám sjúkraliða þarf að breytast í takt við þá þróun sem á sér stað innan heil- brigðisþjónustunnar og vil ég stuðla að slíkri endurskoðun. Markaðs- setning sjúkraliðanámsins þarf að endurskoða og spyrja má hvort nemendur í tíunda bekk sé ákjósan- legur markhópur fyrir sjúkralið- anám. Orðræða Það er tímabært að endurskoða orðræðuna um sjúkraliða og starfs- svið þeirra í samfélag- inu. Orðræðunni stjórna sjúkraliðar þó- nokkuð sjálfir. Það þarf að heyrast að sjúkraliði sé hluti af liðsheild til að koma veikum ein- staklingi til betri heilsu, að sjúkraliði sé hlekkur í keðju innan öldrunarþjónustunnar sem enginn vildi vera án og að sjúkralið- anámið sé gott nám sem líkja mætti við stofn sem hægt væri að hengja margar greinar á. Sjúkraliðar, við þurfum að vera meðvitaðir um að það er betra að kveikja ljós en að bölva myrkrinu. Félagsgjald Félagsgjaldið hefur lengi verið í umræðunni meðal sjúkraliða sem finnst gjaldið hátt. Tillögu um lækk- un hefur verið hafnað oftar en einu sinni. Rök eins og að starfsemi skrif- stofunnar dragist saman og að þjón- ustunni minnki ef félagsgjald lækki hafa heyrst. Ég get ekki tekið undir það, endurskipulagning gæti verið lykilorð í því samhengi. Heimasíða félagsins er ákjósanlegur vett- vangur til að kanna hug sjúkraliða á málefnum líðandi stundar. Ég vil beita mér fyrir því, nú sem fyrr, að skoðað verði hvernig félagið getur komið á móts við raddir sjúkraliða. Samstarf Samstarf heilbrigðisstétta er nauðsynlegt og það starf sem nú þegar er hafið á að halda áfram og bæta. Fagna ber að slík samvinna sé hafin og mun áframhaldandi sam- vinna eiga sér stað, burt séð frá hver formaður Sjúkraliðafélagsins er, ekki er um persónubundnar við- ræður að ræða, heldur faglegar. Framtíðarsýn mín er að efla sam- starf innan lands sem utan við fag- stéttir og embætti er koma að mál- um sem skipta sjúkraliðastéttina máli. Samstilltir Ljóst er að ef sjúkraliðar vilja sjá breytingu í forystu Sjúkraliðafélags- ins þurfa þeir að velja og hafna í fyrsta skiptið í sögu stéttarfélagsins. Málefni hafa skotið upp kollinum sem sjúkraliðar eru óánægðir með, og má segja að fái hinir hungruðu sem knýja á dyr ekki svörun, gætu þeir brotið niður húsið. Virk skoð- anaskipti þar sem umræður og ólík sjónarmið fá að líta dagsins ljós er mér að skapi og mun ég leggja mig fram um að skapa slíkt vinnuum- hverfi fyrir þá sjúkraliða sem vilja starfa innan Sjúkraliðafélaginu. Það þarf leiðtoga sem er tilbúinn að vinna að sáttum innan Sjúkraliða- félagsins. Formannskjör Sjúkraliðafélagsins Helga Dögg Sverrisdóttir skrif- ar um væntanlegar formann- skosningar í Sjúkraliðafélaginu » Ljóst er að ef sjúkra-liðar vilja sjá breyt- ingu í forystu Sjúkra- liðafélagsins þurfa þeir að velja og hafna í fyrsta skiptið í sögu stétt- arfélagsins. Helga Dögg Sverrisdóttir Höfundur er sjúkraliði og frambjóð- andi í formannskjöri SLFÍ. Sjaldan hefur verið jafn mjótt á munum í alþingiskosningum og nú ef litið er á þær sem uppgjör rík- isstjórnar og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin heldur tæpasta meirihluta 32:31 með 48,4% kjós- enda að baki sér. Íslandshreyfingin setti stórt strik í út- komuna og reyndist verða bjarghringur fyrir ríkisstjórnina eins og undirritaður óttaðist og varaði við. Í-listinn fékk 3,3% greiddra atkvæða og engum blandast hug- ur um að meirihluti þeirra hefði komið í hlut Vinstri grænna og Samfylk- ingar. Tilburðir Ómars Ragn- arssonar til að réttlæta sína fram- göngu standast ekki og niðurstaðan er afdrifarík og dap- urleg hvernig sem á málið er litið. