Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vilhelm Håk-ansson fæddist í Kaupmannahöfn 23. mars 1913. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Frantz Adolph Håkansson bak- arameistari f. í Kaupmannahöfn 13. febrúar 1880, d. 22. maí 1946 og kona hans, Sigríður Ísafold Halldórs- dóttir, f. í Reykjavík 29. apríl 1880, d. 31. ágúst 1936. Vilhelm átti tvo hálfbræður, samfeðra, August f. 25. september 1906, d. 27. maí 1988 og Erik f. 19. októ- ber 1941, d. 18. apríl 2003. Vilhelm kvæntist, 27. desem- ber 1947, Margréti Ólafsdóttur, f. 26. maí 1917, d. 29. mars 2002. Foreldrar hennar voru Ólafur Magnús Þorsteinsson frá Kross- um á Árskógsströnd og kona hans Ásta Sigurlaug Þorvalds- dóttir. Börn Vilhelms og Mar- grétar eru: 1) Ólafur Magnús Håkansson læknir, f. 20. júlí 1949. Kona hans er Kristín Að- alsteinsdóttir líffræðingur/ bókasafnsfræðingur. Börn þeirra eru: a) Þrándur Sigurjón verk- fræðingur, f. 22. maí 1978, sam- býliskona Signý Ólafsdóttir, b) Vil- helm Grétar, f. 9. desember 1980, unnusta Hildigunn- ur Ólafsdóttir, og c) Aðalsteinn Már, f. 20. nóvember 1984. 2) Friðrik Håk- ansson, f. 15. júní 1951, d. 30. október 1987. 3) Sigríður Ísafold Håkansson, f. 16. september 1954, gift Sveini V. Ólafssyni verkfræð- ingi. Dóttir Sigríðar er Katrín Ásta, f. 18. júní 1981. Vilhelm lærði málaraiðn í Iðn- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi. Þá fór hann utan til Kaupmannahafnar og lauk þaðan meistaraprófi í mál- araiðn og hlaut þá brons- verðlaun fyrir frábæran náms- árangur. Hann starfaði sem húsamálari alla sína starfstíð, allt til 76 ára aldurs. Friðrik fæddist með Down’s heilkenni. Leiddi það til þess að Margrét og Vilhelm voru meðal stofnfélaga að Styrktarfélagi vangefinna, 23. mars 1958. Vilhelm var gerður að heiðursfélaga Styrktarfélags- ins. Útför Vilhelms var gerð í kyrrþey. Faðir minn er fallinn frá í hárri elli. Hann var af þeirri kynslóð, sem hafði lifað tímana tvenna, tvær heimsstyrjaldir og mikla um- brotatíma á Íslandi. Vissulega var hann enn barn að aldri þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst, en þó ekki yngri en svo að hann mundi þá tíma vel. Hann ólst upp í Mið- bænum og Þingholtunum. Faðir hans, Frantz Adolph Håkansson, bakarameistari, rak Iðnó um 11 ára skeið og fjölskyldan bjó í hús- inu þann tíma. Pabbi minn sagði reyndar svo frá að þar hefði aldrei verið neitt „alvöru“ heimili, Iðnó var veitingasala, leikhús og skemmtistaður og einkenndist heimilislífið af því öðru fremur. Fjölskyldan bjó svo á Laufásveg- inum þar til hann var kominn á fullorðinsár. Pabbi lærði málara- iðn, bæði hjá eldri bróður sínum, August, og í Iðnskólanum í Reykjavík, en fullnumaði sig í þeirri iðn í Kaupmannahöfn, þar sem hann tók meistarapróf. Hann vann alla tíð í sinni iðngrein, en oft var litla vinnu að fá á veturna og stundum því þröngt í búi hjá fjöl- skyldunni. Upp úr seinni heim- styrjöldinni kynntist hann móður minni Margréti Ólafsdóttur og kvæntist henni. Þau eignuðust 3 börn, undirritaðan, Friðrik og Sig- ríði Ísafold. Friðrik fæddist með Down’s syndrome og hafði það mjög afgerandi áhrif á fjölskyld- una og allt uppeldi okkar systk- inanna. Á afmælisdegi föður míns árið 1958 var