Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 37 Krossgáta Lárétt | 1 spítali, 8 plantna, 9 erfðafé, 10 fauti, 11 fiskur, 13 látna, 15 grunn skora, 18 slótt- uga, 21 löður, 22 karldýr, 23 gestagangur, 24 rösk- ar. Lóðrétt | 2 grafa, 3 heimting, 4 stétt, 5 ósætti, 6 bjartur, 7 mergð, 12 dugur, 14 reið, 15 skott, 16 fugl, 17 afsögn, 18 grön, 19 pípuna, 20 feng- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 spons, 4 frísk, 7 rella, 8 Óttar, 9 peð, 11 kofa, 13 magi, 14 ræddi, 15 bjóð, 17 spik, 20 urt, 22 lærin, 23 jólin, 24 ræðni, 25 níska. Lóðrétt: 1 sprek, 2 orlof, 3 skap, 4 flóð, 5 ístra, 6 korði, 10 eldur, 12 arð, 13 mis, 15 bylur, 16 ófróð, 18 pilts, 19 kenna, 20 unni, 21 tjón. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Eftir hverju ertu til í að bíða og hvað viltu fá strax? Þessar og fleiri spurningar munu plaga þig þar til þú tek- ur hárréttu ákvörðunina eins og þér er lagið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú kannt listina að miðla málum. Þér finnst erfitt að geta ekki bæði haldið og sleppt og finnur því rétta leið til að geta gert bæði – að lokum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Allir þurfa á fólki að halda sem sér bara þínar bestu hliðar. Og þú átt nóg af þannig vinum, sem gefur þér auka orku til að gera þitt besta í hvarvetna. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú tekur stórt skref fram á við í verkefni sem hefur of lengi legið í lá- deyðu. Nú gerir þú hlutina öðruvísi og færð frábær viðbrögð. Vinur end- urspeglar það góða í þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Goethe talaði um að dirfska fæli í sér snilligáfu, kraft og galdur. Þú ert staddur í miðjum dagdraumi svo ímynd- aðu þér að þú sért meiriháttar djarfur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú horfir inn á við og snýrð þér ekki undan. Þú sérð sannleikann sem þú hefur forðast. Þú endurfæðist andlega og fólki finnst breytingin frábær. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þegar þér finnst einhver ýtinn, er það bara fólk að ögra þér að gera þitt besta. Og óttinn er bara spenna. Byrjaðu í dag að taka þessum áskorunum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Settu allan þann eldmóð sem þú býrð yfir í það sem þú vinnur að. Ekk- ert sést betur í lokaniðurstöðunni. Vertu viðbúinn miklu hrósi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það verður sífellt erfiðara að fela tilfinningar þínar. Blessaðu þig og kastaðu varkárni út um gluggann. Það jafnast fátt á við ást sem felur í sér áhættu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Stundum brenna á þér spurn- ingar sem þú færð engin svör við. En þau eru þarna. Horfðu í kringum þig, í augun á fólki og til himins. Ekki satt? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef þér býðst tækifæri til að vera á meðal fólks sem þú vilt líkjast, gríptu það þá. Það mun kunna að meta þig. Þú ert 100% verðugur aðdáunar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þig langar að eyða öllum pening- unum þínum í óþarfa. Kannski þarfnastu þess. Já, þú getur réttlætt það. Svo má líka alltaf skila. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. e3 0-0 6. b4 c6 7. Bb2 a5 8. b5 a4 9. Ba3 cxb5 10. cxb5 Bg4 11. Bb4 Rbd7 12. Rxa4 e5 13. Be2 He8 14. dxe5 Rxe5 15. Rc5 Rxf3+ 16. gxf3 Bh3 17. Bc3 b6 18. Rb3 Staðan kom upp á bandaríska meistaramótinu sem er nýlokið í Stillwater í Oklahoma. Stórmeist- arinn Eugene Perelshteyn (2.531) hafði svart gegn kollega sínum Va- ruzhan Akobian (2.574). 18. … Hxe3!! 19. Bd4 hvíta staðan hefði einnig verið illa leikin eftir 19. fxe3 Re4!. Í framhaldinu ræður sókn svarts úrslitum. 19. … He8 20. Hg1 Rh5 21. Dd2 Ha4 22. 