Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMTÖK um kvennaathvarf urðu 25 ára 2. júní og héldu upp á afmælið í Iðnó með frábærum söng Brynhildar Guð- jónsdóttur, í leikgervi Edith Piaf, og ávörp- um um forsöguna og framtíðina. Und- irrituð ávarpaði sam- komuna fyrir hönd Kvenfélagasambands Íslands og fjallaði um forvarnir ofbeldis og vankanta á nýrri áætlun gegn ofbeldi. Ofbeldi gegn kon- um og börnum er ól- íðandi og samkvæmt nýrri ársskýrslu kvennaathvarfsins hefur skráðum komum í athvarfið fjölgað. Ofbeldi hefur lengi verið við lýði, en um- ræðan um það og kynning á þeim úrræðum sem fyrir hendi eru skipta sköpum svo hægt verði að stemma stigu við því. Maður veltir því fyrir sér hvað valdi því að fólk finni hjá sér þörf til að beita ofbeldi – líkamlegu eða andlegu – og hvers vcgna svo virð- ist sem ofbeldistilvikum hafi fjölg- að. Fjölgun tilkynntra ofbeldis- tilvika má eflaust, á ákveðinn hátt, rekja til þess að umræðan og fræðslan hefur aukist og fleiri konur hafa tekið skrefið – þær segja frá – segja frá hvernig þeim líður – segja frá hvernig önnur manneskja hefur beitt valdi sínu gagnvart þeim. Birtingarmyndir ofbeldis eru margar og vel má ímynda sér að nútíminn leiði af sér fleiri og ný- tískulegri birtingarmyndir. Því miður má einnig ætla að gamlir úreltir menningarbundnir þættir sem tengjast feðraveldinu hafi gert það að verkum að fólki hefur fundist eðlilegt að ákveðin yfirráð væru til staðar – og þar með hefur ofbeldið viðgengist. Ef hver og einn skoðar hug sinn er ég viss um að hann finnur ein- hver atvik úr lífinu, á heimili, í vinnu eða annars staðar, sem bera merki yfirráða eða ofbeldis. Til- vikin geta verið þannig að við höf- um e.t.v. fyrst í stað ekki áttað okkur á, að ákveðin hegðun eða orð væru ekkert annað en ofbeldi. Birtingarmyndir ofbeldis eru nefnilega margar og margvíslegar og þess vegna getur verið erfitt að ná tökum á því. Það má svo einnig vera að sá sem ofbeldið sýndi hafi ekki haft það að ásetningi og því ekki gert sér grein fyrir áhrif- unum. Það sýnir einnig hve erfitt verkefnið er. En hvað er til ráða, hvernig sjáum við framtíðina fyrir okk- ur? Hvernig verður starfsemi kvenna- athvarfsins í framtíð- inni? Það er mikilvægt að unnið verði mark- visst eftir nýsam- þykktri aðgerð- aráætlun sem ætlað er að vinna gegn of- beldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og börnum, en þar hafa bæði ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga verið gerð ábyrg fyrir framkvæmd einstakra aðgerða. En ákveðnir vankantar eru á áætluninni og ég vil hér gera þá að umtalsefni. Í fjölbreyttu samfélagi nútímans er mjög margt sem félagsmótar einstaklinginn og hefur þar með áhrif á hegðun hans. Það er öll sú margmiðlun sem tröllríður húsum, það eru vinirnir, þjálfarar, skólar, fjölskyldan og allir aðrir sem eiga samskipti við okkur. Þess vegna skiptir það miklu að reyna að hafa áhrif á félagmótunina í gegnum stjórnunarlegar stofnanir. Gott leiðandi uppeldi er stórt og mikilvægt atriði til þess að hafa áhrif á hegðun og mikilvægt er að foreldrar fái frá fyrstu stundu stuðning og fræðslu um heppileg- ar uppeldisaðferðir. Mín skoðun er því sú að strax á heilsugæslustöð- inni, í mæðraskoðun og ungbarna- skoðun þurfi foreldrar að fá fræðslu um heppilegar uppeldis- aðferðir – leiðandi uppeldi, í stað þess sem nefnt hefur verið skip- andi, refsandi eða afskiptalaust uppeldi. Það ætti síðan að vera sveitarfé- laganna að halda uppeldis- og samskiptafræðslunni við og beina henni til kennara, þjálfara, til barna, unglinga, foreldra og for- ráðamanna þeirra. Og gleymum því ekki að þeim sem beita ofbeldi líður illa og þeir þurfa stuðning og jákvæða styrk- ingu. Það er nauðsynlegt að innan okkar skipulega uppeldis- og menntakerfis verði gerðar gagn- gerar breytingar þannig að göml- um og úreltum menningar- og kynbundnum þáttum verði útrýmt. Nokkrar rannsóknir hafa t.d. verið gerðar á samskiptum í skólastarf- inu og hefur það sýnt sig að hvatning og félagsmótun drengja og stúlkna er ólík, stundum óheppileg og gæti valdið óæski- legri hegðun kynjanna. Fyrirmyndir barna og unglinga eru á heimilinu, í skólunum, í fjöl- miðlum, í íþróttunum, í vinahópn- um. Ákveðnir þættir þurfa þó að vera fyrir hendi þannig að hegðun fyrirmyndar verði leikin eftir, en því brýnna er að strax í frum- bernsku verði settur á fót öflugur stuðningur við foreldra og aðra uppalendur þannig að reynt verði að vinna bug á