Morgunblaðið - 04.06.2007, Page 30

Morgunblaðið - 04.06.2007, Page 30
30 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hreiðar Svav-arsson fæddist í Reykjavík 29. desember 1943. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingileif Friðleifs- dóttir, f. 1921, d. 2000, og Svavar Kristinn Krist- jánsson, veit- ingamaður, f. 1913, d. 1978. Þau skildu. Hreiðar ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Ingibjörgu Sum- arliðadóttur. Systkini hans eru 1) Eyjólfur Garðar, f. 1941, kvæntur Höllu Dröfn Júl- íusdóttur, 2) Edda, f. 1945, gift Birni Þorsteinssyni, 3) Smári, f. 1947, d. 1957, 4) Hulda, f. 1950, d. 1973. Hálfsystkini hans samfeðra eru 1) Sunna Hildur, f. 1957, d. 1979, 2) Helga Nína, f. 1959, gift Inga Þorbirni Ólafssyni og 3) Svava Björg, f. 1965, gift Guðmundi Guðsteinssyni. Hreiðar var kvæntur Erlu Bjarnadóttur. Börn þeirra eru 1) Arndís, f. 1963, gift Haleem Dabedoub, sonur þeirra er Adam, 2) Smári, f. 1964, kvæntur Margréti Ástu Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Anna Lind, Hall- dóra Rannveig, Hreiðar og Guð- jón, 3) Sverrir, f. 1968, kvæntur Margréti Ragn- arsdóttur, börn þeirra eru Ragnar Steinn, Erla og Dagur. Hreiðar ólst upp að mestu í Reykjavík, eftir gagnfræðanám í Vesturbæj- arskóla lærði hann framreiðslu undir handleiðslu föður síns og lauk prófi frá Matsveina- og veitingaþjónaskólanum í Reykjavík árið 1963. Hann stofnaði, ásamt föður sínum, fyrsta kínverska veitingahúsið á Íslandi, Hábæ, árið 1964. Þá rak hann bílaleiguna Miðborg í nokkur ár. Er faðir hans lést tók hann við rekstri hans á veitingahúsinu Smiðjukaffi í Kópavogi og rak það ásamt Pizzusmiðjunni á sama stað í 18 ár. Útför Hreiðars verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Gamli vinnuveitandinn okkar er fallinn frá. Þegar þessum hóp barst tilkynning um að Hreiðar væri dáinn varð sorg í hjarta okk- ar, og samúð í garð Erlu og barnanna þeirra þriggja og góðra vina okkar, Addýjar, Smára og Jolla. Á þessari stundu fórum við að hugsa til baka til þess tíma sem við áttum öll saman í Smiðjukaffi. Við byrjuðum þar á ólíkum tíma og unnum mislengi en kynni okkar þar hafa leitt til sterks vinasam- bands sem endist ævilangt. Þetta var okkar annað heimili lengi vel og margt brallað á þeim tíma. Eitt af þessum hjónasamböndum þurfa Erla og Hreiðar því að hafa á „samviskunni“ en hin þrjú þrosk- uðuðust saman á þessum skemmti- legu tímum í Smiðjukaffi og Ypsi- lon. Okkur er öllum enn í fersku minni sú stemning sem var í Smiðjukaffi um helgar og höfum við öll gaman af því að rifja upp minningar þaðan þó að stundum hafi verið mikið að gera því á þess- um tíma var þetta eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem var opinn eftir kl. 3 á nóttunni. Það var alltaf gaman, ýmist vorum við að grilla, við dyravörslu, á barnum eða í uppvaski. Það voru þó alltaf fastir punktar, þ.e. Erla á kassanum og Hreiðar að redda hlutum bakatil með vindilinn eða að taka niður pantanir í gegnum síma. Sum okk- ar voru þarna í fullu starfi en sum í aukavinnu. Nú mörgum árum seinna þegar við hittumst rifjum við enn upp þann tíma sem við átt- um saman í Smiðjukaffi. Hreiðar og Erla eiga því stóran þátt í þeim vinskap sem við eigum í dag. Um leið og við kveðjum Hreiðar og þökkum fyrir okkur sendum við Erlu, Smára, Addý, Jolla og fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Einar H., Þóra, Agnar Már, Soffía, Guðlaugur, Jó- hanna, Einar B. og Hjördís. Jæja, kæri vinur, auðvitað end- aði þetta einhvern veginn og þetta er auðvitað leiðin okkar allra. Við vorum svo bjartsýnir síðustu dagana þegar þú hringdir og taldir að þú myndir koma heim um helgina sem svo aldrei varð, ég er viss um að sá mikli á himnum hef- ur þurft á þér að halda til ein- hverra ráðlegginga varðandi rekst- urinn og þess vegna fengið þig til sín fyrr en ella. Kannski manstu eftir því þegar við kynntumst fyrir 20 árum, þá hjálpaðir þú mér í fyrsta sinn þó svo að við þekktumst kannski ekki neitt. Mikið var ég hissa þá, en ég þurfti ekki að vera hissa því þann- ig varst þú alltaf síðan, alltaf að hjálpa og redda vinum þínum. Ég hefi ávallt getað reiknað með því að þú værir til staðar með góð ráð og aðstoð ef þurfa þótti