Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Guð- mundi og Hjálmari Kristjánssonum: „Ritstjórn Morgunblaðsins hefur farið hamförum síðustu daga gegn okkur bræðrum í krafti valds síns. Fyrst byrjaði þetta þegar umræðan um Kamb á Flateyri hófst um sölu Kambs hf. á skipum og kvóta. Kom þá forsíðufrétt í Morgunblaðinu þar sem sagt var að við bræður værum að kaupa. Ekki var haft fyrir því að spyrja okkur hvort satt væri. Síðan varð Morgunblaðið að draga það til baka sem falsaða frétt. Sá fréttamað- ur sem bar ábyrgð á þessari frétt var einn af reyndustu blaðamönnum Morgunblaðsins, Agnes Bragadóttir. Agnes vissi betur, hún hafði það frá Hinriki Kristjánssyni, eiganda Kambs, að það væri rangt að við vær- um að kaupa, áður en hún skrifaði fréttina. Ekki hefur hún haft fyrir því að biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu, né ritstjórn Morgunblaðsins yf- irleitt. Í framhaldi af þessu koma skrif Morgunblaðsins um samkeppn- istilboð okkar í Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum. Ekki vantar þar for- síðufréttirnar. Græðgi og ekkert annað en græðgi. Sendir eru blaða- menn til Eyja og talað við fólkið og spurningar lagðar fyrir fólkið um hvað því finnist um að „kvótinn sé að fara úr Eyjum“ og auðvitað verður fólk slegið við svona spurningu. Vest- mannaeyjar byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu sjávarfangs og þar sem og í öðrum sjávarplássum er lyk- ilatriði að hafa veiðiheimildir eða „kvóta“. Eins og dæmin sanna er þessi áróður þekktur í kringum fisk- vinnslu okkar á Akureyri þar sem margir halda að þar sé ekki lengur unninn fiskur sem er alrangt. Á Ak- ureyri erum við í dag að vinna meira magn í fiskvinnslunni en árið sem við keyptum fiskvinnsluna. Frá því að við bræður komum að rekstri Vinnslustöðvarinnar fyrir rúmum fjórum árum höfum við alltaf lagt mikla áherslu á að félagið fjárfesti sem mest í veiðiheimildum, góðum skipum og fullkominni og tækni- væddri fiskvinnslu. Sumt af þessu hefur gengið eftir eins og kaup á afla- heimildum. Á hinn bóginn hefur ekki náðst samstaða í stjórninni, né við framkvæmdastjórann, um kaup á nýjum og fullkomnum skipum né tæknivædda vinnslu. Þessi áherslu- munur hefur skapað ákveðna óein- ingu innan stjórnar og hluthafa á síðustu misserum. Því er ekki að leyna að við bræður höfum sagt að við vild- um eiga allt að 35% í félaginu. Það töldum við verðmætan hlut og mikilvægan þar sem það yki á vigt okkar í stjórn og hluthafahópi félagsins. Þegar okkur var tjáð að til stæði að taka félagið af op- inberum verð- bréfamarkaði núna í vor sögðum við alveg skýrt bæði við framkvæmdastjóra félagsins og varaformann stjórnar, að við mynd- um auka við hlut okkar í félaginu. Við hefðum ekki áhuga á að eiga 30% í fé- lagi sem ekki væri á hlutabréfamark- aði. Þá spurðum við þá einnig hvort þeir vildu selja sína hluti. Því svöruðu þeir neitandi og þá spurðum við hvort þeir vildu ekki kaupa okkur út. Það er hinn eðlilegi háttur viðskipta þeg- ar eigendur hlutafélaga eru ekki sammála um rekstur og framtíð- arstefnu félags. Við gerðum í fram- haldi tilboð í 3% hlut Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja á genginu 8. Það töldum við sanngjarnt verð fyrir þann hlut á þeim tíma. Lífeyrissjóð- urinn hafnaði þessu tilboði þrátt fyrir að hafa 6 mánuðum áður selt félagi framkvæmdastjóra (og hann er jafn- framt stjórnarmaður í Lífeyr- issjóðnum) og varaformanni stjórnar VSV rúmlega 5% hlut á gengi 5,35. Með því að gera aðeins tilboð í 3% hlut vorum við að sýna á skýran hátt að við vorum ekki að leitast við að yf- irtaka félagið né ná meirihluta. Þetta vissu framkvæmdastjórinn og vara- formaður stjórnar Vinnslustöðv- arinnar vel á þessum tíma. Það kom okkur svo á óvart að nokkrum dögum síðar kemur tilkynning um yfirtöku- tilboð frá framkvæmdastjóranum, varaformanni stjórnar VSV og fleiri aðilum upp á gengi 4,6. Við fáum al- veg skýr skilaboð um að við verðum frystir úti ef við seljum ekki á þessu gengi. Enn furðulegra er að þegar svo yfirtökutilboðið er gert af Kaup- þingsbanka, stærsta banka landsins, og sent okkur hluthöfum þá er ekki gerð grein