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð fékk langbesta útkomu úr kosningunum eins og vænta mátti miðað við þann hljómgrunn sem skýr málflutningur flokksins og barátta hafði meðal fólks. Nokkur prósent í viðbót hefðu skipt sköp- um um heildarstöðuna en flokk- urinn stendur styrkur eftir kosn- ingarnar og er reynslunni ríkari. Þörfin fyrir stór skref og ný úr- ræði í umhverfisvernd er knýj- andi. Krafan um jöfnuð og aukið lýðræði með þátttöku almennings í ákvörðunum hljómar víða. Aukinn hlutur kvenna í samfélaginu verð- ur áfram ofarlega á blaði í stjórn- málaumræðunni. Verkefni VG verða m.a. að standa áfram vörð um þessi gildi og safna um þau liði. Sjálfstæðisflokkurinn náði að auka hlut sinn og bæta við sig þremur þingsætum. Það hlýtur að teljast góður árangur eftir 16 ára stjórn- arforystu, þótt fylgi flokksins hafi stund- um verið meira. Þessu getur flokkurinn ekki síst þakkað vel heppnuðum for- mannaskiptum og því trausti sem Geir H. Haarde hefur náð að ávinna sér. Hins veg- ar er margháttuð ólga undir niðri í flokknum og sjálfstæðismenn gefa umhverfismálum lítinn sem engan gaum. Framsóknarflokkurinn má heita rjúkandi rúst eftir þessar kosn- ingar, fékk ekki aðeins verstu út- komu í 90 ára sögu sinni heldur stendur eftir þingmannslaus í höf- uðborginni og með litlausan for- mann utan þings. Halldór Ás- grímsson lagði til efnið í þessa bálför og óvíst að flokkurinn eigi eftir að rísa úr öskustónni í bráð. Kjósi Framsókn að hanga áfram í ríkisstjórn upp á náð og miskunn Sjálfstæðisflokksins efnir hún í eigin grafskrift. Samfylkingin tapar verulegu fylgi og tveimur þingmönnum. Þegar sú staða bætist við óljósa stefnu og innbyrðis sundurþykkju í mörgum stórmálum er flokknum vandi á höndum. Það eina sem sameinaði Samfylkinguna fyrir kosningar var draumurinn um að komast í ríkisstjórn. Rætist sú von ekki er hætt við að innanbúð- ardeilur verði áberandi og flokkn- um gangi illa að ná frekara flugi. Frjálslyndi flokkurinn heldur að nafninu til óbreyttri stöðu en stendur veikari en áður eftir klofning og útskipti á þingmönn- um öðrum en formanninum. Flokkurinn á orðið litla innstæðu málefnalega, hefur aðeins einn þingmann á höfuðborgarsvæðinu og sá er eins og Kristinn H. Gunnarsson nýrekinn á fjörur frjálslyndra. Myndun ríkisstjórnar eftir kosningarnar er í óvissu. Fram- sóknarforystan mun reyna að bíta í skjaldarrendur og þrauka og eins víst er að Sjálfstæðisflokk- urinn kjósi að binda hana á bæði borð sem þægilegt flotholt fyrst um sinn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur verk að vinna hvort sem flokkurinn verð- ur innan eða utan ríkisstjórnar þetta kjörtímabil. Áhrifa flokks- ins í íslensku samfélagi mun gæta mun meira á næstunni en hingað til. Því veldur traust málefna- staða og vösk liðssveit. Dapurlegt hlutskipti Íslandshreyfingarinnar Íslandshreyfingin setti stórt strik í útkomu þingkosning- anna, segir Hjörleifur Gutt- ormsson » Áhrifa VG í íslenskusamfélagi mun gæta mun meira á næstunni en hingað til. Því veldur traust málefnastaða og vösk liðssveit. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. ÚRSLIT kosninganna leiða nokkur atriði í ljós: 1. Íslandshreyfingin kom til liðs við stjórnarandstöðuna í harðri gagnrýni á stjórnina og átti þannig þátt í að veikla fylgi rík- isstjórnarinnar og skapa stjórnarand- stöðunni meirihluta atkvæða þótt meiri- hluti þingmanna næðist ekki. Ís- landshreyfingin átti sinn þátt í því að þjóðin sendi frá sér þau skilaboð að stjórnin færi frá. 2. Íslandshreyfingin valdi í stefnu sína það besta frá hægri og vinstri. Til þess að sækja beint að stjórnarflokkunum skerpti hreyfingin mjög síðustu vik- urnar atriði sem féllu óánægðum stóriðjuandstæð- ingum í Sjálfstæð- isflokknum vel í geð. Þetta tókst ef miða má við einu gögnin þar um, – skoðanakönnun sem sýndi að stærsti hluti fylgis I-listans kom frá sjálfstæðismönnum en sá næststærsti frá VG. 3. Af framansögðu má sjá að hefði Íslandshreyfingin ekki boðið fram hefði stjórnin haldið velli með meira en 50 prósenta fylgi og því haft sterkari stöðu en hún hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefði unnið enn stærri sigur. 