Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Pathfinder kl. 6 - 8 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 10 B.i. 16 ára Pirates of the Carribean 3 kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10:45 B.i. 10 ára Pirates of the Carribean 3 kl. 5 - 9 LÚXUS The Last Mimzy kl. 3 - 6 * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Unknown kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Painted Veil kl. 5.30 - 8 - 10.30 It’s a Boy Girl Thing kl. 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 5.20 B.i. 10 ára FALIN ÁSÝND eee „Falin ásýnd er vönduð kvikmynd...“  H.J., MBL Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 3.45 Spider Man 3 kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 10 ára ÞEIR ERU LOKAÐIR INN OG MUNA EKKI HVAÐ GERÐIST. ÞEIR TREYSTA ENGUM OG ÓTTAST ALLA. FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM LEIKURUM. MMJ  KVIKMYNDIR.COM OG VBL eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is eee F.G.G. - FBL eeee S.V. - MBL D.Ö.J. - Kvikmyndir.com og VBL tv - kvikmyndir.is ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA 30.000 manns á 7 dögum Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi eeee „28 Weeks Later er skylduáhorf fyrir hrollvekjuaðdáendur.“ L.I.B. - Topp5.is eee V.I.J. - Blaðið eeee Empire eeee „Hér er á ferðinni ein eftirminnilegasta hryllings- mynd síðustu ára... H.J. - MBL eee LIB, Topp5.is Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna NÝ LEYNDARMÁL - NÝR MÁTTUR - ENGAR REGLUR Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldu@mbl.is „HALLÓ Reykjavík!“ er yfirskriftin á hinni árlegu Höchster Schlossfest menningarhátíð sem haldin er í Frankfurt í Þýskalandi dag- ana 9. júní til 9. júlí næstkomandi. Hátíðin hefur farið fram á bökkum árinnar Main í rúma hálfa öld og er Reykjavíkurborg gestur hátíðarinnar í ár. „Það kom upp sú hugmynd í samtali á milli mín og forstöðumanns hátíðarinnar hér í Frankfurt, Thomasar Meders, að það væri gaman að endurvekja gamla hefð sem var tengd þessari hátíð áður fyrr. En þar til fyrir fjórtán árum var það siður að bjóða einhverri erlendri borg eða landi að vera sérlegur gest- ur hátíðarinnar og það varð úr að sú hefð er vakin aftur til lífsins nú með komu Reykja- víkur til Frankfurt,“ segir Arthúr Björgvin Bollason sem starfar sem kynningarfulltrúi Icelandair í Þýskalandi og hefur verið tengi- liður á milli borganna tveggja í þessu verk- efni frá upphafi. Rúrí með gjörning Arthúr segir Höchster Schlossfest vera menningarhátíð með léttu yfirbragði. „Í Frankfurt eru tvær hallir, Haus og Bolong- aro, í sama hverfinu við bakka Main, og stór hluti hátíðarinnar fer fram í höllunum og hallargörðunum. Það eru tvö kvikmyndahús í sama hverfi sem taka fullan þátt auk leikhúsa og sýningarsala. Hátíðin nær síðan hámarki síðustu helgina í júní þegar stór markaður fer fram í gamla hluta hverfisins á hallartorgi og þar verða Reykjavíkurborg, Icelandair og Ferðamálaráð með kynningarbás,“ segir Art- húr um hátíðina sem er sú stærsta sinnar tegundar í Frankfurt. „Halló Reykjavík!“ verður sett næstkom- andi laugardag með gjörningi listakonunnar Rúríar í einum hallargarðanna. „Rúrí mun, ásamt nokkrum trymblum, flytja mikinn „fossagjörning“, þar sem íslenskir fossar munu falla u.þ.b. bil 12 metra niður af svölum Bolongaro-hallar. Þangað mætir líka Vil- hjálmur Þ.Vilhjálmsson borgarstjóri og hittir Petru Roth, yfirborg- arstjóra í Frankfurt. Aðrir hápunktar á hátíðinni eru m.a. Laxnessvaka, upp- lestrarkvöld rithöfundanna Viktors Arnars Ingólfs- sonar og Auðar Jónsdóttur, Friðrik Þór Friðriksson verður sérstakur gestur hátíðarinnar með mynd sína Börn náttúrunnar, myndin 101 Reykjavík verður líka sýnd, Stuðmenn spila í lystigarði hér, Tómas R. Einarsson kemur með djass- kvartett sinn og opnuð verður íslensk ljós- myndasýning í tveimur bönkum. Hátíðin þjófstartar reyndar annað kvöld þegar Hörð- ur Áskelsson organisti spilar ásamt tveimur tompetleikurum í Justinus kirkjunni sem er þriðja elsta kirkja í Þýskalandi og að stofni til eldri en landnám Íslands,“ segir Arthúr en Icelandair er einn helsti styrktaraðili hátíð- arinnar og flytur alla listamennina frá Íslandi til Frankfurt. Vinaborgatengsl Arthúr segir að gestaborgin Reykjavík hafi þegar fengið mikla athygli í Frankfurt enda hafi hann skroppið með nokkra fjölmiðla- menn þaðan til Reykjavíkur til að kynna þeim borgina og það hafi leitt til mikilla fjöl- miðlaskrifa. Á morgun er síðan tveggja tíma útsending í þýska útvarpinu um Ísland í tali og tónum þar sem Arthúr kemur einnig við sögu. Svo skemmtilega vill til að sjónvarps- stöðin RTL verður með nokkurra mínútna innslög í hádegisþætti sínum „Punkt 12“ frá Íslandi í heila viku nú í júní, ótengt menning- arhátíðinni. Arthúr kemur með fylgdarlið frá stöðinni til Íslands í næstu viku og mun að- stoða við að gera innslögin hérlendis. „Við allt þetta bætist síðan að nú eru þreif- ingar í gangi um að byrja að efna í vinaborg- atengsl á milli Reykjavíkur og Frankfurt, “ segir Arthúr sæll að lokum. Reykjavíkurborg er gestur menningarhátíðarinnar Höchster Schlossfest í Þýskalandi Reykjavík boðið til Frankfurt Morgunblaðið/Eggert Menning Stuðmenn halda tónleika í lystigarði í Frankfurt og munu eflaust vekja mikla lukku. Arthúr Björgvin Bollason Bolongoro-höllin „Í Frankfurt eru tvær hallir, Haus og Bolongaro, í sama hverfinu við bakka Main, og stór hluti hátíðarinnar fer fram í höllunum og hallargörðunum,“ segir Arthúr. www.schloss-fest.de

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.