Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 1
V'sYW'Y-":
UMSJÓN: Kjartan L.
Pálsson og Sigmundur ó.
Steinarsson
íþrótlii helgarinnar
VISIR FYRSTUR MEÐ ÍÞROTTAFRÉTTIRNAR
Bogdan dæmdur i
6 leíkja bann
Pólverjinn Bogdan, þjáifari
Vfkings, var dæmdur i þyngstu
refsingu, sem handknattleiks-
maður hefur hlotið á islandi.
Bogdan var dæmdur i 6 leikja
keppnisbann, fyrir aö veitast aö
dómuruin I leik Akraness og
Vfkings I 1. deild kvenna, sem
fór fram á Akranesi fyrir stuttu.
Bogdan má þvi ekki stjórna
kvennalioi Vikings i 6 leikjum I
1. deildar- og bikarkeppninni.
— SOS
, BJARNI
FRIÐRIKSSON
inn snjalli.
BOGDAN.
.þjálfari Vikings.
__________I
Bjarni lagð
allaajppon
- og tryggðí sér Norðurlanda-
meistaratitil í júdó
Bjarni Frioriksson júdókappi
úr Armanni vann eitthvert glæsi-
legasta afrek sem Islenskur júdó-
maour hefur uniiiö um dagana, er
hann sigraði I sinum flokki á
Opna skandinaviska meistara-
mótinu i júdó I Kaupmannahöfn i
gær.
Opna skandinavlska mótið er
taliðeitt af sterkustu júdómótum,
sem árlega er haldið i Evrópu. Til
Stúdentar
skelfdu
Þrðttara
- 09 Framarar lögðu
Víking að velli í blakí
Tveir hörkuleikfr voru á dag-
skrá I 1. deild karla I blaki I gær-
kvöldi, og stóo sá sfðari þeirra
langt fram yfir miðnætti — en
báoir þessir leikir voru „fiinni
hrinu leikir" eoa eins langir og
hægt er I blaki.
Fyrri leikurinn var á milli tS og
Þróttar og fengu Þróttarar þar
fyrstu verulegu mótspyrnuna I 1.
deildinni I vetur. Skelfdu
Stúdentar þá allverulega i
byrjun, þvi aö þeir sigruðu i
fyrstu tveim hrinunum 16:14 og
15:10.
Þróttararnir náðu að rétta sig
við I þriðju hrinu og sigruðu i
henni 15:3 og jöfnuðu sioan leik-
inn 2:2 meö 15:10 sigri. í úrslita-
hrinunni hafoi Þróttur svo mikla
yfirburöi og sigraði þar 15:3 og
þar meo 3:2 I leiknum.
Viöureign Vikings Og Fram á
eftir var ekki siðri, en þar uröu
úrslit þau aö Fram sigraði 3:2 og
uröu úrslitin f hrinunum 5:15,
16:14,4:15,16:14og 15:10. Leikur-
inn stóð yfir i 89 mín.
-Wp-
marks um styrkleika þess nú má
geta þess, að keppendur frá 10
þjóðum mættu þar nú til leiks, þar
af stór hópur frá Japan, en þar
hefur vagga júdóiþróttarinnar
staðið frá öndverðu.
Bjarni keppti I 86 kg flokki á
mótinu, og þar iagði hann keppi-
nauta sina hvern á fætur öðrum á
„IPPON" — eða fullnaðarsigri,
sem gefur 10 stig. 1 úrslitaglim-
unni keppti Bjarni við Wino frá
Finnlandi og lagði hann einnig
auðveldlega og þar með voru
gullverðlaunin hans.
Júdósambandið hafði ekki efni
á að senda fleiri keppendur en
Bjarna á mótið- og hrökk styrkur-
inn sem júdóiþróttin fær árlega
frá þvi opinbera rétt fyrir farseðl-
inum handa honum á mótið. Ann-
ar tslendingur tók þó þátt I mót-
inu, en það var Rúnar Guðjóns-
son, sem dvelur I Svíþjóð og var
þvi kostnaður enginn við að senda
hann á mótið.
Rúnar stóð sig einnig með mikl-
um sóma á mótinu — komst
áfram f úrslitakeppnina I sínum
flokki úr riðlakeppninni, en þar
tapaði hann aftur á móti I fyrstu
glfmunni...