Styrktarfélag van- gefinna stofnað. Foreldrar mínir voru stofnfélagar í Styrktarfélag- inu og allt frá þeim tíma taldi faðir minn stofnun félagsins hafa verið þá bestu afmælisgjöf, sem hann hefði nokkurn tíma fengið. Störf- uðu þau bæði fyrir félagið meðan kraftar entust og unnu því af heil- um hug. Árið 2004 var pabbi gerð- ur að heiðursfélaga Styrktar- félagsins og fannst honum mikið til þess koma. Pabbi var mikið ljúfmenni og alltaf greiðvikinn og hjálpsamur. Hann var hógvær og bar hag ann- arra ætíð fyrir brjósti og lét ganga fyrir sínum eigin. Hann lét af hendi það sem þurfti þó af litlu væri að taka. Hann var mikill hag- leiksmaður á allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar hann hætti að vinna sem málari, 76 ára gam- all, fór hann að sækja ýmis nám- skeið hjá félagsstarfi aldraðra og naut sín þar einkum við vatnslita- málun, leðurvinnu og keramik. Síðustu 12-15 árin sem móðir mín lifði, var hún heilsutæp og hjúkr- aði faðir minn henni af auðmýkt og alúð. Frá barnsaldri þjáðist pabbi af slæmum Tourette-sjúkdómi og leið fyrir það alla ævi. Hann lét þó ekki í ljós sínar til- finningar varðandi sjúkdóminn fyrr en fyrir fáeinum mánuðum. Og þegar sjónin fór að bila og heyrnin fór að versna tók hann því af sínu venjulega æðruleysi og einnig þegar hann greindist síð- astliðið sumar með ólæknandi krabbamein. Þannig var hann alla sína tíð. Hann var spíritisti og sótti mið- ilsfundi í mörg ár og las sér til um þau fræði. Hann taldi að sum- ir hefðu hæfileika til að sjá fyrir hornið. Hann trúði á framhaldslíf og að okkar tilvera hefði m.a. þann tilgang að undirbúa okkur fyrir vistina þegar sálin yfirgefur líkamann. Nú á skilnaðarstund óska ég honum þess að hann hitti fyrir þá sem hann taldi bíða sín. Þannig vildi hann hafa það. Hvíli hann nú í friði. Ólafur Magnús Håkansson. Hann tengdafaðir minn var snöggur í hreyfingum og léttur í spori langt fram á níræðisaldur og aldrei stóð á honum að bæta við sig snúningi eða rétta hendi ef hann gat orðið að liði á einhvern hátt. „Æ, Vilhelm minn, ég held bara að ég eigi ekkert almenni- legt til að gefa þeim,“ sagði Gréta, tengdamóðir mín, oft þeg- ar við Óli og strákarnir litum til þeirra í Álfheimunum. Tengda- pabbi snaraði sér þá í stakk og útiskó, skellti alpahúfunni á koll- inn og arkaði léttur í spori upp í Álfheimabakarí, í fiskbúðina, eða í ísbúðina, til þess að sækja eitt- hvað nógu gott handa gestunum. Tengdaforeldrar mínir voru einstaklega hjálpsamt og gott fólk. Þau lifðu langa ævi og höfðu margt reynt. Þau giftu sig og hófu búskap á eftirstríðsárunum. Efnin voru lítil svo það var eins gott að geta verið sjálfbjarga með sem flest og í þeim efnum kunnu þau hjónin bæði sitthvað fyrir sér. Vilhelm var mjög laginn í höndunum og gat smíðað ýmislegt sem þurfti til búsins. Þegar við Ólafur, sonur þeirra, hófum bú- skap fyrir 30 árum og áttum eng- in húsgögn önnur en skrifborð, tvo stóla og svefnbekk, fengum við gamla eldhúsborðið þeirra Grétu í búið. Nokkru síðar rak ég augun í það að neðan á borðplöt- una var fagurlega máluð auglýs- ing frá dönsku húsgagnaverk- stæði. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um hvernig á þessu málverki stæði, sagði Óli mér, að pabbi sinn hefði smíðað þetta borð á fyrstu búskaparárum sínum og notað í plötuna auglýsingaskilti sem hann hefði málað úti í Kaup- mannahöfn. Efni í borðplötu var ekki auðfengið á þessum árum en ekki dó Vilhelm ráðalaus og not- aði bara sveinsstykkið sitt í skiltamálun í borðplötuna. Þetta varð fínasta borð og dugði þeim hjónum vel en varð svo of lítið þegar fjölskyldan stækkaði. Við Óli notuðum borðið líka þangað til það varð of lítið, það flutti með okkur til Svíþjóðar og aftur til baka, og nú hefur þriðja kyn- slóðin tekið við því til notkunar. Vilhelm var margt til lista lagt en lengst af ævinni gafst honum sjaldnast færi á að sinna öðru en brauðstriti og nauðsynjaverkum. Það var ekki fyrr en á eftirlauna- aldri að hann fór að geta sinnt hugðarefnum eins og því að mála með vatnslitum og vinna muni úr leðri og leir. Gréta var líka af- skaplega lagin í höndunum og smekkvís og gátu þau sér til mik- illar ánægju verið samferða í ým- iss konar handavinnuiðkun meðan heilsan entist. Höfðu þau af því ómælda gleði og börnin og barna- börnin hafa eignast marga fallega hluti sem afi og amma bjuggu til. Eftir að Gréta missti heilsuna hugsaði Vilhelm um hana af mik- illi alúð og natni en um svipað leyti og hún dó fóru bæði sjón og heyrn að dofna og bregðast hon- um. Síðustu árin var hann nær blindur og komst lítið út og fannst þá lítið við að vera og dag- arnir stundum langir og einmana- legir. Vilhelm hélt andlegum kröftum fram til hins síðasta en fannst mál til komið að ferðinni hérna megin færi að ljúka, enda hafði hann góða von um það sem við tæki. Ég óska honum guðs blessunar að leiðarlokum og þakka fyrir samfylgdina. Kristín Aðalsteinsdóttir. Góðum manni mun vel farnast í þessum heimi. Hamingjan bíður hans í þeim næsta.“ (Dhamma- pada.) Vilhelm Håkansson var ekki einn af þeim mönnum sem var að reyna sigra heiminn, ræktarsemin við fjölskylduna gekk fyrir. Hann hafði samúð með öllu sem lífsand- ann dregur, var mjög fróðleiksfús og leitandi réttlætis og sannleik- ans allt sitt líf. Hann bar mikla virðingu fyrir skoðunum annarra en gat jafnframt verið fastur fyrir þegar svo bar undir. Hann velti mikið fyrir sér samspili lífs og dauða og hvaða önnur veröld biði okkar. Það var gaman að tala við hann um alls konar málefni, minni hans var gott og hann talaði iðu- lega með tilvísun til áranna fyrir stríð. Unga fólkið áttaði sig ekki alltaf á því að sú tilvísun var í seinni heimsstyrjöldina er hófst í september mánuði árið 1939. Vilhelm og hans kæra eigin- kona, Margrét Ólafsdóttir, eign- uðust þrjú börn. Ólafur Magnús er elstur, þá Friðrik, og yngst er Sigríður Ísafold. Friðrik fæddist með Down’s-heilkenni. Eins og nærri má geta hafði það afger- andi áhrif á allt líf Grétu og Vil- helms. Vilhelm tilheyrði þeim flokki fólks sem vill leggja sitt af mörkum og gera góða hluti fyrir aðra. Það var ekkert sjálfsagt mál á sjötta áratugnum að fötluðum stæði til boða eitthvað svipað og ófötluðum í námi, leik og starfi. Því var það á afmælisdegi Vil- helms, 23. mars árið 1958, að hann stóð fyrir stofnun Styrkt- arfélags vangefinna ásamt góðu fólki, bæði foreldrum vangefinna og öðru áhugafólki um þeirra málefni. Vilhelm var síðar gerður að heiðursfélaga í Styrktarfélagi