fyrir því í rökstuðningi með tilboðinu að gengi félagsins sé 8,3 þegar tilboðið er sent út. Finnst okkur bræðrum þetta ekki traust- vekjandi hjá stærsta banka landsins að leyna og fela staðreyndir fyrir hluthöfum og hlýtur reyndar að vekja spurningar hjá þeim sem vilja byggja upp traustan og ábyrgan fjár- málamarkað hér á landi. Eina svar okkar bræðra var að gera svokallað samkeppnistilboð á því verði sem við treystum okkur til að kaupa félagið á og einnig þá selja okkur hlut á, og er það gengið 8,5. Við höfum bæði boðið fram- kvæmdastjóra og varaformanni stjórnar að kaupa okkar hlut á þessu verði og svo öðrum aðilum í Vest- mannaeyjum. Ekki hefur verið áhugi á því hjá þessum aðilum. Hvernig við fengum svo út þetta verð 8,5 á hvern hlut í félaginu er sem hér segir: Við bræður höfum verið að kaupa kvóta og fyrirtæki allt frá árinu 1989 og höfum alltaf notað ein- faldar aðferðir við að meta bæði kvóta og félög. Þessi aðferð var einn- ig notuð þegar við keyptum okkar hlut í VSV fyrir rúmum fjórum árum og þá var okkar mat að það væri í lagi að kaupa hlut í félaginu á gengi 4,4 og það var það sem við gerðum þá. Ef við erum bara að kaupa kvóta höfum við alltaf borgað markaðsverð fyrir hann á þeim tíma. Ef við erum að kaupa fyrirtæki tökum við upplausn- arverð á fyrirtækinu og margföldum með 0,6 til 0,9 eftir gæðum fyrirtæk- isins. Í okkar huga er Vinnslustöðin gott og traust fyrirtæki sem hefur mikla möguleika. Staðsetning fyr- irtækisins í Vestmannaeyjum er ein sú besta á Íslandi, gjöful mið og frá- bærar samgöngur á okkar dýrustu og bestu ferskfiskmarkaði í Evrópu. Kvóti fyrirtækisins er góð samsetn- ing af uppsjávarkvóta og bolfisk- skvóta. Nettó skuldir Vinnslustöðv- arinnar núna 30. mars eru 3.700 mkr. Framlegð félagsins á síðasta ári upp í vexti og afskriftir voru 1.776 mkr. og framlegð á fyrstu 3 mánuðum ársins var 592 mkr. Bókfært eigið fé félags- ins í dag er 3.200 mkr. Í okkar mati er kvótinn 28.000 mkr. króna virði. Hann er bókaður á 3.344 mkr. þannig að við getum hækkað eigið fé um 24.656 mkr. þannig að við fáum 27.856 mkr. upplausnarvirði án skatta. Drögum frá reiknaður tekju- skatt að upphæð 4.438 mkr. Nettó Athugasemd við skrif og forsíðufréttir Morgunblaðsins Hjálmar Kristjánsson Guðmundur Kristjánsson FYRIRTÆKI sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekking- arsköpunar. Þekking og nýsköp- un eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífs- ins, hvort sem um er að ræða tæknifyr- irtæki, menntun, þjónustu eða fram- leiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur um- sjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Techno- logy) í Boston í um- boði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samn- ingurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyr- irtækja sem taka þátt í samstarf- inu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyr- irtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum með ráðstefnu fimmtudaginn 3. maí þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar. Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MIT MIT-háskólinn er einn af fram- sæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórn- unar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á há- skólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlauna- hafar hafa farið í gegnum fræða- samfélag MIT. Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verk- efni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyr- irtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP-samstarfs (Ind- ustrial Liaison Pro- gramme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykja- vík er tengiliður sam- starfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, mál- þingum og öðrum við- burðum sem skipu- lagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Bost- on til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slík- ar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnu- mótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja. Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rann- sóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum. MIT-nemar til starfa Íslensk fyrirtæki sem eru í sam- starfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sér- þekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nem- um sé falið að gera ákveðna rann- sókn, nemar séu ráðnir í sum- arvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar. Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýs- ingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skól- ans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rann- sóknum á viðkomandi sviði. Upp- lýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert að- gengilegt fyrir íslenska samstarfs- aðila. Með því að bjóða íslenskum fyr- irtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykja- vík að virkara samstarfi atvinnu- lífs og skóla og færir sér- fræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum sam- félagsins. Þekking og nýsköpun fyrir íslensk fyrirtæki Aðalheiður Jónsdóttir skrifar um samstarf atvinnulífs og skóla »Háskólinn íReykjavík hefur umsjón með sam- starfssamningi MIT-háskólans við íslenskt atvinnulíf sem veitir aðgang að víðtækri þekkingu fyrir fyrirtæki. Aðalheiður Jónsdóttir Höfundur er verkefnastjóri Stjórn- endaskóla Háskólans í Reykjavík. LANDSPÍTALINN hefur iðu- lega farið fram á auknar fjárveit- ingar m.a. vegna endurhæfing- ardeildarinnar á Grensási. Oftar en ekki hafa forsvars- menn sjúkrahússins farið bónleiðir til búð- ar. Nú bregður svo við að tryggingafyrirtækið Sjóvá býðst til þess að koma inn í þennan rekstur, í það minnsta að stækkun deild- arinnar að því er fram hefur komið op- inberlega. Þessu hefur Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra fagnað ákaflega. Segir hann að sest verði yfir þessi mál. Prýðilegt. Ég vil leyfa mér að hvetja til ítarlegrar og málefnalegrar umræðu um þetta efni. Þar verði öllu velt við. Upplýsa þarf hvað Sjóvá býður upp á. Lýtur það fyrst og fremst að húsnæðinu eða rekstrinum? Minnst- ur vandinn er að reisa húsnæðið – það er starfrækslan sem hefur stað- ið í mönnum. Hvorugt hefur þó hingað til talist sérsvið trygginga- félaga. Ódýrara með nýjum millilið? Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að heilbrigðiskerfið verði fjármagnað með skattgreiðslum landsmanna. Eðlilegt er að þá verði skoðað á hvern hátt Sjóvá ætlar að leysa vandann betur en gert yrði án slíks milliliðar. Heilbrigðisráðherra þarf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að upplýsa hvernig standi á því að ekki hefur verið hægt að láta fjármuni renna til Grensásdeildar fram að þessu, en það væri hins vegar hægt ef Sjóvá kæmi að málinu. Áður hefur Ríkisendurskoðun staðhæft að ástæðan fyrir því að hjúkrunarheimilið Sóltún er dýrari kostur fyrir skattborgarann en önn- ur hjúkrunarheimili fyrir aldraða sé sú að arður til eigenda legg- ist þar ofan á annan kostnað. Að mínu frumkvæði gerði Rík- isendurskoðun úttekt á þeim mismun sem er á greiðslu til Öldungs hf., rekstraraðila Sóltúns, annars vegar og ann- arra dvalarheimila fyr- ir aldraða hins vegar. Hin síðarnefndu, sagði Ríkisendurskoðun, „eiga að jafnaði ekki að sýna hagnað af starfsemi sinni. Að sjálfsögðu á slíkt ekki við um hluta- félög og aðra sambærilega einka- aðila á borð við Öldung hf. For- svarsmenn félagsins hljóta að gera eðlilegar kröfur um hagnað af starf- semi fyrirtækisins“. Umhyggja fyrir þjóðarhag eða arðsemisvon? Sjálfstæðisflokkurinn vill einka- rekið heilbrigðiskerfi. Samfylkingin hefur haft innan sinna vébanda aðila sem eru sama sinnis, þótt vitað sé um margt Samfylkingarfólk sem er í fullri alvöru andstætt slíkum áform- um. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur gefið í skyn að áhugi Sjóvár (Morgunblaðið 1. júní sl.) sé fyrst og fremst tilkominn vegna þess að fyrirtækin í landinu hafi svo mikinn áhuga á heilbrigði landsmanna. „Síðan eru það fyr- irtækin í landinu sem hafa svo sann- arlega alla hagsmuni af því að heil- brigði þjóðarinnar sé sem best og ég Eru bara til peningar þegar Viðskiptaráðið bankar upp á? Ögmundur Jónasson skrifar opið bréf til oddvita ríkisstjórnarflokkanna Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.