Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 22
Við völdum Vestfirðina með-al annars vegna þess aðþar var galdrafárið svæsiðá sínum tíma. Við tileink- uðum hugleiðsluna öllum þeim sem misstu lífið fyrir galdra og okkar ósk var að við gætum hreinsað þá slæmu orku sem vondir atburðir skilja eftir sig. Konur á Íslandi fóru ekki var- hluta af galdrafárinu og mörgum þeirra var drekkt fyrir litlar sem engar sakir. Kannski fyrir það eitt að eignast barn. Við gyðjurnar sendum öllum þessum konum okkar fallegu hugsanir þar sem við sátum og svitn- uðum inni í tjaldinu,“ segir Margrét Margrétardóttir sem sjálf er galdra- kona, en ekki af þeirri gerðinni sem níðist á öðru fólki, heldur notar hún hugarorkuna til góðra verka. Mar- grét fór um síðastliðna hvítasunnu- helgi vestur á Tálknafjörð ásamt þremur konum sem kalla sig Gyðj- urnar og þar vígðu þær gyðjutjald sem Margrét hefur sjálf smíðað. Tjald þetta er svitatjald og ætlað til andlegrar og líkamlegrar hreins- unar. „Við tjölduðum niðri í fjöru og heyrðum í hafinu og kollurnar úuðu allt í kringum okkur. Við fórum inn í tjald klukkan tíu um kvöld og kom- um út um tvöleytið um nóttina og þá var kyrrðin mikil og náttúran dásamleg allt í kringum okkur. Ætli við höfum ekki barað hreinsað allan kjálkann, ég er ekki frá því.“ Erfitt að haldast við í hitanum Margrét segir heilmikla serem- óníu vera í kringum svitatjalds- athöfn. „Við þurfum að snúa okkur í réttar áttir, ávallt að fara réttsælis inn í tjald og annað slíkt. Fyrst kveikjum við bál fyrir framan tjaldið og þar hitum við í þrjá klukkutíma steina sem við finnum sjálfar úti í náttúrunni á hverjum stað. Síðan færum við þá glóandi inn í tjaldið og setjum þá í holu sem við gröfum í jörðina í miðju tjaldinu. Meðan á öllu þessu stendur hugleiðum við og för- um með alls konar fyrirbænir, setj- um jurtir á eldinn og hreinsum burt alla slæma orku. Síðan setjumst við inn í tjaldið, hringinn í kringum steinana, í sundfötum eða öðrum mjög léttum klæðnaði, því það verð- ur mjög heitt þarna inni. Við ausum vatni á steinana með reglulegu milli- bili og þetta virkar í raun eins og sauna. Vissulega eru til margar út- færslur á því hvernig á að hafa þetta allt saman en ég vil að allir séu hljóð- ir og einbeiti sér að því að beina hugsunum sínum inn á við. Þetta er hljóð hugleiðsla í myrkri þar sem hver og einn tengist sjálfum sér. Þetta er líka ætlað til að hreinsa lík- amann með öllum þeim svita sem fer út. Þetta er einhvers konar end- urnýjun, bæði andleg og líkamleg, og fólki líður rosalega vel þegar þetta er afstaðið,“ segir Margrét og bætir við að það geti verið erfitt að haldast við í hitanum og því sé fólki frjálst að læðast út ef það gefst upp. „En við förum út á fjörutíu mínútna fresti fjórum sinnum, því það getur verið erfitt að anda. Þá fáum við okkur vatn að drekka og kælum okkur að- eins, en förum svo aftur inn. Það er líka hægt að gera ýmislegt til að haldast við inni, til dæmis að þrýsta lófum og enni að jörðinni.“ Sálin varð eftir á vígvellinum Margrét segir að indíánar hafi stundað það að fara í svitatjöld til langs tíma en hún hefur ávallt verið heilluð af þeirra iðkun í tengslum við hreinleikann. „Þeir vinna með líkam- ann og andann í þessum hreins- unum. Þegar þeir komu heim úr bar- dögum var gjarnan búið að hita upp svitatjald fyrir þá og þangað fóru þeir inn til að hreinsa andann og finna sálina sína aftur, því hún varð stundum eftir á vígvellinum þar sem ljótu verkin voru framin og þar sem augun sáu margt ljótt. Með því að fara í tjaldið tengdust þeir aftur sjálfum sér.“ Svitatjaldið hennar Margrétar er kúlutjald og rúmar um tíu manns. Það er samsett úr plasthúðuðum ál- rörum, plastdúk og segldúk. „Ég smíðaði þetta tjald að mestu á gólfinu heima hjá mér og ég hef eytt ómældum tíma í að hanna það til að gera það einfalt og ferðavænt. Ég get auðveldlega tekið það í sundur og pakkað því saman til að taka það með mér hvert á land sem er.“ Margrét ætlar að bjóða erlendum gestum í svitatjaldið hjá sér á sum- arsólstöðum í júní. „Bresk vinkona mín kemur með Breta hingað í sum- ar og við stefnum að því að fara með þá upp að Heklurótum og svitna þar rækilega í tjaldinu.“ Ljósmynd/Guðlaugur Aðalsteinsson Vestfirskir töfrar Gyðjurnar Margrét, Inga Dóra, Miriam og Halla setja jurtir á eldinn sem hitar steinana sem settir eru inn í tjaldið, umvafðar fegurð Tálknafjarðar. Morgunblaðið/G.Rúnar Völundur Margrét leggur lokahönd á tjaldsmíðina heima í stofu. Indíánar hafa til langs tíma stundað það að fara í svitatjöld til andlegrar og líkamlegrar hreinsunar. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti íslenska galdrakonu sem bjó til sitt eigið svitatjald tileinkað gyðjum. |miðvikudagur|6. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Svanhildur Þengilsdóttir hefur lengi skokkað sér til heilsubót- ar og þá stundum í hóp en líka ein. »24 hreyfing Tíðni blöðruhálskirtilskrabba- meins hefur aukist hér á landi og árlega greinast um 185 karl- menn með sjúkdóminn. »28 heilsa Gyðjurnar svitna í tjaldi Sviti Gyðjurnar komnar inn í hitann til að svitna og hugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.