Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2007 37 VÍKINGUR Heiðar Ólafsson ber strandhöggsnafn með rentu, og raun- ar líklegastur allra ungra píanista lýðveldisins til útrásarframa utan landsteina. Það kom því ekki á óvart að uppselt skyldi á fyrri Salartón- leikum hans á föstudag. Dagskráin var þess utan ekki aðeins fjölbreytt heldur einnig viðmiðunarvæn, þar eð 3 af 4 atriðum voru vel þekkt klassísk stórverk. Hin hámelódíska 5. „franska“ svíta Bachs frá um 1725 var ýmist tekin á háskafullum spretti eða með íhugulli innlifun, og skemmtilegt að sjá jafn- mikla breidd hjá ekki eldri spilara, jafnvel þótt hæg-syngjandi mótun hans ætti enn eftir að jafnast á við tækniöryggið á manndrápshraða. Þá vottaði stöku sinni fyrir óþreyjufullri óeirð í bæði Bach og Beethoven, enda annað varla eðlilegt. Æskan er tími áhlaupa; innsæið eykst með aldri og reynslu. Barokkverkið bar annars með sér nokkur áhrif frá „HIP“ upp- runaherbúðum, en þó færri en mætti eiga von á, og oft glitti í gizka per- sónulega útfærslu. Nokkrar smáfinkur flugu hjá í upp- hafsþætti Apassionötu þar sem teflt var á tæpasta vað. Andantinn var hins vegar þokkafullur við hæfi, og þrátt fyrir strákslegan skaphita tryggði pottþétt tækniöryggi farsæla siglingu milli skers og báru í úthaldskræfa fí- nalnum. Hin sjarmerandi níþætta fjölstílasvíta [19’] eftir föður píanist- ans var né heldur tekin neinum vett- lingatökum, og þó að sveiflan væri kannski heldur stirðari á djassleit- ustu köflunum en heyra mætti fyrir sér hjá t.a.m. Keith Jarrett, þá komst hitt líflega til skila. Að lokum var hin virtúósa fjór- þætta sónata Chopins í h-moll. Svolít- ið fannst mér vanta upp á líðandi mælskuþunga í I (í anda gamalla slaghörpurisa eins og Rubinsteins), en á hinn bóginn fór Víkingur á kost- um í ofurhröðu perlurunum Scherzós og lokaþáttar, jafnt að nákvæmni og sópandi elegans. Fyrir utan Largóið (III), er skartaði fallegustu cantabile spilamennsku kvöldsins. Óþvinguð útgeislun Morgunblaðið/Eyþór Víkingur Heiðar „Æskan er tími áhlaupa; innsæið eykst með aldri og reynslu,“ segir meðal annars í dómi. TÓNLIST Salurinn J.S. Bach: Frönsk svíta nr. 5 í G BWV 816. Beethoven: Sónata í f Op. 57 „Ap- passionata“. Ólafur Óskar Axelsson: Inn og út um gluggann (frumfl.) Chopin: Són- ata nr. 3 í g Op. 58. Föstudaginn 11.5. kl. 20. Píanótónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson DAGUR VONAR Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Fim 24/5 kl. 20 Lau 2/6 kl. 20 Fös 8/6 kl. 20 Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fös 25/5 kl. 20 Fim 31/5 kl. 20 Sýningar hefjast að nýju í september SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 UPPS. Fös 18/5 kl. 20 UPPS. Lau 19/5 kl. 14 UPPS. Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14 UPPS. Sun 20/5 kl. 20 UPPS. LÍK Í ÓSKILUM Þri 5/6 kl. 20 FORS. Fim 7/6 kl. 20 FORS. Fös 8/6 kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500 Fös 8/6 kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 26/5 AUKASÝNING Síðasta sýning LADDI 6-TUGUR Þri 29/5 kl. 20 UPPS. Mið 30/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 Lau 2/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS. Sun 3/6 kl. 14 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 Mán 4/6 kl. 20 UPPS. Mið 20/6 kl. 20 Fim 21/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Lau 19/5 kl.20 UPPS. Sun 20/5 kl.20 UPPS. Fös 25/5 kl. 20 UPPS. Lau 26/5 kl. 20 UPPS. Fim 31/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 Sun 3/6 kl. 20 Fim 7/6 kl. 20 Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvins Mið 16/5 kl. 20 Síðasta sýning Styrktarsýning fyrir Eddu Heiðrúnu Backman BELGÍSKA KONGÓ Mið 30/5 kl. 20 Mið 6/6 kl. 20 Sun 10/6 kl. 20 Fim 14/6 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar SPÍTALINN Eftir Jo Strömgren. Gestasýning frá Noregi. Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 20 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is 18/5 Örfá sæti laus, 1/6 Örfá sæti laus, 2/6 Nokkur sæti laus, 7/6 Nokkur sæti laus Síðustu sýningar! Allar sýningar hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!! Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Óperudeigla Íslensku óperunnar kynnir þrjár íslenskar óperur í vinnslu föstudaginn 18. maí kl. 16.30 í Íslensku óperunni. ÓPERUDEIGLA ÍSLENSKU ÓPERUNNAR - FÖS. 18. MAÍ KL.16.30 ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA Í 25 ÁR ÓPERUDEIGLA ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Kynnir þrjár nýjar íslenskar óperur föstudaginn 18. maí kl. 16.30 Umræður að kynningum loknum - aðgangur ókeypis, allir velkomnir ! Nánari upplýsingar á www.opera.is Strandgata 50, Hafnarfjörður Pantanasími 555 2222 og á www.midi.is 20. maí sun. kl. 14 Síðasta sýning! Pabbinn – drepfyndinn einleikur Bjarna Hauks Fim. 24/05 kl. 19 örfá sæti laus Fös. 25/05 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 26/05 kl. 19 örfá sæti laus Síðustu sýningar leikársins! Sala áskriftarkorta fyrir nýtt og spennandi leikár hefst í ágúst. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 Karlakór Keflavíkur og helstu poppgoð Suðurnesja ásamt hljómsveit í félagsheimilinu Stapa þriðjudaginn 15. maí og miðvikudaginn 16. maí kl. 20.30 Poppgoð: Rúnar Júl, Jóhann Helga, Magnús Þór, Gunni Þórðar, Þórir Baldurs og Maggi Kjartans Hljómsveitarstjóri: Magnús Kjartansson Kórstjóri: Guðlaugur Viktorsson Miðaverð 2.500 kr. ATVINNULEIKHÚS Í BORGARNESI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson mi 16/5 aukasýning kl 16 laus sæti, kl 20 uppselt, fö 25/5 kl. 20 laus sæti, fö. 1/6 uppselt, lau. 2/6 uppselt, lau 9/6. kl. 15 uppselt, lau 9/6 kl. 20 örfá sæti, fö 15/6 kl. 20, mi 20/6 kl 20, fö 29/6 kl. 20 MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson Fö 18/5 örfá sæti, fi. 7/6, fö 8/6 örfá sæti, fi 14/6 - síðasta sýning SVONA ERU MENN - höf. og flytjendur KK og Einar Kárason su 20/5 kl. 20, lau 26/5, su 3/6 kl. 20, su 10/6 kl. 20, lau 16/6 kl. 20, fö 22/6 kl. 20, lau 23/6 kl. 20 síðasta sýning Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.