Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ætli það séu ekki 15, 16ár síðan ég byrjaði,“svarar SvanhildurÞengilsdóttir hjúkr- unarfræðingur og hlaupakona innt eftir því hvenær hlaupaáhuginn kviknaði. „Það kom til af því að ég æfði handbolta og á sumrin, þegar æfingar duttu niður, fór ég út í það að hlaupa til að halda mér í formi. Oftast hljóp ég ein og kannski ekki sérlega markvisst en þó með það að markmiði að bæta mig og auka þrek og þol almennt.“ Tæp fimm ár eru síðan Svanhildur skráði sig í skokkhóp ÍR en stuttu síðar hætti hún í handboltanum. „Ég hef hlaupið með hópnum fjórum til fimm sinnum í viku, þegar allt hefur verið á fullu. Núna er ég hins vegar í háskólanum samhliða fullri vinnu svo ég hef örlítið þurft að draga úr skokkinu. Þó er lágmark að ég hlaupi tvisvar, þrisvar í viku, annaðhvort með hópnum eða ein sér. Ég hef ekki getað hætt enda eru hlaupin svo stór hluti af mínu lífi og heilsubætandi á allan hátt. Þar fyrir utan hef ég aldr- ei verið mikið fyrir líkamsræktarsali og finnst mikið frelsi að geta verið úti við. Ég bý í Garðabæ og þar eru af- skaplega fallegar leiðir út um allt sem ég hleyp gjarnan þegar ég er ein. Þegar ég hleyp með skokk- hópnum er farið frá ÍR-heimilinu í Breiðholti og oft niður í Elliðaárdal, Fossvogsdalinn og víðar.“ Maraþon og Laugavegurinn Hver hlaupatúr er á bilinu sjö til fimmtán kílómetrar að sögn Svan- hildar. „Einu sinni í viku hleypur hópurinn yfir 20 kílómetra og núna en ég hljóp hann og hugsaði stöðugt um hvað það yrði mikið mál að hlaupa upp og niður eftir því sem leiðin lá. Þegar til kom reyndist það í lagi enda var ég þá komin í mitt besta form og búin að stilla mig inn á að hlaupa milli þessara fjögurra staða, sem alltaf er verið að taka mið af, á ákveðnum tíma. Svo skiptir líka máli að vera í svona stórum hóp þar sem maður fær hvatningu og allir hafa sama markmiðið.“ Stuðningur fjölskyldunnar Hún segir góðan og sterkan kjarna í ÍR-hópnum sem mikill stuðningur sé að. „Sumir hafa verið keppnisfólk í íþróttum en aðrir hafa bara farið að skokka fyrir tilviljun og fundið sig vel í íþróttinni. Flestir eiga þó sameiginlegt að hafa keppn- isskap enda er alltaf eitthvað í gangi hjá öllum. Eitt hlaup er ekki fyrr bú- ið en fólk fer að tala um það næsta og margir taka meira að segja þátt í alls kyns spennandi hlaupum í útlönd- um.“ Næst á dagskrá hjá Svanhildi er kvennahlaupið sem fer fram 16. júní en hún vill ekkert gefa upp um hvaða vegalengd hún ætlar að taka. „Það kemur í ljós,“ segir hún leynd- ardómsfull. „Stundum hef ég bara gengið með fjölskyldunni og verið þá jafnvel búin að hlaupa um morg- uninn. Ég hef hvatt dætur mínar til að taka þátt en þeim hefur ekki fund- ist spennandi að hlaupa með mér því ég fer of hratt yfir. Síðastliðin ár hef ég reynt að gera þetta frekar að mæðgna- og fjölskyldudegi enda hef ég alltaf haft stuðning fjölskyld- unnar í mínum hlaupum. Það skiptir mjög miklu máli því æfingarnar eru langar og þeim fylgir talsverð fjar- vera. Við skulum því bara segja að ég stefni að því að taka þátt í kvenna- hlaupinu og láta liggja milli hluta hversu langt ég muni fara.“ eftir að sumarfríið er byrjað í skól- anum reyni ég að fara með í þau skipti.“ Svanhildi verður ekki skota- skuld úr því enda hefur hún hlaupið bæði heilt og hálft maraþon auk þess sem hún hefur skokkað Laugaveginn svonefnda, milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem er 50 kílómetra vegalengd yfir óbyggðalandslag á hálendi Íslands. „Það var rosalega skemmtilegt,“ segir hún með áherslu. „Reyndar þurfti mjög markvissar æfingar bæði fyrir maraþonið og Laugaveginn. Slíkur undirbúningur tekur nokkra mánuði og ég naut leiðsagnar Gunn- ars Páls Jóakimssonar hlaupaþjálf- ara enda varla hægt að gera svona öðruvísi. Ég dreg enga dul á að mað- ur þarf að leggja sig verulega fram í hlaupum og styrkingu og öllu og undirbúa sig vel fyrir svona verk- efni.