Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÍLAR nota fæturna til að „heyra“ köll frá öðrum hjörðum en við- brögð þeirra við köllunum eru mest þegar þau koma frá fílum sem þeir þekkja, að því er fram kemur í grein í tímaritinu New Scientist. Vitað er að fílar geta gefið frá sér lágtíðnihljóð til að koma boðum til fíla í nokkurra kílómetra fjar- lægð. Rannsóknarmenn við Stan- ford-háskóla í Bandaríkjunum komust að því að þessi gnýr veldur líka jarðbylgjum sem fjarlægar fíla- hjarðir greina með fótunum. Þeir eru svo næmir að undrum sætir. Rannsóknarmennirnir hljóðrit- uðu viðvörunarköll fíla í Namibíu og Kenýa þegar ljón nálguðust. Þeir notuðu síðan hljóðin til að koma af stað jarðbylgjum við vatnslindir í Namibíu. „Viðbrögð fíl- anna voru mikil, fyrst urðu þeir grafkyrrir og síðan söfnuðust þeir saman í þétta hópa, með yngstu fílana í miðjunni,“ segir í greininni. Við- brögð hjarðanna voru minni ef hljóðrituðu köllin voru frá fjar- lægum fílum. Því lengra sem hjarð- irnar voru frá fílunum, sem gáfu frá sér köllin, þeim mun minni voru viðbrögðin. Fílar nota fæturna til að „heyra“ viðvörunarköll Afríkufíll með ofurnæma fætur. BORGARYFIRVÖLD í Moskvu hyggjast gera ráðstafanir til þess að fækka erlendu farandverkafólki í borginni. Júrí Lúzhkov borgarstjóri sagði að draga þyrfti úr eftirspurninni eftir erlendu vinnuafli með því að nýta „okkar eigið verkafólk“. Alþjóðabankinn segir að í Rúss- landi séu fleiri erlendir far- andverkamenn en í nokkru öðru landi að Bandaríkjunum und- anskildum, að því er fram kom á fréttavef BBC. Farandverkafólkið vinnur oft erfiðustu, óþrifalegustu og stundum hættulegustu verkin. Vilja fækka erlendum farand- verkamönnum í Moskvu Vinnuafl Aserskur farandverka- maður á útimarkaði í Moskvu. SAMTÖK olíuútflutningsríkja, OPEC, hóta nú að stöðva nýjar fjár- festingar í olíuvinnslu ef vestræn ríki veðji á etanól til að minnka notkun á olíu og bensíni með það að markmiði að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Talsmenn OPEC segja að aukin áhersla á et- anól geti þannig valdið geysimikl- um hækkunum á olíu vegna minna framboðs en samtökin ráða yfir um 40% heimsframleiðslunnar. Banda- ríkjamenn telja að aukin notkun etanóls, sem unnið er m.a. úr maís, muni hafa þau jákvæðu áhrif að gera þjóðina minna háða olíu- innflutningi en ella. Bregðast við etanólinu Reuters LÖGREGLAN í Naíróbí, höfuðborg Kenýa, skaut tólf manns til bana í leit að vopnum og glæpamönnum í illræmdum sértrúarhópi, Mungiki. Nokkrum dögum áður varð lög- reglan 21 að bana í skotbardaga við fylgismenn sértrúarhópsins. Blóðbað í Naíróbí SAKSÓKNARI við hæstarétt Chile lagði til í gær að Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, yrði fram- seldur til heimalandsins. Fujimori hefur verið ákærður þar fyrir spill- ingu og mannréttindabrot þegar hann var forseti 1990-2000. Mælt með framsali AHMED Gheit, utanríkis- ráðherra Egyptalands, fordæmdi í gær ummæli George W. Bush Banda- ríkjaforseta í að- draganda leið- togafundar G8-fundarins en hann hvatti þá til þess að pólitískir andófsmenn víða um heim yrðu látnir lausir úr fangelsi. Meðal þeirra sem hann nafngreindi var