0-0-0 Dc8+ 23. Kb1 Bf5+ 24. Ka1 Dc2 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Lestrarkunnátta. Norður ♠1074 ♥D104 ♦K8752 ♣97 Vestur Austur ♠KDG652 ♠98 ♥2 ♥87653 ♦DG9 ♦1063 ♣K86 ♣1054 Suður ♠Á3 ♥ÁKG9 ♦Á4 ♣ÁDG32 Suður spilar 3G. Vestur vakti á einum spaða, en síð- an tók suður við forystuhlutverkinu og stýrði sögnum í þrjú grönd. Hvernig á að spila með spaðakóngnum út? Það er deginum ljósara að vestur á laufkónginn og því verður að reyna við níunda slaginn með innkasti. Sagnhafi dúkkar spaðakónginn, fær næsta slag á spaðaás og tekur öll hjörtun. Ef vestur hendir spaða, tígli og laufi er vinningsleiðin sú að toppa tígulinn (til að loka útgönguleið vesturs í þeim lit) og senda vestur síðan inn á spaða. Síð- ustu tveir slagirnir koma þá á ÁD í laufi. Lúmskur spilari í vestur gæti tekið upp á því að henda tveimur laufum og hanga á þriðja tíglinum. Í því tilfelli yrði sagnhafi að leggja niður lauf- ásinn, sem er alls ekki sjálfgefið. Hér reynir því nokkuð á lestrarkunnátt- una. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1Málarinn Odd Nerdrum mætti ekki á blaðamanna-fund í Noregi sem hann hélt eftir 5 ára þagnarbind- indi gagnvart norskum fjölmiðlum. Hvar býr hann nú? 2 Friðrik Rafnsson þýðandi hefur verið sæmdur virtriorðu. Hverrar þjóðar er hún? 3 Flensborgarskóli fagnar stórafmæli um þessarmundir. Hversu gamall er skólinn? 4 Einn kunnasti körfuknattleiksmaður Los Angeles La-kers er hættur við að hætta. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Bátur sem er nákvæm eftirlíking landhelgisbátsins Ingjaldar hefur verið endurgerður. Hvaða nafn ber hann? Svar: Örlygur. 2. Fréttamaður af Stöð 2 hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Rewiew. Hver er hann? Svar: Sveinn H. Guðmarsson. 3. Hver hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Kristjáns Möller samgönguráðherra? Svar: Robert Marshall. 4. Baugur er þriðja stærsta smásölufyrirtækið á Norðurlöndum. Hvert er stærsta fyrirtækið? Svar: Ikea. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig LANDBÚNAÐARHÁSKÓLANUM á Hvanneyri (LBÍH) líst vel á að færa menntastofnanir landbúnaðarins frá landbúnaðarráðuneytinu til mennta- málaráðuneytisins. Þetta sagði Ágúst Sigurðsson, rektor landbúnaðarskól- ans, við brautskráningu nemenda frá skólanum. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar kemur mjög skýrt fram það markmið að efla allt menntakerfi þjóðarinnar en þar er m.a. dregin upp sú framtíðarsýn að hagvöxtur og framfarir komandi ára muni knýjast fram af menntun, vísindum og rann- sóknum. Gæði náms, sveigjanleiki og fjölbreytni í námsframboði verði höfð að leiðarljósi. „Þessi markmið hinnar nýju ríkis- stjórnar eru háleit og mikilvæg og við hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er- um svo sannarlega tilbúin að leggjast á árarnar til að stuðla að þessu. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram innan menntamálaráðuneytis hvað varðar starfsmenntanám og að því verði gert hærra undir höfði þannig að bóknám og starfsnám verði lagt að jöfnu til stúdentsprófs. Þetta skiptir miklu máli fyrir það starfsmenntanám sem við fóstrum innan okkar vébanda, þ.e. búfræði og garðyrkju, og hlýtur að vera hinn eðlilegi farvegur þegar til framtíðar er litið,“ sagði Ágúst. Tryggja áframhaldandi rannsóknarstarf í LbhÍ Ríkisstjórnin stefnir jafnframt að því að færa til verkefni innan stjórn- arráðsins og m.a. hefur verið rætt um að flytja menntastofnanir landbúnað- arins undir ráðuneyti menntamála. „Þessi fyrirætlan hugnast okkur vel og við teljum að það sé fullkomlega eðlilegt að flokka allar íslenskar menntastofnanir undir sama fagráðu- neyti. Hitt er annað að það er að mörgu að hyggja áður en þetta getur orðið því tryggja þarf áframhaldandi eflingu á því mikilvæga rannsóknar- starfi sem unnið er innan vébanda LbhÍ,“ sagði Ágúst. Brautskráningin fór fram í Reyk- holtskirkju, en meðal gesta var nýr landbúnaðarráðherra, Einar K. Guð- finnsson. Einnig var gömlum nem- endum við skólann boðið að vera við- staddir. Nú er verið að leggja lokahönd á stóran áfanga endurbættrar aðstöðu í Ásgarði en þangað verða skrifstofur skólans fluttar í byrjun júní. Nýja húsnæðið var opið gestum við braut- skráninguna. Styður flutning skólans til mennta- málaráðuneytisins Ráðherra Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra var meðal gesta við brautskráningu nemenda frá Landbúnaðarháskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.