Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EF lýðræðinu í landinu væru engar hömlur settar og úrslit nýaf- staðinna kosninga endurspegluðust nákvæmlega í skipan þingsæta á Alþingi væri engin stjórn- arkreppa. Viðurkennt væri að Íslandshreyf- ingin hefði ráðið úr- slitum um fall rík- isstjórnarinnar. Núverandi ríkisstjórn með 48,5% kjósenda á bak við sig, hefði sagt af sér. Stjórnarand- stöðuflokkar síðasta kjörtímabils og Ís- landshreyfingin væru í miðju kafi að semja um skipan nýrrar ríkisstjórnar, þar sem Ómar Ragnarsson væri líkleg- ur umhverfisráðherra. En svona einfalt er þetta ekki. Löggjafinn hefur sett reglur um skipan Alþingis sem geta gengið þvert á þjóðarviljann. Með þeim 5% þröskuldi sem framboð verða að yf- irstíga til þess að fá sæti í samræmi við atkvæðatölu sína er í raun sett tvöföld hindrun við því að ný fram- boð komi fram: Fyrri hindrunin er fólgin í því að kjós- endur óttist að fram- boðið nái ekki yfir þennan múr og hætti því ekki á að greiða at- kvæði samkvæmt sannfæringu sinni af ótta við að þau falli „dauð“. Þar með kjósa færri framboðið en ella hefðu gert. Seinni hindrunin er sú að inn- an 5% marksins skila atkvæðin engum þing- manni, og þar með ekki þeim þing- mannafjölda sem þau í raun duga til. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hefði þröskuldurinn verið lægri (t.d. 2,5%), eða ekki fyrir hendi, hefði Íslandshreyfingin með léttum leik farið yfir 5% þröskuldinn og þar með haft að lágmarki þriggja manna þingflokk, sem hefði ger- breytt þeirri atburðarás, sem við nú neyðumst til að horfa upp á. Ná- grannaþjóðir okkar, t.d. Danir, hafa séð ástæðu til að lækka þenn- an múr í 2,5%. Steingrímur J. Sig- fússon lét þess getið fyrir skömmu að hann hefði haft efasemdir um að hafa hann svona háan, þegar þetta ákvæði var leitt í lög á síðasta ára- tug. Stjórnarandstöðuflokkarnir hefja nú enn og aftur upp þann söng að atkvæði Íslandshreyfingarinnar hafi orðið til að framlengja í rík- isstjórninni tóruna. Þetta er bein- línis rangt eins og leidd hafa verið rök að hér að framan. Það eru at- kvæði Íslandshreyfingarinnar sem valda því að stjórnin hefur ekki nema 48,5% atkvæða á bak við sig, er í minnihluta og fallin og ætti því að segja af sér. Það er hins vegar innbyggð kerfisvilla, sem gerir það að verkum að ríkisstjórn í minni- hluta meðal þjóðarinnar getur lafað á tæknilegum meirihluta, sem hún nýtur á þingi. Hér hafa reglur um form lýðræðisins augljóslega orðið til þess að þjóðarviljinn nær ekki fram að ganga. Þeim reglum þarf að breyta. Kerfisvilla blæs lífi í náinn Ólafur Hannibalsson Ólafur Hannibalsson »Hefði þröskuldurinn verið lægri (t.d. 2,5%), eða ekki fyrir hendi, hefði Íslands- hreyfingin með léttum leik farið yfir 5% þrösk- uldinn. Höfundur er blaðamaður. KOSNINGAÚRSLITIN hvað varðar Framsóknarflokkinn eru skýr. Hann missir 5 af 12 þing- mönnum sínum og nærfellt annað hvert atkvæði tapast í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. Sjálf- stæðisflokkurinn og VG bæta við sig þingmönnum. Þessir flokkar eru sigurvegarar og skilaboð kjósenda þau að þeir taki við landsstjórninni. Það er í það minnsta skylda þeirra að ræða saman af alvöru. Annað væri ábyrgðarleysi af þeirra hálfu. Allar hugmyndir þess efnis að Framsóknarflokkurinn haldi áfram ríkisstjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum við þessi skilyrði eru fráleitar. Að sama skapi er tal um annars konar stjórnarþátttöku út í hött. Allra síst á Framsóknarflokkurinn að leiða VG til valda, þann flokk sem með ófyrirleitni og á stundum hreinum níðingsskap hefur ham- ast á Framsóknarflokknum um langa hríð. Forysta flokksins verður að skilja skilaboð kjósenda og Fram- sóknarflokkurinn með lægsta fylgi í sinni 90 ára sögu getur fátt annað gert en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu. Hann taki sér nú góðan tíma til að skipuleggja pólitíska viðspyrnu og endurmeti stefnu sína