Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkaði lítillega í gær, eða um 0,1%, og er lokagildi hennar 8.101 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum Actavis, 1,2%. Þá hækkuðu bréf FL Group og Lands- bankans um 0,7%. Mest lækkun varð á hlutabréfum Atlantic Petroleum, 6,6%. Hlutabréf Eimskipafélagsins lækkuðu næst- mest í gær, eða um 1,1%, og þá lækkuðu bréf Össurar um 0,9%. Hækkun í kauphöllinni ● Viðskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 28 milljarða króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er um helmingur þess sem var á sama tímabili í fyrra, en þá var hallinn 57 millj- arðar. Þetta kem- ur fram í bráða- birgðatölum frá Seðlabanka Ís- lands, sem birtar voru í gær. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að minni viðskiptahalli í ár en í fyrra skýrist að hluta til af sérstökum liðum, svo sem sölu flugvéla og hagnaðar af fjárfestingu erlendis. Hrein staða þjóðarbúsins við út- lönd var neikvæð um 1.283 millj- arða í lok fyrsta ársfjórðungs og batnaði um 114 milljarða á ársfjórð- ungnum, sem stafar einkum af styrk- ingu gengis krónunnar um 7,8%. Viðskiptahalli minnkar um helming unum en samdráttar er þó vænst í fjárfestingum á íbúðarhúsnæði. Lúðvík Elíasson sérfræðingur sagði viðskiptahallann ofmetinn. Hagnaður erlendra fyrirtækja í eigu Íslendinga skilaði sér ekki inn í bók- hald um þáttatekjur, sem eru 8,6% af 26,7% halla síðasta árs. Leiðréttir útreikningar sýndu aðeins 13,5% við- skiptahalla í fyrra. 14,5% halla er spáð í ár og 11% á næstu árum. Krónan sterk og við- skiptahalli ofmetinn Fasteignaverð í hámarki en ekki búist við lækkunum strax Morgunblaðið/G.Rúnar Hagspá Lúðvík Elíasson endurskoðaði viðskiptahallann og sagði al- þjóðavæðingu hagkerfisins draga úr svigrúmi stjórnvalda til hagstjórnar. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is GREININGARDEILD Lands- bankans spáir aðeins 0,5% hagvexti á þessu ári, samkvæmt hagspá fyrir árin 2007 til 2010 sem kynnt var á fundi í gær. Frekari stóriðjufram- kvæmda er vænst 2009-2010 og 2,0- 3,0% hagvexti spáð í kjölfar þeirra. Krónan helst áfram sterk vegna hás vaxtamunar við útlönd. Tíma- bundin veiking kann að koma fram vegna neikvæðra horfa í sjávarút- vegi, reiknað er með að gengisvísi- talan verði að meðaltali 117,5 stig á þessu ári. Við lok spátímans, árið 2010, er gert ráð fyrir nokkurri veik- ingu og gengisvísitölu í 120 stigum. Einkaneysla mun dragast saman um 2% á árinu sem skýra má að hluta með mikilli fólksfjölgun. Þó er reiknað með aukningu um 2-3% á ár- unum 2008-2010. Spáin gerir aukinheldur ráð fyrir að vextir Seðlabankans lækki í nóv- ember og verði 9% í lok ársins 2008. Greiðslubyrði viðráðanleg Björn Rúnar Guðmundsson for- stöðumaður Greiningardeildar kvað fasteignaverð ekki mundu hækka meira á næstu árum. Framboð íbúða sé talsvert og hagnaður í bygginga- iðnaði hvetji enn til nýbygginga. Spánni til frekari stuðnings er hlut- fall kaupgetu og fasteignaverðs sem er nú með því hæsta frá árinu 1994, verðið er því við efri mörk þess sem íbúðakaupendur ráða við. Mikil fólksfjölgun hefur haldið uppi eftir- spurn eftir íbúðum og greiðslubyrði heimilanna er viðráðanleg. Ekki er því búist við meiri háttar verðlækk- STJÓRNVÖLD þurfa að gefa skýr skilaboð um að markmið samkeppn- islaga séu leiðarljós, sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, á málþingi í Há- skólanum í Reykjavík í gær um sam- keppnishindranir á markaði og aðgerðir til að ryðja þeim úr vegi. Á málþinginu var kynnt skýrsla Þor- steins Siglaugssonar hagfræðings sem hann vann fyrir Rannsóknamið- stöð samfélags- og félagsmála, RSE. Páll Gunnar fjallaði í sínu erindi um Samkeppniseftirlitið og hið op- inbera. Benti hann á ákvæði sam- keppnislaga um opinberar sam- keppnishömlur, m.a. um að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila tak- marki ekki