Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 28
heilsa 28 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ T íðni krabbameins í blöðruhálskirtli hefur farið ört vaxandi hér á landi sem og á flestum Vesturlöndum. Árlega greinast um 185 íslenskir karl- menn með þennan sjúkdóm og er dánartíðni í Evrópu vegna meins- ins hæst í Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Danmörku. Meðalaldur við greiningu er 72 ár þótt dæmi séu um að menn greinist undir fimmtugu. Þótt það sé flestum karlmönnum áfall að greinast með krabbamein geta nú flestir karlar, sem greinast með blöðruháls- krabbamein á frumstigi, vænst þess að lifa löngu og innihaldsríku lífi því tölur sýna að 82% karla eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Erfðir og lífsstílsþættir Ekki er enn vitað hvað veldur þessari háu tíðni á Norðurlöndum og enn er lítið vitað hvort þættir tengdir lífsstíl og mataræði hafi áhrif á tíðni sjúkdómins þótt vís- bendingar séu um að svo kunni að vera. Erfðaþættir eru þó taldir skipta máli því hafi faðir fengið blöðruhálskirtilskrabbamein aukast líkurnar á því að sonur hans fái það um allt að helming, að því er talið er. Blöðruhálskirtillinn liggur fyrir neðan þvagblöðruna og umlykur þvagrásina og blörðuhálsinn. Hann er á stærð við valhnetu og hlutverk hans er framleiðsla á sæðisvökva. Í flestum tilfellum er krabbamein í blöðruhálskirtli hægvaxandi og á frumstigum verður ekki vart neinna einkenna. Hins vegar geta einkenni á borð við tíð þvaglát, þreytu, minnkandi matarlyst, þyngdartap og bakverk verið merki um mein. Bið, skurður eða geislar „Ég get alveg tekið undir það að margt bendir til þess að mat- aræði kunni að spila inn í þetta þótt ýmislegt fleira geti komið til,“ segir segir Guðmundur Vikar Ein- arsson þvagfæraskurðlæknir í samtali við Daglegt líf. Til að vera vel viðráðanlegt í lækningaskyni þarf meinið að vera staðbundið við kirtilinn og eru þá þær meðferðir helstar í boði að gera ekkert ann- að en að fylgjast með sjúklingnum mjög reglulega með blóðprufum, ytri og innri geislameðferðir og að fjarlægja kirtilinn með skurð- aðgerð. Að sögn Guðmundar verður að vega og meta meðferðarúrræði í hverju tilviki fyrir sig með tilliti til aldurs sjúklings og umfangs krabbameinsins. Greinist krabba- meinið staðbundið hjá eldri ein- staklingi er ólíklegt að það hafi áhrif á ævilengd eða lífsgæði við- komandi og er þá oftast mælt með reglubundnu eftirliti. Hins vegar er mælt með skurðaðgerð eða geislameðferð við sjúklinga, sem hafa meira en tíu ára lífslíkur. Við skurðaðgerð er allur kirtillinn fjarlægður ásamt sáðblöðrum. Ytri geislameðferð er í boði hér á landi, en innri geislameðferð fer fram í Lundi í Svíþjóð og hafa þó nokkrir íslenskir karlmenn und- irgengist hana. Geislavirkum kornum er þá stungið varanlega í blöðruhálskirtilinn í innan við tveggja tíma aðgerð í svæfingu og mænudeyfingu. „Ég ráðlegg kannski mönnum ekki að bíða, en ef meinið er ekki mjög ágengt og virðist ekki ætla að springa strax út má kannski bíða og sjá til, vilji menn halda allri sinni virkni eðli- legri, en bæði getuleysi og þvag- leki geta fylgt skurðaðgerð og geislameðferðum. Það er þó alls ekki algilt því tölur sýna að aðeins innan við 5% þessara karlmanna lenda í varanlegum þvagvanda- málum og 40-50% karlanna kljást við ristruflanir, sem laga má með rislyfjum af ýmsu tagi,“ segir Guðmundur Vikar. Morgunblaðið/ ásdís Tíðnin Tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli vex ört á Vesturlöndum og greinast nú árlega að jafnaði 185 íslenskir karlmenn með sjúkdóminn. Meðalaldur við greiningu eru 72 ár. Vel viðráðanlegt á frumstigi Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að meinið er vel viðráðanlegt á frumstigi. Menn eru þó í vaxandi mæli farnir að horfa til mataræðis og lífsstíls í forvarnarskyni gegn þessum vágesti. 3## 45       @   #  " #          2 $ J  9, ;>> $ &   , ,9       !"#$ % & '( !) * ))!"+  )!"+ ,' %- . !%%)!"+ / ')!"+ .-"")!"+ 01,%!)!"+ 23"" '!)! 4 -%%)!"+ 5!2!" 