og ekki brást það. Þú varst náttúrlega í sama mótinu og ég, taldir þig vera alvitran um alla skapaða hluti og merkilegt hvernig hugmyndir okk- ar fóru saman því báðir urðum við ávallt sammála um hlutina en sá grunur læðist að mér að þú hafir gefið eftir, eða var það kannski ég. Nú ertu kallaður til meiri bolla- legginga og ekki er hægt að agnú- ast yfir því en ferðin sem þú ert núna farinn í verður sú ferð sem við öll munum fara í að lokum og með þeirri vissu hugsa ég til þín, kæri vinur minn, að fyrir munum við hittast að nýju á nýjum velli viðskipta og vináttu. Kæra Erla og fjölskylda, ég sendi ykkur frá hjarta mínar inni- legustu samúðarkveðjur vegna andláts míns góða vinar Hreiðars Svavarssonar með þessum orðum úr Hávamálum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Sigurður H. Ólason. Hreiðar Svavarsson Elsku Ella amma er nú farin. Seinustu árin sín glímdi hún við Alzheimer-sjúk- dóminn, sem undir lokin hafði rænt hana öllum hæfi- leikum til samskipta. Framan af veikindum ömmu var hún hress líkamlega og persónuleikinn hennar skein í gegnum sjúkdóm- inn. Þó svo að amma hafi ekki þekkt mig vegna veikindanna fann ég hlýju og væntumþykju frá henni, við röltum saman um ganga Landakots og síðar Hrafn- istu og hún sagði mér frá ýmsu gömlu og góðu. Þegar amma fór að týna málinu röltum við eða lág- um í rúminu hennar og nutum nærverunnar í þögninni. Nærvera hennar ömmu var alltaf góð og hönd hennar hlý. Þó svo að amma sýndi lítil viðbrögð við mér svona undir lokin fann ég og sá að faðm- lag og koss á kinnina gaf henni mikið og hún lygndi aftur aug- unum. Hver heimsókn tók á og tárin streymdu niður kinnarnar á heim- leiðinni. Það var erfitt að sætta sig við hvernig sjúkdómurinn fór Elín Friðriksdóttir ✝ Elín Friðriks-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 6. október 1922. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 25. maí. með þessa yndislegu manneskju, ömmu mína, sem var öllum svo góð. Ég var reið og fannst hlutskipti hennar ósanngjarnt. Sá tími sem ég átti með ömmu var yndislegur. Góðu sumardagarnir í garðinum, þar sem ég aðstoðaði ömmu við að tína upp rusl og fegra umhverfið. Þegar ég hugsa um tímann í Skálgerð- inu fer um mig notaleg hlýja, það var ávallt svo notalegt og friðsælt hjá ömmu. Amma hafði ávallt eitthvað fyr- ir stafni, við þeystumst um bæinn á tveimur jafnfljótum og heim- sóttum vini og kunningja. Þegar við frændsystkinin vor- um hjá ömmu var ávallt fjör og ef missætti kom upp í hópnum gekk amma rólegum skrefum til okkar, strauk okkur um magann og sagði: „Elskiði friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn.“ Amma var mik- ill friðarsinni og var umhugað um að friður ríkti milli manna og dýra í heiminum. Hún talaði oft um börnin í Afríku og þá sem minna máttu sín, slíkar aðstæður fóru mjög fyrir brjóstið á ömmu, enda kona með stórt hjarta. Amma hugsaði ávallt vel um allt og alla í kringum sig, hvort sem það var fjölskyldan, vinir, blómin hennar eða umhverfið. Hún lagði sig alla fram við hvert verk og vann það af alúð. Amma var trúuð kona, hún þakkaði ávallt Jesú fyrir allt sitt, hún sótti styrk í Jesú, hún sagði mér að hann væri ávallt til staðar fyrir okkur og að hann hefði hjálpað sér oft á sinni lífsleið, sem oft var þyrnum stráð. Amma lagði mikla áherslu á að kenna mér bænir og brýna fyrir mér hve trú- in er mikilvæg. Amma kenndi mér að gefast aldrei upp, hvað sem á dynur, standa ætíð upp aftur með höfuðið hátt. Og að vera þakklát fyrir allt sem Guð hefur gefið mér. Fráfall ömmu hefur verið mér erfitt vegna þess að mér fannst ég aldrei fá að kveðja hana vegna að- stæðna. Ég hef saknað ömmu í mörg ár og á einhvern hátt beið ég allan þennan tíma eftir því að hún kæmi aftur. Ég hefði óskað þess að börnin hefðu fengið notið návistar hennar og að við hefðum átt saman stundir yfir kaffibolla á mínum fullorðinsárum. Nú veit ég að amma er komin aftur til sjálfrar sín og situr glöð hjá Jesú og gætir okkar hinna, líkt og hún gerði ávallt. Amma er mér fyrirmynd, hvernig hún gekk til verks, um- hyggja hennar, alúð og hlýja er okkur öllum til fyrirmyndar. Lífssýn ömmu og óbiljandi náungakærleikur eru mitt leiðar- ljós. Ég kveð þig elsku amma