Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 39 Lagersala Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að eignast glæsileg heimilistæki á frábæru verði. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur heimilistæki á tækifærisverði. Lagersala Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is 35-60% afsláttur HELLUBORÐ ÍSSKÁPAR ÞURRKARAR OFNAR HÁFAR GASELDAVÉLAR SMÁVÖRUR RYKSUGURvil bo rg a@ ce nt ru m .is FJALLAÐ er um nýjustu smáskífu hljómsveitarinnar Jakobínarínu í nýjasta hefti hins virta breska tón- listartímarits New Musical Ex- press. Um er að ræða takmarkaða sjö tomma útgáfu sem kom út í Bretlandi, en á skífunni má finna lögin „Jesus“ og „Filipino Girl“. Í stuttri umfjölluninni fer blaðamað- urinn fögrum orðum um útgáfuna. Önnur smáskífa sveitarinnar kemur út 23. júlí, en fyrsta breið- skífa hennar er væntanleg 24. sept- ember. Jakobínarína í NME Fiðrildamaðurinn (Butterfly Man)  Leikstjóri: Samantha Rebillet. 6 mín. Ástralía. 2004 ÖRSTUTTMYND sem er hlý, fræðandi, skemmtileg og mannleg. Allt á nokkrum fumlausum mín- útum. Bara að fleiri myndir væru svona hugljúfar. 7 alhliða leysiefni (7 Universal Solvents)  Leikstjóri: Daniel Conrad. 15 mín. Kanada. 2004 Í kynningu fyrir þessa dansstutt- mynd er talað um um „konfekt fyrir augað“ en mér finnst hún vera meira framhaldsskólalistaspíruleg! Alice (Alice ou la vie en noir et blanc)  Leikstjóri: Sophie Schoukenes. 15 mín. Belgía. 2005 ÁTRÖSKUN, mótun sjálfs- myndar, átök og þroski unglingsára – öllu þessu tekst Sophie Schouke- nes að gera góð skil í ljóðrænni stuttmynd um hina 13 ára Alice sem lendir á milli í ástlausu hjónabandi foreldranna. Hugmynd Schoukenes er í raun sáraeinföld. Líf Alice er svarthvítt; getur hún hleypt lit og lífsgleði að? Þetta ætti að virka klisjukennt en er unnið af natni og næmi, og útkoman er sérlega vel heppnuð. Bendi hér með Menning- arráði Reykjavíkur, sem styður Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík, á að tryggja sér sýning- arrétt á myndinni svo hægt sé að nota hana í grunnskólum borg- arinnar! Hún er góður útgangs- punktur fyrir umræðu um átrask- anir fyrir 12-14 ára krakka. Anna  Leikstjóri: Helena Stefánsdóttir. 13 mín. Ísland. 2007 LAGLEGA gerð íslensk stutt- mynd. Hönnun og útlit á íbúð Önnu er alveg frábært. Kringumstæður hennar eru samt þannig að maður spyr sig hefði ekki aðalvandi mynd- arinnar – eða eitthvað álíka – komið upp löngu fyrr og þarfnast úrlausn- ar? Hvað hefur Anna gert fram að þessu til að koma í veg fyrir álíka áreiti? Þessar spurningar eyðilögðu aðeins ánægjuna fyrir mér. Fiðrildi og fleira fólk KVIKMYNDIR Tjarnarbíó – Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík Helena Stefánsdóttir Í dómi segir að Anna sé laglega gerð íslensk stuttmynd. Anna Sveinbjarnardóttir ER ÞETTA fugl, flugvél eða of- urmenni? Eða er þetta kannski The Knife, Animal Collective, Cornelius, Futureheads eða einhver progg- risaeðlan? Nei, þetta er Battles. ný- leg bresk sveit sem gefur út hjá Warp og hefur hlotið mikið lof fyrir frumraun sína, Mirrored. Allar fyrr- nefndu sveitirnar koma upp í hug- ann meðan Mirrored rennur í gegn, en engin þeirra nær yfirhöndinni því í rauninni líkjast Battles engum nema sjálfum sér. Hefðbundin rokk- hljóðfæri eru teygð og toguð svo úr verður músík sem er hvorki rokk né raftónlist heldur eitthvað sem á sér enga raunverulega hliðstæðu svo undirritaður muni eftir. Kannski ekki ein af bestu plötum ársins en klárlega ein af þeim áhugaverðustu. Er þetta fugl? Er þetta flugvél? TÓNLIST Battles – Mirrored  Atli Bollason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.