Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 21 SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Björgin hefur byggst vel upp með fáu starfsfólki. Þörfin fyrir athvarf eins og þetta er að koma fram núna, en staðan er orðin þannig að húsnæðið er sprung- ið og fjölga þyrfti starfsfólki,“ sagði Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, for- stöðumaður Bjargarinnar, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er starfrækt í húsi Sjálfsbjargar í Reykjanesbæ. Blaðamaður Morg- unblaðsins heimsótti athvarfið á dögunum og talaði meðal annars við tvo félaga sem bera athvarfinu vel söguna. „Minn draumur er að boðið verði upp á daglega þjónustu fagaðila, eins og t.d. þjónustu iðjuþjálfa, þannig að hægt verði að vinna markvisst að endurhæfingu hvers og eins. Ef byggja á upp heildstæða þjónustu er afar mikilvægt að ríki og sveit- arfélög standi saman að uppbygg- ingu þessa málaflokks, en málefni fatlaðra eru á hendi beggja,“ sagði Ragnheiður Sif. Mannauðurinn nýttur Ragnheiður Sif, forstöðumaður Bjargarinnar, er mastersnemi í sál- fræði. Hún sagði að hlutfall öryrkja með geðraskanir væri hátt. Talið er að einn af hverjum fjórum íbúum þjóðarinnar þjáist á einhverjum tímapunkti í lífi sínu af geðröskun og því má leiða getum að því að á svæði eins og Suðurnesjum, þar sem búa um 20 þúsund manns, sé þörfin fyrir úrræði mikil. „Með því að bjóða upp á aðstöðu sem þessa getum við dreg- ið úr stofnanainnlögnum, sem eru mjög dýrar. Auk þess er athvarfið hugsað fyrir þá sem eru að koma úr innlögnum. Markmiðið með Björg- inni er að rjúfa félagslega einangrun fólks, efla sjálfstæði þess og auka samfélagsþátttöku. Þessum mark- miðum náum við meðal annars með félagslegri samveru, persónulegum stuðningi, iðju af ýmsu tagi og fræðslu. Félagar og starfsfólk vinna sameiginlega að öllum verkefnum í Björginni. Unnið er á jafn- ingjagrundvelli með það að mark- miði að fá félagana til að vera virka í uppbyggingu starfseminnar. Fé- lagarnir fá traust og vald til að taka ábyrgð og samfara því aukið sjálf- stæði. Auk þess nýtum við mannauð- inn og þau kenna hvert öðru,“ sagði Ragnheiður. Björgin lífgjafi Hún nefndi að nýlega væri búið að kaupa tæki til silfursmíði sem tveir félagar kynnu á og að þeir ætluðu að miðla kunnáttu sinni til hinna. Þá væri klár tölvumaður og ljósmyndari í hópnum sem ætlaði að kenna hin- um. Til þess hefðu þau fengið að- stöðu í Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum. „Það er til mikils að vinna ef hægt er að virkja og nýta þann mannauð sem ekki er nýttur í sam- félaginu,“ sagði Ragnheiður Sif. Ragnheiður Sif nefndi að það skipti miklu máli að hafa athvarf eins og Björgina í næsta umhverfi þeirra sem sækja þangað félagsskap. Undir það tekur Dagný Kjærnested, félagi í Björginni, sem segist kalla athvarf- ið Björgunarhring vegna þess að það hafi beinlínis verið hennar lífgjafi. „Áður þurfti ég að sækja athvarf í Reykjavík, Hvíta bandið, og fara frá fjölskyldu minni á hverjum degi. Ég þurfti að taka rútu eldsnemma á morgnana og það kom fyrir að ég kastaði upp í rútunni vegna kvíða. Kvíðinn yfirtók batann. Eftir að ég las um Björgina í Víkurfréttum ákvað ég að kynna mér starfsemina og sá að margt var að gerast hér sem var innfrá. Ég hef líka fengið góðan stuðning frá Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja til að geta verið sem mest hér heima. Þegar ég hugsa um reynslu mína af Björginni dettur mér alltaf í hug lagið með Nýdanskri, „Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna“. Ég segi að það sé lífsnauðsynlegt að hafa svona starf- semi í heimabyggð, því nándin er stór hluti af batanum,“ sagði Dagný og nefndi sérstaklega hversu gott það væri að geta í athvarfinu rætt við fólk sem skilur hana. „Þessi staður gerir kraftaverk,“ sagði félaginn Steinþór Grétar Haf- steinsson og talar af reynslu. „Björgin er mikið öryggisnet og þó svo að ég sé ekki alltaf hér þá kom- ast sumir ekki í gegnum daginn án þess að koma hingað. Athvarfið þarf hins vegar stuðning til þess að vaxa frekar og dafna.“ Steinþór er einn þeirra félaga sem miðlað hafa af kunnáttu sinni til aukinnar þekk- ingar og færni annarra félaga. „Mér finnst gott að geta gefið til baka. Hér bera allir góðan hug hver til annars og hingað er gott að koma til að vinna bug á félagsfælni, sem hef- ur hrjáð mig.