-klp-
Jón Hermannsson
Plðlfar Selfoss
Nú er nær öruggt, a"ö Jón Her-
mannsson, sem hefur náð góð-
um árangri með Breiðablik
undanfarin tvö ár, gerist þjálf-
ari 2. deildarliðs Selfoss f knatt-
spyrnu. Jón hefur rætt við for-
ráðamenn Selfossliðsins — og á
Jón nú aðeins eftir að skrifa
undir samning. Mikili hugur er
nú iherbúðum Selfyssinga, sem
ætla að byrja að æfa I febrúar.
— SOS
Pétur og Fleming
klæðast KR-peysunni
- pegar KR-llOlö tekur pðtl f slerku mðll i Dubiin
Risinn I Islenskum körfuknatt-
leik, Pétur Guömundsson, sem I
sumar hefur lelkið með River
Plate I argentínsku atvinnu-
mannakeppninni, mun leika með
KR um næstu helgi.
Kemur hann til liðs við KR-inga
1 Dublin á trlandi, en þar munu
KR-ingar taka þátt i mjðg sterku
körfuknattleiksmóti, þar sem 8 lið
frá Bretlandi og viöar að mæta til
leiks.
Pétur kemur gagngert frá
Argentinu til að leika með KR-
ingum, og fer siöan þangað strax
aftur. Til tslands kemur hann um
miðjan desember og hefur hug á
að dvelja hér heima i vetur, en
með hvaða liði hann leikur þá, er
enn ekki vitað.
KR-ingar munu ekki aðeins
styrkja lið sitt i þessari keppni.
Þeir klæða einnig tR-inginn Andy
Fleming i KR-búninginn og mun
hann leika með þeim alla leikina 1
þessari mestu körfuknattleiks-
keppni, sem trar halda ár hvert,
en þetta er f 7. sinn sem KR-ing-
um er boöiö að vera með i henni...
-klp-
Grænlend-
íngar komu
beim ís-
lensku á
óvart
- með kunnattu smni
í Dadminton
tslendingar hafa ekki verið
tiðir gesti á Iþróttamótum i
Grænlandi um dagana þótt
Grænlendingar séu okkar næstu
nágrannar i vestri.
tslenskir badmintonmenn
sóttu þo þá heim I sfðustu viku
ásamt færeyskum badminton-
mönnum. Bauðst tslendingun-
um 8 sæti I flugvél, sem flutti
Færeyingana til Grænlands, en
þurfti að millilenda hér.
I viðtali við Visi I gær, sagði
Steinar, aö þetta hafi veriö mjög
skemmtileg ferð, og kunnátta
Grænlendinga i badminton
komið öllum mjög á óvart.
Steinar sagði, að keppt hefði
verið i mjög góðri iþróttahöll i
Nuuk. Ekki hafi verið um neina
formlega landskeppni að ræða,
en þegar upp hafi verið gert I
lokin, hefðu Grændlendingar þó
verið taldir sigurvegarar, ts-
lendingar orðið i öðru sæti og
Færeyingar þriöju...
— klp—
Benedikt
varði
26 skot
- Degar Breiðablik
lagðí Þðr að
velli 30:28
Unglingalandsiiðsmaðurinn I
knattspyrnu, Benedikt Guð-
mundsson, var maðurinn á bak-
við sigur Breiðabliks yfir Þór I
leik liðanna i 2. deild karla I
handknattleik á Akureyri um
helgina, 30:28. \)
I þeim leik v^rði Benedikt,
sem er nýbyrjaður aö æfa hand-
knattleik af fullum krafti aftur,
hvorki meira né minna en 26
skot, og flest þeirra úr dauða-
færum.
Þrátt fyrir það fékk hann á sig
28 mörk, sem sýnir hvað vörnin
fyrir framan hann var götótt.
Hún var þó öllu skárri en vörn
Þórs, en þar laku 30 skot inn i
markiö.
Sigurður Sigurðsson var
markhæstur hjá Þór i leiknum
með 9 mörk, en Guðmundur
Skarphéðinsson skoraði 6 mörk.
Björn Jónsson skoraði mest
fyrir Breiðablik eða 12 mörk, en
Júllus Guðmundsson sá um að
koma knettinum 8 sinnum i
netiö hjá Þór.
A föstudaginn lék KA við
Breiðablik og áttu Kópavogsbú-
arnir aldrei mðguleika i þeim
leik. Komst KA í 11:4 og sigraði
i leiknum 29:21. Björn var
einnig markhæstur Blikanna i
þeim leik — var með 9 mörk, en
JúHus með 5. Fyrir KA skoruðu
þeir Friðjón Jónsson 10 mörk og
Þorleifur Ananiasson 6 mörk...
GS Akureyri/—klp—