Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI AKUREYRARBÆR framlengdi í gær til fimm ára rekstrarsamninga sína við Knattspyrnufélag Akur- eyrar og Íþróttafélagið Þór. Meðal nýmæla er að félögin eiga kost á sérstakri hvatagreiðslu, sem nem- ur 4 milljónum króna á ári, takist þeim að halda rekstrinum halla- lausum og innan rekstraráætlunar. Til viðbótar núgildandi samningi frá 2002 og hvatagreiðslunum mun Akureyrarbær styrkja KA og Þór með fernum hætti:  10 milljóna króna greiðsla við undirritun samnings. Fjárhæðinni skal að öllu leyti varið til að greiða niður skuldir félaganna.  Árlegur aukinn rekstrarstyrkur vegna reksturs skrifstofu, 1,5 millj- ónir á ári 2007 til 2011.  Árlegur aukinn styrkur vegna reksturs valla félaganna, 1 milljón á ári 2007 til 2011.  Akureyrarbær veitir félögunum sérstakan stuðning í formi láns án vaxta til fjögurra ára. Lánsfjár- hæðin er 10 milljónir króna sem skal að öllu leyti varið til að greiða niður skuldir. Fjárhæðin kemur til greiðslu innan mánaðar frá undir- ritun. Hana ber að endurgreiða með jöfnum greiðslum á árunum 2008-2011. Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir: „Það er sam- eiginlegur skilningur aðila að vanda þurfi betur upplýsingagjöf félaganna til Akureyrarbæjar. Fé- lögin munu jafnframt leggja fram stefnumótandi áætlanir um rekst- ur út samningstímann og áætlanir um niðurgreiðslu þeirra skulda sem á félögunum hvíla, eftir að fjármunir sem lagðir eru fram í upphafi hinna nýju rekstrarsamn- inga hafa verið nýttir til lækkunar á skuldabyrði félaganna.“ Markmið samninganna af hálfu Akureyrarbæjar er, skv. fréttatil- kynningunni, að styrkja fjárhag og rekstur íþróttafélaganna svo þau geti áfram haldið úti öflugu íþróttastarfi á Akureyri. „Samningsaðilar eru jafnframt sammála um að með samningunum verði úr sögunni allur hugsanlegur eldri ágreiningur milli samnings- aðila um fjárhagsleg atriði.“ Það vakti athygli að formaður og framkvæmdastjóri Þórs, Sigfús Ólafur Helgason, yfirgaf fundar- salinn áður en til undirritunar kom og kallaði til varaformann félagsins til að sinna því verki. Sigfús segist ekki óánægður með samninginn en bæjaryfirvöldum hefði átt að vera kunnugt um að hann myndi ekki undirrita samninginn sjálfur ef fjármálastjóri bæjarins yrði við- staddur athöfnina, vegna harka- legra deilna þeirra sl. haust. Eiga kost á hvatagreiðslu ef rekstur verður hallalaus og innan áætlunar Rekstrarsamningar við KA og Þór framlengdir til 5 ára Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rekstur Þau skrifuðu undir; fv. Hallur Stefánsson varaform. KA, Sig- rún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Árni Óðinsson varaform. Þórs. Í HNOTSKURN »Formaður Þórs, SigfúsÓlafur Helgason, segir fjár- málastjóra Akureyrarbæjar, Dan Brynjarsson, skulda sér afsökunarbeiðni og þar til hún berist muni hann ekki eiga nein samskipti við hann. Þess vegna skrifaði Sigfús ekki sjálfur undir rekstrarsamninginn við Akureyrarbæ í gær. Þeir Dan lentu í miklu karpi, að sögn Sigfúsar, þegar greiða átti út aukafjárveitingu til félagsins sl. haust. Dan hafi þá látið stór orð falla um Íþróttafélagið Þór sem Sigfús segist ekki sáttur við. „Ég bíð eftir afsök- unarbeiðni frá Dan,“ segir Sig- fús Ólafur Helgason. KRÓGABÓL á Akureyri hefur hlotið við- urkenningu sem heilsuleikskóli. Það var Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls og formaður samtaka heilsuleikskóla, sem afhenti Önnu R. Árnadóttur leikskólastjóra við- urkenninguna við hátíðlega athöfn í leik- skólanum síðastliðinn föstudag. Krógaból hefur unnið að því frá 2005 að ná markmiðum Heilsustefnunnar með því t.d. að bæta mataræði í leikskólanum, minnka salt, sykur og unna matvöru en auka jafnframt grænmetis- og ávaxta- neyslu. Hreyfing hefur verið aukin og fá öll börn leikskólans skipulagðar