Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GAMLA ÍR-húsið verður opnað al- menningi í Árbæjarsafni á sunnudag klukkan 14 þegar opnuð verður sýn- ing um sögu Íþróttafélags Reykja- víkur í húsinu. Íþróttafélag Reykjavíkur fagnar þeim tímamótum á þessu ári að verða 100 ára og er því vel við hæfi að opna gamla húsið aftur, segir í fréttatilkynningu. Hús þetta stóð á Landkotshæðinni og var upphaflega byggt árið 1897 sem kirkja kaþólska safnaðarins. Árið 1929 fékk ÍR húsið til afnota og var það í notkun sem íþróttahús fram að aldamótunum 2000. Fyrir nokkrum árum var húsið flutt í Árbæjarsafn til varðveislu þar sem það hefur nú verið endurgert og er orðið hið glæsilegasta. Í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns og 100 ára afmælis ÍR er við hæfi að opna sögusýningu ÍR í þessu sögufræga húsi. Þess má geta að hægt verður að nálgast sögu ÍR, Heil öld til heilla, saga ÍR í 100 ár, á sögusýn- ingunni. Morgunblaðið/Ásdís Sögusýning í gamla ÍR-húsinu í Árbæjarsafni SÍÐUSTU daga hefur verið óvenjugott veður á Norðurlandi eystra. „Þetta er eins og á Suðurhafs- eyju. Það er svo æðislegt að nokkr- ir hentu sér í sjóinn í gær til að synda,“ segir Helga M. Björns- dóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Grímsey. Hitinn mældist 16 stig í fyrradag og ekki var sjómanna- dagurinn síðri. „Einn besti sjó- mannadagur til margra ára,“ segir Helga. Hún segir jafnframt óvenju- marga ferðamenn hafa komið til Grímseyjar með fyrstu ferðum Sæ- fara og einnig hafi komið eitt skemmtiferðaskip þar sem 40 manns stigu á land. Fólk liggi í sól- baði og margir séu orðnir útitekn- ir og brúnir eftir veðurblíðuna. Morgunblaðið/Helga M. Björnsdóttir Veðursæld Krakkar bregða á leik í góða veðrinu í Grímsey Veðrið leikur við Grímseyinga Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is BÖRN af erlendum uppruna munu njóta aukins stuðnings í skólakerfinu samkvæmt nýrri stefnu Reykjavíkur- borgar sem kynnt var í Austurbæj- arskóla í gær. Ætlunin er að stuðla að betri aðlögun og virkni barna af er- lendum uppruna í íslensku samfélagi. „Okkur þykir viðeigandi að byrja hér í þessum skóla þar sem 23% nemenda eru af erlendu bergi brotin, þ.e.a.s. nánast fjórði hver nemandi hefur annað tungumál en íslensku að móð- urmáli,“ sagði Júlíus Vífill Ingvars- son, formaður menntaráðs. „Nem- endur af erlendum uppruna í grunnskólum borgarinnar eru ekki vandamál heldur erum við að bregð- ast við jákvæðri þjóðfélagsbreytingu til að tryggja að öllum líði vel í skól- unum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri sagði afar ánægjulegt fyrir sig að fá að heimsækja Austurbæjarskóla af þessu tilefni þar sem hann hefði sjálfur stundað þar nám sem barn. Hann sagði jafnframt að þótt sér fyndist heimilislegt að sjá hve skólinn sjálfur hefði lítið breyst, þá hefði skólasamfélagið í Reykjavík breyst umtalsvert síðustu áratugi með aukn- um fjölda innflytjenda. „Þessi breyting kallar á að borg- aryfirvöld marki sér skýra stefnu í málefnum þessara barna.“ Efling íslensku og móðurmáls Með þetta að leiðarljósi skipaði menntaráð vinnuhóp sem hefur fjallað um stöðu barnanna frá því í desember 2006 og skilar nú af sér til- lögum í þremur þáttum. Fyrsta tillaga vinnuhópsins er að íslensku- og móðurmálskennsla verði efld í grunnskólum og nefndi Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður mennta- ráðs, nokkrar leiðir sem fara mætti til að ná því takmarki. „Við viljum setja á laggirnar teymi farkennara sem tala nokkur af algengustu tungumálunum í grunnskólunum. Við getum þá haft 3-4 kennara sem sinna nokkrum skól- um í einu.