vangefinna. Friðrik flutti barn að aldri á vistheimilið fyrir vangefna að Skálatúni í Mosfellssveit (nú Mos- fellsbæ) og bjó þar allt til dauða- dags. Undirritaður kynntist ekki Friðriki, en minning hans lifir og í huga Grétu og Vilhelms var allt- af hægt að sækja góðar minn- ingar um þann gleðigjafa sem sá drengur var þeim. Friðrik lést ár- ið 1987. Vilhelm var húsamálari að mennt og vann við þá iðn allan sinn starfsferil. Líkamlegt þrek hans var einstakt og vafalaust hefur sterk líkamsbygging ásamt vinnu sem krafðist mikillar hreyf- ingar gert hann jafn firnasterkan og úthaldsgóðan og raun bar vitni. Undirritaður hjálpaði til við búslóðaflutninga fyrir sex árum og þá var Vilhelm ennþá í mjög góðu líkamlegu formi. Dag einn sótti undirritaður bókakassa til hans í Álfheima, þar sem þau Gréta og Vilhelm bjuggu mjög lengi. Vilhelm, að verða 88 ára, lét sig ekki muna um að lyfta þungum bókakössum fram á stigagang og með þeim hraða að fertugur maðurinn hafði tæplega undan honum. Slíkt var þrekið og aflið og andlegt atgervi var í samræmi við það. Hann hélt þessu atgervi ótrúlega lengi og fyrst tók að halla undan fæti fyr- ir um tveim árum og þá dró mun hraðar af honum en áður. Vilhelm lést 6. maí síðastliðinn á nítugasta og fimmta aldursári. Þökk sé ágætum tengdaföður fyrir góða samveru. Sveinn V. Ólafsson. Í maíbyrjun lést hér í bæ Vil- helm Håkansson málarameistari, 94 ára að aldri. Vilhelm var Reykvíkingur, faðir hans rak greiðasölu í Iðnó. Hann var, ef ég man rétt, af sænskum ættum. Vilhelm ólst upp við Tjörnina og gekk í Miðbæjarskólann. Hann lærði húsamálun og varð meistari í þeirri iðn. Með konu sinni Grétu, sem var Eyfirðingur, átti hann þrjú börn, Friðrik, Ólaf og Sigríði. Friðrik var vangefinn og var lengi í Skálatúni, ásamt Sól- veigu elstu dóttur minni. Ég kynntist Vilhelm á votu febr- úarkvöldi 1958 heima hjá Guð- mundi Gíslasyni húsasmíðameist- ara og Guðbjörgu konu hans. Við vorum þar nokkur saman komin til að ræða um stofnun félags til styrktar vangefnum. Þarna voru Brynhildur dóttir þeirra og Sig- mundur tengdasonur, þá voru þau þar Vilhelm og kona hans Gréta, ásamt Sigurlaugu systur hennar og manni hennar Halldóri Halldórssyni arkitekt, Gréta Bachman sem þá var forstöðu- kona á Skálatúni, Sigríður Thorlacius sem vann þá við Tím- ann og Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Á þessum fundi var ákveðið að stofna Styrktarfélag vangefinna, ennfremur að fá Al- þingi til að styðja sjóð sem félag- ið stofnaði. Sjóðurinn var kall- aður Tappasjóður og í hann fóru tíu aurar af hverri gosflösku sem seld var í landinu. Allt gekk þetta að óskum og félagið var svo stofnað 23. mars 1958 í húsa- kynnum Óháða safnaðarins. Hjálmar var kosinn formaður fé- lagsins og gegndi því starfi í nærri 20 ár. Hann hafði sem ráðuneytisstjóri mjög góða að- stöðu til að vinna að framgangi þessara mála. Vilhelm var kosinn í varastjórn og gegndi því starfi í yfir 20 ár. Nú hófst blómaskeið í sögu vangefinna, m.a. var Skálat- ún aukið og endurbætt, foreldrar Skálatúnsbarnanna gengust fyrir byggingu sundlaugar í Skálatúni og lagði allt það fólk hönd á plóg með sóma. Við hittumst af og til á Skálatúni, á jólum og 17. júní sem alltaf var mikill