hreyfi- stundir að lágmarki einu sinni í viku. Í leikskólanum er heilsueflingarnefnd sem í er einn starfsmaður af hverri deild ásamt leikskólastjóra og sérkennsluráðgjafa. Krógaból er sjöundi leikskólinn hér- lendis sem hlýtur þessa viðurkenningu og sá fyrsti á Norðurlandi. Krógaból við- urkennt sem heilsuleikskóli Krógaból Börnin fögnuðu áfanganum. LÆKJARTORG mun ganga í endurnýjun líf- daga á næstu misserum ef áætlanir borgarráðs um uppbyggingu í Kvosinni ganga eftir. Í gær var opnað fyrir umsóknir frá arkitektastofum um þátttöku í hugmyndaleit um úrbætur og fegrun á svæðinu eftir bruna húsanna í Austur- stræti 22 og Lækjargötu 2. „Við vildum ekki einangra okkur við að byggja bara upp á þessum reit, heldur reyna að nota þetta tækifæri til að fá tillögur um upp- byggingu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs. „Við vildum gjarnan sjá að þetta leiddi til þess að þetta svæði, sem er í raun hjartað í miðborginni, fengi nýtt líf.“ Með þetta að leiðarljósi leitar borgarráð eftir að arkitektastofur leggi höfuðið í bleyti en auk þess verður auglýst eftir tillögum frá áhuga- sömum borgarbúum, sem láta sig málið skipta. „Klárað eins hratt og við getum“ Áætlað er að tillögur frá þeim arkitekta- stofum, sem verða fyrir valinu, liggi fyrir í byrj- un ágúst, og deiliskipulag verði fullmótað í haust. „Það er algjört lykilatriði að gera þetta hratt og örugglega því þetta getur ekki staðið svona sem opið sár í borgarlandinu miklu leng- ur. Þess vegna unnum við að hugmynda- samkeppninni með Arkitektafélaginu, svo við gætum tryggt að tímaramminn mætti þeim kröfum,“ segir Hanna Birna. Opið verður fyrir tillögur frá innlendum jafnt sem erlendum aðilum og verður fyrsta skref dómnefndar að velja 5-6 arkitektastofur til verksins, en þær munu svo hafa nokkuð frjálsar hendur við hugmyndavinnu. „Þetta var mikið rætt í borgarráði og það er mjög meðvitað hjá okkur að njörva þetta ekki meira niður, vegna þess að við viljum fá inn fjölbreyttar hug- myndir.“ Þó er ráðgert að hin sögulega mynd á horni Austurstrætis og Lækjargötu verði í meginatriðum endurbyggð. Ennfremur er gert ráð fyrir niðurrifi hússins í Hafnarstræti 20 og hvatt til að litið verði til tengsla á milli Hafn- arstrætis, Lækjartorgs og Austurstrætis. Vonast er til að með hugmyndaleitinni fái sköpunargleðin að njóta sín, en þess má geta að borgarstjórn samþykkti á fundi fyrir um fjórum mánuðum að skoða leiðir til að endurvekja læk- inn í Lækjargötu á stuttum kafla. „Við erum að reyna að fá arkitekta til að hugsa málið ekki bara út frá þessum tveimur húsum sem brunnu heldur í heildarsamhengi. Með því að gera Lækjartorgið hluta af þessu líka vonumst við til að sjá að menn hugsi einhverjar leiðir til að þetta torg fái meira líf.“ Ætlun borg- arráðs er þannig að styrkja miðborgina og auka aðdráttarafl hennar fyrir fjölbreytilegt mannlíf og er þar Lækjartorgið ekki síst veigamikill þáttur. „Þetta torg hefur því miður ekki gegnt tilætluðu hlutverki í langan tíma en við vonumst til að með þessari samkeppni fáum við almanna- rými sem borgarbúar geti notað og notið.“ Skipað verður í dómnefnd á fundi borgarráðs á morgun, fimmtudag, en í henni munu sitja tveir tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands, þrír frá Reykjavíkurborg og tveir skipaðir af hags- munaaðiljum á svæðinu. Bruninn blási lífi í Lækjartorg Morgunblaðið/Sverrir Úr öskustónni Austurstræti 22 og Lækjargata 2 verða kjarni uppbyggingarinnar. Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is Reykjavíkurborg efnir til hugmynda- leitar um Kvosina Hjarta bæjarins Umhverfi Lækjartorgs verð- ur meginsvæði uppbyggingar                                    !           "          TAKTU FYRSTA SKREFIÐ – skráðu þig á www.glitnir.is/marathon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.