og starfshætti. Þannig hefji menn nýja sókn til fyrri stöðu flokksins þar sem stefnan verði sett á 20% fylgi í næstu kosningum. Í mínum huga væri framhald núverandi stjórnarsamstarfs van- hugsað feigðarflan fyrir Fram- sóknarflokkinn. Það fer ekkert á milli mála að fjölmargir fram- sóknamenn úr grasrótinni eru á þessari sömu skoðun. Einar Sveinbjörnsson Framsóknarflokkur verði utan stjórnar Höfundur á sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins. Glitnir banki hf. hefur birt viðauka við skráningarlýsingu sem birt var þann 13. apríl sl. vegna fyrirhugaðrar hækkunar á hlutafé bankans um allt að 194.147.775 hluti og skráningar hlutanna á Aðallista Kauphallar Íslands hf. Viðaukinn er aðgengilegur á heimasíðu bankans, www.glitnir.is, og jafnframt má nálgast eintak af viðaukanum í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi 2, Reykjavík, sími 440 4000, til 13. apríl 2008. Reykjavík, 14. maí 2007 Glitnir banki hf. TILKYNNING UM BIRTINGU VIÐAUKA VIÐ LÝSINGU Á KOSNINGADAG, hinn 12. maí sl., birti Morgunblaðið grein, sem bar yfirskriftina „Spaugileg atvik og þjóð í sparifötum“. Voru þar rifjaðar upp flökkusögur frá liðnum árum, þegar fólk fór uppá- búið á kjörstað og var í hátíð- arskapi. Langar mig til að bæta við einni sögu í það safn, svona upp á seinni tíma. Gamansaga? – Dæmi hver fyrir sig. Fyrir nokkrum árum tók ég viðtal fyrir útvarpið (Rás 1), við kunnan athafnamann í Reykjavík, sem hafði alist upp í „Pólunum“ svokölluðum. Pólarnir voru stórt og fremur hrörlegt hús í eigu Reykjavíkurborgar, sem stóð of- anvert við flugvöllinn í Vatnsmýr- inni á fyrri hluta síðustu aldar. Það hýsti fátækt fólk – aðallega barnmargar fjölskyldur, sem voru eigna- og atvinnulausar. Á þess- um árum, snemma á fjórða ára- tugnum, ríkti kreppa á Íslandi sem og annars staðar í heiminum, og áttu margir um sárt að binda. Lög í okkar landi á þessum tíma mæltu svo fyrir, að þeir sem þæðu af sveit, þ.e.a.s fengju fram- færslustyrk frá bæjaryfirvöldum, – væru sviptir kosningarétti, nytu sem sagt ekki sömu réttinda og þeir, sem áttu eignir eða voru með örugga atvinnu. Þessi ágæti maður, sem sat fyr- ir svörum hjá mér í útvarpinu þennan dag, rifjaði það upp, að einmitt þegar hann var drengur – pabbinn atvinnulaus með marga tóma maga fyrir að sjá – hefði leg- ið fyrir Alþingi tillaga frá Alþýðu- flokknum þess efnis, að allir þegn- ar þessa lands, sem komnir væru af barnsaldri, burtséð frá því, hvort þeir hefðu atvinnu eður ei, skyldu njóta sömu mannréttinda og aðrir – þar á meðal að fá að fara á kjörstað og kjósa. Þessi tillaga Alþýðuflokksins þótti mikil ósvinna. Hún þótti eig- inlega svívirðileg heimtufrekja í hugum þeirra sem réðu í landinu. Íhaldið gerði allt, sem í þess valdi stóð til að hindra framgang henn- ar á Alþingi. Eftir margra mán- aða baráttu og málþóf tókst þó að lokum að koma henni í gegnum þingið og fá hana samþykkta. Það ríkti því mikill fögnuður í Pólunum næst, þegar kosið var. Menn hlökkuðu til að klæðast sparifötunum, fara gangandi nið- ur í miðbæ, með börnin uppá- klædd sér við hlið, upplitsdjarfir, stoltir, frjálsir menn í frjálsu landi. Í þá daga var bara kosið í Miðbæjarskólanum. En svo kemur endirinn á sög- unni – og hlustið nú. „En hvað heldur þú að þetta fólk hafi kosið, Bryndís?“ spyr maðurinn, viðmælandi minn, og horfir djúpt í augu mér. Ég sagði ekki orð, horfði bara spyrjandi á hann. Ögn óttaslegin þó. „Íhaldið, Bryndís – það kaus Íhaldið“. Svo þagnaði hann. Og þögnin getur verið áhrifarík – sérstaklega í útvarpi. Ég var eiginlega orðlaus, en gat þó stunið upp: „En – hvers vegna?“ Enn horfðumst við í augu. Það brá fyrir sorg í svip hans. „Af því að það vildi ekki til- heyra al-þýðunni lengur.