Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand FÓRST ÞÚ MILLI HÚSA AÐ SYNGJA JÓLALÖG? ÞETTA ER MIKIÐ AF SÚKKULAÐIBITUM! ÉG ER MEÐ FALLEGA SÖNGRÖDD ÞAÐ SEM ER AÐ ÞÉR ER AÐ ÞÚ SÝNIR ENGUM VIRÐINGU ÞANNIG AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ SÝNA MÉR SMÁ VIRÐINGU! ÞAÐ ER MANNFÓLKINU AÐ ÞAKKA AÐ ÞÚ ERT HÉR! KALVIN, FARÐU ÚR BÚNINGNUM ÞÍNUM ÁÐUR EN ÞÚ BORÐAR KALVIN? HVER ER ÞESSI KALVIN? ÉG ER ÆÐISLEGI MAÐURINN! EKKI VERA KJÁNI! GERÐU EINS OG ÉG BIÐ ÞIG EN ÉG ÞARF AÐ VERA Í HONUM TIL AÐ BORÐA! NEI! HÆTTU ÞESSU BULLI! EN ÆÐISLEGI MAÐURINN ER MEÐ MAGA ÚR STÁLI HVAÐA RÉTTIR ERU GÓÐIR HJÁ YKKUR? ÞAÐ ER LÆKNINUM MÍNUM AÐ KENNA AÐ ÉG VEIT ÞAÐ EKKI AF HVERJU KEMUR LÆKNIRINN ÞINN ÞESSU VIÐ? HANN LEYFIR MÉR EKKI AÐ BORÐA HÉRNA MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEIÐINLEGT, EN ÞÚ ERT MEÐ SUPERCALIFRAG- ILISTICEXPIALI- DOSCIOUS... SÆL! ADDA HEITI ÉG OG ER MÓÐIR HENNAR KIDDU SÆL! HVAÐ GET ÉG GERT FYRIR ÞIG? KIDDA ÞARF AÐ GERA MIKLA HEIMA- VINNU MIÐAÐ VIÐ AÐ HÚN ER Í FYRSTA BEKK ÞAÐ ER MEIRI VINNA EN HEFUR VERIÐ, EN GÓÐUR KENNARI KREFST MIKILS AF NEMENDUM SÍNUM AÐ SETJA FYRIR MIKLA HEMAVINNU GERIR ÞIG EKKI AÐ GÓÐUM KENNARA FÓLKIÐ SEM SÉR UM STÖÐUMATIÐ OKKAR ER Á ANNARI SKOÐUN EF ÞÚ HEFÐIR EKKI KOMIÐ ÞÁ HEFÐI ÞESSI FANTUR SKOTIÐ MIG OG EF ÞESSI SÓLHLÍF HEFÐI EKKI VERIÐ ÞARNA ÞÁ VÆRI ÉG EKKI Á LÍFI ÞÚ ERT SÖNN HETJA! HANN HELDUR AÐ ÉG SÉ KÓNGULÓARMAÐURINN dagbók|velvakandi Dagsferð ÉG FÓR ásamt fjórtán konum í dagsferð austur fyrir fjall 18. maí sl. Tilefnið var 40 ára afmæli sauma- klúbbs okkar. Í ferðinni komum við í garðyrkjustöðina Espifell í Ara- tungu og fengum þar ákaflega skemmtilega skoðunarferð. Síðan héldum við í Gaulverjabæ í Gallerí Sóleyju þar sem við fengum af- skaplega gott kaffi og veitingar. Þá var okkur sýnt smjörbúið í Gaul- verjabæ og skoðuðum við gamla muni og vélar búsins voru ræstar eins og gert var á árum áður. Ferð- inni lauk kl. 18 í Rauða húsinu þar sem borinn var á borð dýrindis mat- ur og þjónustan þar var til fyr- irmyndar. Fyrir hönd hópsins vil ég skila þakklæti til Espifells fyrir skemmtilega móttöku, til Sóleyjar hjá Galleríi Sóleyju og til mannsins sem sýndi okkur smjörbúið. Auk þess viljum við þakka Rauða húsinu fyrir góðar veitingar. Bílstjóri og Davíð leiðsögumaður hjá Fær- eyjaferðir.is eiga svo hið mesta hrós skilið fyrir að setja saman þessa skemmtilegu dagsferð fyrir okkur. Ein kona úr ferðinni. Vímuefni Í NÚTÍMASAMFÉLAGI er afar áberandi að fólk afvegaleiðist með einhverjum hætti. Hvert sem litið er eru hvers kyns vímuefni ríkjandi. Þar á meðal er áfengisneysla viðloð- andi fólk á öllum aldri. Ég vil benda á að ef að drukkið er óhóflega fyrir 22 ára aldur er nokkuð tryggt að heili viðkomandi skaddast stórlega. Sé aftur á móti áfengi notað síðar á ævinni brennimerkir það ekki við- komandi að sama skapi en það breytir því ekki að þeir