Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MILLILEIÐ? Athyglisvert er að sjá hver við-brögð greiningardeilda bank-anna eru vegna þeirrar ráð- gjafar Hafrannsóknastofnunar að þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verði 130 þúsund tonn. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því, að greiningardeild Glitnis spái því að sjávarútvegsráðherra fari eins konar millileið og minnki kvótann um 30 þúsund tonn en ekki 63 þúsund tonn eins og Hafró leggur til. Greiningardeild Landsbankans telur ólíklegt að ráðleggingum fiski- fræðinga verði fylgt til hins ýtrasta og er því á svipuðu róli og greining- ardeild Glitnis. Greiningardeild Kaupþings spáir hinu sama og telur að þorskaflinn á næsta fiskveiðiári verði ákveðinn 155 þúsund tonn. Þetta eru athyglisverð viðbrögð. Engin greiningardeildanna telur lík- legt að sjávarútvegsráðherra fari að tillögum Hafrannsóknastofnunar. Vandinn við þann hugsunarhátt, sem fram kemur hjá greiningardeild- um bankanna er sá, að það er búið að prófa þetta allt áður. Einu sinni voru rökin þau, að við yrðum að sætta okk- ur við að byggja þorskstofninn hægar upp en Hafró legði til. Það mundi tak- ast en það mundi taka lengri tíma. Það er fróðlegt að skoða sögu þess- ara mála aftur í tímann og sjá hvaða rök hafa verið notuð hverju sinni. Þau hafa öll reynzt einskis virði. Það eina sem er eftir að prófa er að fara eftir tillögum fiskifræðinga í einu og öllu og sjá hvort það skilar ár- angri. Sú leið hefur aldrei verið próf- uð en nú er kominn tími til að fara þá leið og sjá til hvers hún leiðir. Íslendingar hafa aldrei verið jafn vel undir það búnir og nú að taka svona ákvörðun. Fyrir meira en ára- tug var hægt að halda því fram, að við hefðum hreinlega ekki efni á því að fara að ráðum fiskifræðinga. Nú er ekki hægt að beita þeirri röksemd. Nú erum við orðin ein ríkasta þjóð heims og peningar streyma um þetta samfélag sem aldrei fyrr. Við sem þjóð höfum efni á því að fara að tillögu Hafrannsóknastofnun- ar. Það mun koma illa við einstök fyr- irtæki og einstök byggðarlög en við höfum efni á því að láta á það reyna, hvort við getum byggt upp eina helztu auðlind íslenzku þjóðarinnar. Og við eigum að láta á það reyna. Við getum ekki leyft okkur að ýta þessum vanda á undan okkur eins og við höfum gert árum saman. Við getum ekki leyft okkur að stofna þorskstofninum í hættu og taka þá áhættu að eyða þessum stofni. Greiningardeildir bankanna eru ekki að lýsa sinni skoðun á því hvað eigi að gera. Þær eru að leggja mat á hvað stjórnvöld muni gera. Þær byggja það mat auðvitað á því hvern- ig stjórnmálamennirnir hafa brugðizt við hingað til. En stjórnmálamennirnir sjálfir hljóta að átta sig á að nú standa þeir á vegamótum. SKYNSEMIN ER EITT OG FÍKNIN ANNAÐ Jafnt og þétt kemur skaðsemi reyk-inga betur í ljós. Lengi vel börð- ust tóbaksfyrirtæki við að sýna fram á að ekkert samhengi væri á milli krabbameins í lungum og reykinga og varpa rýrð á niðurstöður vísinda- manna. Nú dirfast þau ekki að reyna það lengur. En þau halda áfram að framleiða varning sinn og ota að al- menningi þótt þau neyðist til að setja á hann merkingar um að banvænt geti verið að neyta hans. Sígarettufíknin er sterk. Þegar tóbaksuppskeran brást eitt sinn í Sovétríkjunum brá forustan á það ráð að flytja inn sígarettur frá Vestur- löndum til að lægja ólguna meðal tób- akslauss almennings. Á þessa fíkn spila tóbaksfyrirtækin og treysta. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um íslenska rannsókn, sem kynnt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að helmingi fleiri ís- lenskar konur á fimmtugsaldri grein- ast með langvinna lungnateppu en karlar í sama aldursflokki. Sígarettu- reykingar eru algengasta orsök sjúk- dómsins. 80% til 90% tilfella má rekja til reykinga. Búist er við því að lungnateppa verði þriðja algengasta dánarorsök í heiminum árið 2020. Rannsóknina unnu Bryndís Bene- diktsdóttir heimilislæknir, Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lyf- lækningum, lungna- og gjörgæslu- lækningum, Kristín Bára Jörunds- dóttir hjúkrunarfræðingur, William Vollmer tölfræðingur og Þórarinn Gíslason lungnasérfræðingur. Þórar- inn segir að víðast hvar í öðrum lönd- um fái karlmenn frekar sjúkdóminn en konur og megi rekja það til þess að karlar þar reyki meira og starfi þar sem mengun sé meiri. Líklega séu miklar reykingar íslenskra kvenna meginorsök mikillar tíðni lungna- teppu kvenna. „Konur reykja minna en karlar en þær reykja jafn oft,“ segir Þórarinn. „Þær virðast hins vegar þola tóbaksreykinn verr en karlarnir.“ Ef tóbak væri fyrst að koma á markað núna er útilokað að sala þess yrði leyfð. Hins vegar eru það sterkir hagsmunir á bak við tóbaksiðnaðinn að hann verður ekki brotinn á bak aftur auk þess sem hægt er að ímynda sér án þess að beita miklu hugarflugi þá umfangsmiklu smygl- starfsemi, sem myndi skapast í kringum tóbak yrði gripið til þess ráðs að banna það. Reykingum fylgir lítil nautn eða víma og það sýnir kraft fíknarinnar að daglega skuli mörg hundruð milljónir manna kjósa að leggja drög að varanlegu heilsutjóni ef ekki ótímabærum dauðdaga með því að svæla í sig tóbaki. Staðreynd- irnar liggja fyrir, en skynsemin er eitt og fíknin annað. Harmleikurinn heldur því áfram og reykingamenn keppast þótt jafnt og þétt sé að þeim þrengt við að fylla vasa tóbaksfram- leiðenda. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is VILHJÁLMUR Egilsson,framkvæmdastjóri Sam-taka atvinnulífsins, telurað vaxtastefna Seðla- bankans verði sífellt óvirkari vegna alþjóðavæðingar íslenska fjármála- geirans og því sé mjög brýnt að skoða ástæður umframeftirspurn- arinnar í hagkerfinu og leita nýrra leiða til þess að sporna við henni, þar sem hún keyri verðbólguna upp. „Eftir því sem fjármálakerfið verður alþjóðavæddara og tengist meira alþjóðlegum fjármálamörk- uðum, þá er það bara þannig að vaxtatæki Seðlabankans, stýrivext- irnir, verður sífellt óvirkara. Eftir því sem vextirnir eru hærri til lengri tíma, missir krónan sína markaðshlutdeild og menn vilja fjármagna lán í erlendum gjald- miðlum,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að almennt eigi vaxtatækið að virka beint á einkaneyslu og fjár- festingar fyrirtækja og draga úr eftirspurn, en það eigi hins vegar aðeins við í takmörkuðum mæli hér á landi, þar sem tiltölulega lítill hluti hagkerfisins sé háður vöxtum í eigin gjaldmiðli. Telur Vilhjálmur að aðgerðir Seðlabankans hafi skaðað atvinnulífið án þess að skila árangri á móti og kveður hann at- vinnulífið ekki geta búið við þá skertu samkeppnisstöðu sem of há verðbólga, háir vextir og óhóflegar gengissveiflur hafi skapað. Ofmælt að bankinn sé fastur í vítahring stýrivaxta Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að bankinn fái gagnrýni, enda sé það sérhverri stofnun bæði hollt og gott. „Hitt er annað mál að það er ekki mjög trúverðugt að halda því fram að vaxtastefnan hafi engin áhrif og jafnframt kvarta yfir því að vextirnir séu farnir að bíta,“ segir Davíð. Að hans sögn eru hinir háu vextir eðli máls samkvæmt not- aðir í því augnamiði að þrýsta verð- bólgu niður á nýjan leik. „Verðbólg- an var komin í tæplega 8%, en er núna komin í 4,5 %, þótt undirliggj- andi verðbólga sé enn mikil.