“ Algengt er að fólk taki sér fjóra, fimm daga í að ganga þessa leið svo tilhugsunin um að hlaupa hana í einni lotu er fyrir marga yfirþyrm- andi. Svanhildur tekur undir það. „Ég gekk einmitt Laugaveginn áður Úr handbolta í hlaupin Skólaganga samhliða fullri vinnu hefur ekki megnað að yfirbuga hlaupaþörf Svanhildar Þengilsdóttur. Hún sagði Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur frá frelsinu í því að skokka úti á stígum borgarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Hleypur Skokkið er fyrir lönguorðið órjúfanlegur hluti af lífsstíl Svanhild- ar Þengilsdóttur, ekki síst eftir að hún hætti að æfa handbolta. » „Ég gekk einmitt Laugaveginn áður en ég hljóp hann og hugs- aði stöðugt um hvað það yrði mikið mál að hlaupa upp og niður eft- ir því sem leiðin lá. Þegar til kom reyndist það í lagi …“ ben@mbl.is er því í sjaldgæfari kantinum og frímerkja- safnarar tilbúnir að reiða fram dágóðar upphæðir til að verða sér úti um það. Vitað er til að 135 þúsund evrur (11,5 milljónir króna) hafi fengist fyrir það á uppboði. En frímerkið hefur ekki aðeins vakið áhuga frímerkjasafn- ara. Nú er lögreglan komin í málið. Hübner var nýlega kallaður í yfirheyrslu hjá lögregl- unni í Berlín. Hún vill vita hvernig frímerkin komust í umferð. x x x Þar vandast hins vegar málið.Menn benda hverjir á aðra, voru ýmist búnir að senda arkirnar tvær frá sér eða fengu þær aldrei í hendur. Einn maður hefur þegar misst vinnuna hjá fjármálaráðuneyt- inu (eða verið sendur á eftirlaun, svo allrar sanngirni sé gætt í málflutn- ingi), en hann kveðst reyndar ekki hafa verið í brúnni þegar frímerkin bárust, sem er þó kyndugt vegna þess að þá var hann enn í vinnunni. Einnig er athyglisvert að fjár- málaráðuneytið heldur því bæði fram að hafa ekki fengið frímerkin og að hafa sent frímerkin aftur til póstsins til eyðileggingar (fyrir sanngirni sakir má taka fram að þar talar sitt hvor maðurinn hjá ráðu- neytinu). Hjá póstinum kannast menn vitaskuld ekki við að hafa fengið frímerkin aftur í hendur. Frí- merkjasafnarar hljóta hins vegar að gleðjast yfir því að áhugamál þeirra verði skyndilega fréttamatur. Frímerkjasöfnun eráhugamál, sem fæstum dettur í hug að reyni á viðkvæmar taugar, og undantekn- ing að í þeim heimi sé að finna efnivið í spennusögur. Í tíma- ritinu Der Spiegel var í liðinni viku rakin at- burðarásin í kringum lítið frímerki af Aud- rey Hepburn sem ætti ekki að vera til en er efni í reyfara. Myndin á frímerkinu er tekin úr kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s og sýnir Hepburn í hlutverki Holly Golightly með glað- legan svip og vindlingamunnstykki milli varanna. Þýski pósturinn hugð- ist setja merkið á markað í október 2001, en Sean, sonur leikkonunnar frá hjónabandi hennar og Mels Fer- rers, ákvað á síðustu stundu að leyfa ekki notkun myndarinnar. Því var hætt við, en hins vegar höfðu verið prentaðar þrjár arkir af frímerkinu sem sýnishorn. Ein þeirra er enn í fórum póstsins, en tvær voru sendar fjármálaráðuneytinu og þar fór eitt- hvað úrskeiðis. x x x Walter Hübner er áttræður ogbýr í Frankfurt. Í janúar árið 2005 komst hann yfir eintak af frí- merkinu með Audrey Hepburn. Hann setti frímerkið í safnið sitt og merkti við: „Ekki á skrá.“ Þegar hann sá frétt um annað frímerki sömu gerðar áttaði hann sig á að hér væri eitthvað sérstakt á ferðinni. Nú er vitað um þrjú í viðbót, sem hafa verið notuð og stimpluð. Frímerkið    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.