Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ALSJÁANDI AUGU
Réttur einstaklingsins og per-sónufrelsi eru meðal horn-steina réttarríkisins. En
stundum stangast réttur einstak-
lingsins á við hagsmuni heildarinnar
og þá vaknar spurningin hvað til
bragðs skuli taka. Í bókinni 1984 eftir
George Orwell er lýst samfélagi þar
sem einstaklingurinn kemst nánast
aldrei undan vökulu auga yfirvalda,
ekki einu sinni á heimili sínu.
Á okkar tímum eru eftirlitsmynda-
vélar hversdagslegt fyrirbæri. Þær
eru inni í verslunum og bönkum, utan
á húsum og inni í þeim. Og enginn
kippir sér upp við það. Lögreglan í
Reykjavík hefur sett upp átta mynda-
vélar í miðbænum og nú er stefnt að
því að fjölga þeim um helming. Þetta
hefur verið gert víða annars staðar.
Í London er myndavél við hvert
fótmál. Rekja má ferðir fólks um
borgina og með hjálp myndavéla hafa
komist upp glæpir, sem líklega hefðu
ekki leyst með öðrum hætti. Á Íslandi
hafa myndavélar einnig reynst vel við
að upplýsa ofbeldismál, eins og fram
kom í fréttaskýringu eftir Orra Pál
Ormarsson í Morgunblaðinu á sunnu-
dag. Á Bretlandi hefur mikil áhersla
verið lögð á að koma upp myndavél-
um og hafa bæjarfélög fengið til þess
styrki. Árangurinn þykir hafa verið
misjafn og í mörgum tilfellum hafa
þær engin áhrif haft á tíðni glæpa.
Hefur það þó frekar verið rakið til
kunnáttuleysis við uppsetningu vél-
anna en að þar með væri gildi þeirra
afsannað.
Þórður Sveinsson, lögfræðingur
Persónuverndar, vísar í Morgun-
blaðinu á sunnudag til reglna um raf-
ræna vöktun sem kveða á um að hún
verði að fara fram í yfirlýstum, skýr-
um og málefnalegum tilgangi, svo
sem í þágu öryggis og eignavörslu.
Ekki megi ganga lengra en brýna
nauðsyn beri til og þess skuli gætt að
virða einkalífsrétt þeirra sem sæti
vöktun.
Þórður segir grundvallaratriði að
lögreglan virði reglur um rökstuðn-
ing vöktunar, meðalhóf og gagnsæi
við notkun löggæslumyndavéla og
upptökur séu aðeins notaðar þegar
uppi sé grunur um að framið hafi ver-
ið afbrot á hinu vaktaða svæði og talið
að þær geti varpað ljósi á málið.
Í máli Þórðar kemur fram að engar
vísbendingar hafi borist um að lög-
regla hafi notað myndavélarnar í öðr-
um tilgangi en kveðið sé á um í
reglum og reglugerðum, en Persónu-
vernd sé tilbúin að skerast í leikinn
gerist þess þörf.
Þetta er lykilatriði. Flestum finnst
ugglaust fráleitt að vísa til bókarinn-
ar 1984 í sömu andrá og fjallað er um
myndavélar, sem ætlað er að draga
úr því hryllilega og ógeðfellda of-
beldi, sem fram fer í höfuðborginni
hverja helgi. Það er ástand sem verð-
ur að linna og ágætt að ekki skuli
ástæða til tortryggni, en það má ekki
gleyma því að myndavélarnar, sem
ætlað er að gera göturnar öruggari,
sjá líka ýmislegt, sem þeim kemur
ekki vitund við. Almenningur verður
að geta treyst því að þá sé réttur ein-
staklingsins virtur.
PÚTÍN HÓTAR
Pútín, forseti Rússlands, hefur íhótunum við önnur Evrópuríki
þessa dagana. Hann hótar að beina
eldflaugum Rússa að Evrópuríkjum
ef Bandaríkjamenn haldi fast við
áform sín um að koma upp vörnum
gegn eldflaugum í sumum fyrrum
leppríkjum Sovétríkjanna sálugu.
Pútín hótar líka að koma í veg fyrir að
nýtt skref verði stigið í átt til sjálf-
stæðis Kosovo.
Rússar eru öflugri nú en nokkru
sinni frá því að Sovétríkin hrundu til
grunna. Þeir hafa auðgazt mikið á
háu verði á olíu og gasi. Þeir hafa
borgað upp mikið af skuldum sínum.
