Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þriðjudagskvöldið 5. júní verður farin fuglaskoðunarferð kringum Gvendarbrunna undir leiðsögn Hafsteins Björg- vinssonar fuglaskoðara. Mæting er við Minjasafnið í Elliðaárdal, en kl. 19.30 verður ekið frá Minjasafninu að Gvendarbrunnum. Þeir sem ekki eru á bílum fá far. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sjónauka. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Fuglar í Elliðaárdal ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 79 24 0 6. 2 0 0 7 TALIÐ er víst að ráðstafanir gegn gróðurhúsalofttegundum og hlýn- un andrúmsloftsins verði eitt helsta málið á fundi leiðtoga átta helstu iðnvelda heims, G-8, á fundi þeirra í vikunni í Heiligendamm, um 25 km frá Rostock í Þýskalandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur án árangurs reynt að fá bandaríska ráðamenn til að fallast á að á fund- inum verði samþykkt yfirlýsing um róttækar ráðstafanir gegn losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsa- lofttegunda. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, boðaði í gær algera stefnubreytingu í loftslagsmálum og hyggst kynna það markmið ástr- ölsku stjórnarinnar að koma upp kvótakerfi gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrir lok ársins 2012. Ástralía og Bandaríkin eru einu stóru iðnveldin sem ekki hafa undirritað Kyoto-bókunina um aðgerðir gegn losun gróð- urhúsaloftteg- unda. Allt að þúsund manns særðust í óeirðunum í Rostock á laugardag þar sem and- stæðingum hnattvæðingar, er safn- ast hafa saman í tilefni G-8 fund- arins, lenti saman við lögreglu í fjölmennum mótmælaaðgerðum. Skipuleggjendur mótmælanna for- dæma óeirðaseggina og segja órétt- lætanlegt með öllu að ráðast á lög- regluna. Yfir 120 voru handteknir. Lögreglan segir 433 lögreglumenn hafa meiðst, þar af 30 alvarlega. Vill aðgerðir gegn gróðurhúsalofttegundum Angela Merkel Kuala Lumpur. AFP. | Malasíumaður, sem óvart varð múslími vegna mis- taka á sjúkrahúsinu þegar hann fæddist, vill nú fá að verða búddisti eins og hinir raunverulega for- eldrar hans sem eru úr kínverska þjóðarbrotinu. Zulhadi Omar er 29 ára gamall og upp komst um mistökin fyrir al- gera tilviljun, hann veit nú að hann fæddist hvorki malaji né múslími. Raunverulegt nafn hans er Eddie Teyo. En yfirvöld hafa engu svarað kröfu hans um að breytt verði nafni hans og trú á fæðingarvottorðinu þótt DNA-rannsókn hafi leitt í ljós hver hann raunverulega er. Vand- inn er að múslími má alls ekki skipta um trú og samkvæmt göml- um sharia-lögum er dauðarefsing við slíku broti. Er þetta sögð ástæð- an fyrir því að krafan er hunsuð. Meirihluti Malasíumanna er ísl- amstrúar. Kveðið er á um trúfrelsi í stjórnarskránni en hæstiréttur landsins hafnaði samt nýlega beiðni Linu Joy, konu sem gerst hefur kristin, um leyfi til að fjarlægja orðið íslam úr nafnskírteini hennar. Sagði rétturinn að sharia-dómstóll yrði fyrst að samþykkja kröfuna. Má ekki yf- irgefa íslam FORSETI Írans, Mahmoud Ahmad- inejad, sagði í ræðu í gær að hafin væri þróun sem myndi enda með því að Líbanar og Palestínumenn gerðu út af við ríki gyðinga. Innrás Ísraela í Líbanon í fyrra hefði verið upphaf þeirrar þróunar. Hótar Ísrael SÓMALSKIR sjóræningjar hafa danska flutningaskipið Danica White á valdi sínu úti fyrir strönd Sómalíu en fimm danskir skipverj- ar eru um borð í skipinu. Ekki hef- ur náðst samband við skipið. Dönsku skipi rænt UM 80 manns féllu í átökum á Srí Lanka um helgina. Þá fundust tveir starfsmenn Rauða krossins myrtir í miðhluta landsins í gær. Þeim hafði verið rænt af mönnum sem kváðust vera lögreglumenn. Blóðug átök RÚSSAR fordæmdu í gær fyrirhug- aðar gagnflaugavarnir Bandaríkja- manna sem verða í Tékklandi og Póllandi. Jafnframt hvöttu þeir til þess að Rússar og Atlantshafs- bandalagið hæfu aftur viðræður um sameiginlegar eldflaugavarnir. Vilja viðræður DRENGIR í Líberíu sýna fimi sína, þrátt fyrir að hafa misst útlimi í borgarastyrjöldinni blóðugu sem geisaði 1989-2003. Réttarhöld hefj- ast yfir Líberíumanninum Charles Taylor, einum alræmdasta stríðs- herra Vestur-Afríku, í Haag í dag. Er hann m.a. sakaður um að hafa staðið fyrir hroðaverkum í grann- ríkinu Síerra Leóne. Taylor ýtti undir átök þar til að geta klófest demanta sem unnir voru í námum Síerra Leóne en andvirði þeirra notaði hann til að kosta