“ Davíð segir að háir vextir hafi áhrif í þá átt að styrkja stöðu gengisins og það geti haft áhrif á marga, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar. Hins vegar sé verð á útflutningsafurðum mjög hátt eins og sakir standi, til dæmis heimsmarkaðsverð áls, og því hafi gengið ágætlega fyrir út- flutningsgreinarnar að kljást við hátt gengi. Davíð kveður það mjög ofmælt að bankinn sé fastur í víta- hring stýrivaxta, þvert á móti séu vaxtaákvarðanir bankans farnar að hafa áhrif og verðbólgan sé á nið- urleið, þótt undirliggjandi verð- bólga sé enn veruleg. „Þess vegna eru menn farnir að viðurkenna það, annars staðar en bara hér, að okkar sjónarmið hafi verið rétt og að vext- ir þurfi að vera heldur hærri, heldur lengur en flestir höfðu spáð.“ Hvað varðar gengissveiflurnar, sem SA telja hafa haft óheppileg áhrif á atvinnulífið, segir Davíð gengið ekki hafa sveiflast umfram það sem sést hafi milli jens, evru og dollara. „Við erum ekki eina þjóðin í heiminum sem býr við breytilegar gengisaðstæður og fyrir utan það fall sem varð í febrúar í fyrra, hafa gengissveiflur ekki verið með miklu meira móti en hefur verið á öðrum mörkuðum.“ „Herfileg hagstjórnarmistök að hækka lánshlutföll á ný“ Spurður um hvaða leiðir séu fær- ar til þess að sporna við umframeft- irspurn í hagkerfinu sem aftur valdi verðbólgunni, leggur Vilhjálmur þunga áherslu á málefni Íbúðalána- sjóðs. „Menn horfa mjög á húsnæð- ismarkaðinn í þessum efnum og inngrip ríkisins með Íbúðalánasjóði Samtökum atvinnulífsins hjálmi Egilssyni að aðger ins í marsmánuði hafi ve óheppilegar. „Það er gríða irspurn og pressa í þjó ennþá og þessi aðgerð var fallin að ýta undir þá pre verið hefur, sérstaklega eignamarkaðinum. Þannig voru ekki skynsamleg v segir hann. Í annan stað telur Vi mikilvægt að ríkisstjórn Seðlabankanum skýra my sem framundan sé í ríkisfj og taki á málefnum svei anna með því að sporna v rekstri þeirra. „Ríkið þarf komið og skapað trúverðu af því að þessari umframef sem stafað hefur frá aðger isins, sé að linna. Þá á Se anum, ef hann trúir því s var leiðandi í því að skapa þann verðbólguþrýsting sem við búum við núna,“ segir Vilhjálmur. „Hin nýja ríkisstjórn þarf að gefa mjög skýr skilaboð um Íbúðalánasjóð og taka strax á málefnum hans, lækka lánshlutföll og lánsupphæðir og standa við það sem búið var að ákveða; að ríkið hverfi frá þessum markaði, þannig að hann geti þróast á eigin forsendum,“ segir Vilhjálm- ur. Hann segir að ef ríkið vilji koma að húsnæðismálum fyrir tiltekna hópa á borð við ungt fólk, þá verði að gera það með öðrum hætti en að reka þennan skaðvald á íbúðalána- markaðinum. „Það voru herfileg hagstjórnarmistök að hækka láns- hlutföll og upphæðir á nýjan leik í mars. Eftir að þessar tölur voru lækkaðar í fyrra komst jafnvægi á markaðinn að nokkru leyti,“ segir Vilhjálmur. Davíð segir það rétt hjá Nýrra leiða verð að vinna bug á v Trúverðugleiki Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabank það hvernig bankanum gangi að halda verðbólguvæntingum nið Arnór Sighvatsson Davíð Oddsson Vilhjálmur Egi » „Í augnablikinu þurfum við að ná niður þ pressu sem er í samfélaginu og það er ek hægt að komast hjá því að ef aðrir gera það þá verður Seðlabankinn að gera það, þó men kvarti og kveini,“ segir Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.