Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „LÍFSVILJINN er svo mikill að það er ótrúlegt hvað hann er á góð- um batavegi,“ segir Sigrún Ómars- dóttir sem kom að föður sínum, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, hinn 15. maí sl. í íbúð hans í Hátúni 10B, húsi Brynju – hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins. Þá lá heitt vatn yfir allri íbúðinni og fram á gang en Ómar hafði sjálfur komist upp í rúm, skaðbrenndur. Hann er á batavegi og liggur á brunadeild LSH. Sigrún segir kaldhæðnislegt til þess að hugsa að sama dag og faðir hennar brenndist hafi komið inn um lúguna hjá flestum á höfuðborg- arsvæðinu bæklingur þar sem boð- uð var herferð gegn brunaslysum af völdum heits neysluvatns. „Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íbúðum í húsinu en það var alla vega ekki hitastillir hjá honum,“ segir Sigrún. Sér hafi í raun brugðið þegar hún sá hvers kyns blöndunartæki eru á baðherberginu. Hitinn er stilltur þannig að blanda þarf heita og kalda vatnið. Lítið má út af bregða til að 80° heitt vatnið sturtist yfir. „Ég get ímyndað mér hversu hræðilegt hefur verið að vera í sturtunni. Hann situr þar í stól frá Tryggingastofnun og þarf að snúa upp á sig til að skrúfa frá og fyrir, auk þess að hann lokar klefanum.“ Henni þykir ótrúlegt að í húsi ÖBÍ skuli ekki vera betri örygg- isbúnaður fyrir heita vatnið, og vonast til að slysið verði til þess að öryggisatriði verði skoðuð á þeim stöðum þar sem þess gerist helst þörf. Djúp annars og þriðja stigs brunasár Talið er að Ómar hafi farið í sturtu á milli kl. 14 og 15 en um það leyti var Sigrún í húsinu, á fundi með félagsráðgjafa og Heimaþjón- ustunni um önnur úrræði fyrir föð- ur sinn. Að fundi loknum fór hún að íbúðinni en rétt á undan var starfs- maður Heimaþjónustunnar, sem hafði setið fundinn. Sigrún sagði það í raun heppni að þau voru á staðnum en annars væri ekki víst að nokkur hefði komið að föður hennar fyrr en að kvöldi. Aðkoman var hræðileg og óvíst hversu lengi Ómar var undir heitu vatninu. Hann hlaut djúp annars og þriðja stigs brunasár á um 20% lík- amans – en það tekur 70° heitt vatn eina sekúndu að mynda djúpan annars stigs bruna. Brunasárin jafnast á við að hraustur ungur maður brennist á um 60% líkamans. Ómar lá á gjörgæsludeild LSH eina nótt og var í kjölfarið fluttur á brunadeild. Fjórum dögum eftir að slysið varð komst sýking í sár hans og segir Sigrún hann hafa barist fyrir lífi sínu með ógnarkrafti. „Hann er illa brunninn og það þarf krafta til að laga það, burtséð frá því að fá sýkingu ofan í sárin. Hann er búinn að berjast fyrir lífi sínu allan þennan tíma.“ Engin úrræði fyrir hendi Sigrún segir föður sinn hafa notið eins mikillar þjónustu og hægt er að bjóða upp á í Hátúni en tvær heimsóknir á dag frá Heima- hjúkrun og ein frá Heimaþjónust- unni dugi ekki til. Önnur úrræði eru vart fyrir hendi nema hvað hægt er að sækja um pláss á öldr- unarstofnun, stofnunin þarf þá að sækja um undanþágu til heilbrigð- isráðuneytisins. „Hann hefur alltaf dreymt um að fara á Hrafnistu í Hafnarfirði og næsta verkefni hjá fjölskyldunni er að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að hann fái loks ósk sína upp- fyllta,“ segir Sigrún sem hefur þeg- ar farið á fund hjá forsvarsmönnum Hrafnistu en var tjáð að ekki væru teknir inn einstaklingar undir 67 ára aldri. Hún segist þó ekki hafa gefist upp og mun á næstunni óska eftir öðrum fundi. „Búinn að berjast fyrir lífi sínu allan þennan tíma“  Sextugur karlmaður brenndist lífshættulega þegar hann fékk yfir sig allt að 80° heitt vatn í sturtu  Hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með betri blöndunartækjum Morgunblaðið/Kristinn Heitt vatn Ekki var hitastillir í íbúð Ómars sem brenndist illa á heitu vatni. Í HNOTSKURN »Komur á LSH vegnabrunaáverka voru 2.179 á árunum 2002-2006. Þar af voru 132 sem brenndu sig á heitu neysluvatni, 25 voru lagðir inn á brunadeild vegna sára sinna. »Á þessu ári hafa tvö bruna-slys komið upp í húsnæði Brynju – hússjóðs ÖBÍ, þar af annað afar alvarlegt. »Orkuveita Reykjavíkur,Sjóvá og Landspítali – há- skólasjúkrahús hleyptu nýver- ið af stað herferð til að fækka brunaslysum. Meðal annars er miðað að því að vekja umræðu um hitastýr- ingu neysluvatns. Upplýsingar má finna á vefsíðunni www.stillumhitann.is. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÉG var stálheppinn að slasast ekki meira,“ sagði Theodór Emil Karlsson, 16 ára kylfing- ur úr Mosfellsbæ, en hann varð fyrir því að fá golfbolta í vinstra augað á Korpúlfsstaða- velli sl. sunnudag. Theodór var kylfusveinn hjá félaga sínum úr Kili, Davíð Vilhjálmssyni, á öðru stigamóti ársins á Kaup- þingsmótaröðinni og á 12. braut sló Davíð boltann með 9 járni og var höggið afdrifaríkt. „Höggið var blint hjá Davíð og ég var búinn að gefa honum stefnuna sem hann átti að taka. Ég færði mig til hliðar og ég stóð hjá hinum úr ráshópn- um. Boltinn hjá Davíð hafnaði í trjágrein og breytti um stefnu. Ég man eiginlega ekkert hvað gerðist í kjölfarið. Ég féll niður þegar boltinn fór í mig en ég fann ekki mikið fyrir sárs- auka,“ sagði Theodór í gær en hann var fluttur á sjúkrahús strax í kjölfarið og hefur verið í meðferð hjá læknum frá þeim tíma. „Ég er nefbrotinn og augn- botninn er bólginn auk þess sem það blæddi inn á augað. Læknar segja að ég eigi eftir að ná mér fullkomlega og það eru bestu tíðindin fyrir mig.“ Theodór var að ljúka við 10. bekk í grunnskóla og missir hann af fyrirhugaðri útskrift- arferð bekkjarins og einnig af stigamóti unglinga sem fram fer í Hafnarfirði um næstu helgi. „Ég má eiginlega ekkert gera næstu daga á meðan ég er að jafna mig. Ég verð að vinna á golfvellinum í Mos- fellsbæ í sumar en ég hef ekki gert það upp við mig í hvaða framhaldsskóla ég mun fara næsta haust.“ Theodór hefur leikið golf frá því hann var 9 ára og er hann með 6 í forgjöf en hann æfir einnig handbolta með Aftur- eldingu. „Davíð félagi minn var alveg miður sín eftir atvik- ið og hann gat ekki neitt í kjöl- farið. Þetta var óhapp sem get- ur komið fyrir hvenær sem er og það þurfa allir að gæta sín þegar kylfingar eru að slá.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Theodór fær golfbolta í sig. „Ég hef einu sinni áður fengið bolta í mig. Það var upphafshögg hjá einhverjum en boltinn fór fyrst í jörðina og hafði því dregið úr hraða bolt- ans áður en hann fór í mig. Það er vont að fá golfbolta í sig og ég vona að ég sé búinn með minn skammt,“ sagði Theodór Emil Karlsson. Theodór Emil Karlsson, 16 ára kylfingur úr Mosfellsbæ, fékk golfbolta í augað „Ég var stálheppinn“ Morgunblaðið/Sverrir Heppinn Þetta er ekki sama golfkúlan og hitti Theodór KRAKKARNIR í Norðlingaskóla létu rign- inguna sem ríkt hefur í höfuðborginni að und- anförnu ekki slá sig út af laginu í gær og héldu vorhátíð sína með glæsibrag. Hátíðin einkenndist af mikilli tónlist og kát- ínu. Boðið var upp á sýningu með verkum nemenda og hægt var að bregða sér á hest- bak. Við þetta sama tækifæri afhentu fulltrúar frá Landvernd Norðlingaskóla Grænfánann. Morgunblaðið/Eyþór Sungið í rigningunni Glatt á hjalla á vorhátíð í Norðlingaskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.