mín og geymi þig ávallt í hjarta mér. Ég veit að þú ert engillinn sem vakir yfir okkur. Hvíldu í friði engillinn minn, við hittumst aftur á leið- arenda. Berglind Guðjónsdóttir. Fimmtudaginn 24. maí lést afi minn heima í Hjallalandi. Afi var búinn að vera veikur í langan tíma, en dugnaðurinn og harkan með slatta af þrjóskunni hans var einstök, harkan mikil þó mátturinn hafi ekki verið mikill í restina. Aldrei var kvartað yfir einu né neinu og ekki vildi hann láta hafa mikið fyrir sér. Núna er komið skarð í fjölskyld- una, en góðu minningarnar munu fylla upp í það skarð. Afi var dag- farsprúður maður með sína föstu skoðanir og meiningar á hlutun- um, og var líka vel liðinn meðal manna. Ég kom til afa og ömmu sem kornabarn í Hjallalandið, sem síð- an endaði sem mitt heimili og ég sem þeirra sjötta barn. Amma segir alltaf að ég hafi verið eina barn afa þar sem hann þurfti að vinna mikið fyrir stórri fjölskyldu Guðjón Sigurðsson ✝ Guðjón Sigurðs-son fæddist í Vestmannaeyjum 21. júní 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 1. júní. á árum áður, svo ég var í rauninni eina barnið sem hann hafði einhvern tíma fyrir. Það koma margar minningar upp í huga manns á svona stundu og nokkrar svona; að sitja uppí stofu og læra lesa þegar afi var að hlýða mér yfir, spila við afa þar sem ég fékk nú yfirleitt ef ekki alltaf að vinna, kaupa smá nammi sem amma mátti ekki vita um, fara í bíltúr og skoða skipin og borða franskar kartöflur, skríða uppí rúm til afa og hlýja sér á tánum, fá að stýra bílnum hans sem var fyrirtækið hans og margar fleiri. Það lýsir góðum manni eins og afi minn var hvað hann hugsaði vel um dýrin, enda kominn úr sveit undan Eyjafjöllum. Fuglarnir í garðinum hjá ykkur eru eflaust feitustu fuglar í Fossvoginum, afi reif niður brauð í smáa bita og gaf fuglunum alla vetrardaga og langt fram á vorið, meira að segja voru ánamaðkarnir teknir uppúr stétt- inni og settir í moldina svo þeir yrðu ekki kramdir. Það hafa verið haldnar miklar veislur í Hjallalandinu og alltaf verið veitt vel bæði í mat og drykk, oft var stuðið svo mikið að það var dansað fram á næsta dag og að sjálfsögðu voru ykkar kæru nágrannar þar með. Afi var mikill eða eiginlega al- gjör sælkeri, ís var í miklu uppá- haldi og það sýndi sig þegar Guð- rún fór og keypti ís fyrir þig, en þá varstu búinn að vera mjög slappur og ekki með mikla matarlyst, en ísinn rann vel niður og það mikið af honum. Kökur og hinar ýmsu kræsingar voru vinsælar, konfekt og súkkulaði. Enda var matur mik- ið atriði á ykkar heimili. Þú spurð- ir mig alltaf orðrétt „viltu ekki fá þér bita, væni minn“. Alltaf hafa verið miklar kræsingar á borðum hjá ykkur ömmu, og er amma þekkt fyrir sína eldamennsku bæði heima fyrir og í veislum út um all- an bæ og allt land, og alltaf varstu með henni í hinum og þessum verkum þó þú vildir helst vera í uppvaskinu til að allt væri hreint, enda mikið snyrtimenni. Afi átti ekki mörg áhugamál, en hans stærsta áhugamál var líka það mikilvægasta og það var fjöl- skyldan hans og fólkið hans. Ég vil fá að þakka þér fyrir afi minn að hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag, og þakka allar góðu stundirnar með þér, ég mun ávallt minnast þín. Guð geymi þig. Þinn Guðjón Birgir. Elsku Nilli frændi minn, það er með mikl- um söknuði og sorg að ég kveð þig. Ég á eftir að sakna árlegu sumarheimsókna þinna sem voru alltaf fullar af ævintýrum og Níels J. Kristjánsson ✝ Níels JensenKristjánsson fæddist í Hvera- gerði 23. júlí árið 1955. Hann lést í Calgary í Kanada, 17. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hveragerð- iskirkju 5. maí. hlátri. Hver á núna eft- ir að segja sögur af ömmu og afa og hvern- ig það var þegar þið mamma voruð lítil? Ég á eftir að sakna þess að heyra sögur af sjálfri mér þegar ég var krakki, en þú varst allt- af svo duglegur að minna mig á hver ég er og hvaðan ég er að koma. Þú fylgdist með mér, studdir og sýndir áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Mest á ég eftir sakna þín, Nilli frændi minn. Unnur Gísladóttir. Samúðar og útfaraskreytingar Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300 Hafnarfirði Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.