Pútín hefur aukið festu og dregið úr
glundroða í rússnesku þjóðlífi, þótt
aðferðir hans til þess séu umdeildar á
Vesturlöndum.
Hvað vakir fyrir Pútín? Er hann að
hefja nýtt kalt stríð? Tæplega.
Líklegast er að Rússar séu að láta
finna fyrir sér. Að þeir séu að minna
bæði Bandaríkin og Evrópuríkin á, að
þeir séu enn öflugt veldi í Evrópu og
að það sé ekki hægt að ganga fram
hjá þeim. Þeir eru að eflast á ný eftir
erfitt tímabil í kjölfar falls Sovétríkj-
anna. Þjóðarstolt þeirra hefur verið
sært á undanförnum árum, þegar
aðrar þjóðir hafa talið sér fært að
ganga fram hjá Rússum og virða þá
að vettugi.
Þeir eru að minna á, að það sé ekki
lengur hægt.
Sumir telja, að Rússar efni til há-
vaða út af eldflaugamálum í Evrópu
af því að þeir ætli að fá Bandaríkja-
menn til þess að hverfa frá áformum
um sjálfstæði Kosovo. Á milli Rúss-
lands og Serbíu eru sterk tengsl frá
gamalli tíð.
Ekki má heldur gleyma því, að
Bandaríkjamenn seilast nú mjög til
áhrifa í Mið-Asíuríkjunum, sem einu
sinni voru á áhrifasvæði Sovétríkj-
anna.
Líkurnar á því að upp úr sjóði á
milli Rússa og Bandaríkjamanna eru
litlar. Það er báðum þjóðum í hag að
starfa saman. Átökin um heimsyfir-
ráðin standa ekki lengur á milli þess-
ara tveggja höfuðóvina fyrri tíðar. Í
Asíu eru að rísa öflug efnahagsveldi,
Kína, Indland og Japan, sem munu
ógna heimsyfirráðum Bandaríkjanna
á næstu áratugum vegna vaxandi
efnahagslegs styrkleika. Jafnvel Íran
getur komið þar við sögu, ef Írönum
tekst að byggja upp kjarnorkuvopna-
veldi án þess að Bandaríkjamenn eða
Ísrael grípi til aðgerða gegn þeim. Ef
Bandaríkjamenn hverfa frá Írak fyr-
ir forsetakosningar á næsta ári verð-
ur Íran allsráðandi í Miðausturlönd-
um.
Rússland hefur ekki afl til þess að
seilast til heimsyfirráða á nýjan leik.
En Rússar geta orðið eitt öflugasta
ríkið í Evrópu. Bandaríkin eru senni-
lega á fallanda fæti sem heimsveldi.
Að því getur komið að Bandaríkja-
menn og Rússar snúi bökum saman.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Í BRÉFI framkvæmdastjórnar Sam-
taka atvinnulífsins, sem lagt var fyrir
forsætis- og utanríkisráðherra á fundi
aðilanna í gær, kemur fram að miklum
erfiðleikum sé bundið að fá sérhæft er-
lent starfsfólk, búsett utan EES, til
starfa hér á landi. Telur fram-
kvæmdastjórn samtakanna brýnt að
greiða fyrir aðgengi þess að íslenskum
vinnumarkaði, enda verði aðgengið sí-
fellt nauðsynlegra til þess að tryggja
eðlilega þróun á vinnumarkaðinum og
samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á
næstu misserum. Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir að samtökin hafi fundið mikið
fyrir þessu vaxandi vandamáli að und-
anförnu í samtölum við ýmis fyrirtæki.
„Aðgengi erlendra sérfræðinga skiptir
miklu máli fyrir vaxtarfyrirtæki á há-
tæknisviði og líka ef við erum að fara
að hasla okkur völl í útrás orkufyr-
irtækja og annarra fyrirtækja í þekk-
ingargreinum,“ segir Vilhjálmur. „Það
er mjög lítil von um árangur í útrásinni
ef henni fylgir ekki virkt flæði af sér-
fræðingum fram og til baka, sér-
staklega þegar menn beina sjónum sín-
um að mörkuðum utan EES-svæðisins.“
Afgreiðslutími umsókna fyrir tíma-
ver
leng
vott
næg
Eft
mán
lens
vinn
um,
skil
legu
Ný
við
H
lend
það
bre
átt að auka s
sérfræðinga
greinarmunu
sendum þú e
Einn farvegu
sem hér sæk
segir Hildur
málum erlen
verulega að
veruleiki bla
um, bæði veg
lenskra fyrir
bundið atvinnu- og dvalarleyfi hjá Út-
lendingastofnun er 90 dagar, eftir að
fullnægjandi gögn hafa borist stofn-
uninni. Vilhjálmur tekur sem dæmi að
það taki bandarískan gestaprófessor
rúmlega sex mánuði að afla sér dvalar-
og atvinnuleyfis hér á landi, enda taki
öflun sakarvottorðs frá bandarísku al-
ríkislögreglunni (FBI) jafnlangan tíma
og afgreiðsla Útlendingastofnunar.