“ Steinþór er hins vegar ekki ánægður með kjör öryrkja, hann segir kerfið letja fólk til þátttöku í atvinnulífinu þar sem það taki ekki tillit til aðstæðna þess. „Ég hef verið óvinnufær eftir tvö slæm slys. Ég vil ekki vera baggi á þessu þjóðfélagi og horfa bara á, en það borgar sig ekki fyrir mig að vinna. Þetta þok- aðist lítillega í áttina þegar frí- tekjumörk voru tekin upp um síð- ustu áramót. Þá gat ég þegið vinnu sem mér var boðin hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar við að taka myndir af munum safnsins. Ég hef sveigj- anlegan vinnutíma og get unnið verkið á mínum forsendum. Mér finnst ég vera hluti af þjóðfélaginu þegar ég er virkur,“ sagði Steinþór. „Finnst ég vera hluti af þjóð- félaginu þegar ég er virkur“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Björgunarhringur Nauðsynlegt er að úrræði séu fyrir hendi í heimabyggð. Um það eru þær sammála, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar í Reykjanesbæ, og Dagný Kjærnested, einn Bjargarfélaga. Í HNOTSKURN »Starfsemi Bjargarinnarhófst formlega 4. febrúar 2005. »Helstu styrktaraðilar eruReykjanesbær, Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjörg á Suðurnesjum. Starfsemin nýt- ur einnig stuðnings fyrirtækja og félagasamtaka. Gott starf unnið í Björginni, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir Keflavík | Sossa sýnir um þessar mundir sjö ný olíumálverk í Kirkju- lundi, safnaðarheimili Keflavík- urkirkju. Myndefnið er sótt í bibl- íusögurnar og nefnir hún sýninguna eftir biblíumyndunum sínum. Sossa fór yfirleitt í barnamessu á sunnudögum þegar hún ólst upp í Keflavík, enda dóttir prestsins. Við lok messu fengu krakkarnir litlar biblíumyndir og ef einhver var svo heppinn að hafa átt afmæli í vik- unni voru myndirnar tvær – og þá ekki eins. Hún safnaði þessum myndum. Þegar til tals kom að hún sýndi í Kirkjulundi rifjaðist þetta myndefni upp, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu, og henni fannst við hæfi að setja það í þetta umhverfi. Sýningin í Kirkjulundi er opin alla daga og mun standa fram á haust. Sossa sýnir „biblíumynd- irnar sínar“ í Kirkjulundi Reykjanesbær | Sýningu Hafsteins Austmanns á Listasafni Reykjanes- bæjar lýkur sunnudaginn 10. júní. Sýningin hefur verið vel sótt. Hafsteinn hefur lengi talist til okkar færustu listamanna og spanna verkin á sýningunni tíma- bilið 1986–2007, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lista- safni Reykjanesbæjar. Um er að ræða bæði olíumálverk, akríl- sem og akvarella-myndir. Opið er alla daga frá kl. 13 til 17.30 og á sunnudaginn tekur lista- maðurinn sjálfur á móti gestum frá kl. 15.30. Listasalurinn er í Duus- húsum við Duusgötu 2-8 í Reykja- nesbæ. Sýningu Hafsteins lýkur Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í múrverk og tréverk innanhúss við Hof menningarhús og tónlistarskóla á Akureyri. Verk- ið er brotið niður í undirverkþætti og er verktökum heimilt að bjóða í einn eða fleiri verkþætti. Húsið er þrjár hæðir og kjallari samtals um 7.500 m² og um 39.000 m³. Í húsinu eru tveir salir, tónlistasalur, 500 manna og fjölnotasalur, 200 manna auk kaffiteríu, verslun og tónlistaskóla. Unnið er við uppsteypu hússins. Verkkaupi ræður sér byggingar- stjóra fyrir verkefnið og skulu verktakar hlíta hans stjórn. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í júlí - ágúst 2007 og eru verklok 2. mars 2009. Boðnar eru út einstakar iðngreinar/verkþættir: Múrverk: • terrazzógólf og stigar • annað múrverk Tréverk: • parket á gólf og stiga • hurðir og gluggar • gifsplötuveggir og föst loft • loftaklæðningar • innréttingar og sérsmíði • felliveggir • glerveggir og glerfelliveggir Helstu magntölur: • Ílögn og flotun gólfa um 6.500 m², þar af terrazzó um 825 m², flísalögn um 1.300 m². • Parket um 1.500 m², hurðir um 200 stk, felliveggir um 10 stk, veggir um 4.600 m², loftaklæðningar um 4.500 m², innréttingar og búnaður. Afhending útboðsgagna veður á rafrænu formi frá og með 8. júní 2007 í þjónustuanddyri Ráðhúss, Geislagötu 9, 600 Akureyri og heimasíðu Akureyrarbæjar. Kynningarfundur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, Geislagötu 9, Akureyri 13. júní kl. 13:00 Tilboð verða opnuð 28. júní 2007 kl. 11:00 í bæjarstjórnarsal, 4 hæð, Geislagötu 9, Akureyri að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1128. HOF Menningarhús og tónlistarskóli á Akureyri útboð á frágangi innanhúss múrverk og tréverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.