Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 45 WWW.SAMBIO.IS PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 ZODIAC kl. 8 / AKUREYRI / KEFLAVÍK PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára THE REAPING kl. 10 B.i. 10 ára IT´S A BOY GIRL THING kl. 8 LEYFÐ HILARY SWANK SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUMHÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA SE7EN & FIGHT CLUB. eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.isFÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS eee S.V. - MBL A.F.B - Blaðið EIN af þeim myndum sem eru ólýsanlega vondar. Slík furðufyr- irbrigði flokkast nánast undir af- þreyingu, mjög afbrigðilega að vísu. Í Delta Farce er hóað saman þremur, slökum grínurum, sem leika vini í óförum, einhvers staðar í Suðurríkjunum. Þeir gætu keppt í „Hver er mesti undirmálsmaður veraldar“, og deilt með sér sigr- inum. Nema hvað, moðhausarnir eru kallaðir upp úr þurru að þjóna föð- urlandinu yfir helgi, þar sem þeir eru í þjóðarvarðliðinu. Áætlanirnar breytast, í stað Íraks, vakna lúð- arnir af fluginu brotlentir í Mexíkó. Sem þeir taka lengst af fyrir Írak, sem er einn þungavikt- arbrandarinn, annar að landshlut- anum er stjórnað af bandítanum Carlos Santana (Danny Treijo). Af- gangurinn er ámóta ómerkileg sam- suða suðurríkjafyrirlitningar, hom- mafóbíu, múslimabrandara, nefndu það, ef þér dettur eitthvað ósmekk- legt í hug, er það hluti aulafyndni Delta Farce. Trejo, sem ég hef alltaf lúmskt gaman af, virðist skemmta sér hið besta. Hann er sá eini. Léleg mynd „Í Delta Farce er hóað saman þremur, slökum grínurum, sem leika vini í óförum, einhversstaðar í Suðurríkjunum.“ Moðhausar í Mexíkó KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: C.B. Harding. Með Larry the Cable Guy, Bill Engvall, D J Qualls. 90 mín. Bandaríkin 2007. Delta Farce  Sæbjörn Valdimarsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LÓAN er fyrir löngu búin að kveða burt vetrarleiðindin með söng sín- um og bjóða vorið velkomið, eins gera Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen á nýjum geisla- diski, Vorvísum, sem kom nýverið út. Vorvísur eru framhald af Vor- vindum sem kom út seinasta vor með sömu tónlistarmönnum. „Diskurinn Vorvindar gekk svo glimrandi vel að það varð sam- komulag á milli hljómsveitarinnar og útgáfufyrirtækisins Senu að gefa út annan enda nóg til af efni- viði,“ segir Björn Thoroddsen um tilurð Vorvísna. Á diskinum má finna fjórtán ís- lensk lög sem minna öll á vorið og voru vinsæl um miðbik síðustu ald- ar m.a. eru þar „Lóan“, „Vér göng- um“, „Vorvísa“ og „Sprettur“. „Vorvísur eru beint framhald af Vorvindum en kannski aðeins poppaðri. Við breytum lögunum töluvert, aðallega í hryni, en þau halda öllum sínum einkennum og það er svo sannarlega hægt að syngja með,“ segir Björn hress í bragði. Hann getur ekki svarað því hvort þessi útgáfa verði að árvissri vorseríu enda ekki efniviðurinn endalaus en tekur samt ekki fyrir það að von sé á þriðja vordiskinum að ári. Björn segir þetta vorlög í hress- ari kantinum fyrir alla og tilvalin til að hlusta á í bílnum, í sum- arbústaðnum eða við vorhreingern- inguna. „Þetta eru lög sem hafa lifað lengi og eldast vel. Við fundum fyr- ir þakklæti í fyrra, þegar Vor- vindar komu út, að við skyldum muna eftir þessum lögum því þau geta fjarað út með tímanum og nýjum kynslóðum.“ Heiðlóukvæði í uppáhaldi Björn hefur mjög gaman af þess- ari tónlist enda alist upp við hana en segist þó kunna að meta hana betur nú en þegar hann var yngri. „Ég hef grúskað mikið í gamalli tónlist og þá sérstaklega í tengslum við Guitar Islancio og haft gaman af. Ég er eiginlega hrikalega gamaldags í tónlistarvali núorðið.“ Spurður hvort eitthvert lag sé í sérstöku uppáhaldi segir hann „Heiðlóukvæði“ alltaf hafa heillað sig og þá sérstaklega út af text- anum. „Það er allt voða gaman í upphafi textans, vorið komið og ló- an búin að unga út, en svo er allt búið þegar hún snýr til baka í hreiðrið og hrafn hefur étið ungana fyrir hálfri stundu. Þetta er texti sem hefur áhrif.“ Andrea Gylfadóttir syngur öll lögin eins og á fyrri diskinum og segir Björn hana frábæra söng- konu sem túlki vorið vel og gott sé að vinna með. Björn spilar sjálfur á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Jó- hann Hjörleifsson á trommur. Ekki er búið að ákveða útgáfu- tónleika Vorvísna en Björn segir þau fjögur ætla að spila eitthvað aðeins saman í sumar. Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir gefa út Vorvísur Lóan er komin og vorljóðin óma Morgunblaðið/Sverrir Vorvísur Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson, Jóhann Hjörleifsson og Andrea Gylfadóttir. BANDARÍSKI leikarinn og hjartaknús- arinn Josh Hartnett sást nýverið á stefnu- móti með óþekktri ungri ljósku á Snitch Bar í New York. „Hún sat í kjöltu hans á meðan hann keðjureykti,“ sagði sjón- arvottur í samtali við dagblaðið New York Daily News. Hartnett, sem er 28 ára gamall, hætti með leikkonunni Scarlett Johansson í nóv- ember og hefur síðan þá meðal annars sést með brasilísku ofurfyrirsætunni Gisele Bundchen. Hartnett kom- inn með nýja? Flottur Josh Hartnett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.