Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is TALSMAÐUR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) fordæmdi í gær þá hótun Vladímírs V. Pútíns Rúss- landsforseta að eldflaugum verði á ný beint gegn skotmörkum í Evrópu falli Bandaríkjamenn ekki frá þeim áformum sínum að efla kjarnorku- varnir í álfunni. Yfirlýsingar rúss- neskra ráðamanna þykja sumum minna á kalda stríðið. Þar er aug- ljóslega um oftúlkun að ræða en víst fara samskipti Rússa og Vesturlanda versnandi og verða í erfiðum farvegi um fyrirsjáanlega framtíð. Pútín forseti sagði á fundi með blaðamönnum á sunnudag, að sú áætlun Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur- Evrópu myndi augljóslega raska stöðugleika á sviði vígbúnaðar í álf- unni. Ljóst væri að Rússar myndu bregðast við þessari þróun með því að skilgreina „ný skotmörk í Evr- ópu“. „Sérfræðingum okkar verður þá falið að skilgreina þau skotmörk sem langdrægum eldflaugum verður beint að og þau sem grandað yrði með stýriflaugum,“ sagði forsetinn. Talsmaður NATO sagði í gær að Rússar, einir þjóða, áformuðu að beina eldflaugum sínum að Evrópu. „Ummæli sem þessi eru skaðleg og óæskileg,“ sagði talsmaðurinn. Áætlun Bandaríkjastjórnar um „eldflaugaskjöldinn“ kveður á um að ratsjárkerfi verði komið fyrir í Tékk- landi og Pólverjar taki við tíu skot- pöllum fyrir varnarflaugar. Ratsjár- kerfinu er ætlað að greina og kortleggja flug eldflauga, sem óvina- ríki kunna að skjóta á loft. Búnaður- inn mun síðan ræsa gagnflaugarnar í Póllandi, stýra þeim að eldflaugum óvinarins og tortíma þeim. Talsmenn bandarískra stjórn- valda hafa allt frá upphafi haldið því fram, að „Evrópuskjöldurinn“ sé engan veginn fallinn til að ógna ör- yggishagsmunum Rússa. Tilgangur- inn með kerfinu sé sá, að unnt verði að bregðast við mögulegum eld- flaugaárásum svonefndra „útlaga- ríkja“ og er þá einkum horft til Íran og Norður-Kóreu. Síðarnefnda ríkið er nú komið í hóp kjarnorkuvelda og ræður yfir eldflaugum. Klerka- stjórnin í Íran er nú vænd um að áforma smíði gereyðingarvopna. Jafnvægi og öflugri árásarvopn Sergej V. Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, hefur þráfaldlega vísað málflutningi Bandaríkjastjórn- ar á bug og það gerði hann á ný á sunnudag með þeim orðum að til- gangurinn væri augljóslega sá að „umkringja“ Rússland. Pútín forseti tók í sama streng á blaðamannafund- inum á sunnudag og sagði „eld- flaugaskjöldinn“ í Evrópu hluta af kerfi því sem ætlað væri að verja Bandaríkin. Í fyrsta skipti í sögunni áformuðu Bandaríkjamenn nú að koma hluta þess kerfis fyrir í Evr- ópu. Rússar myndu því leitast við að tryggja jafnvægi á ný með öflugri árásarvopnum. Rússnesk stjórnvöld gerðu sér á hinn bóginn ljóst, að sá ráðahagur gæti getið af sér nýtt vopnakapphlaup. Rússar myndu ekki bera ábyrgð á þeirri þróun mála. Forsetinn hafnaði einnig þeim málflutningi að kerfinu væri ætlað að tryggja varnir gagnvart mögu- legri árás af hálfu Írana. Kvað hann fyrir liggja að þeir réðu ekki yfir svo langdrægum burðarkerfum. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur andmælt mál- flutningi Rússa og sagt hann „fárán- legan“. George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði á föstudag að hann teldi Rússa ekki til óvinaþjóða. „Kalda stríðinu er lokið. Samskipti mín og Vladímírs Pútíns eru með ágætum og verða það áfram.