“ Svo lækkaði hann róminn. „Það vildi upp – upp til fína fólksins! gleyma uppruna sínum, gleyma fortíðinni. Þannig launaði fólkið velgjörð- ina,“ sagði hann. Og þannig er það enn í dag. Ekkert hefur breyst. Sagan endurtekur sig. Bryndís Schram Kjósendur í sparifötunum Höfundur var varaborgarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn. Í DESEMBER síðastliðnum samþykkti Alþingi lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Tilgangur lag- anna er að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórn- málastarfsemi. Markmið þeirra var að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræði. Öðl- uðust lögin gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Í stuttu máli þá tak- marka lög þessi fjár- hæð peningastyrkja sem stjórnmálaflokkar geta tekið við. Ólöglegt er að taka á móti hærri framlögum en nema kr. 300.000 á ári. Auk þess er kveðið á um að ríkissjóður greiði flokkum sem hlotið hafa ákveðinn fjölda atkvæða á landsvísu í næstliðnum kosningum. Svo virðist sem enginn þingmað- ur sem samþykkti þessi lög hafi les- ið þau með hliðsjón af markmiðum og tilgangi þeirra því afleiðingarnar verða aðrar en lögin stefna að. Aug- ljóst er að lögin þrengja verulega þann stakk sem nýjum framboðum er sniðinn. Á meðan starfandi stjórnmálaflokkar hljóta fleiri hundruð milljóna á ári hverju úr ríkissjóði getur almenningur í land- inu sem hugsanlega blöskrar fram- ganga þeirra ekkert í því gert, því vissulega kostar það mikla peninga að fara í framboð. Auk þess sem þak er sett á fjárframlög. Ómar Ragnarsson fór af stað með flokk sinn, Íslandshreyfinguna, í vor. Hann benti á það eftir kosningar hversu hamlandi þessi lög eru fyrir ný framboð. Nú er ég ekki stuðnings- maður þeirra málefna sem Ómar hampaði en ég er mikill stuðnings- maður þess að fólk bjóði fram sínar skoð- anir og láti reyna á hvort þær falli al- menningi í geð. Með fyrrnefndum lögum hafa stjórnmálaflokk- arnir hindrað sam- keppni við sig. Getur það trauðla tal- ist í anda lýðræðis. Margir mótmæltu þessari laga- setningu á sínum tíma og var grein- arhöfundur einn þeirra. Greinar voru skrifaðar og reynt að vekja at- hygli á máli þessu en málið fékk því næst enga fjölmiðlaathygli. Þing- menn voru staðfastir á því að lögin væri góð og markmið þeirra myndu nást. Í nýafstöðnum kosningum sýndi framboð Ómars Ragnarssonar hverjar afleiðingar þeirra eru. Nú efast greinarhöfundur ekki um heilindi og góðan vilja þeirra þingmanna sem samþykktu lögin. Hugsanlegt er að þeir hafi einfald- lega ekki gert sér grein fyrir afleið- ingunum. Eftir kosningarnar hljóta þó þessir sömu þingmenn, sem og þeir nýkjörnu, að gera sér grein fyr- ir mikilvægi þess að afnema þau. Nógu erfitt er að fara í framboð án þess að slíkar hindranir séu setta. Af lýðræði í landinu Davíð Örn Jónsson leggur til afnám laga um fjármál stjórn- málaflokka Davíð Örn Jónsson » Lög um fjármálstjórnmálaflokka, sem samþykkt voru fyr- ir jól, vinna gegn til- gangi sínum. Höfundur er verkfræðinemi. HÖFUNDUR Reykjavík- urbréfs vék að undirritaðri hlýlegum orðum síðastliðinn sunnudag. Ég verð að játa að ég skildi ekki alveg tilgang þeirra skrifa nema ef vera skyldi að leggja áherslu á þá skoðun ritstjórans að flestir séu fúlmenni í Samfylkingunni, utan nokkrir útvaldir. Hafandi lesið forsíðufrétt Morgunblaðs- ins í dag sýnist mér að kenn- ing mín eigi við nokkur rök að styðjast. Þar er framgöngu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur lýst sem „hrokafullri“ eftir nafnlausum heim- ildamönnum eða manni. Ég sæi ritstjóra Morgunblaðsins skrifa með sama hætti um aðra formenn stjórnmála- flokka: Til dæmis um „ yfirlæt- islega framkomu Geirs H. Haarde,“ eða „hégómafulla framkomu Steingríms J. Sig- fússonar,“ eða um „sljóleika formanns Framsóknarflokks- ins.“ Það sér hver maður að þannig mundi Morgunblaðið aldrei skrifa um þessa ágætu menn. Það er undarlegt til þess að vita að samfylking- arfólk þurfi helst að hafa starf- að á Mogganum til að eiga von á hlýjum kveðjum úr Hádeg- ismóum. Þórunn Svein- bjarnardóttir Hlýhug- ur Mogg- ans Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.