Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Vínbúðin í Holtagörðum lokar þann 4. júní næstkomandi vegna framkvæmda og breytinga á húsnæði. Ný vínbúð verður opnuð um miðjan júní í Skeifunni. TEKJUR knattspyrnuliða í ensku úrvalsdeildinni námu um 166 millj- örðum króna á nýliðnu keppnistíma- bili og samanlagður hagnaður þeirra var um 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu endur- skoðunarfyrirtækisins Deloitte, sem árlega fer yfir fjármál helstu deilda í Evrópu. Telja sérfræðingar Deloitte að tekjur ensku úrvalsdeildarfélaganna verði um 212 milljarðar króna á næsta keppnistímabili, þegar nýr sjónvarpssamningur tekur gildi, sem þýðir tekjuaukningu upp á 46 millj- arða króna. Á meðan hrjá mörg vandamál ítölsk knattspyrnulið og er líklegt að tekjubilið milli ensku úr- valsdeildarinnar og ítölsku deildar- innar verði yfir 80 milljarðar króna á næsta tímabili. Í skýrslu Deloitte kemur ennfrem- ur fram að mikill vöxtur sé á milli ára í evrópskri knattspyrnu og fjárhags- staða félaga í fimm stærstu deildum álfunnar hafi styrkst til muna. Tekju- aukning í þessum deildum, ásamt heimsmeistaramótinu í Þýskalandi, áttu sinn þátt í að heildartekjur knattspyrnunnar í Evrópu voru rúm- ir 1.000 milljarðar króna á árinu 2006. Er það aukning um 9% milli ára. Það sem vegur þyngst í rekstri fé- laganna er hlutfall launa og tekna. Telja sérfræðingar Deloitte að liðin í stærstu deildunum; Englandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Frakk- landi, hafi náð jafnvægi hvað þetta varðar, en launakostnaður er að með- altali um 60% af tekjum félaganna. Mest tekjuaukning í Frakklandi Tekjur liðanna í þessum fimm deildum eru um 53% af heildarveltu knattspyrnunnar í Evrópu. Á eftir enska boltanum voru tekjurnar næstmestar á Ítalíu, eða 117 millj- arðar. Í þriðja og fjórða sæti eru Þýskaland og Spánn með um 100 milljarða tekjur hvor deild og tekj- urnar í frönsku úrvalsdeildinni námu um 75 milljörðum króna. Þar jukust tekjurnar mest milli ára, eða um 31%, vegna nýs sjónvarpssamnings. Á nýloknu tímabili er áætlað að tekjur liðanna í ítölsku deildinni hafi lækkað um 17% vegna hneykslismála og fóru þýska og spænska deildin upp fyrir þá ítölsku hvað varðar tekjur. Meðaláhorfendafjöldi í ítölsku deildinni var undir 20.000 á leik á síðasta tímabili. Deloitte áætlar þó að sú ítalska nái 2. sætinu aftur á komandi tímabili. Sé horft framhjá fimm stóru deild- unum í Evrópu er enska 1. deildin tekjuhæst með 38 milljarða króna. Næst á eftir henni kemur hollenska úrvalsdeildin. Meistaradeild Evrópu velti um 50 milljörðum króna í sjónvarps- og auglýsingasamningum árið 2006. Þar af var um 36 milljörðum króna dreift til liðanna 32 sem þátt tóku í riðla- keppni deildarinnar. Tekjur ensku liðanna aukast um 46 milljarða Ensku úrvalsdeildarfélögin með 166 milljarða tekjur á síðasta tímabili Reuters Tekjur Liverpool og AC Milan, sem léku til úrslita í meistaradeild Evrópu, tilheyra tveimur tekjuhæstu deildum Evrópu. Tekjur stærstu knattspyrnudeilda í Evrópu − síðasta tímabil í milljörðum króna England 166 Ítalía 117 Þýskaland 100 Spánn 100 Frakkland 75 Heimild: Deloitte FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Lit- ís, sem er í meirihlutaeigu Inga Guðjónssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lyfju, hefur fest kaup á öllu hlutafé Atorku Group í fyrirtæk- inu Ilsanta UAB í Litháen. Kaup- verð er ekki gef- ið upp. Litís starfræk- ir keðju 50 apó- teka í Litháen. Ársvelta allra hlutdeildar- og dótt- urfélaga Litís er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna. Ilsanta er umboðs- og markaðs- fyrirtæki fyrir lækningatæki, hjúkrunarvörur og lyf í Eystra- saltslöndunum