4. Íslandshreyfingin hlaut fylgi sem hefði skilað henni tveimur þing- mönnum. Óréttlát takmörkun í kosningalögum svipti tæplega 6.000 kjósendur lýðræðislegum rétti sínum. Þessi takmörkun, ásamt sveiflukenndum skoð- anakönnunum, olli því að margir kjósendur þorðu ekki að kjósa listann af ótta við at- kvæðin yrðu „dauð“. Á þessu tapaði Ís- landshreyfingin miklu fylgi. 5. Aðalatriðið er þó að hefði lýðræðið fengið að ráða hefði stjórnin fallið og nú stæðu yf- ir stjórnarmynd- unarviðræður fjög- urra stjórnarand- stöðuflokka eftir söguleg vatnaskil í íslenskri pólitík. Hindranir, sem framboðum eru sett- ar varðandi fram- boðslista, meðmæl- endur og ójafna fjárhagsaðstöðu eru alveg nægar til að koma í veg fyrir að allt fyllist af ör- smáum framboðum. Örlög framboðs aldr- aðra sýnir það. Kröf- urnar um fylgi á landsvísu eru aug- ljóslega ranglátar og engin ástæða til að hafa þetta mark hærra en 2-3%. Úr- slitin nú kalla á breytingar á kosningalögunum. Og það hlýtur að verða eðlileg og hávær krafa að lýðræðið verði látið ráða og stjórnin segi af sér. Það voru hin skýru skilaboð sem kjósendur sendu í þessum kosningum og eft- ir þeim á að fara í lýðræðisþjóð- félagi, hvað sem líður gölluðum kosningalögum. Skýr skilaboð frá þjóðinni um að stjórnin fari frá Ómar Ragnarsson skrifar um úrslit alþingiskosninganna Ómar Ragnarsson » I-listinn fékkfylgi sem nægði fyrir tvö þingsæti og tók meira frá stjórn en stjórnarand- stöðu. En 5% takmarkið kom í veg fyrir fram- gang lýðræð- isins. Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. ÞAÐ er ekki oft sem það kemur sér að vera heyrn- ardaufur. Þó var það líkn í nauð þegar kappræður pólitískra vitringa fóru fram í fjölmiðlum sl. sunnudag. Þvílíkar speglasjónir svo hjálpi mér Guð. Menn mynduðu ríkisstjórnir sitt á hvað – þvers og kruss – málþola af valdafýsn. Það var ekki líkt því að ná- kunnugir menn íslenzkri pólitík mæltust við. Eða kannski var það því líkast, að þeir hefðu ekki áttað sig á úrslitum kosn- inganna; þeim, að stjórnarflokk- arnir héldu meirihluta sínum á alþingi, sem ætla hefði mátt að væri forsenda umræðna og ályktana. Ríkisstjórnin hélt velli þrátt fyrir Íraksstríð, einkavinavæð- ingu, upplausn í efnahags- málum, verðbólgu, við- skiptahalla, biðlista sjúkra, ófarir aldraðra og öryrkja, fisk- veiðióstjórn og fleira enn, sem of langt yrði upp að telja. Og stjórnarandstaðan kafar ekki dýpra í orsakir og afleið- ingar en að kenna Íslandshreyf- ingunni um ófarir sínar! Hún finnur enga sök hjá sér. Kannski er það ofmælt að tala um sakir í þessu sam- bandi, en að ná trausti kjós- enda reynist henni um megn. Og nú hamast menn á Fram- sókn gömlu, sem kemur hart niður í kosningunum, sár og ákaflega móð. Svo er þó að sjá og heyra að stjórnarandstaðan gæti vel hugsað sér að stjórna landinu með gömlu mösulbeina, þrælvíxlaðri og meinhastri bikkjunni. Hverslags læti eru þetta eig- inlega? Vita menn ekki hverjir ráða mestu um eldi kapalsins? Dettur einhverjum í hug að þeir kjötkatlamenn sjái ekki um að rígbinda merina við stallinn í hesthúsi Sjálfstæð- isflokksins, þegar gósentíð er í vændum: Einkavæðing Lands- virkjunar svo það eitt sé nefnt. Hvernig hefðu t.d. skipast mál við einkavæðingu bankanna og Ísl. aðalverktaka – að ekki sé minnzt á hlutabréf Landsbank- ans í VÍS – ef forleiks Fram- sóknar hefði ekki notið við? Við taka fjögurra vetra veizluhöld, þar sem framsókn- arstóðinu verður valið hið bezta fóður. Sverrir Hermannsson Hvað gengur á? Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.