Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verður haldinn þriðjudaginn 12. júní 2007 að Garðatorgi 7, Garðabæ. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sjálfstæðismenn í Garðabæ eru hvattir til að mæta - kaffiveitingar. Verum blátt áfram, Sjálfstæðisfélag Garðabæjar. Fyrirtæki Byggingafyrirtæki í örum vexti með góða verkefnastöðu óskar eftir meðeiganda að hluta fyrirtækisins þ.e. jarðvinnuvélahlutanum - gröfur, kranabíla, vöruflutningabíla, veghefil, Payloter, jarðýtu, færanlega steypustöð, steypubíl o.fl. Óskum eftir meðeiganda eða sölu á jarðvinnuvéla- hlutanum í heild. Upplýsingar veitir Þröstur í síma 482 4000. Fasteignasalan Bakki. Nauðungarsala Uppboð á lausafjármunum Báturinn Teistey, DA 015, skipaskrárnr. 1769, verður boðinn upp á skrifstofu embættisins að Miðbraut 11, Búðardal, mánudaginn 11. júní 2007, kl. 13:30. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Búðardal. 1. júní 2007. Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Tilboð/Útboð Tilboð óskast í skólamáltíðir Fjarðabyggð óskar eftir tilboðum í skóla- máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í grunn- skólum Fjarðabyggðar auk leikskóladeildar á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit. Útboðsskilmála má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is og á bæjarskrifstofunum. Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar eigi síðar en mánudaginn 18. júní 2007. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 21. júní 2007 á bæjarskrifstofunum Reyðarfirði að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Nánar upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 470 9092, netfang gulli@fjardabyggd.is Fræðslu- og menningarsvið Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. BRAUTSKRÁÐIR voru nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi við há- tíðlega athöfn í Digraneskirkju 25. maí. Ákveðið hefur verið að inn- leiða nýtt gæðastjórnunarkerfi í skólanum. Alls útskrifuðust 58 stúdentar, 29 iðnnemar, 23 ferðafræðinemar, 53 leiðsögumenn, 28 nemar af skrif- stofubraut og 5 nemar af skrif- stofubraut fyrir erlenda nemendur, 27 nemar úr hagnýtu viðskipta- og fjármálagreinanámi, 18 mat- artæknar og 9 matsveinar. 5 nemar úr meistaraskóla matvælagreina voru útskrifaðir degi áður, auk þess 1 nemi af starfsbraut einhverfra. Alls voru því brautskráðir 256 nem- ar frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu vori. Í máli Margrétar Friðriksdóttur skólameistara kom m.a. fram að á skólaárinu hefur verið í gangi um- fangsmikil vinna að undirbúningi og innleiðingu á gæðastjórn- unarkerfi skv. ISO 9001, sem er al- þjóðlegur staðall um gæðastjórn- unarkerfi og þær kröfur sem þarf að uppfylla. Stefnt er að því að sækja um vottun á kerfinu á árinu. Skólinn hefur ráðið gæðastjóra, Þór Steinarsson, sem hóf störf við upphaf vorannar 2007. Forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, afhenti út- skriftarnemum viðurkenningar fyrir afburðanámsárangur úr Við- urkenningarsjóði MK sem stofn- aður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. Tveir nemar hlutu viðurkenn- ingu að þessu sinni, nýstúdentinn Alfreð Gunnar Sæmundsson og nýsveinninn Aron Egilsson. Sparisjóður Kópavogs veitti Hrafnhildi Evu Guðmundsdóttur styrk fyrir góðan námsárangur í viðskiptagreinum á stúdentsprófi. Rótarýklúbbur Kópavogs veitti Alfreð Gunnari Sæmundssyni styrk fyrir góðan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti Aroni Egilssyni styrk fyrir einstakan námsárangur í iðnnámi. Rannveig Jónsdóttir afhenti Sig- urði Sindra Helgasyni styrk úr Ing- ólfssjóði en sjóðurinn er tileinkaður fyrsta skólameistara MK, Ingólfi A. Þorkelssyni. Sjóðurinn var stofn- aður af eldri stúdentum frá skól- anum og er markmið hans að efla áhuga nemenda skólans á húm- anískum greinum. Gæðastjórnunarkerfi í Menntaskólanum í Kópavogi MÁR Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, vék að húsnæðismálum skólans við þegar skólanum var slitið. Hann sagði m.a. að á landinu öllu væri það eingöngu Kvennaskólinn í Reykjavík sem byggi jafn þröngt og Menntaskólinn við Sund. Brýnt væri að ríki og Reykjavíkurborg efndu samkomulag sín á milli um uppbyggingu á lóð skólans. Ekki væri unað lengur við núverandi ástand. Alls voru 149 stúdentar brautskráðir frá skól- anum að þessu sinni. Bestum námsárangri náðu Edda Katrín Rögnvaldsdóttir stúdent af nátt- úrufræðibraut og Sigmar Þór Matthíasson stúdent af félagsfræðabraut og deila þau að þessu sinni nafnbótinni dúx skólans. Bestum námsárangri af hverju kjörsviði brauta náðu eftirfarandi nemendur: Málabraut, latínukjör- svið: Sandra Bjarnadóttir. Málabraut, hugvísinda- kjörsvið: Ragnheiður Bárðardóttir. Félagsfræða- braut, félagsfræðikjörsvið: Sigmar Þór Matthíasson. Félagsfræðabraut, hagfræðikjörsvið: Íris Dögg Björnsdóttir. Náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið: Edda Katrín Rögnvaldsdóttir. Náttúrufræðibraut, umhverfiskjörsvið: Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir. Náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið: Oddur Óli Jónasson. Í máli rektors kom fram að námsárangur í skól- anum var betri en undanfarin ár. Færri nemendur uppfylltu ekki lágmarkskröfur og meðaleinkunn var marktækt hærri en verið hefur. Í ræðu sinni vék hann að námsárangri, rekstri og fjármálum, hús- næðismálum skólans, innra starfi við skólann og breytingum á íslenska skólakerfinu. Í ræðu rektors kom fram að kynjaskipting í skól- anum er eins og undanfarin ár ákaflega jöfn, piltar voru örlítið fleiri en stúlkur. Kynjaskipting í MS birtist hins vegar í vali nemenda á kjörsvið. Taka þarf á húsnæðismálum MS FRÉTTIR LANDSFÉLÖG Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu hafa und- irritað skuldbindingar um að styðja innflytjendur í álfunni í því skyni að stuðla að því að þeir njóti jafnréttis á við aðra og jafnra tækifæra í sam- félaginu. Þetta var gert á Evrópuráð- stefnu Rauða krossins og Rauða hálf- mánans um alþjóðlega fólksflutninga. Í skuldbindingunum felst meðal annars yfirlýsing um að félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans muni vinna gegn kynþáttafordómum, út- lendingahatri, mismunun og skorti á umburðarlyndi og leggja áherslu á skilning og virðingu í garð innflytj- enda. Styrkja beri innflytjendur og hvetja á stjórnvöld, atvinnulíf og al- menning til að berjast gegn einangr- un, mismunun og útilokun fólks vegna uppruna þess. Gagnkvæm aðlögun er grundvall- aratriði í starfi Rauða krossins í mál- efnum innflytjenda og hyggjast landsfélögin einbeita sér sérstaklega að því viðfangsefni. Skuldbindur sig til að styrkja innflytjendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.