Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 19 VESTURLAND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SNORRI West í Ontario er nýtt sumarverkefni fyrir íslensk ung- menni og bætist við önnur Snorra- verkefni, þ.e. verkefnið í Manitoba og verkefnin á Íslandi fyrir yngri og eldri þátttakendur. Tvær stúlkur ríða á vaðið í Ontario, átta krakkar fara til Manitoba, 14 koma hingað til lands frá Bandaríkjunum og Kanada til að taka þátt í Snorraverkefninu, sem fer nú fram í níunda sinn, og 16 manns verða með í verkefninu fyrir eldri þátttakendur. Fjögur mismunandi verkefni Snorraverkefnið (www.snorri.is) er samstarfsverkefni Norræna fé- lagsins og Þjóðræknisfélags Íslend- inga. Það fer fram á Íslandi, hófst sumarið 1999 og hafa 119 ungmenni tekið þátt í því til þessa. Tilgang- urinn með verkefninu er fyrst og fremst að gefa 18 til 28 ára ungmenn- um af íslenskum ættum í Norður- Ameríku tækifæri til þess að kynnast uppruna sínum og hvetja þau til að varðveita og rækta íslenskan menn- ingar- og þjóðararf sinn. Um sex vikna verkefni er að ræða og hefst það 10. júní næstkomandi, en 14 manns taka þátt í því að þessu sinni. Snorri West hófst í Manitoba tveimur árum eftir að fyrsti Snorra- hópurinn kom til Íslands eða sumarið 2001. Þátttakendur kynnast Nýja Ís- landi og taka þátt í Íslendingadeg- inum á Gimli. Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og Snorraverkefnið og í sumar stendur það yfir frá 29. júní til 11. ágúst. Alls hafa 35 ung- menni tekið þátt í verkefninu og er fjöldi þátttakenda takmarkaður við átta í sumar eins og undanfarin þrjú ár, en um 20 umsóknir bárust að þessu sinni. Snorri West í Ontario er unnið í samstarfi við Íslendinga- félagið í Ottawa og sér það um alla skipulagningu. Þátttakendur fá tækifæri til þess að kynnast borg- unum Quebec, Montreal, Toronto og Ottawa og taka þátt í starfi Íslend- ingafélaganna á þessum stöðum. Eins og í verkefninu í Manitoba er búið hjá fjölskyldum og verða tvær stúlkur í verkefninu 5. júlí til 16. ágúst. Snorri plús er tveggja vikna verk- efni fyrir eldra fólk en þátttakendur í ungmennaverkefnunum og fer fram hérlendis. Það hefur notið mikilla vinsælda og hafa alls 38 tekið þátt í því frá 2003. 16 manns mæta til leiks 17. ágúst í sumar. Færri komast að en vilja Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefn- isstjóri Snorraverkefnisins, segir að vinsældir verkefnanna hafi aukist jafnt og þétt. Í því sambandi nefnir hún að þurft hafi að vísa frá þriðj- ungi umsækjenda um þátttöku í Snorraverkefninu hérlendis í sum- ar og um helmingur umsækjenda í Snorra West-verkefninu verði að sitja heima. „Mér finnst stórkost- legt að fylgjast með því hve áhugi á Kanada hefur farið vaxandi enda er landið svo skemmtilega fjölbreytt og fólkið þar yndislegt,“ segir Ásta Sól. „Þeir sem hafa farið á vegum Snorra West hafa verið ótrúlega ánægðir og margir hafa snúið þangað aftur og hafið nám. Útvíkk- un á verkefninu var bara tíma- spursmál og mér finnst frábært að ungt fólk fái nú tækifæri til að heimsækja Ontario og Quebec. Þetta eflir líka starfið í Íslendinga- félögunum og hvetur til frekara samstarfs.“ Nýr valkostur í Snorraverkefninu Ljósmynd/Ásta Sól Kristjánsdóttir Í Grettislaug 119 ungmenni hafa verið í Snorraverkefninu og Kristín Lilja Emilsson, Bryan Hermannsson og Megan Williams voru með í fyrra. Ljósmynd/Wanda Anderson Snorri West Íslensku „Snorrarnir“ á siglingu á Nýja Íslandi í Manitoba í fyrra. Verkefnið hófst 2001 og fer því fram í sjöunda sinn í sumar. Morgunblaðið/Steinþór Styrkur Á þjóðræknisþinginu í Winnipeg var greint frá stuðningi Lands- bankans við Snorraverkefnið og Þjóðræknisfélag Íslendinga heiðraði Tim Samson og Eric Stefanson fyrir þeirra þátt í uppbyggingarstarfinu í Mani- toba. Frá vinstri: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands- bankans, Tim Samson, Eric Stefanson, Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, og Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Snorraverkefnisins. ÚR VESTURHEIMI Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Sýning nemenda Grunnskól- ans í Stykkishólmi í skólalok hefur vakið at- hygli hjá bæjarbúum. Þar var tekist á við fjöl- breytt verkefni þar sem allir nemendur unnu afmörkuð verkefni. Nemendur 1.