Ayman Nur, einn af leiðtogum stjórnarandstæðinga í Egyptalandi, en hann hefur sætt margvíslegum ofsóknum af hálfu stjórnar Hosni Mubaraks forseta. Gheit sagði um- mæli Bush vera „óþolandi afskipti“ af innanlandsmálum Egypta og blað sem styður Mubarak, kallaði Bush „bjálfa“. Egyptar reiðir Bush forseta Ayman Nour MINNST 25 manns hafa farist af völdum fellibyls í Persaflóaríkinu Óman og 26 til viðbótar er saknað. Er þetta mesti fellibylur á svæðinu í þrjá áratugi. Flestir þeirra sem fór- ust drukknuðu í flóðum af völdum hellirigningar sem fylgdi bylnum. Skæður fellibylur Í SKÝRSLU sem skrifuð var fyrir Evrópuþingið er lagt til að bílar sem komist hraðar en nemur 161 kílómetra á klukkustund verði bannaðir innan Evrópusambandsins, að sögn fréttavefjar BBC. Væri þetta liður í aðgerð- um Evrópusambandsins til þess að minnka útblástur koltvísýrings frá bif- reiðum, en höfundur skýrslunnar, Evrópuþingmaðurinn Chris Davies, seg- ir að þetta hraðatakmark sé 25% hærra en flest evrópsk ákvæði um hámarkshraða. Bílar hafa á liðnum árum bæði þyngst og vélar þeirra orðið öflugri, þó að óvíða sé það löglegt að nýta allan þennan aukalega kraft. Kosið verður um áætlun ESB í haust. Hraðskreiðir bílar bannaðir? NÝ SÆNSK rannsókn gefur til kynna að fjölgun fellibylja síðustu ár sé ekki afleiðing hlýnunar sjávar, heldur eðlileg þróun. Fjölgun fellibylja undanfarin ár hefur vakið ugg. Margir hafa talið að þetta sé afleiðing loftlagsbreytinga, því hitastig sjávar er nátengt mynd- un fellibylja. En sænskir vísindamenn telja að skýringin liggi heldur í því að virkni fellibylja sé bundin hringrás, og að lægð síðustu ára hafi verið und- antekning, og hin mikla aukning tákni að hringrásin sé aftur að ná eðlilegum hæðum. Eðlilegt að fellibyljir séu tíðir Það hefur verið nokkrum erfið- leikum bundið fyrir vísindamenn að kanna eðli hringrásar þeirrar sem fellibyljir lúta, sökum þess að ekki eru til áreiðanleg gögn um þá nema frá árinu 1944. En Johan Nyberg og lið hans hjá Sænsku jarðfræðistofnuninni telja sig hafa fundið leið til að nálgast upplýsingar um fyrri hegðun felli- bylja. Kóralar í Karíbahafinu bera merki um fellibylji fortíðarinnar og Nyberg og félagar hafa áætlað tíðni fellibylja allt aftur til ársins 1730. Á grundvelli þeirra gagna segja þau líklegt að fjölgunin sé endurhvarf til eðlilegrar tíðni. Það er engu að síður ekki ólíklegt að hlýnun loftlags hafi einhver áhrif á myndun hvirfilbylja. Verkefnið sem loftlagsfræðingar standa nú frammi fyrir er að greina á milli þess hvað eru eðlilegar tíðnisveiflur, og hvað er afleiðing hækkandi hitastigs sjávar. Uppgötvun hinna sænsku vísinda- manna snýr einnig að áhrifum vind- breytingar með hæð, vindhvarfa, á myndun fellibyljanna. Þegar felli- bylur tekur að myndast getur hann verið kæfður í fæðingu ef slíkur vindur truflar hringiðuna sem skap- ast yfir yfirborði sjávar. Rannsóknin gefur til kynna að áhrif vindhvarfa á tíðni fellibylja kunni að vera jafnvel meiri en áhrif hitastigs sjávar. Fjölgun fellibylja talin ótengd hlýnun lofts Reuters Hvirfill Íbúum Karíbahafsins og suðausturríkja Bandaríkjanna stafar hætta af fellibyljum. Hér má sjá mannskaðafellibylinn Katrínu árið 2005. Í HNOTSKURN » Fellibyljir myndast ekkinema hitastig sjávar nái 27°C. » Síðustu tólf ár hefur aðmeðaltali 4,1 stórstormur af þessum toga magnast ár- lega. » Á árabilinu 1971 til 1994var meðaltal árlegra stórra fellibylja 1,5. » Fellibyljir myndast helst íAtlantshafi, á milli Karíba- hafsins og Vestur-Afríku. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MEIRI árangur virðist ætla að verða af leiðtogafundi G8 í Þýska- landi en horfur voru á í aðdraganda fundarins. Samkomulag hefur nú náðst um að stefna að umtalsverðri minnkun á útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda og að samþætta áætlun Bandaríkjanna aðgerðum Samein- uðu þjóðanna í umhverfismálum. Fundinum lýkur í dag. „Við erum því staðráðin í að grípa til öflugra og tafarlausra aðgerða gegn loftslagsbreytingum með það í huga að koma á jafnvægi í magni gróðurhúsalofttegunda þannig að það verði ekki svo mikið að mann- legar athafnir valdi hættulegu inn- gripi í loftslagskerfið,“ segir í drög- um að lokayfirlýsingu fundarins. George W. Bush Bandaríkjafor- seta tókst að koma í veg fyrir til- raunir kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, og annarra Evrópuleiðtoga sem vildu setja fram ákveðin mark- mið um tímasettar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsa- lofttegunda um að minnsta kosti helming fyrir árið 2050. Merkel ánægð með málamiðlun En Merkel var samt sigurreif í gær, andstaða Bush við aðgerðir sem hann til skamms tíma hefur talið annaðhvort óþarfar eða jafnvel byggðar á lélegum vísindum hefur linast mjög. „Við náðum besta ár- angri sem við gátum náð,“ sagði Merkel. Hún bætti við að samkomu- lagið myndi ryðja brautina fyrir við- ræður sem hefjast á Balí í Indónesíu í desember um framhald Kyoto-bók- unarinnar gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda en gildistími hennar rennur út 2010. Eitt óvæntasta útspilið á leiðtoga- fundinum kom í gær frá Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann lagði til að hatrammar deilur um fyrirhug- að gagnflaugavarnarkerfi sem Bandaríkjamenn vilja setja upp í Austur-Evrópu, yrði leyst með því að gagnflaugaskjöldurinn yrði settur upp í Aserbaídsjan við Kaspíahaf en ekki í Póllandi og Tékklandi eins og ætlunin er núna. Aserbaídsjan á landamæri að Íran en meintar kjarn- orkuvopnatilraunir Írana eru ein- mitt helsta kveikjan að gagnflauga- kerfinu, að sögn Bandaríkjamanna. Pútín setti þó ýmis skilyrði, fyrst og fremst að tekið yrði fullt tillit til þeirra áhyggna sem Rússar hefðu af nýjum vopnabúnaði við landamæri þeirra, einnig að „allir hagsmunaað- ilar“ hefðu jafnan aðgang að gagn- flaugakerfinu og upplýsingar um þróun þess yrðu aðgengilegar. Bush sagði tillögu Pútíns athyglisverða og stakk upp á því að hún yrði rædd af sérfræðingum ríkjanna. Féllust á málamiðlun í loftslagsmálunum Reuters Átök Særður ljósmyndari leiddur á brott frá vegatálma í grennd við Heil- igendamm í gær. Þúsundir manna héldu áfram mótmælum við fundarstað leiðtoga G8-ríkjanna í gær og kom sums staðar til harkalegra slagsmála. Andstaða Bush forseta að linast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.