“ Reynslan hefur sýnt að börnum er mikils virði að hafa aðgang að kennara sem talar móðurmál þeirra og nefnir Lilja sem dæmi Fellaskóla, þar sem filippseyskum börnum hefur gengið vel að aðlagast íslensku skólasamfélagi með hjálp kennara frá Filippseyjum. Einnig leggur hópurinn til að þróað verði samstarf milli eldri og yngri nemenda um aðstoð við heimanám og að börnin geti nýtt sér nám í móð- urmáli sínu sem valgrein, t.d. með hjálp tungumálavers sem nú þegar er fyrir hendi í Laugalækjarskóla. Námsefnisgerð og símenntun kenn- ara þarf auk þess að taka meira mið af fjölmenningu að mati vinnuhópsins. Móttaka og innritun Að sögn Lilju verður nú þrýst á grunnskóla að þróa móttökuáætlun sem sýnilegan hluta af námskrá. Jafnframt skuli túlkaþjónusta alltaf vera til staðar við innritun erlendra barna og eins á foreldrafundum. „Við viljum fjölga fagráðgjöfum sem hafa sérþekkingu á málefnum innflytjenda og hefur verið ákveðið að setja einn sérstakan fagráðgjafa í þjónustumiðstöðina í Breiðholti og það var brýn þörf á því svo það er sér- stakt fagnaðarefni.“ Stefnt er að því að uppfæra kynn- ingarbæklinga menntasviðs á algeng- ustu tungumálum barna af erlendum uppruna, en auk þess er lagt til að haldin verði námskeið um íslenskt skólakerfi, foreldrunum til aðstoðar. Þriðji þáttur tillagnanna tekur til gagnkvæmrar aðlögunar. „Ég legg áherslu á gagnkvæma aðlögun, því stundum er talað um að innflytjendur eigi bara að aðlaga sig íslensku sam- félagi, en við þurfum líka að laga okk- ur að þeim,“ sagði Lilja. Með gagn- kvæmri aðlögun er m.a. átt við að foreldrafélög verði hvött til að virkja foreldra barna af erlendum uppruna til þátttöku í félagsstarfi og jafnvel að finna íslenskar vinafjölskyldur til að tengjast fjölskyldum barna af erlend- um uppruna. Fengur í fjölmenningu Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikinn feng í þessu fjölmenningarsamfélagi og t.d. hafi tungumálaþekking í grunnskólum borgarinnar margfaldast. „Þetta er að okkar mati vannýtt auðlind sem á eftir að nýtast okkur mjög til fram- tíðar ef hlúð er að henni.“ Fjölgun erlendra barna jákvæð samfélagsþróun Morgunblaðið/ÞÖK Fjölmenning Menntaráð segir Reykjavík vera fjölmenningarborg barna og móta þurfi skólakerfið í samræmi við það. Lilja D. Alfreðsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson. Í HNOTSKURN » Börnum af erlendum upp-runa hefur farið mjög fjölgandi í skólakerfinu á síð- ustu 10 árum og eru þau nú um 4,5% af nemendum. »Alls fá nemendur frá 57þjóðlöndum kennslu í ís- lensku sem öðru tungumáli. »Algengasta þjóðernið erpólskt og filippseyskt. »Áætlað er að tillögurnarkrefjist tveggja til þriggja stöðugilda. TILKYNNINGAR um að súlur sjá- ist víða um Ísafjarðardjúp og í Breiðafirði, jafnvel í stórum hópum, hafa hrannast upp hjá Náttúrustofu Vestfjarða undanfarin dægur en óvenjulegt er að þessi drottning Atl- antshafsins láti sjá sig á þeim slóð- um, hvað þá í tugatali. „Sjómennirnir hafa sagt mér að það sé mikið af súlum í kringum bátana,“ sagði Böðvar Þórisson, líf- fræðingur á náttúrustofunni. Sjó- mennirnir þekki miðin vel og hafi sumir tekið fram að þeir hafi aldrei áður séð súlu á þessum slóðum en aðrir hafa sagt að hún hafi ekki sést áður í svo miklum mæli. Súlurnar hafi m.a. sést í Skutulsfirði þar sem þær hafi stungið sér eftir æti, þ.e. tekið svokallað súlukast en þá stinga þær sér úr allt að 40 metra hæð ofan í sjóinn til að klófesta bráð. Böðvar sagði enga skýringu fundna á þessu ferðalagi súlunnar en væntanlega sé hún að elta eitthvert æti. Um 60% af íslenska súlustofn- inum verpa í Eldey undan Reykja- nesskaga en varpstöðvar hér á landi eru einnig í Vestmannaeyjum, í Skrúð og víðar. Súlukast í Djúpinu Morgunblaðið/Rax Á ferðalagi Ekki er vitað til þess að súlur hafi orpið á Vestfjörðum und- anfarin ár og engin merki eru um að þær séu í slíkum hugleiðingum nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.