hernað sinn í Líberíu. AP Börn blóðdemantanna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BARDAGAR brutust út á milli líb- anska stjórnarhersins og herskárra Palestínumanna úr röðum íslamista í Ain al-Hilweh-flóttamannabúðunum í suðurhluta Líbanon í gær. Líbansk- ir embættismenn sögðu að um væri að ræða vígamannasamtökin Jund al-Sham. Vitað er að nokkrir særð- ust, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, þegar sprengju var skotið á varðstöð hersins. Líbanski stjórnarherinn hefur nú setið um liðsmenn samtaka ofstæk- isfullra íslamista, Fatah al-Islam, í Nahr al-Bared- flóttamannabúðun- um, skammt frá Tripoli í norðurhluta landsins, í tvær vikur og beitt skrið- drekum og herþyrlum. Rúmlega hundrað óbreyttir borgar eru sagðir hafa fallið í átökunum. Átökin í norðurhlutanum eru þau hörðustu í Líbanon frá því borgara- styrjöldinni þar lauk fyrir sautján árum. Talið er að yfir 350 þúsund palestínskir flóttamenn hafist við í alls 12 flóttamannabúðum í Líbanon. Fatah al-Islam eru samtök sem talin eru tengjast hryðjuverkasamtökun- um al-Qaeda en jafnframt eru grun- semdir í Líbanon um að Sýrlending- ar hafi stutt samtökin til að róa undir átökum. Kim Ghattas, fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC, í höf- uðborginni Beirút, segir Jund al- Sham svipa til Fatah al-Islam en flest samtök Palestínumanna hafa lýst því yfir að þau styðji hvorki né tengist Fatah al-Islam. Fjöldi Palestínumanna hefur flúið úr Nahr al-Bared-búðunum til að lenda ekki í eldlínunni milli hersins og vígamannanna. Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hefur sagt að liðsmenn Fatah al-Islam eigi ekki annarra úrkosta völ en að gefast upp. Að öðrum kosti verði þeir drepnir. „Þetta er hryðjuverkahópur,“ sagði Siniora í viðtali sem sýnt var á al-Arabiya-sjónvarpsstöðinni. „Þeir verða að gefast upp og afhenda vopn sín.“ Liðsmenn samtakanna myndu fá réttláta málsmeðferð gæfust þeir upp, að öðrum kosti myndi stjórn- arher landsins halda áfram aðgerð- um sínum, sagði Siniora. Liðsmenn Fatah al-Islam segja uppgjöf hins vegar ekki koma til greina. Átök hafin í öðrum flóttamannabúðum Siniora krefst uppgjafar palestínskra íslamista í Líbanon Reuters Atlaga Hermenn búa sig undir árás á Ain al-Hilweh-búðirnar í gær. ÞING Louisiana í Bandaríkjunum samþykkti í liðinni viku áætlun um að endurheimta óshólma Miss- issippi, þriðja lengsta fljóts heims, og stöðva sjávarrof. Er markmiðið að draga þannig úr hættunni á flóð- um af sama tagi og ollu geysimiklu tjóni í New Orleans og víðar á svæð- inu þegar fellibylurinn Katrína herj- aði árið 2005. Umfangsmikið kerfi dælubúnaðar og skurða hefur á undanförnum ára- tugum og öldum breytt landslaginu og þurrkað upp stóran hluta óshólm- anna en um leið hefur sjórinn í Mexíkóflóa brotist æ lengra inn í landið. Nú verður nýjum flóðgáttum beitt til að miðla leðjukenndu ár- vatninu, endurheimta náttúrulega votlendið til að tryggja að saltvatn berist ekki enn lengra inn í landið. Líkt verður eftir flóði og fjöru á svæðinu með flóðgáttunum. Á hverju ári verða nú um 15.000 ekrur af jarðvegi saltvatni úr hafinu að bráð við árósa Mississippi og tap- ið frá fjórða áratug síðustu aldar er talið vera um 1,2 milljónir ekra. Ágangur hafsins á óshólmasvæðinu hefur verið ljós lengi en öflugir hagsmunir hafa komið í veg fyrir að gripið yrði til mótvægisaðgerða. Er þar einkum um að ræða bændur sem nýta framræstu svæðin til jarð- ræktar, fiskimenn sem veiða rækjur er dafna vel í blöndu af ferskvatni og sjó og loks olíufyrirtæki sem vilja fá að stunda sína vinnslu óáreitt. Bent hefur verið á að fellibyljir geri stöðugt meiri usla vegna þess að náttúrulegur hæfileiki óshólm- anna til að taka við flóðvatni hefur verið skertur og hamfarir eins og af völdum Katrínu munu verða tíðari í framtíðinni. Eina leiðin sé að fórna hluta þess lands sem hefur verið nýttur, endurheimta varnir náttúr- unnar gegn sjávarrofinu. „Fólk er farið að gera sér ljóst að ef við gerum ekkert í málinu munum við öll tapa,“ segir Jon Porthouse í skipulagsnefnd framkvæmda- stjórnar áætlunarinnar. Votlendið endurheimt Í HNOTSKURN »Vatnasvæði Mississippi erhið þriðja stærsta í heimi og ár og lækir í 31 sambands- ríki renna í fljótið. »Framkvæmdirnar munutaka nokkra áratugi og kosta um 50 milljarða dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.