Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 29 feitur Addi. Það hefur eflaust verið vegna þess að slíkt gæti hafa verið í þann mund að verða að veruleika auk þess sem hann hefur viljað gera sitt til að forða dóttur sinni frá því að sitja uppi með einhvern fitu- hlunk. Hann vildi hafa nóg að bíta og brenna og ná því út úr lífinu sem það hafði upp á að bjóða. Vinnan var honum mikilvæg, bæði vegna alls þess fólks sem hann hitti og einnig til öflunar viðunandi lífsviðurværis. Man ég eftir því fyrir 10–15 árum að tekið var viðtal við hann í síðdeg- isútvarpi í tilefni þess að hann hafði ratað inn á lista yfir skatthæstu menn. Það lá á milli línanna að við- mælanda hans þætti nóg um þær tekjur sem um ræddi. Þá var nú af og frá að Hörður bæri einhvern kinnroða fyrir það. Sagði svo sem satt var að hann væri svo heppinn að vera heilsuhraustur og hafa gott vinnuþrek. Hann væri stoltur af því að geta borgað skattana sína og haldið uppi merkjum Konráðs Hjálmarssonar afa síns úr Mjóafirð- inum sem ekki var neinn aukvisi þegar kom að því að draga björg í bú. Það fór heldur ekki á milli mála að hann sór sig í ættina hvað þetta varðaði. Hann naut þess að deila með sér og það voru margir sem nutu góðs af gjafmildi hans; hans nánustu, viðskiptavinir og vanda- lausir. Var ekki furða hversu vin- margur hann var og margir töluðu fallega um hann. Hann naut sín í fé- lagsskap með margs konar fólki, skyldmönnum, veiðifélögum og öðr- um. Hafði gaman af að heyra sögur um fólk og ekki síður að segja sögur af fólki. Sagði vel frá og hafði þá gjarnan lag á því að segja frá því broslega eða skemmtilega í fari fólks enda fundvís á þá hluti. Fjöl- skyldan var stór, hann var tví- kvæntur og átti átta börn með kon- um sínum. Hann sýndi barnabörnunum mikla ræktarsemi og var mikill barnakarl. Eflaust hef- ur ekki alltaf verið auðvelt að púsla öllu saman, komast í öll barnaaf- mælin og önnur fjölskyldumót. Oft var það þannig eftir veislur eða önn- ur samkomuhöld í fjölskyldunni að til manns komu systur, frænkur eða vinkonur og sögðu: ótrúlega er hann flottur kall þessi tengdapabbi þinn. Já tengdapabbar geta verið allskon- ar leiðindaseggir, en ekki minn. Hann var Hörður Sævaldsson. Hann var flottur kall og þannig vil ég muna hann. Það eru margir sem syrgja í dag góðan dreng. Megi Ragnheiður kona hans og öll hans börn og aðrir vandamenn og vinir sem lengst njóta góðra minninga um góðan mann. Arnór Halldórsson Af litlum neista verður oft mikið bál. Mig langar að minnast Harðar mágs míns þegar okkar fyrstu kynni bar að. Haustið 1971 stóð til að unga fólkið í stórfjölskyldunni færi á hið árlega réttarball í Land- eyjum. Ég var þunguð að fyrsta barni mínu og Ragnheiður systir mín varð að sætta sig við að vera heima því einhverra hluta vegna voru bílarnir fullskipaðir og hugur hennar hjá mér ef barnið kæmi skyndilega. Maðurinn minn hafði farið á fjöll til rjúpna. Af hreinni til- viljun losnaði pláss í bíl fyrir Ragn- heiði. Á næstu dögum leyndi sér ekki að eitthvað undursamlegt hafði gerst í hjarta systur minnar. Hún hafði hitt mann sautján árum eldri en hún. Hún lýsti honum sem draumaprinsinum sínum; skemmti- legum, fallegum og góðum. Í fyrsta sinn hafði hún fundið þá tilfinningu sem kallast ást, þá 21 árs gömul. Hann var bundinn fjölskyldu, konu og fjórum dætrum, og ekki með í huga að breyta neinu í sínu lífi þótt hann hefði heillast af saklausu stúlkunni. Stúlkan beið og beið í von um að hann myndi láta heyra frá sér, hvað þá að hún fengi að hitta hann aftur. Langur tími leið, hugur hennar var bundinn