“ Orð Pútíns um nauðsyn öflugri árásarvopna vísa trúlega til lang- drægrar eldflaugar af gerðinni RS-24, sem Rússar skutu á loft í til- raunaskyni í liðinni viku. Eldflaugin mun geta borið ótiltekinn fjölda kjarnaodda og skýrði Sergej B. Ív- anov varnarmálaráðherra frá því á fimmtudag að henni yrði brátt bætt í hóp tiltækra vopna í eigu Rússa. Ráðamenn eystra segja eldflaug þessa fela í sér að herafli þeirra geti sigrast á „sérhverju kerfi eldflauga- varna“. Vart leikur vafi á að með eld- flaugaskotinu vildu Rússar sýna fram á getu sína til að bregðast við „Evrópuskildinum“ og halda uppi lágmarksfælingu. Kalda stríðið var á hinn bóginn víðfeðmur og flókinn vettvangur hugmyndafræðilegra átaka og vopnakapphlaup í anda þess sýnist afar ólíklegt. Kjarnorku- herafli Rússa hefur dregist saman á undanliðnum árum og fyrir liggur að gríðarlegra fjármuna er þörf sé ætl- unin að endurnýja hann og halda uppi viðbúnaðarstigi kalda stríðsins. Pútín forseti og undirsátar hans hafa annað við þá fjármuni að gera. NATO fordæmir hótanir Pútíns Vladímír Pútín kveður áform Bandaríkjamanna um gagneldflaugakerfi í Austur-Evrópu lið í land- vörnum þeirra og segir Rússa munu tryggja jafnvægi með því að skilgreina ný skotmörk í Evrópu Í HNOTSKURN »Vladímír Pútín Rússlands-forseti telur að Banda- ríkjamenn hafi raskað stöð- ugleika á sviði vígbúnaðar- mála árið 2002 með því að segja sig frá ABM-sáttmál- anum frá árinu 1972 um tak- markanir gagneldflauga- kerfa. Samkvæmt ákvæðum samningsins var aðilum heim- ilt að segja samningnum ein- hliða upp með sex mánaða fyrirvara. »Rök stjórnvalda vestravoru þau að Bandaríkja- mönnum væri nauðsynlegt að geta brugðist við ógnunum af hálfu „útlagaríkja“. Reuters Hótanir Vladímír Pútín ræðir við blaðamenn á sunnudag. Forsetinn mun á morgun funda með leiðtogum helstu iðnríkja og vísast sæta gagnrýni. Í BANGLADESH leita tveir drengir að tómum gos- flöskum á bökkum Buriganga-árinnar. Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er í dag en Sameinuðu þjóðirnar vilja með honum vekja athygli á umhverfismálum. AP Alþjóðlegur dagur umhverfisins Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is CHARLES Taylor, fyrrverandi for- seti Líberíu, er fyrsti fyrrverandi þjóðhöfðinginn í Afríku sem sóttur hefur verið til saka fyrir stríðsglæpi. Réttarhöld hófust í máli hans í Haag í gær fyrir sérstökum dómstóli sem fjallar um stríðsglæpi í grann- ríki Líberíu, Síerra Leóne. Réttar- höldin eru talin marka tímamót í þessum stríðshrjáða heimshluta. „Nú er runninn upp sá tími í sögu Afríku að leiðtogarnir fá þau skila- boð að þeir geti ekki steypt eigin þjóð í glötun,“ sagði David Crane, fyrrverandi aðalsaksóknari dóm- stólsins. Charles Taylor er 59 ára og var stríðsherra áður en hann var kjörinn forseti Líberíu. Hann átti mjög stór- an þátt í borgarastríðum í heima- landi sínu og grannríkinu Síerra Leóne. Stríðin kostuðu samtals um 400.000 manns lífið í löndunum tveimur. Taylor er ákærður fyrir stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni og á yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði hann fundinn sekur. Börn gerð að vígamönnum Ákærurnar snúast um ólýsanleg grimmdarverk sem framin voru í