ofbeldi sem leiðir af sér allar þær hörmungar sem eru kunnar. Með forvörnum af þessu tagi í gegnum heilsugæsluna í ung- barnaskoðun, gegnum alla leik- skóla og alla grunnskóla – með fræðslu um viðurkenndar uppeld- is- og samskiptaaðferðir – um hvernig heppilegt er að leysa vandamál – væri stigið stórt skref til að vinna gegn ofbeldi í sam- félaginu. Ef þessi leið yrði farin og auk þess unnið eftir aðgerðaráætl- uninni gæti maður þorað að vona að Kennaathvarfið þyrfti ekki að stækka eins mikið og nú má allt eins ætla. Því miður held ég að Kvennaathvarfið verði aldrei óþarft, en aðgerða er þörf. Vankantar á „ofbeldisáætluninni“ Una María Óskarsdóttir skrifar um hvernig stemma má stigu við ofbeldi gegn konum og börnum » Ofbeldi hefur lengiverið við lýði, en um- ræðan um það og kynn- ing á þeim úrræðum sem fyrir hendi eru skipta sköpum svo hægt verði að stemma stigu við því. Una María Óskarsdóttir Höfundur er varaforseti Kvenfélaga- sambands Íslands og formaður jafn- réttisnefndar Kópavogs. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali BERGSTÆÐASTRÆTI - ÞAKÍBÚÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Stórglæsileg 87,2 fm þakíbúð með hátt til lofts í Þingholtunum í nýlegu tvíbýli (ath: gólfflötur er hins vegar umtalsvert stærri). Íbúðin er öll endur- nýjuð á þessu ári á vandaðan og smekklegan hátt, svo sem innréttingar, tæki, gólfefni, flísar á baði, málning o.fl. Útsýni er fallegt og útgengt er á stórar svalir, sem snúa í vestur. Verð 37,9 millj. ÁSVALLAGATA - NÝUPPGERÐ Stórglæsileg 92,4 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í vel staðsettu þrí- býli við Ásvallagötu. Íbúðin er í skemmtilegum gömlum stíl, hátt til lofts með upphaflegum skrautlistum og fullningahurðum og rósettum. Íbúðin er öll endurnýjuð á þessu ári. Verð 33,9 millj. Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Kleifakór - Kóp. Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Hóll fasteignasala kynnir; í einkasölu, glæsilegt, tveggja hæða einbýli við Kleifakór í Kópavogi, með frábæru útsýni. Um er að ræða 282,8 fermetra einbýlishús, þar af bílskúr 35,8 fm. Eignin skilast rúmlega fok- held að innan og fullbúin að utan sjá nánar skilalýsingu. Einstök eign á þessum frábæra stað í kórahverfinu. Verð 58,0 milljónir. tákn um traust Nánari upplýsingar og skilalýsing á www.holl.is Sölumaður Stefán Bjarni, 694 4388 OPIÐ HÚS sunnudaginn 10. júní KÆRI íbúi í Vogum. Nú stendur yfir und- irbúningur vegna hugs- anlegs álvers í Helgu- vík. Á næstunni verða teknar ákvarðanir um hvernig orkuflutningum skuli háttað. Samkvæmt hugmyndum Landsnets í þessum efnum yrðu háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Reykjanesskaganum til Helguvíkur að verulegu leyti í landi Voga. Náttúra Reykjanesskagans er ein- stök á heimsvísu, í skaganum liggja einstök tækifæri til ferðaþjónustu og útivistar. Þar eiga íbúar í Vogum sann- kallaða náttúruperlu í bakgarðinum. Ef áformin um álver í Helguvík verða að veruleika munu tekjur af ál- verinu renna í sjóði Garðs og Reykja- nesbæjar. Náttúruspjöllin og um- hverfisraskið vegna virkjana og orkuflutninga, verða hinsvegar að mestu leyti í öðrum sveitarfélögum Reykjanesskagans. Ekki síst í Vog- um. Sandgerðingar höfnuðu háspennu- línum um Stafnes og Ósabotna, m.a. vegna þess að þær myndu rýra gildi svæðisins og minnka möguleika sveit- arfélagsins til fjölbreyttrar nýtingar. Í kjölfarið var ákveðið að leggja jarð- streng frá Fitjum til Helguvíkur, þrátt fyrir að áður hafi talsmenn framkvæmdanna haldið því fram að jarðstrengur uppfylli ekki kröfu ál- vers um afhendingaröryggi. Það er hóflegt og málefnalegt að ætlast til þess að umhverfisraski sé haldið í lágmarki ef til þess kemur að álver rísi í Helguvík. Sól á Suð- urnesjum hvetur íbúa í Vogum til þess að verja hagsmuni sína og hafna háspennulínum líkt og Sandgerð- ingar hafa þegar gert. Sumarkveðja frá Sól á Suð- urnesjum. Opið bréf til íbúa í Vogum Elvar Geir Sævarsson » Samtökin Sól á Suð-urnesjum hvetja Vogabúa til að hafna því að háspennulínur verði lagðar um land þeirra vegna orkuflutninga fyrir álver í Helguvík. Höfundar eru talsmenn samtakanna Sól á Suðurnesjum, Elvar er tónlist- armaður og Guðbjörg er heimspek- ingur. Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir Elvar Geir Sævarsson og Guðbjörg Rann- veig Jóhannesdóttir hvetja íbúa í Vogum til þess að hafna há- spennulínum SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.