hjá honum. Þetta kallast ást við fyrstu sýn. Þrátt fyrir að við fjölskyldan reynd- um að telja henni hughvarf. Svo að ég geri langa sögu stutta tókust með þeim gagnkvæmar ástir sem báru ávöxt. Lítil Ragnheiður Harð- ar Harðardóttir leit dagsins ljós. Ég hugsa oft hversu erfiða aðstöðu ást- in getur sett fólk í. Hörður bjó litlu nýju fjölskyldunni sinni fallegt heimili. Fjölskyldan stækkaði óðum. Ragnheiður Harðar var fimm ára þegar tveir drengir komu hvor á sínu árinu. Sigríður Marta, sem í dag er aðeins tuttugu ára, kveður föður sinn nú ásamt öllum systk- inum sínum. Þessi ástarsaga var dæmd af fordómum. Hörður kom með birtu í fjölskyldu okkar. Við eignuðumst öll traustan vin. Faðir okkar, Marteinn Davíðsson, sem þá var kominn af léttasta skeiði, eign- aðist sinn besta vin. Þeir gátu setið tímunum saman, spjallað, tefldu mikið skák og lyftu glösum. Oft heyrðum við sömu frasana við tafl- borðið. Til dæmis sagði pabbi: „Nei bíddu nú hægur lagsmaður, þú ferð svona að þessu.“ Hörður sagði: „En er þetta allt var skeð, einn pilsner kristur taka réð.“ Hann sagði þetta í passíusálmaformi Hallgríms. Hörður tók mjög nærri sér þegar pabbi lést skyndilega fyrir 11 árum og syrgði hann mjög ásamt okkur öllum. Hörður, Ragnheiður, mamma, pabbi, ég og Nonni maðurinn minn ásamt börnunum okkar sem eru á svipuðum aldri skemmtum okkur oft bæði hérlendis og erlendis í gegnum langa samveru. Hörður og Ragnheiður voru höfðingjar heim að sækja og minnist ég margra veislna af alls konar tilefnum, og þurfti samt ekkert sérstakt tilefni til. Ég vil þakka þér elsku Hörður fyrir persónulega hjálp og uppörvun á erfiðum tímum í mínu lífi. En sér- staklega áttu djúpar og innilegar þakkir fyrir hvað þú varst góður við foreldra mína, systur og börnin okk- ar Nonna. Elsku Ragnheiður mín og öll börnin þín Hörður, megið þið öðlast Guðs styrk til að lifa í hans minningu. Þín mágkona, Ingibjörg Marteinsdóttir Þegar ég óskaði mínum góða vini, Herði Sævaldssyni, til hamingju með sjötugsafmælið varð honum að orði: „From now on we are living on borrowed time.“ Nú er sá tími úti. Það var þungt högg og sárt. „Mjök erum tregt tungu að hræra“. Kynni okkar Harðar hófust á uppvaxtarárunum á Norðfirði 1937- 1945 og þróuðust fljótt til einlægrar vináttu. Eftir að hann fluttist suður til Reykjavíkur með foreldrum sín- um og bræðrum, árið 1946, var vin- áttan endurnýjuð og hefir hún nú varað ævilangt og aldrei borið á hana skugga. Strax í Barnaskóla Norðfjarðar komu í ljós góðar námsgáfur Harð- ar og minnir mig, að hann hafi yf- irleitt verið hæstur í bekknum, enda var hann metnaðargjarn og ein- beittur við hvað sem hann tók sér fyrir hendur. En hugur stráka á þessum aldri er ekki fyrst og fremst bundinn við skólann, heldur við alls konar leiki og uppátæki. Og þannig var það vitanlega um okkur. Einhvern tímann fengum við þá hugmynd að smíða okkur kassabíl til þess að renna okkur niður brekk- urnar. Við komumst yfir aflóga barnavagn og gátum notað undan honum hjólastellið, en urðum að geta stýrt bílnum.Til þess þurftum við að losa framhjólin og láta log- sjóða ýmsar stangir og tengja sam- an. Við fórum til Þórarins járnsmiðs og útskýrðum fyrir honum, hvað við vildum og báðum hann liðsinnis. Hann tók því vel, en sagði um leið: „Miklir snillingar eru þið, strákar, Hitler hefði ekki tapað stríðinu, ef hann hefði haft ykkur.