Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KOMINN TÍMI TIL AÐ VAKNA JÓLADAGSMORGUNN KEMUR ALLTAF FYRR MEÐ HVERJU ÁRINU SEM LÍÐUR HVAÐA GJÖF EIGUM VIÐ AÐ OPNA FYRST, ODDI? FLJÓTUR AÐ HUGSA VILTU KOMA ÚT? NEI, ÉG ER AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ EN ÞÚ ÞOLIR EKKI ÞENNAN ÞÁTT! KOMDU! NEI NÚ? PABBI SAGÐISTVERA LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ RÍFAST VIÐ MIG OG AÐ HANS VEGNA MÆTTI ÉG HORFA Á SJÓN- VARPIÐ ÞANGAÐ TIL HEILINN Í MÉR BRÁÐNAR ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA ÞAÐ? ÞESSI RÉTTINDI VORU EKKI ÓKEYPIS MÉR FINNST ÞAÐ SEM NÁGRANNAR OKKAR HAFA GERT AÐDÁUNARVERT! ÞAU HAFA FÓRNAÐ MIKLU FYRIR BÖRNIN SÍN Í GEGNUM TÍÐINA... OG NÚNA, ÞEGAR BÖRNIN ÞEIRRA ERU BÆÐI BÚIN AÐ GIFTA SIG OG FLYTJA AÐ HEIMAN HAFA NÁGRANNAR OKKAR SELT HÚSIÐ SITT TIL ÞESS AÐ GERA LÍFIÐ EINFALDARA HVAR BÚA ÞAU NÚNA? SEX MÁNUÐI Á ÁRI HJÁ SYNI SÍNUM OG HINA SEX MÁNUÐINA HJÁ DÓTTUR SINNI Í SÍÐASTA SKIPTI... ÞÚ ERT AÐ HRINGJA Í VITLAUST NÚMER! ER VIRKILEGA NAUÐSYNLEGT AÐ SETJA FYRIR SVONA MIKLA HEIMAVINNU? ÉG VEIT AÐ ÞAÐ SETUR MIKLA PRESSU Á FORELDRANA... EN SEM KENNARI VIL ÉG AÐ NEMENDUR MÍNIR STANDI SIG EINS VEL OG MÖGULEGT ER OG ÉG ER TILBÚIN AÐ GERA MIKIÐ TIL ÞESS AÐ ÞEIR FÁI ÞÁ MENNTUN SEM ÞEIR ÞURFA ÞAÐ HLJÓMAR EKKI ILLA RÍKIÐ ÁKVAÐ AÐ BORGA KENNURUM ÁRANGURSTENGD LAUN Í ÁR Á MEÐAN TED CHAMBERS ER KLÆDDUR EINS OG KÓNGULÓARMAÐURINN... ÞÚ BJARGAÐIR MÉR ÉG BJARGAÐI HONUM FYRIR SLYSNI OG NÚNA HELDUR HANN AÐ ÉG SÉ OFURHETJA ...REYNIR PETER AÐ NJÓTA ÞESS AÐ VERA TIL FYRST ÉG GET EKKI VERIÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN ÁN BÚNINGSINS... ÆTLA ÉG AÐ NJÓTA ÞESS AÐ VERA ÉG SJÁLFUR dagbók|velvakandi Hver tekur út af kortinu þínu? ÉG fór í búð 2. maí sl. Af gáleysis- legum mistökum var ég með korta- veski eiginmannsins. Við mæðgurn- ar versluðum ýmsar nauðsynjar og aðra ónauðsynlega hluti. Kem ég svo að búðarkassanum þar sem situr sumarafleysingastúlka sem ég hafði ekki séð áður í versluninni sem ég sæki. Hún stimplar inn vörurnar og ég rétti henni debetkort sem, í fá- visku minni, ég hélt að væri mitt, enda öll debetkort eins frá sama bankanum. Hún rennir kortinu í gegn og ég kvitta undir. Þegar ég er svo að ganga út úr búðinni sé ég að ég er ekki með rétt kortaveski, en það var aðeins af minni eftirtekt að ég sá það en ekki afgreiðslustúlk- unnar. Þarna sá ég að ef ég týni kortunum mínum getur hver sem er tekið út af þeim í þessari verslun. Þ.e.a.s. ef ég er ekki því fljótari að átta mig á því og láta loka fyrir kort- in. En í millitíðinni geta Pétur og Páll verið búnir að eyða öllum mín- um peningum án þess að afgreiðslu- maðurinn geri neitt í að stöðva við- skiptavininn með annarra manna debetkort. Mér er spurn, er afleys- ingafólki ekki bent á að það eigi að líta á myndina á kortunum áður en það rennir þeim í gegnum