Reglum Útlendingastofnunar var þó ný-
Krefjast frekari opnuna
Vilhjálmur Egilsson Hildur Dungal
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
FRAMKVÆMDA-STJÓRN Samtaka at-vinnulífsins (SA)þrýsti á stjórnvöld í
gær að taka á þeirri sjálfheldu
sem SA telur stjórn peninga-
mála og hagstjórnina hafa ratað
í. Framkvæmdastjórnin gekk á
fund forsvarsmanna ríkisstjórn-
arflokkanna í gær, Geirs H.
Haarde forsætisráðherra og
Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur utanríkisráðherra, en að mati
SA hafa aðgerðir Seðlabankans
skaðað atvinnulífið án þess að
skila árangri á móti, og segja
talsmenn hennar að atvinnulífið
geti ekki þolað þá skertu sam-
keppnisstöðu sem of há verð-
bólga, viðvarandi háir vextir og
óhóflegar gengissveiflur hafa
skapað.
Samtök atvinnulífsins telja að
tilraunir Seðlabankans til þess
að hafa hemil á verðbólgu með
vaxtahækkunum hafi sýnt að
þetta tæki bankans dugi
skammt í þeirri viðleitni vegna
lítillar markaðshlutdeildar
óverðtryggðrar krónu og vax-
andi hlutfalls erlendra lána.
„Niðurstaða okkar er sú að
það stjórntæki sem Seðlabank-
inn býr yfir, vextirnir, hefur alls
ekki dugað og þessar gengis-
sveiflur eru mjög skaðlegar.
Þetta er bara eitthvað sem at-
vinnulífið getur alls ekki búið
við,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA.
Lækkun lánshlutfalla
Íbúðalánasjóðs brýn
SA telja þörf á beitingu ann-
arra hagstjórnartækja en
vaxtatækisins, sem að mati
samtakanna hefur í raun verið
tekið úr sambandi með ofnotkun
þess. Samtökin benda á að
skoða þurfi mikilvægustu mark-
aði hagkerfisins, hvernig þeir
virki og hvort á þeim sé óeðli-
legt ástand vegna tilbúinnar eft-
irspurnar eða hindrana á fram-
boðshliðinni. Fjármál hins
opinbera hafi mikla þýðingu
un lánshlutfalla Íbúðalánasjóð
í fyrrasumar, í kjölfar kjara
samninga í júní, hafi verið lyk
ilatriði í því að hægja á ver
hækkunum og ná betr
jafnvægi. Telja samtökin sífel
erfiðara að réttlæta það inngri
ríkisins á almennan lánamarka
sem felist í rekstri Íbúðalána
sjóðs og ríkistryggingu lána t
almennings.
Inntur eftir viðbrögðum fo
sætis- og utanríkisráðherra v
tillögum Samtaka atvinnulífsin
fyrir heildareftirspurn og þurfi
þau að vera í góðu lagi. Leggja
SA til að hemill verði hafður á
aukningu samneyslu og til-
færsluútgjalda þannig að rík-
isbúskapurinn verði ekki upp-
spretta umframeftirspurnar í
hagkerfinu.
Að mati samtakanna felst ein
mikilvægasta aðgerðin við nú-
verandi aðstæður í lækkun á
lánshlutföllum og lánsfjárhæð-
um Íbúðalánasjóðs. Máli sínu til
stuðnings benda SA á að lækk-
Samtök atvinn
gagnrýna hag
Á tröppum stjórnarráðsins Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnul
dóttir, Hannes G. Sigurðsson, Vilmundur Jósefsson, Vilhjálmur Egi
Segja stjórn peningamála í sjálfheldu og aðgerðir S