“ Hörður naut trausts og virðingar sem tannlæknir og var m.a. tvívegis kosinn formaður í þeim félagsskap. Hörður Sævaldsson var meðal- maður á hæð, beinvaxinn, grannur, vel á sig kominn og mikill keppn- ismaður. Hann var með ljóst liðað hár, var bjartur yfirlitum, léttur á fæti, röskur til gangs og hvers þess, er hann tók sér fyrir hendur. Útivist og veiðiskapur var hans ánægja og yndi. Þá var hann og frábær bridge- spilari. Honum var gefin glögg- skyggni fjármálamannsins og hefir eflaust erft þá gáfu frá föðurafa sín- um, hinum mikla athafna- og fjár- aflamanni, Konráð Hjálmarssyni, frá Brekku í Mjóafirði. Enda þótt Hörður hafi fyrst og fremst verið maður starfsins, var hann enginn meinlætamaður, fjarri fór því. Hann naut lífsins lystisemda og gerði aldrei neitt til hálfs. Hörður var einstakur dugnaðar- forkur og gekk að hverju verki með oddi og egg. Hann átti ekki til hálf- velgju, var hreinskiptinn, heill í gegn og mikill kjarkmaður. Hörður var skapmaður og skapfestumaður, sem sagði mönnum meiningu sína tæpitungulaust, þegar honum þótti. En drengskapur brást honum aldr- ei. Hann var mikill vinur vina sinna og einstaklega örlátur við þá. Það reyndi ég margsinnis í okkar sam- skiptum, enda á ég fáum mönnum meira að þakka en honum. Orð Harðar Sævaldssonar voru betri en eiðar. Hans er nú sárt saknað og rifjast því upp málshátturinn: Eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Að leiðarlokum sendi ég, kona mín og börn okkar, eiginkonu Harð- ar, Ragnheiði Marteinsdóttur, börn- um og öðrum ástvinum þeirra, inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Harðar Sæ- valdssonar. Magnús Thoroddsen.  Fleiri minningargreinar um Hörð Sævaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elsku litla drengsins míns og yndislegs barna- barns, TRISTANS ALEXANDERS JÓNÍNUSONAR, Nesvegi 49. Jónína Eyvindsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Valdimar Össurarson, Eyvindur Jóhannsson, Ingibjörg Sveinsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RÓSAMUNDU INGIMARSDÓTTUR frá Fremri Hnífsdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Efstabæjar, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, fyrir frábæra umönnun og hjúkrun á liðnum árum. Ísólfur Sigurðsson, Áslaug Guðbjörnsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sigrún Guðnadóttir, Halldór Sigurðsson, Jónína Þ. Stefánsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, LÁRUSAR HERMANNSSONAR. Elskulegu starfsfólki á elliheimilinu Grund er þökkuð umönnun og hlýhugur. Sigurður Lárusson, Guðrún Greipsdóttir, Rúnar Lárusson, Þórdís Lárusdóttir, Hermann Lárusson, Ólafur Lárusson. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir allan þann hlýhug og þá samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓNASAR H. PÉTURSSONAR, Hjallavegi 2, Ísafirði. Innilegar þakkir sendum við Eiríki Jónssyni yfir- lækni og starfsfólki á deild 13 D á Landspítalanum við Hringbraut. Elín Valgeirsdóttir, Guðmunda Ó. Jónasdóttir, Aðalsteinn Kristjánsson, Pétur Þ. Jónasson, Kolbrún Halldórsdóttir, Ingibjörg M. Jónasdóttir, Arnar Kristinsson, Valgeir Jónasson, Elínborg Bjarnadóttir, Baldur Þ. Jónasson, Halldóra Kristinsdóttir, Jóhann Jónasson, Sonja Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, SIGURÐUR K. ÁSBJÖRNSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni sunnu- dagsins 13. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttir, Hreinn Pálmason og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORGERÐUR DIÐRIKSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést sunnudaginn 13. maí. Útförin verður auglýst síðar. Birgir Ísleifsson, Herdís Einarsdóttir, Helga Ísleifsdóttir, Erlingur Ólafsson, Diðrik Ísleifsson, Kristín Á. Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.