samkeppni og að benda á leiðir til að gera hana virkari. Tók hann nokkur dæmi um aðgerðir Samkeppniseftirlitsins hvað þetta varðar, m.a. umsagnir um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið ohf. þar sem ekki hefði verið tekið tillit til at- hugasemda eftirlitsins. Einnig hefði álitum verið komið á framfæri við landbúnaðarráðherra um sam- keppnislega mismunun í mjólkuriðn- aði og nautakjötsframleiðslu. Sem dæmi um misnotkun opinberra fyr- irtækja á markaðsráðandi stöðu sinni nefndi hann mál Osta- og smjörsölunnar og Mjólku. Frávik séu vel rökstudd Páll Gunnar sagði að öll frávik frá markmiðum samkeppnislaga þyrftu að vera vel rökstudd. Löggjafinn hefði sett skýrar meginreglur en einnig gert undantekningar af ýms- um ástæðum, m.a. vegna byggða- pólitískra hagsmuna. Stjórnvöld mættu oft huga betur að samkeppnissjónarmiðum, t.d. við sölu ríkisfyrirtækja og útboð á veg- um ríkisins, þar sem oft væri verið að styrkja stöðu stærri aðila. Stjórnvöld gefi skýr skilaboð GENGIÐ hefur verið frá kaupum Lýsis á 53% hlut í IFEX, en fyrir átti Lýsi 47% hlut í fyrirtækinu. IFEX hefur frá árinu 2001 sér- hæft sig í fram- leiðslu fóðurs fyrir hunda og ketti. IFEX rek- ur verksmiðju í Þorlákshöfn og þar starfa 10 manns, en Lýsi er einnig með starfsstöð í Þorlákshöfn. Til viðbótar hefur IFEX framleitt Harðbita og Snakkbita til mann- eldis en um 95% framleiðslunnar hafa verið flutt úr landi til Banda- ríkjanna, Evrópu og Asíu. Í tilkynningu frá Lýsi segir að vörurnar hafi hlotið góðar mót- tökur erlendis, enda ekki mörg fyr- irtæki sem framleiði hunda- og kattamat úr hreinum íslenskum fiski án allra aukaefna. Haft er eftir Katrínu Péturs- dóttur, forstjóra Lýsis, að margs- konar samlegðaráhrif verði í þró- un, framleiðslu og sölu á vörum beggja fyrirtækjanna. Unnt sé að auka verulega framleiðslu gælu- dýrafóðurs og Lýsi hafi þekk- inguna á því hvernig nota megi bætiefni til að ná fram enn meiri hollustu í fæði dýranna. Það fari vel á að Lýsi stuðli að því að hundar, kettir og önnur dýr eigi einnig greiðan aðgang að hollustufæði, ekki síður en mannfólkið. Lýsi eignast IFEX Katrín Pétursdóttir             ! "##$                         !" # $% & ' ($   & % & )  )      *  + , -.-   /       "0  $  1  &   ! &$ 1  &  23 . 4)5 67 6 7$$$ , , 8  ,      *- # $* ,  &      ! & !  ,.   ! " #                                                    !& + ,  & $ 6 ,9 & $: ' *  + ;<<=>>>> >?>>>> >>@ <@;@> ==AA A@@A=>< ==;<A=?< ?>??> ?@;@ >;<=>@== @<<;>> ;=>>> ?>?=;A< ;=@>> @>@><<<A< + ;=A> + + @=;?;>>> ;<A =A + + BA? <B>> B>? <>>B>> AB=< =B @=B>> @<B; ?;B<> ;>=>B>> AB;> <?BA> ;B? @;B;> ;><B>>  @B>> @AB< B>< =B; <B ;;B> BA= < B>< ;@>>B>> AB== A>B>> @=B;> @<B@ ?@B>> ;>=@B>> AB <B>> ;B<> @;B; ;>=B>> B?> @B> @<B> BA ;<B B; =B@ ;@B AB>> 8, 9 C  6!D  $    .& , + ; ; ;;  ;A A @@ <  @ = +  + + ;;   + + E $ $ ,  , ?@>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A @>>A ?@>>A @>>A ;@>>A ;@>>A ?;@>>A @>>A @>>A @>>A @@>>A ;@>>A @@>>A 4)5 4)5    F F 4)5 '5       F F E GH  2 & I      F F 6*" E     F F 4)5(; 4)5?>     F F         Morgunverðarfundur Samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnahagsbrota E F N A H A G S B R O T Þ O L E N D U R O G A F L E I Ð I N G A R 8:00 Morgunverður og skráning 8:30 Framsögur: Sarah Jane Hughes, prófessor í lögum við Indiana háskóla White Collar Crimes in the Corporate World: A U.S. Perspective Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota Skipulag og framkvæmd efnahagsbrotarannsókna á Íslandi Garðar G. Gíslason hdl. hjá Lex Brotalamir og réttarvernd Fyrirspurnir & umræður 10:00 Fundi lýkur Fundarstjóri: Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF Allir velkomnir – skráning á www.sa.is Fimmtudaginn 14. júní kl. 8:00 – 10:00 Grand Hótel Reykjavík – Gullteig B SAKSÓKNARI EFNAHAGSBROTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.