-3. bekkjar unnu, í umsjón bekkjarkennara sinna og ann- ars starfsfólks, að verkefni tengdu vatni þar sem meðal annars var farið að skoða hið nýja Vatnasafn. Danskir nemendur komu í heim- sókn til nemenda 9. bekkjar og unnu í sam- einingu í umsjón Hreins Þorkelssonar verk- efni um jarðorku og ekki síst heita vatnið sem hús og laugar í bænum eru hituð með. Viða- mesta verkefnið unnu nemendur 4. til 8. bekkjar en það er samþætt þemaverkefni um Breiðafjörð með höfuðáherslu á náttúru fjarð- arins. Verkefnið er samþætt af sjö náms- greinum og er skrifað með fjölgreindarkenn- ingu Gardners og skynjunarhæfni mann- skepnunnar að leiðarljósi. Datt af baki og fór þá að kenna Það er kennari við skólann, Lárus Ástmar Hannesson, sem fékk í fyrra styrk frá Þróun- arsjóði grunnskóla til að skipuleggja verk- efnið. Lárus starfaði áður sem sjómaður og tamningamaður, en eftir að hann slasaðist við að detta af hestbaki aflaði hann sér kennslu- réttinda í fjarnámi. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í mag- anum eins og sagt er í nokkur ár. Ég sótti um styrk hjá Þróunarsjóði grunnskólanna til að geta sinnt þessu áhugamáli mínu og fékk hann. Þá varð ekki aftur snúið og í vetur klár- aði ég verkefnið sem kennarar og nemendur skólans hafa gert sýnilegt síðustu daga,“ seg- ir Lárus. Lárus heldur áfram: „Það er talað um að skólastarf sé almennt of einhæft og henti ekki öllum nemendum. Því er kjörið að brjóta það upp með lifandi kennsluháttum og vinna með viðfangsefni úr náttúrunni og sögunni. Það er eðlilegra og betra að kenna um náttúruna með því að skoða hana, hlusta á hana og þreifa á henni heldur en að lesa um hana, enda var hápunktur verkefnisins einstök nátt- úruskoðunarferðferð með Sæferðum um fjörðinn þar sem skoðaðir voru fuglar, björg, hafstraumar, botndýr veidd og sögufrægir staðir heimsóttir.“ Nemendurnir tóku með sér úr siglingunni hinar ýmsu tegundir botndýra og voru þau rannsökuð næstu daga á eftir. „Með því að lofa nemandanum að vinna sem mest á þeim sviðum þar sem hann er sterkastur fæst væntanlega ánægðari nem- andi,“ segir Lárus. Námsfögin eru tengd á ýmsan hátt inn í verkefnið og fengu t.d. allir nemendur að elda sjávarréttarsúpu úr hráefni úr Breiðafirði og mæla og vigta egg. Dagbjört Höskuldsdóttir, eyjakona kom og sagði börnunum sögur úr eyjunum og fræðimenn hjá Náttúrustofunni fræddu þau um lífríki Breiðafjarðar. „Það er faglega hvetjandi og heldur okkur kennurunum á tánum að fara í svona teym- isvinnu þar sem rökstyðja og meta þarf hverja nálgun,“ segir Lárus og bætir við: „Svona vinna krefst samheldni alls starfsfólks þar sem markmiðið er það sama. Vinnugleði nemenda þessa síðustu daga skólaársins var gífurlega uppörvandi. Þessi vinna er ekki síð- ur hvatning til okkar kennaranna heldur en nemenda til að gera betur. Í lok þemadaganna var haldin sýning. Á af- rakstri vinnunnar sást að mikil sköpun og vinnugleði hefur leyst úr læðingi og mátti sjá allt frá litlum fróðleiksmolum á blaði, fugla- bjarg með fuglahljóðum, eyjar, botndýr, kvik- mynd um fjörðinn gerða af nemendum upp í talandi skessu sem er að fara að henda steini í Helgafellskirkju. Það er greinilegt að kennarar og nemendur hafa lagt mikið í verkefnið sem sýnir að líf- legt skólastarf fer fram í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Skemmtilegustu tímarnir Benedikt Óskarsson var einn þeirra nem- enda sem hafði gaman af að fást við verkefnið um lífríki Breiðafjarðar. „Þetta voru skemmtilegustu tímarnir í vetur og þeir voru svo fljótir að líða. Þetta er miklu betra en að vera í venjulegum tíma,“ segir Benedikt. „Minn hópur fékk að gera myndband um eyj- arnar og líkan af eyjunum. Þetta var alveg nýtt fyrir okkur. Þess vegna fór mikill tími í verkefnið og suma daga þegar við vorum að klippa myndbandið gleymdum við okkur og vorum miklu lengur í skólanum en venjulega. Á þessu hafði ég áhuga,“ segir Benedikt með bros á vör. Heldur okkur kennurunum á tánum Morgunblaðið/Gunnlaugur Tröllkonan Lárus Ástmar Hannesson kennari og Benedikt Eyþórsson eru ánægðir með árang- urinn í vetur. Á milli þeirra er tröllkonan í Kerlingaskarði tilbúin að kasta steininum í Helga- fellskirkju. Sem betur fer geigaði kastið hjá henni og steinninn lenti yfir í Hvítubjarnarey. Í HNOTSKURN »Spurningar sem nemendur Grunn-skólans í Stykkishólmi hafa verið að leita svara við á starfsdögum skólans eru mjög fjölbreyttar. »Eitt verkefni nemendanna var eft-irfarandi: Hversu mörg hænuegg vega sama og 4 svartbaksegg? »Í öðru verkefni var þessi spurninglögð fyrir nemendur: Hvers vegna eru eyjarnar í Breiðafirði svona sléttar? Nemendur grunn- skólans vinna saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.