sem misnota áfengi verða alltaf öðruvísi en annað fólk. Fíkniefnamafíur vaða uppi með það að markmiði að ná til unga fólks- ins með eiturlyfjum í hvers kyns myndum. Jafnvel börn ánetjast og er það afar sorglegt. Þessi neysla getur átt sér stað árum saman og í mörgum tilfellum leitt til þunglynd- is, vanlíðanar, öfugstreymis í hugs- un, breytts atferlis, hvers kyns hryllings og jafnvel dauða. Fjöl- skyldur splundrast og fjötrast og líða stórlega ef einhver þeim við- komandi ánetjast vímuefnum. Ég vil bara segja elskulega þjóð, passsið börnin ykkar. Látið þau stunda hvers kyns tómstundir og önnur áhugamál og allt það sem getur tal- ist af hinu góða. Hreinlega límið börnin ykkar við ykkur til þess að reyna að koma í veg fyrir að þau falli í gryfju þess sem gerir ekkert annað en að brjóta þau niður og gera þau að verra fólki sem fellur í freistni þjófnaðar, óöryggis, vændis og hvers kyns ósóma. Við sem fullorðin erum verðum að segja nei. Burt með hvers kyns misnotkun eiturlyfja og áfengis því það vinnur á móti mann- legri reisn og gerir ekkert annað en að tryggja góðu fólki að verða óham- ingjusamt og vansælt og öðruvísi en náttúran ætlaðist til. Jóna Rúna Kvaran. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSIR kappar voru önnum kafnir við að rífa burt bárujárnsplötur húss við Bergþórugötu. Ekki er þó vitað hvort þetta sé húsið sem Davíð Oddsson talar um í texta sínum. Morgunblaðið/G. Rúnar „Í bárujárnshús við Bergþórugötuna…“ Í ÁR eru liðin 300 ár frá fæðingu sænska grasafræðingsins, dýra- fræðingsins og læknisins Carl von Linné (1707-1778). Carl von Linné var afkastamikill fræðimaður og kennari við Háskólann í Uppsölum og lagði hann grunninn að nútíma- flokkunarfræði lífvera. Grasagarðurinn í Reykjavík ætl- ar að fagna 300 ára fæðingarafmæli Carls von Linné með afmælistertu og kvöldgöngu í garðinum þriðju- daginn 5. júní kl. 20 þar sem fræðst verður um líf hans og störf. Anna María Pálsdóttir garðyrkju- kandidat mun leiða gönguna. Mæting er í lystihúsinu klukkan 20. Eftir gönguna er boðið upp á piparmintute úr laufum piparmintu sem ræktuð er í Grasagarðinum. Ókeypis fræðsla og skemmtun, allir velkomnir. Grasagarðurinn í Reykjavík fagnar 300 ára afmæli HAGKAUP opnuðu um helgina verslun í Reykjanesbæ. Þetta er lið- ur í þeirri stefnu fyrirtækisins að auka þjónustu og færa sig nær við- skiptavinum. Hagkaup ráku versl- un í bænum um árabil. Þessi nýja Hagkaupaverslun verður sérhæfð sérvöruverslun þar sem viðskiptavinir geta gengið að vörum sem Hagkaup hafa markað sér sérstöðu með á markaði hér- lendis. Þar verður m.a. að finna mikið úrval fatnaðar, snyrtivöru, raftækja og gjafavöru. Verslunin er í 1.050 fermetra húsnæði við Fitjar í Njarðvík. Hægt er að nálgast upplýsingar um af- greiðslutíma á vef Hagkaupa, www.hagkaup.is. Hagkaupa- verslun opnuð í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.