og eru höfuðstöðvar þess í Vilnius í Litháen. Ilsanta rekur auk þess markaðsskrifstofur í Riga í Lettlandi og Tallinn í Eist- landi. Hjá félaginu starfa nú 45 starfsmenn. Mikil tækifæri Í tilkynningu frá Litís segir að forsvarsmenn fyrirtækisins telji að mikil uppbygging sé framundan í heilbrigðisgeiranum í Eystrasalts- löndunum. Ilsanta hafi verið leið- andi félag á þeim markaði síðustu árin. Þá segir að forsvarsmenn Lit- ís sjái mikil tækifæri með kaup- unum, auk þess sem samlegðaráhrif muni verða við þann rekstur sem Litís er með í Litháen. Velta Ils- anta á þessu ári er áætluð um 1,7 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings var ráðgjafi kaupanda og fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans ráðgjafi selj- anda. Litís kaupir Ilsante í Litháen Ingi Guðjónsson ORKUVEITA Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarann- sókna og forgang að hugsanlegri nýtingu á 750 ferkílómetrum lands á Assal-missgenginu í Afríkuríkinu Djíbútí. Flatarmál svæðisins svarar til liðlega níu Þingvallavatna. Leyf- isbréf þessa efnis var gefið út nú á dögunum. Íslenskir vísindamenn munu stunda mælingar og ákvörð- un um tilraunaboranir verður tekin upp úr næstu áramótum, segir í til- kynningu. Þegar hafa önnur ríki, sem Assal- misgengið gengur um, sýnt verk- efninu áhuga, þ.á m. Erítrea, Eþíópía og Kenía. Upphaf samstarfsins er rakið til samkomulags sem Orkuveita Reykjavíkur og ríkisstjórn Djíbútís gerðu í Reykjavík í febrúar síðast- liðnum, að viðstöddum forsetum landanna tveggja, þeim Ismail Om- ar Guelleh og Ólafi Ragnari Gríms- syni, og borgarstjóranum í Reykja- vík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Starfsmenn Orkuveitu Reykja- víkur voru í Djíbútí á dögunum þar sem verkefninu var formlega hleypt af stokkunum. Í kjölfar þess gaf orkumálaráðuneyti Djíbútís út rannsóknaleyfi Orkuveitunni til handa. Ákvörðun um það hvar ráðist verður í rannsóknarboranir í mis- genginu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast síðar á því ári. Orkuveita Reykjavíkur fær einkaleyfi í Djíbútí ● EF Norðmenn hefðu verið jafn framsæknir í útrásinni á erlendum mörkuðum og Íslendingar hafa verið ættu Norðmenn hálfa Evrópu nú. Þetta sagði Rune Bjerke, forstjóri norska bankans DnB Nor, á fundi um norska olíuiðnaðinn í Stafanger í síð- ustu viku þar sem umræðuefnið var framtíð olíuævintýris Norðmanna. Haft var eftir Bjerke í frétt á frétta- vef norska blaðsins Aftenbladet að það færi ekki á milli mála að olían hefði gert Norðmenn ríka, og það mjög ríka. Og hann sagði að mögu- leikarnir á að auka ríkidæmið enn frekar væru miklir. En til að það gæti orðið þyrftu Norðmenn hins vegar að huga betur að því að fjárfesta olíu- auðinn í arðbærum fjárfestingum. Hægt væri að gera betur í þeim efn- um en hingað til hefur verið gert. Og af því tilefni lét hann þau orð falla sem fram koma hér að framan um hverjar eignir Norðmanna væru ef þeir hefðu verið eins framsæknir og Íslendingar í sinni útrás. Ættu hálfa Evrópu ● SKÚLI Mogensen, forstjóri Oz, var meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráð- stefnu sem bandaríska fjármálafyr- irtækið Lehman Brothers efndi til sl. föstudag í New York um nýjustu tækni á sviði þráðlausra fjarskipta. Með honum í pallborði voru for- stjórar fyrirtækjanna Packet Video Corporation, Tira Wireless og DiB- com. Samkvæmt tilkynningu frá Oz kom Skúli m.a. inn á helstu nýjungar sem í boði eru í skilaboðatækni í far- símum nútímans. Hann ræddi einnig um þarfir símnotenda og hvernig framleiðendur símtækja hefðu mætt þessum þörfum. Ávarpaði ráðstefnu Lehman Brothers ÞETTA HELST ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.