Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 42
 Sjónvarps- stöðin Fasteigna- sjónvarpið er til sölu. Hlynur Sig- urðsson, eigandi stöðvarinnar, segir að hann hafi ákveðið að selja þar sem breytingar séu fram undan á hans högum. „Annaðhvort ætla ég að selja hlutafé í fyrirtækinu, eða allt fyrirtækið, hvort tveggja kemur til greina,“ segir Hlynur, og bætir við að miklir möguleikar felist í rekstr- inum enda fylgi nafn, tól og tæki með í kaupunum. Verð stöðv- arinnar er ekki gefið upp en Hlynur bendir áhugasömum á að hafa sam- band við sig. Fasteignasjónvarpið til sölu vegna breytinga Ég veit ekki hvernig Evu líður yfir þessu öllu saman en ég býð henni upp á vodkastaup næst þeg- ar við hittumst … 45 » reykjavíkreykjavík „ÞETTA átti bara að vera eitt sumar en hefur aðeins farið öðruvísi,“ segir Benedikt Erlingsson leikari um velgengni einleiksins Mr. Skallagrímsson sem nú er sýndur á sviði Sögulofts Land- námssetursins í Borgarfirði. Mr. Skallagrímsson, sem byggist á sögunni af Agli Skallagrímssyni, var fumsýndur 13. maí 2006 og eru sýningar nú að nálgast hundrað og tíu en hundraðasta sýning var í lok maí. Spurður hvort hann sé ekki orðinn leiður á þessu segir Benedikt léttur í bragði svo ekki vera enda passi hann sig á því að leika ekki of oft. „Við ætlum að sýna fram í ágúst og sjá svo til hvað verður. En þetta fer að taka enda,“ segir Benedikt, sem fékk á dögunum þrjár tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, fyrir Mr. Skallagrímsson. Sýningin sjálf er tilnefnd sem besta leiksýningin, Benedikt er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og sem besti höf- undur handrits. Auk þess var sýningin valin áhugaverðasta leiksýning ársins 2006 í Morg- unblaðinu. Nánari upplýsingar má finna á www.landnamssetur.is. Meira en 100 Mr. Skallagrímssynir Morgunblaðið/Golli Velgengni Benedikt Erlingsson hefur leikið Mr. Skallagrímsson hátt í 110 sinnum.  Svona eru menn kall- aðist gjörn- ingur þeirra Einars Kára- sonar og KK sem fluttur var í Landnámssetrinu í Borg- arnesi á vetrinum sem enn er að líða. Þar sagði Einar af uppvaxt- arárum KK, sem ku hafa verið skrautleg í meira lagi og mæltist verkið afskaplega vel fyrir. Eins- konar framhald verður á þessu samstarfi skáldanna því á laug- ardögum milli klukkan 18.30 og 19 í sumar munu þeir félagar sitja í hljóðstofu Rásar 1 og rabba sam- an um allt sem í hugann kemur, atburði liðinna daga og segja sög- ur úr fortíð og nútíð. Að sögn verður hvorki tónlistin né gítarinn langt undan. Einar Kára og KK saman á Rás 1 í sumar  Ultra Mega Technobandið Stef- án mun um næstu helgi leika á tveimur stærstu tónlistarhátíðum Skotlands undir merkjum Iceland Airwaves. Á föstudagskvöldið spil- ar sveitin á goNorth, sem er haldin í bænum Inverness, og svo á laug- ardaginn á hátíðinni Rock Ness. Þess má einnig geta að sveitin er komin á samning hjá Cod Music, og getur því verið ánægð með lífið þessa dagana. U.M.T.S. til Skotlands Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hraun átti lengi sitt andlega heimili á Kaffi Rósenberg. En eftir hraunið kom eldur. Miðbæjarbruninn í vor varð til þess að loka þurfti staðnum tímabundið en á meðan má sjá myndir frá Rósenberg á umslagi nýútkom- innar plötu Hrauns, I Can’t Believe It’s Not Happiness. Nafnið er dregið af bandarísku smjörlíki enda segir Svavar Knútur Kristinsson, söngvari sveitarinnar, að umfjöllunarefni henn- ar sé eins konar hamingjulíki. „Platan er sú fyrri í tveggja platna verki. Fyrri hlutinn er um að vera hjálparlaus og varnarlaus og ná ekki alveg taki í lífsins ólgusjó. Seinni platan er systurplata hinnar fyrri og eins konar framhald. Hún fjallar ekki síður um erfiðleika og vandræði, en mun- urinn er að maður hefur meiri stjórn á að- stæðum.“ Svavar segir að seinni platan verði ákveðnari og bjartari en rauði þráðurinn verði sögur um endurreisn, þar sem fyrrri platan lýsi eymd og þrá eftir sáluhjálp. Þráðurinn er þegar að miklu leyti orðinn til, hljómsveitin er þegar búin að semja lögin á næstu plötu. Lögin á nýju plötunni eru mörg undir sterkum áhrifum frá bandarískum þjóðlögum þar sem villta vestrið rennur saman við kalda norðrið. Lög á borð við „Clementine“, „Goodbye My Lo- vely“ og „Call Off Your Cavalry“ kallast á við „Ástarsögu úr fjöllunum“. „Ég er náttúrlega sveitastrákur …“ byrjar Svavar Knútur og held- ur áfram: „Popptónlist í dag er oft afskaplega ópersónuleg, menn eru alltaf að fela sig á bak við grímu kaldhæðni og töffaraskapar. Ég held að rosalega margir listamenn séu dauðhræddir við að láta sjást þar á bak við. En almennileg þjóðlög lifa lengi því þau eru svo hlý og einlæg. Mér finnst mjög gott fyrir okkur að geta hleypt þessu fram og verið opnir og einlægir en ekki með ein- hvern töffaraskap.“ Er þetta sem sagt ekki töff plata? „Við vorum einmitt að grínast með þetta: – Strákar, það er ekkert svalt við þessa plötu. Það eru ekki ein sólgleraugu á þessari plötu.“ Yrkisefnin eru líka iðulega persónuleg. Það er fjallað um ástina, sambandsslit og föðurmissi. Og Paris Hilton. „Það er kannski meira „Hiltonism- inn“, hedónisminn sem stingur mig. Að vera sama um sjálfan sig og aðra, vera sama um sjálfs- virðinguna og gufa upp. Ég varð vitni að svipaðri þróun hjá góðri vinkonu minni og þótti það mjög sársaukafullt.“ Sveitin hefur þegar haldið nokkra tónleika og stefnir að fleirum en planið er þó nokkuð óljóst enda tekur brauðstritið sinn tíma. Meðlimir Hrauns eru frístundaráðgjafi, fataprangari, skrúfubraskari og kjötmaður. „Ekkert svalt við þessa plötu“ Um hamingjulíki Hrauns, plötuna I Can’t Believe It’s Not Happiness Morgunblaðið/Golli Hljómsveitin Hraun Svavar Knútur, Loftur, Hjalti, Guðmundur og Jón Geir skemmta Úlfhildi Stefaníu. www.hraun.tk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.