Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 45 Í viðtali við Svavar Knút Krist-insson, söngvara Hrauns, varorðið hiltonismi til umræðu. Ástæðan var lagið „You Should Call a Doctor“ þar sem skrifað er upp á lyf gegn minnstu depurð, lífið verð- ur að vera skemmtilegt hvað sem það kostar og frægðin er takmark í sjálfu sér. Hiltonisminn felst í því að afskrifa sjálfsvirðinguna á kostnað gleðinnar, gufa upp andlega. Hil- tonismi er dóp þar sem víman er endalaus, svo framarlega sem þú getur haldið áfram að ljúga að sjálf- um þér endalaust. Hiltonismi er vitaskuld nefnt eft- ir Paris Hilton, hótelerfingjanum sem hefur orðið öllum öðrum fræg- ari fyrir það eitt að vera fræg (Anna Nicole Smith heitin gat að minnsta kosti státað af einni Naked Gun-mynd á ferilskránni). Fyrir hana er ástin ekki efni í slúð- urblöðin, hún virðist beinlínis ger- ast þar. Hiltonismi er náskyldur he- dónisma en þótt hedónismi snúist líka um að lifa hátt þá gengur hil- tonisminn skrefi lengra með því að afneita öllu inntaki algjörlega. Frægðin er ekki svo skelfilegt tak- mark í sjálfu sér nema þegar upp- runi frægðarinnar er alveg hættur að skipta máli.    Við höfum öll einhvern tímannorðið hiltonismanum að bráð. Fyrsta fréttin mín í þessu blaði fjallaði um Evu Mendes sem þurfti vodka fyrir kynlífssenur með Joa- quin Phoenix. Það var vísun í frétt- ina á baksíðu og hún fór beint á toppinn á lista mbl.is yfir vinsæl- ustu fréttirnar. Fyrir að þýða laus- lega skásta slúðurmolann sem ég fann þann daginn um bíómynd sem enginn tók eftir hvað hét. En það lásu hana flestir (lesist: smelltu á). Ég veit ekki hvernig Evu líður yfir þessu öllu saman en ég býð henni upp á vodkastaup næst þegar við hittumst. En þetta er það sem oftar og oftar skiptir öllu: Hversu margir smella, hversu margir hausar lesa. Það þarf ekki einu sinni að kaupa lengur, ekkert frekar. Þú þarft ekki einu sinni að lesa, bara skima. Þitt hlutverk er að verða hluti af tölfræðinni sem býr til rök fyrir auknum auglýsingatekjum.    Auðvitað er ekkert nýtt að þaðþurfi lesendur og áhorfendur svo að fjölmiðlar og listir geti borg- að sig. Það sem er nýtt er að þetta virðist stýra allri umræðu. Mest er orðið miklu betra en best. Gæðin fara halloka enda ekki hægt að mæla þau á þægilegan máta, það truflar líka hiltonismann óþægilega mikið að byrja að vanda sig um of. Enda skiptir öllu máli að halda telj- aranum heitum. Nú spyrst út að byrjað sé að borga bloggurum fyrir að auglýsa – en umrædd blogg eru fæst sérstaklega góð heldur að- allega mikið lesin (helst að blogg Guðmundar Steingrímssonar sé undantekning, þótt oftast spari hann bestu sprettina fyrir aðra miðla). En þetta er auðvitað ekki hægt að mæla, þetta er bara mat, fullkomlega hlutdrægt. Og þetta gegnsýrir orðið listina. Þegar einhver metsölumyndin fær slæma dóma þá er löngu hætt að verða til nokkur alvöru umræða í kjölfarið, framleiðendur og dreif- ingaraðilar setja bara upp snúð og segja að það sem skipti máli sé álit fólksins. En álit fólksins fær þó sjaldnast að koma fram, það fær ekki endurgreitt þótt verkið sé vont og enginn spyr það álits svo fram- arlega sem það borgar sig inn. Og ef þeir eru spurðir eru þeir svo skil- yrtir af fimmtán sekúndna frægð- inni sem þeim veitist að þeir ein- beita sér að því að brosa fallega og segja eitthvað fallegt svo þeir verði spurðir aftur. Hiltonismi: gerum lífið skemmtilegt! Reuters Paris Hilton Við munum alltaf eiga París. Fimm hljóðnemar, tvö upptökutæki og ein díva. AF LISTUM Ásgeir H Ingólfsson »Hiltonisminn felst íþví að afskrifa sjálfs- virðinguna á kostnað gleðinnar, gufa upp and- lega. Hiltonismi er dóp þar sem víman er enda- laus … asgeirhi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.