666666667"! Guðmundur Vikar Einarsson „Þótt læknar vilji ekki beint skrifa undir það bendir margt til þess að rekja megi margfalt hærri tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli karla og í brjóstum kvenna til lífsstíls og mataræðis okkar Vesturlandabúa samanborið við það sem gengur og gerist meðal Austur- landabúa, sem frá fornu fari hafa tileinkað sér allt ann- ars konar neysluvenjur. Þar er kúamjólk og aðrar mjólkurafurðir nær óþekkt fæða ólíkt því sem hér tíðk- ast auk þess sem Austurlandabúar eru mun duglegri að borða grænmeti, ávexti, hrísgrjón og sojaafurðir en við,“ segir Oddur Benediktsson, prófessor í tölv- unarfræðum við Háskóla Íslands, en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í desember 2005, þá 67 ára gamall. Norðurlandaþjóðirnar Noregur, Svíþjóð, Ísland og Danmörk raða sér í fjögur efstu sætin þegar skoðuð er dánartíðni af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins. Kínverjar, Japanar og aðrar Austurlandaþjóðir eru hins vegar neðstar á þessum lista þótt tíðni meina á borð við lungna- og magakrabbamein sé tiltölulega há hjá þess- um þjóðum. Forðast nú allar mjólkurvörur „Ég leitaði til heimilislæknis míns vegna tíðra þvag- láta á næturnar og mikillar vanlíðunar. Í ljós kom að hið svokallaða PSA-gildi í blóðinu, sem er eðlilegt í kringum 2-4 ng/ml, var komið í 135 hjá mér. Ég var greindur með krabbamein í blöðruhálskirtli auk þess sem meinið var komið í tvo nærliggjandi eitla, sem þýddi að meinið var ekki staðbundið í mínu tilviki og þá dugar ekki skurður. Mér var gefið hormónalyf til að skrúfa niður í útbreiðslunni. Auk þess ákvað ég að taka allar mjólk- urvörur úr fæðunni eftir að mér hafði verið bent á bók Jane Plant. Ég er nefnilega á því að það sé tóm vitleysa að telja fólki trú um að það þurfi að drekka mjólk til að bæta kalkbúskapinn enda sýnir það sig að beinþynning er lítil meðal kínverskra kvenna þótt þær drekki enga mjólk. Ég sneiði líka hjá grilluðum mat og sætindum, en reyni að halda mig sem mest við austurlenskt mataræði, grænmeti, soja og hrísgrjón, og ef við hjónin förum út að borða verða austurlenskir matsölustaðir fyrir valinu. Samhliða þessu hef ég verið að taka tvo belgi af fæðu- bótarefninu Zyflamend, sem Columbia-háskólinn í New York er að gera tilraunir með gegn blöðruhálskirt- ilskrabbameini og þykja þær tilraunir lofa góðu. Einn belgur inniheldur m.a. náttúruefnin rósmarín, túrmer- ik, engifer, basil og jafnmikið hollustuefni úr vínberjum og er í sex glösum af rauðvíni. Sterklituð ber eru einnig sögð virka gegn krabbameininu og því ætti rauðvínið að geta virkað sem hjálparmeðal,“ segir Oddur. Nöturlegt að fá svona fréttir „Það er auðvitað mjög nöturlegt að fá þær fréttir að maður hafi greinst með krabbamein,“ segir Oddur, sem nú er orðinn ötull baráttumaður gegn þessum vágesti. „Maður fær bara þessar fréttir og er svo sagt að bíða eftir næstu fyrirmælum eða næstu sprautu. Í stað þess að sitja bara og bíða ákvað ég að taka málin í mínar hendur, eins mikið og ég gæti, og það breytti á ákveðinn hátt minni innstillingu eftir að ég komst að því að mat- aræðið virðist geta skipt sköpum í sumum tilvikum. Eft- ir fimm mánaða meðferðartíma hjá mér var PSA-gildið mitt komið á ný niður fyrir einn og ég léttist um fjórtán kíló með því að taka mataræðið í gegn enda var ég áður mikill mjólkuristi, rjómaisti og ísisti,“ segir Oddur og hlær. Samstarf við Harvard-háskóla Oddur er formaður Krabbameinsfélagsins Fram- farar, sem er nýstofnað og er nú eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Meginmarkmið félagsins er að afla fjár til að styrkja rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og efla bar- áttuna gegn því. Ekki hefur verið komið á fót reglu- bundinni leit að blöðruhálskirtilskrabbameini hér á landi, en bandaríska krabbameinsfélagið hefur mælst til þess að allir karlar eldri en 50 ára láti mæla PSA- gildið í blóðinu. Til að ná markmiðum sínum hefur nýja félagið nú stofnað styrktarsjóð. Stofnfé sjóðsins, ein milljón króna, er gjöf frá Rolf Johansen & Company til styrktar rann- sóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini. Ætlun Fram- farar nú er að safna tíu milljónum króna til að koma af stað umfangsmiklu rannsóknarverkefni varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli við Miðstöð Háskóla Ís- lands í lýðheilsuvísindum sem dr. Unnur Anna Valdi- marsdóttir veitir forstöðu. Sú fjárhæð rennur óskert til að greiða laun doktorsnema í tvö ár undir leiðsögn inn- lendra og erlendra fræðimanna. Háskóli Íslands, Krabbameinsfélag Íslands og LSH munu svo greiða annan kostnað við doktorsverkefnið, sem ætla má að nemi um þremur milljónum á ári. Verkefnið verður unnið í samvinnu við hóp fræðimanna við Harvard- háskólann, en þar eru rannsóknir á þessu sviði taldar framúrskarandi. Morgunblaðið/G.Rúnar Sjúklingurinn Oddur Benediktsson greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir hálfu öðru ári og er nú orðinn formaður Framfarar, nýstofnaðs aðilda- félags Krabbameinsfélags Íslands. Berst með austurlensku neyslumynstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.