hátíðisdagur hjá krökkunum á Skálatúni. Mömmurnar bökuðu og pabbarn- ir sungu, spiluðu og voru með í leikjum. Þetta hófst allt með skrúðgöngu af Vesturlandsvegi niður að Skálatúni með lúðrasveit í fararbroddi. Þá var oft gaman að gleðjast með glöðum. Ég minnist líka ferminga barnanna í Lágafellskirkju. Það voru langþráðar og hátíðlegar stundir. Nú hef ég rætt helst til mikið um Sollu og Friðrik, en þau voru líka foreldrum sínum hugfólgin og efni til fræðslu, áhyggja og gleði. Þau dóu með nokkurra ára millibili, svo fór Gréta til þeirra og loks Vilhjálm- ur „pabbi Sollu“, en svo var hann jafnan nefndur á Skálatúni. Og nú er Vilhelm farinn á þeirra fund. Árið 2004 var Vilhelm gerður að heiðursfélaga í Styrktarfélag- inu og var vel að því kominn, því heiðarlegri og vammlausari mann hef ég varla þekkt. Kærar kveðj- ur til Óla, Siggu og þeirra fjöl- skyldna. Sigríður Ingimarsdóttir. Vilhelm Håkansson Mig langar að minn- ast ömmu minnar sem var mér svo mikils virði. Það er skrítið að hugsa til þess að ég geti aldrei hringt í hana meira. Hún var orðinn mjög þreytt undir það síðasta og líkaminn alveg búinn, þannig að hún fékk ósk sína upp- fyllta um að fá að kveðja þessa jörð hinn 29. apríl, rúmlega 101 árs. Því miður gat ég ekki verið með við jarðaförina en ég var með hugann hjá henni þegar hún var jörðuð. Sesselja Sveinsdóttir ✝ Sesselja Sveins-dóttir fæddist í Firði í Mjóafirði 18. nóvember 1905. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði 29. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Norðfjarð- arkirkju 8. maí. Mér er mjög minn- isstætt fyrsta skiptið sem ég kom í heim- sókn til hennar í ágúst 1973. Amma hugsaði mjög vel um mig þessa daga sem ég var hjá henni, hún dekraði við mig og ég man alltaf eftir pönnukökunum með rjómanum sem voru svo góðar. Ég var því miður ekki mikið hjá henni sem barn, en kynntist henni meira á ung- lingsárunum, eftir 15 ára aldurinn var ég hjá henni á næstum á hverju sumri. Amma var mjög greind kona og kenndi mér margt um lífið, maður gat alltaf talað við ömmu um allt, hún var mér mikill stuðningur á þessum árum. Amma var mjög þrjósk og hafði sínar meiningar um hlutina og hikaði ekkert við að segja manni sannleikann, maður var kannski stundum svolítið fúll – en lærði af því. Okkur ömmu kom yf- irleitt mjög vel saman. Amma var mjög húmorísk og við áttum auðvelt með að krydda sögurnar þannig að við gátum hlegið ennþá meira. Eftir að ég flutti til Danmerkur gat ég ekki hitt ömmu eins oft en við spjöll- uðum saman stöku sinnum í síman- um. Einu sinni sagði ég við hana að ég vildi óska þess að hún gæti komið í heimsókn til mín en þá sagði amma að hún kæmi í heimsókn þegar hún væri farin af þessari jörð og bankaði á axlirnar á mér og ég samþykkti það. Amma hvatti mig áfram í námi, ef hún hefði ekki hvatt mig hefði ég sennilega ekki haldið áfram á þess- um árum. Síðasta skiptið sem ég sá ömmu var á 100 ára afmælinu hennar sem var haldið á fæðingarstað hennar í Firði. Þessi veisla er mjög minnis- stæð, ömmu þótti vænt um að fá okkur öll saman. Þetta vakti mikla gleði hjá henni. Ég kveð þig, elsku amma mín, þú verður alltaf í huga mínum. Guðrún Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.