borgarastríðinu í Síerra Leóne á ár- unum 1991-2001. Á meðal þeirra sem börðust í stríðinu voru mörg börn sem uppreisnarmenn hnepptu í ánauð og gerðu að miskunnarlausum vígamönnum í þjálfunarbúðum, m.a. með því að dæla í þau eiturlyfjum og áfengi. Uppreisnarmennirnir myrtu þúsundir manna, m.a. mörg börn, og hjuggu fætur og hendur af þúsund- um annarra með öxum og sveðjum. Börn voru send með strigapoka til að fremja grimmdarverkin og ef pok- arnir voru ekki fullir af útlimum var börnunum refsað. Taylor er sakaður um að hafa séð illræmdri uppreisnarhreyfingu í Síerra Leóne fyrir vopnum og fengið fyrir það svonefnda blóðdemanta sem hafa verið notaðir til að fjár- magna vopnuð átök í Afríku. Dómstóllinn var stofnaður með samþykki stjórnvalda í Síerra Leóne og Sameinuðu þjóðanna. Óttast var að átök kynnu að blossa upp að nýju í Síerra Leóne ef réttarhöldin færu fram þar í landi og ákveðið var því að Taylor yrði saksóttur í Haag. Taylor neitaði að koma fyrir rétt- inn í gær og sagði að ljóst væri að mál hans fengi ekki sanngjarna með- ferð, meðal annars vegna þess að verjandi hans hefði ekki fengið næg- an tíma til að undirbúa málsvörnina. Sakaður um grimmdarverk Fyrsti fyrrverandi Afríkuleiðtoginn sem ákærður er fyrir stríðsglæpi AP Stríðsherra Charles Taylor átti stóran þátt í borgarastríðunum í Líberíu og Síerra Leóne. Í SKÝRSLU sem Sameinuðu þjóð- irnar gerðu opinbera í gær má lesa að 70 vísindamenn sem tóku þátt í rannsókn á vegum stofnunarinnar komust að þeirri niðurstöðu að bráðnun jökla gæti beinlínis hraðað hlýnun loftlags, því íshellurnar þjóna því hlutverki að endurvarpa sólar- ljósi, og þar með hita, út fyrir and- rúmsloftið. Stórir vatnsfletir draga hins vegar í sig hita. Bráðnun jökla gæti haft bein áhrif á líf allt að 40% jarðarbúa þegar sjávarmál hækkar, flóðatíðni eykst og framboð drykkjarvatns minnkar. „Skýrslan varpar skæru ljósi á það að örlög svalari svæða heimsins á tímum loftslagsbreytinga ættu að teljast áhyggjuefni í hverju ráðu- neyti, hverju fundarherbergi og hverri setustofu í heiminum,“segir Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er fullyrt að vaxandi hitastig gæti valdið því að sjávarmál hækkaði um 20-80 sentimetra á þessari öld, sem myndi færa lág- stæðari landsvæði á kaf og senda milljónir jarðarbúa á vergang, svo sem í Bangladesh. En flóð eru ekki eina áhyggju- efnið. Í Asíu treystir hálfur annar milljarður manna á vatnið sem árleg- ar vorleysingar færa þeim. Hafi snjór og jöklar hins vegar horfið þarf ekki að fjölyrða um vorleysingar. Bráðnun Grænlandsjökuls hefur tvöfaldast á tveimur eða þremur ár- um, og ísinn er nú 10-15 prósentum þynnri en áður var. Í ofanálag er bráðnun sífrera í jörðu einnig hættuleg, t.d. í Síberíu. Þar gætu skapast stór vötn, og upp úr þeim myndi sleppa mikið magn af metani, sem einnig eykur á loftlags- breytingar. Í skýrslunni er þess getið að fólk sé á ýmsan hátt tekið að bregðast við hlýnuninni. Í Kína hefur verið tekin í notkun kælibúnaður undir lestum sem aka yfir sífrera, til þess að auka ekki á bráðnunina undir teinunum. Á Grænlandi hafa sumir veiðimenn lagt hundasleðunum og tekið upp notkun smábáta þar sem ísinn hefur tekið miklum breytingum. Bráðnun veldur hlýnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.