Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR >> www.khi.is P IP A R • S ÍA • 7 1 1 0 2 Við Kennaraháskóla Íslands eru nemendur búnir undir leiðtoga- og stjórnunarstörf Nám við Kennaraháskólann veitir starfsréttindi á sviði kennslu, uppeldis og umönnunar og er einnig góður undirbúningur fyrir margvísleg önnur störf Kennaraháskólinn er leiðandi á sviði fjarkennslu og um helmingur nemenda stundar fjarnám Í námi við Kennaraháskóla Íslands er lögð áhersla á tengsl við væntanlegan starfsvettvang, rannsóknir, sköpun og miðlun Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní B.Ed. nám í grunnskólakennarafræði B.Ed. nám í leikskólakennarafræði B.Ed. nám í íþróttafræði B.S. nám í íþróttafræði B.A. nám í þroskaþjálfafræði B.A. nám í tómstunda- og félagsmálafræði >> Kennaraháskóli Íslands sími 563 3800 > www.khi.is Mótaðu framtíð Íslands > > > > Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LAXVEIÐIN hefur undanfarin ár hafist 1. júní og hefur þá athygli fjöl- miðlanna einkum beinst að opnun Norðurár í Borgarfirði, þar sem stjórnarmenn í SVFR kasta flugum sínum fyrstir. Eftir aflabrest í opn- uninni síðustu ár var ákveðið að seinka opnun Norðurár um fimm daga, auk þess sem veiðimenn verða skyldaðir til að sleppa tveggja ára laxi. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, og félagar hans hefja því veiðar á morgun, þriðjudag, á sama tíma og veiðin hefst á neðstu svæð- um Blöndu. Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár, eru því eina svæðið þar sem laxveiði hófst 1. júní að þessu sinni. Fyrstu vaktirnar höfðu þó ekki gefið neina fiska. Bjarni var staddur í veiðihúsinu við Norðurá á laugardag og það var kominn veiðihugur í hann. „Það er þokkalegt rennsli í ánni, en það er spáð úrkomu og svo er stórstreymt nú um helgina þannig að öll skilyrði ættu að vera býsna fín á þriðjudaginn. Ég er ofboðslega bjartsýnn og ætla því að halda því fram að þetta verði með betri opn- unum – um 20 laxar veiðist!“ Orri spáir 45.000 löxum Í fyrrasumar veiddust rúmlega 45.100 laxar á stöng á landinu, en það var samdráttur um 18% frá árinu 2005. Þá var metveiði á laxi, 55.168 fiskar. Á ársfundi veiði- málastofnunar í vor spáði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur í veiði- horfurnar í sumar og sagði engin merki um annað en veiðin yrði yfir meðaltali eins og undanfarin ár. Þó gerði hann ráð fyrir einhverri fækk- un. Guðni var þá svartsýnn á framtíð stórlaxins í íslensku ánum; spáði því að að ef sama þróun héldi áfram yrði síðasti stórlaxinn drepinn árið 2.020. Ítrekaði hann fyrri tilmæli Veiði- málastofnunar um að stórlaxinum verði hlíft og veiddum fiskum sleppt til að auka kyn sitt. Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna, hefur á liðnum árum gert sína spá um lax- veiðina og hefur oft verið nærri lagi. „Ég spái 45.000 laxa veiði,“ segir hann að þessu sinni – og gerir þar með ráð fyrir svipuðum afla og í fyrra. „Ég held það verði einhver aukn- ing í hafbeitinni en hitt verði svipað. Ég á ekki von á allt of mikilli veiði fyrir norðan,“ sagði hann. Laxinn kemur með flóðinu Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, er á leið í Blöndu og verður einn veiðimannanna sem opna ána. Hann sagðist vissulega vera orðinn spenntur. Menn nyrðra kíktu í Blöndu fyrir helgi og sáu ekki fisk en Stefán sagði það ekki að marka. „Áin felur laxana vel og svo er stór- streymt um helgina og laxinn kemur þá inn með flóðinu.“ Hann neitaði því ekki að það yrði kapphlaup við stjórn SVFR, sem hæfi veiðar í Norðurá á sama tíma, hvorum gengi betur. Hann sagðist vera bjartsýnn hvað varðar veiðina í sumar. „Ég held það gangi mjög vel í Rangánum, enda var miklu magni af seiðum sleppt í árnar. Ég á von á svipaðri veiði í þeim og í fyrra, jafnvel meiri. Veiðimenn bjartsýnir á laxveiðina í sumar Stangveiði | Formaður SVFR spáir 20 laxa opnun í Norðurá Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is REYKJAVÍKURBORG hefur rætt við einkafyr- irtækið Dyraverði ehf. um að það taki að sér ör- yggisgæslu í miðborginni að næturlagi um helgar og verði lögreglu til aðstoðar ef þurfa þykir. Ekki hefur verið gengið frá samningum og m.a. á eftir að ákveða nákvæmlega hvert hlutverk öryggis- varðanna á að vera og hvað borgin er tilbúin að greiða fyrir þessa þjónustu. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgar- fulltrúa er tilgangurinn með slíku samstarfi, verði af því, að auka öryggi og öryggiskennd borgar- anna. „Borgin hefur hug á því að reyna að fá sýni- legri löggæslu og sýnilegri öryggisgæslu í mið- borgina um helgar, til þess einmitt að borgarbúar upplifi sig öruggari. En rannsóknir hafa sýnt að menn upplifa sig óörugga, jafnvel þó svo glæpum sé að fækka,“ sagði hann. Lögreglan legði mikla áherslu á miðborgina en gæti eðlilega ekki beint öllum kröftum sínum þangað því þá yrði vænt- anlega lítið um löggæslu annars staðar í borginni. Aðspurður sagðist hann ekki telja að löggæsla í miðborginni væri ófullnægjandi. Viðræðurnar við dyravarðafyrirtækið eru í höndum borgaryfirvalda en þær hafa verið rædd- ar við lögregluna. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, sagði að ekki væri ætlunin að mennirnir sinntu löggæslu, heldur væri gert ráð fyrir að þeir myndu fylgjast með stöðu mála á víðara svæði en eingöngu í nágrenni við þá veitingastaði sem þeir starfa á. Aðspurður sagði Stefán að lögregla væri fullkomlega í stakk búin til að takast á við lög- gæslu í miðborginni en bætti við að lögregla hefði bent borgaryfirvöldum á að þar væru of margir veitingastaðir á litlu svæði. „Borgin veitir leyfi fyrir öllum þessum veitingastöðum sem draga að sér þennan mikla fjölda gesta sem í rauninni skapa þá stöðu sem við er að etja,“ sagði hann. Því væri fullkomlega eðlilegt að borgin velti fyrir sér leiðum til að auka þar öryggi. Rætt við einkaaðila um öryggisgæslu í miðborg Fullkomlega eðlilegt að borgin velti þessu fyrir sér, segir lögreglustjóri Í HNOTSKURN » Gísli Marteinn Baldursson er í sam-starfshópi sem dómsmálaráðherra og borgarstjóri skipuðu í fyrra til að ræða um löggæslu í borginni. » Dyraverðirnir, eins og aðrir, gætu t.d.beitt heimild til borgaralegrar hand- töku ef þeir verða vitni að árásum. 25 ár eru liðin frá stofnfundi Sam- taka um kvennaathvarf og boðið var upp á kaffi og kleinur á afmælisfundi í Iðnó í gær í tilefni dagsins. Fluttu ýmsar konur erindi á fundinum, þar á meðal Una María Óskarsdóttir, varaforseti Kvenfélags Íslands, og einnig flutti Brynhildur Guðjóns- dóttir lög úr leikritinu Edith Piaf. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margir í afmæli Kvennaathvarfsins FJÖLSKYLDA bandaríska fluglið- ans Ashley Turner, sem var myrt í íbúðablokk á varnarsvæðinu á Kefla- víkurflugvelli í ágúst 2005, hyggst ræða við íslensk stjórnvöld og kanna hvort mögulegt sé að hinn grunaði verði sóttur til saka hér á landi. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hlýtur slíkt að teljast afar ólík- legt ef ekki algjörlega ómögulegt. Má m.a. benda á að í viðauka við varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951 segir að bandarísk stjórn- völd eigi forrétt að lögsögu yfir brot- um sem beinist gegn Bandaríkja- mönnum og að þau fari með lögsögu yfir hermönnum hér á landi. Þar að auki liggur fyrir niðurstaða í opin- beru máli gegn manninum. Varla sak- sóttur hér Fjölskyldan ætlar að ræða við stjórnvöld EIGNIN Tjarnargata 4, þar sem Happdrætti Háskóla Íslands er til húsa, er auglýst til sölu í Morgun- blaðinu í dag. Um er að ræða 1.400 fermetra húseign en að sögn Ósk- ars R. Harðarsonar, hdl. og löggilts fasteignasala hjá fasteignasölunni Mikluborg, er fremur sjaldgæft að heilar húseignir á þessum stað komi í sölu. Eignin hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá byggingu árið 1945, en húseignin Steindórsprent er skráður eigandi hennar. „Margir kenna húsið sjálfsagt við Happ- drætti háskólans,“ segir Óskar, en starfsemi þess hefur verið til húsa í Tjarnargötu 4 í 62 ár. „Ég býst við að það sé einn lengsti samfelldi leigutími á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Óskar. Að auki hafi lög- manns- og arkitektastofur starfað í húsinu. Óskar segir að húseignin feli í sér ýmsa möguleika fyrir áhugasama aðila sem sjái tækifæri í öflugum miðbæ. Tjarnargata 4 auglýst til sölu Morgunblaðið/RAX Sala Húseignin í Tjarnargötu 4 hefur verið auglýst til sölu. 540 manns lögðu leið sína á Esjuna frá klukkan 8 um morguninn til 8 um kvöldið á laugardeginum en hóp- urinn „5 tindar“ stóð fyrir því að reynt yrði að setja met í Esjugöngu. Hópurinn vildi með þessu vekja at- hygli á 5 tinda göngu sinni um næstu helgi og efla útiveru almennings. Óvíst er þó hvort met hefur verið slegið en heimildir eru um að hátt á annað þúsund manns hafi gengið á Esjuna á Esjudeginum svokallaða. 540 manns gengu á Esjuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.