kassann? Eða er þetta landlægt? Getum við bara farið með kort annarra og keypt okkur kjól og hvítt án þess að nokkur taki eftir? Þetta átti sér stað í verslun við þjóðveg 1 úti á landi. Nú er ferðastraumurinn að aukast og ef afgreiðslufólkið heldur áfram sem horfir, til hvers erum við þá með debetkortin? Hinn gæti hvort eð er verið búinn að seilast í vasa þinn og ræna peningunum þínum. Ég vil benda verslunarstjórum á að brýna fyrir starfsfólki sínu að líta á hver borgar og með hvaða korti. Kolbrún. Sáuð þið hvernig ég tók hann? EIN vel þekkt persóna í leikritinu Skugga-Sveini eftir Matthías Joch- umson er Jón sterki. Hann segir af sér margar afrekssögur og er ekkert minna en tveggja manna maki, að sjálfs sín mati. En að lokum er hon- um fyrirskipað að handsama Harald útilegumann og setja í bönd. Og hryggspennu tók hann Harald, aftan frá, en fellur á sjálfs sín bragði, en segir síðan: „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“ FH hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í Íslandsmótinu í knattspyrnu — Landsbankadeild. Í öllum þessum leikjum, nema gegn HK, hafa um- sagnir blaðamanna og þjálfara verið í sögustíl Jóns sterka og þó einna mest eftir fjórða leikinn gegn Fram. Eftir leikinn töldu þeir Fram hafa verið miklu betra liðið. Líkt og Jón sterki hafi þeir bara fallið á eigin bragði, þ.e. ekki náð að skora. En „sáuð þið hvernig við tókum þá“? Ámundi H. Ólafsson. Kettlinga vantar heimili TVEIR kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 661-0966. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VINNUFLOKKUR var að störfum í og við gamla kirkjugarðinn við Suður- götu þegar ljósmyndara bar að garði. Morgunblaðið/G.Rúnar Tiltekt FRÉTTIR ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Falleg 3ja herbergja íbúð í Grafarvoginum til sölu. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og baðkari, eldhús, stóra stofu og þvottahús inn í íbúð. Góðir skólar, dagheimili og Spöngin í næsta ná- greni. Verð 25,5 m. Breiðavík 3ja herbergja íbúð með bílskúr til sölu Sími 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun LAUGARDAGINN 16. júní verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands) haldið í 18. skipti á yfir 100 stöðum hérlendis sem erlendis undir yf- irskriftinni „Hreyfing er hjartans mál“. Af þessu tilefni ætlar Kell- ogg’s að gefa Hjartavernd 50 krón- ur af hverjum pakka af Kellogg’s Special K sem seldur verður fyrstu tvær vikurnar í júní, 2.-16. júní. Kellogg’s hefur áður stutt Kvenna- hlaupið og undanfarin ár gefið öll- um þátttakendum í Garðabæ og Mosfellsbæ Special K-heilsustang- ir, en þetta hafa hingað til verið fjölmennustu hlaupin. Þetta árið mun Kellogg’s gefa þátttakendum nýjar Kellogg’s Special K Bliss- heilsustangir. Kellogg’s styrkir Hjartavernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.