Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Nú eru álögin svo sannarlega rofin. Og gaman að það sé strax kominn lax. Það er meira af laxi þarna í holunni,“ sagði Bjarni viss í sinni sök og benti niður á Brotið. „Það verða fleiri laxar teknir hérna núna. Það er hlýtt og öll skil- yrði svo ákjósanleg.“ Bjarni var búinn að spá tuttugu laxa veiði í hollinu. „Ef ég hef tæki- færi til vil ég breyta spánni í 23 laxa,“ sagði hann hlæjandi enda bjartsýnismaður að eðlisfari. Nokkrum mínútum eftir að Bjarni sleppti laxinum bárust fregnir af því að Þorsteinn Ólafs væri að kljást við lax á Stokkhyls- broti. Var það 82 cm hrygna. Nokkru síðar fékk Loftur Atli Ei- Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is FYRSTA laxi sumarsins var land- að við veiðistaðinn Brotið í Norð- urá 21 mínútu yfir sjö í gærmorg- un. Samkvæmt fjögurra áratuga hefð hóf formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur, Bjarni Júl- íusson, veiðarnar fyrstur á mín- útunni sjö. Tíu mínútum síðar tók laxinn, silfurbjört níu punda 74 cm löng hrygna, brúna og svarta túpuflugu; Black Eyed Prawn. Laxinn var ekki lúsugur þannig að hann hefur verið einhverja daga í ánni. Um tuttugu manns, stjórn- armenn í SVFR, makar, fjölmiðla- fólk og aðrir gestir, fylgdust í rigningu og hvassviðri með Bjarna taka varlega á laxinum og lempa hann mjúklega að landi. Það fór ekki á milli mála að þess- um fiski ætlaði hann að landa. Enda hefur hann þurft að þola stríðni félaga sinna þar sem hann hefur ekki náð að landa laxi í opn- un árinnar síðustu tvö árin, eða síðan hann tók við formennsku í félaginu. Eftir trega veiði í opn- unarhollinu síðustu ár, og þar á meðal algjört fiskleysi fyrir tveimur árum, var nú ákveðið að færa fyrsta veiðidaginn aftur um fimm daga. Einhvern tíma farið á grillið Fagnaðarlæti brutust út á bakk- anum þegar laxinn var kominn á land. Félagar Bjarna í stjórninni mældu laxinn, eiginkona hans, Þórdís Klara Bridde, smellti á hann kossi, og að því loknu hélt Bjarni laxinum varlega úti í straumnum uns hann synti á brott. Þegar hann sleppti laxinum sagði Bjarni með sigurbros á vör að einhvern tíma hefði þessi farið á grillið. ríksson um níu punda hæng, 76 cm langan, á Efstu-Bryggju. Í upphafi síðari vaktarinnar í gær setti Guðmundur Stefán Maríasson í þrjá laxa á Berghylsbrotinu og land- aði einum þeirra. Var honum gefið frelsi eins og hinum þremur. Ekki höfðu veiðst fleiri laxar í gærkvöldi. Þórarinn fyrstur í Blöndu Veiðin hófst einnig á neðstu svæð- um Blöndu í gærmorgun. Um níuleyt- ið veiddi hin kunna aflakló Þórarinn Sigþórsson tannlæknir fyrsta laxinn þar nyrðra, bjarta hrygnu sem vó um 11 pund. Nokkru fyrir hádegi náði Bolli Kristinsson öðrum laxi í holu fyrir ofan Damminn. Þá veiddust nokkrir vænir silungar á svæðinu. „Nú eru álög- in svo sannar- lega rofin“ Morgunblaðið/Einar Falur Togast á Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, glím- ir við fyrsta lax sumarsins í Norðurá, níu punda hrygnu. Laxfoss í baksýn. Morgunblaðið/Einar Falur Mæling Guðmundur Stefán Maríasson og Gylfi Gautur Pétursson, stjórn- armenn í SVFR, hafa hraðar hendur við að mæla lengdina á laxinum. Ljósmynd/Ingi Rafn Ágústsson Blöndulaxinn Þórarinn Sigþórsson með fyrsta laxinn úr Blöndu. Í HNOTSKURN » Bjarni Júlíusson, formað-ur SVFR, landaði fyrsta laxi sumarsins við Brotið í Norðurá um kl. 7.20 í gær- morgun. » Þetta var fyrsti laxinnsem formaðurinn veiðir í opnun árinnar í þremur til- raunum. » Þrír tveggja ára laxarveiddust á morgunvakt- inni í Norðurá. » Þórarinn Sigþórssontannlæknir veiddi 11 punda lax í Blöndu. BREYTINGAR á strætisvagna- leiðum sem tóku gildi 3. júní síð- astliðinn hafa valdið miklum um- ræðum, bæði meðal vagnstjóra og farþega. Munu allir vagnar ganga á 30 mínútna fresti í sumar en í vetur gengu þeir á 20 mínútna fresti á daginn og 30 mínútna fresti á kvöldin. Valdimar Jóns- son trúnaðar- maður vagn- stjóra hjá Strætó.bs segir að vagnstjórar séu almennt ósáttir. Bendir hann á að í stað þess að vinna um þriðju hverju helgi þurfi menn nú að vinna aðra hverja helgi og á sumum leiðum séu stutt hlé og lít- ill tími til að borða. Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar deilir áhyggjum Valdimars Jónssonar. „Ef þessar upplýsingar eru réttar þá er vinnuumhverfið ekki nægilega starfsmannavænt,“ segir Garðar og bendir á að kjara- samningar séu óskýrir hvað varðar hvíld og pásur vagnstjóra hjá Strætó bs. Segir kvartanir frá farþegum færri en við fyrri breytingar Aðspurður segir Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó bs. að kvartanir frá farþegum eftir breytingarnar hafi verið færri en áður hafi verið en ekki sé búið að ákveða hversu margir vagnar verði áfram á 30 mínútna fresti í vetur og þá hversu margir munu ganga með 15 mínútna millibili. Hann vildi ekki tjá sig um kvart- anir vagnstjóranna. Reynir harmar seina og ófull- nægjandi kynningu á breytingun- um en leiðakerfi og svonefndur ráðgjafi á heimasíðu strætó bs., www.bus.is, gáfu ekki réttar upp- lýsingar fyrr en á milli 15 og 16 í gær, daginn eftir breytingarnar. Segir hann að um tæknileg mistök hafi verið að ræða. Strætis- vagnastjór- ar ósáttir Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði í gærmorgun leit í húsakynn- um Mjólkursamsölunnar ehf., Auð- humlu svf. og Osta- og smjörsöl- unnar sf. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, var um að ræða gagnaöflun í athug- un sem miðar að því að ganga úr skugga um hvort þessir aðilar hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Magnús Ólafsson, aðstoðarfor- stjóri Mjólkursamsölunnar, segist gera ráð fyrir að ekkert muni koma út úr húsleit Samkeppniseftirlitsins sem geti skaðað fyrirtækið. Það lúti opinberri verðlagningu og öll við- skiptakjör þess séu gegnsæ. Nokkrar athuganir í gangi „Við höfum verið að fylgjast með þessum markaði og það var nið- urstaðan að það væri nauðsynlegt að hefja þessa athugun,“ sagði Páll Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Spurður um hvort húsleitin hjá Mjólkursamsölunni og tengdum fé- lögum tengdist matvörumarkaðin- um í stærra samhengi sagði hann að um hefði verið að ræða sjálfstætt athugunarefni. „Það er hins vegar rétt að við höfum verið með nokkr- ar athuganir í gangi er varða mat- vörumarkaðinn. Það er eðlilegt með tilliti til mikilvægis þess markaðar.“ Páll Gunnar sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig frekar um tildrög húsleitarinnar á þessu stigi. Opinber verðlagsnefnd Í tilkynningu frá Mjólkursamsöl- unni, sem send var til fjölmiðla í gær, segir að leit Samkeppniseft- irlitsins tengdist ætluðum brotum fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Fyrirtækið hafi kappkostað að lúta lögum um samkeppni. Verð á grunnframleiðsluvörum fyrirtækis- ins sé ákveðið af opinberri verðlags- nefnd og hafi Mjólkursamsalan ekk- ert um þær verðákvarðanir að segja. „Bæði Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsalan hafa verið með gegn- sætt afsláttarkerfi þar sem til- greindur er afsláttur sem miðast meðal annars við magninnkaup við- skiptavina fyrirtækjanna. Að auki hafa fyrirtækin boðið ákveðnar framleiðsluvörur sínar tímabundið á sérstöku tilboðs- og kynningar- verði. Samkeppniseftirlitið hefur verið upplýst um þessi viðskipta- kjör. Töluverðar sameiningar hafa átt sér stað innan mjólkuriðnaðarins á síðustu árum sem Mjólkursamsalan hefur upplýst Samkeppniseftirlitið um, þótt fyrirtækinu beri ekki skylda til þess. Sameiningarnar inn- an mjólkuriðnaðarins miða að hag- ræðingu sem kemur neytendum til góða. Nefna má þá verðstöðvun á mjólk og mjólkurafurðum sem nú er í gildi,“ segir í fréttatilkynningu Mjólkursamsölunnar. Algjörlega óþörf húsleit Magnús Ólafsson sagði í gær að húsleitin hefði að mati stjórnenda fyrirtækisins verið algjörlega óþörf. Þessi harkalega aðgerð hefði valdið umróti í fyrirtækinu en þó farið vel fram. Spurður um ástæður þess að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að gera húsleit hjá Mjólkursamsöl- unni, Auðhumlu og Osta- og smjör- sölunni, sagði Magnús að einhver tilboð hefðu farið frá fyrirtækjunum sem eftirlitið teldi að markaðsráð- andi fyrirtæki ætti ekki að senda frá sér. Hann sagði að þetta gæfi þó að mati stjórnenda fyrirtækisins enga ástæðu til húsleitar. „Mjólkuriðnaðurinn hefur verið undanþeginn samkeppnislögum og því gátu fyrirtæki í greininni sam- einast. Það breytir því þó ekki að iðnaðurinn á að lúta samkeppnislög- um á markaðinum. Það viljum við gera og höfum í mörgum tilvikum upplýst Samkeppniseftirlitið fyrir- fram,“ sagði Magnús Ólafsson. Nauðsynlegt að hefja húsleit Morgunblaðið/Eyþór Óþarfi Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að engin þörf hafi verið á húsleit Samkeppniseftirlitsins.  Samkeppniseftirlitið sótti gögn í húsakynni Mjólkursamsölunnar og tengdra félaga í gær  Mjólkursamsalan segir fyrirtækið hafa kappkostað að lúta lögum um samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.