Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mikið gaman STOFNAÐ 1913 150. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 2006 „Maður getur ekki hætt að lesa ...“ ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ, DV „Skelfilega heillandi“ KOMIN Í KILJU PUBLISHERS WEEKLY LIFANDI NÁM GAMAN AÐ LÆRA Í LAUGALÆKJAR- SKÓLA OG STYKKISHÓLMI >> 19, 20 TÓNLISTARHÁTÍÐ SEM Á AÐ SKAPA NÁND RÖKKURLOPI ÞEKKTIRÓÞEKKTIR >> 42 FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ gætir írskra áhrifa í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar en í kafl- anum um stjórn efnahagsmála segir: „Settur verði á laggirnar samráðs- vettvangur milli ríkisins, aðila vinnu- markaðarins og sveitarfélaga um að- gerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála.“ Um er að ræða eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar, en fyrirmyndin er að hluta til það samráðskerfi – Social Partnership – sem tekið var upp á Írlandi 1987. Þar hafði þá ríkt kreppa um langt skeið á Írlandi, eins og Jón Sigurðsson, ráðgjafi Samfylk- ingarinnar í efnahagsmálum, rakti í grein um „írsku þjóðarsáttina“ í Morgunblaðinu 3. mars sl. Fullyrti Jón að góður árangur Íra í efnahags- málum á síðustu árum skýrðist m.a. af reglulegum samningum stjórn- valda og aðila á vinnumarkaði, auk fulltrúa frjálsra félagasamtaka, s.s. samtaka eldri borgara og öryrkja, bændasamtaka, ferðamálasamtaka, umhverfisverndarsamtaka og sam- taka ungs fólks. Forysta Sjálfstæðisflokksins gerði ekki ágreining um þetta mál í stjórn- armyndunarviðræðunum. Þar á bæ líta menn svo á að samráð hafi hvort eð er verið til staðar með óformlegum hætti, m.a. við aðila vinnumarkaðar- ins í kringum kjarasamninga, þar hafi menn rætt sín í millum um skattamál, barnabætur og jafnvel sett sér sam- eiginleg markmið í verðlagsmálum. Ekkert sé athugavert við að setja þetta samráð í fastan farveg. Ekki er búið að fastsetja hvenær ráðist verður í að mynda þennan sam- ráðsvettvang eða hverjir nákvæm- lega koma að honum. Það á hins veg- ar ekki að ganga jafn langt og á Írlandi, þar sem samráðið er orðið býsna víðtækt og stofnanavætt. Spyrja má hversu rökrétt það sé að setja inn í stefnuyfirlýsinguna ákvæði sem vísar til aðgerða sem gripið var til á Írlandi til að bregðast við djúp- stæðum efnahagsvanda sem þar ríkti 1987. Ríkir ekki velmegun á Íslandi? Svarið við þeirri spurningu, a.m.k. að því er varðar Samfylkinguna, er að finna í grein sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í Morgunblaðið í fyrra. Þar færði hún rök fyrir því að íslenskt samfélag væri ekki í jafn- vægi, um það vitnaði þensla í efna- hagslífinu, hæstu vextir sem þekktust á Vesturlöndum, mikil verðbólga, gengissveiflur, flutningur fólks af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis, mikill aðflutningur vinnuafls frá öðr- um löndum, skortur á fólki í umönn- unar- og þjónustustörf og vaxandi ójöfnuður milli þjóðfélagshópa. Til að brjótast út úr þessum vítahring yrði að leita nýrra leiða, fara leið sáttar og samráðs. Íslenska þjóðarsáttin frá 1990 hefði verið vísir að samkomulagi í þessa veru, hún hefði ásamt aðild- inni að EES lagt grunninn að efna- hagsþróun síðasta áratugar. Þessi sáttaleið hefði hins vegar fengið að deyja drottni sínum í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Tímabært væri að blása í hana nýju lífi. Lífi blásið í þjóðarsáttarferlið Írskra áhrifa gætir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra leggur áherslu á að víðtækt samráð þurfi að fara fram um hvernig bregðast eigi við veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. Stofnunin leggur til að gengið verði mun lengra í skerðingu aflamarks en núver- andi aflaregla mælir fyrir um. „Ég tel að nú sé skynsamlegast fyrir okkur sem komum að þessu máli að hugsa okkar gang og fara yfir þessi mál mjög ítarlega með sjómönnum, útvegsmönnum, vís- indamönnum og ekki síst stjórnmálamönnum úr öll- um flokkum,“ sagði Einar í gær. Þar til annað verði ákveðið gildi aflaregla ríkisstjórnarinnar sem feli í sér að aflamarkið á næsta fiskveiðiári verði 178 þús- und tonn. Að öðru leyti vill hann ekki gefa upp hver viðbrögð stjórnvalda verða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, fagnar orðum sjávarútvegsráðherra. „Við leggjum til að menn fari hreinlega yfir grundvallarforsendur þessa máls. Menn þurfa að fara ofan í grunninn á þessu öllu saman; fiskveiðistjórnunarkerfinu, aðferðafræðinni og ráðgjöfinni. Ég held að það þýði ekkert annað en að setjast yfir málin með það í huga að útiloka ekki róttækar breytingar.“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks- ins, segir merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hafi með sjávarútvegsráðuneytið í sextán ár bjóði nú stjórnarandstöðu að vera með í ráðum. „En við í Framsóknarflokknum munum auðvitað fagna því ef það er farið yfir þessa stöðu sjávar- útvegsins og sjávarbyggðanna.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir flokkinn einnig reiðubúinn. „Ég veit ekki hvað sjávarútvegsráðherra hugsar sér en ef menn ætla að fara í raunverulega úttekt á því sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til, því sem byggt hefur verið á undanfarin ár og árang- ursleysi kvótakerfisins, þá erum við tilbúnir að skoða það.“ | Miðopna Vill víðtækt samráð um ákvörðun aflamarksins Sjávarútvegsráðherra segir aflaregluna gilda þar til annað verði ákveðið „MÉR finnst þetta uggvænleg staða, ef menn ætla að senda okkur með 130 þúsund tonn af þorski,“ sagði Guð- mundur Þ. Jóns- son, skipstjóri hjá Samherja, um tillögur Hafró. Að hans mati hefur lítið mark verið takandi á niðurstöðum Hafrannsókna- stofnunar síðustu 3-4 árin. „Alveg sama hvað þeir hafa verið að senda frá sér, bæði með loðnu, síld og annað, ég dreg allt í efa sem þeir gera. Ég trúi ekki að sjávarútvegs- ráðherra láti þetta fara í gegn. Ég skora á hann að gera það ekki.“ „Þetta er bara mjög slæmt, bara má ekki gerast,“ sagði Brynjar Smári Unnarsson, sjómaður á togaranum Bergi VE í Vest- mannaeyjum, um tillögurnar. Brynjar telur að Hafró hafi þó sinnt hlutverki sínu undanfarin ár og ber fullt traust til stofnunar- innar. Hann býst þó ekki við því að stjórnvöld fari eftir tillögum stofn- unarinnar að öllu leyti. Hann segist almennt telja gott ástand á þorsk- stofninum. „Ég dreg þetta í efa“ Guðmundur Þ. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.