Morgunblaðið - 08.06.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 08.06.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ GRENIVÍKURSKÓLI fékk Græn- fánann afhentan við hátíðlega at- höfn við skólaslit 1. júní. Grænfáninn er alþjóðlegt um- hverfismerki samtakanna Fee og er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfánaverkefninu hér á landi er stýrt af Landvernd. Nemendur og starfsmenn Grenivíkurskóla hafa unnið að verkefninu frá því í des- ember 2004. Samþykktur var sér- stakur umhverfissáttmáli, þar sem lögð er áhersla á að auka umhverf- isvitund nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls, að fegra og bæta umhverfi skólans og stuðla að því að íbúar Grýtubakkahrepps leiti úrbóta á því sem betur mætti fara í þeim efnum, að efla samfélags- kennd innan skólans sem utan og miðla vitneskju. Grænt og vænt Valdimar Víðisson skólastjóri dregur Grænfánann að húni. Grænfáninn við Greni- víkurskóla MEIRIHLUTI landsmanna virðist hlynntur Kjalvegi ef marka má við- horfskönnun sem Capacent hefur unnið fyrir félagið Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendis- vegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3.200 manns. Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður verði heilsársveg- ur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni. Um 45% aðspurðra töldu að ferð- um þeirra milli áfangastaða á Norð- ur- og Suðurlandi myndi fjölga með framkvæmdinni en 55% töldu að þeim myndi ekki fjölga. Stuðningur við framkvæmdina er mestur á Akureyri og nágrenni eða 67% og aðeins 24% á móti. Hann er næst mestur á Árborgarsvæðinu eða 65% með framkvæmdinni en 26,8% á móti. Meirihlutastuðningur er einnig við framkvæmdina á höf- uðborgarsvæðinu, skv. könnuninni, eða 51,4% en 41,3% á móti. Konur eru hlynntari fram- kvæmdinni en karlar og þeir sem yngri eru, eru hlynntari fram- kvæmdinni en þeir sem eldri eru. Þeir sem þurfa að fara hvað oftast milli Norður- og Suðurlands eru hlynntari framkvæmdinni en þeir sem sjaldnar fara. Halldór Jóhannsson stjórnarfor- maður Norðurvegar ehf. segir þetta ekki koma sér á óvart og niðurstaða könnunarinnar sé hvatning fyrir stjórn félagsins til þess að halda ótrauð áfram í því að vinna málinu framgang. „Stuðningur við verkefn- ið á okkar nærsvæði sem og á Suð- urlandi er yfirgnæfandi. Næstu skref verða að koma verkefninu á endurskoðaða samgönguáætlun og væntum við góðrar samvinnu við nýjan samgönguráðherra um það mál,“ er haft eftir Halldóri í til- kynningu frá Norðurvegi. Félagið Norðurvegur ehf., sem er í eigu um 20 einstaklinga, fyrir- tækja og sveitarfélaga á Norður- og Suðurlandi, stefnir að því að leggja nýjan veg yfir Kjöl í einkafram- kvæmd. Félagið segir leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur munu styttast um 47 kílómetra og áætl- aður kostnaður eru 4,2 milljarðar króna. Markmið Norðurvegar er að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegar undirbúningsaðgerðir. Félagið stefnir að því að vegurinn verði tek- inn í notkun árið 2010. Meirihluti landsmanna er hlynntur Kjalvegi Morgunblaðið/Sverrir Jákvætt Halldór Jóhannsson: Niðurstaða könnunarinnar er hvatning fyrir stjórnina til þess að halda ótrauð áfram í því að vinna málinu framgang. Mestur stuðningur á Akureyri Í HNOTSKURN »Norðurvegur ehf. varstofnaður í febrúar árið 2005 og er undirbúningsfélag um byggingu hálendisvegar milli Norður- og Suðurlands yfir Kjöl. »Hluthafar eru á þriðja tug,einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög, bæði á Norður- landi og á Suðurlandi. AKUREYRI SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16 Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6 Fjarðarkaupum Lífsinslind í Hagkaupum Heilsuhúsið Selfossi Kelp Fyrir húð, hár og neglur Garðabær | Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur í samstarfi við Horn- steina arkitekta snúið sér til íbúa bæjarins við að kanna framboð, eft- irspurn og notkun náttúrutengdra útivistarsvæða í nágrenninu. Þetta er liður í stærri rannsókn sem bæj- arfélagið tekur þátt í, en það er svo- kallað COST-Evrópusamstarf (European Cooperation in the field of Scientific and Technological Research). Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir markmiðin með- al annars að vekja athygli á mik- ilvægi útivistarsvæða og finna leið- ir til að bæjarbúar nýti sér náttúru Garðabæjar í auknum mæli. „Hér er alveg einstakt útivistarsvæði allt í kringum bæinn og merkilegar náttúruperlur sem við viljum auð- vitað að fólk noti.“ Ekki verður betur séð en að bæj- arstjórinn hafi lög að mæla, því úti- vistarsvæðin 15 sem könnunin tek- ur til þekja alls um 26 ferkílómetra, sem nemur um 63% af heildarflat- armáli bæjarfélagsins. Lítið er vitað um raunverulega notkun á þessum svæðum eða við- horf til þeirra og telur bæjarstjórn Garðabæjar því löngu tímabært að rannsaka það. Garðabær ríður á vaðið Rannsóknin er í raun þrískipt og er fyrsti liðurinn þegar hafinn í formi vefkönnunar á heimasíðu Garðabæjar. Því næst verður könn- uninni fylgt eftir með fundum með hópum og félagasamtökum í Garðabæ, og loks verður farið í vettvangsferðir um svæðin þegar líður á sumarið. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt bæj- arfélag gerir úttekt á útivistar- svæðum með þessum hætti og seg- ir Gunnar það vera í samræmi við þá stefnu bæjarins undanfarin tvö ár að gera Garðabæ að snyrtileg- asta og umhverfisvænasta bæ á Ís- landi. Nefnir Gunnar í því sam- hengi hugmyndir bæjarstjórnar um friðlýsingu á svæðum eins og Búrfellshrauni. „Við viljum að svæði hér innan bæjarins verði friðlýst í framtíðinni svo ekkert verði við þeim hróflað, sem er svo- lítið sérstakt fyrir byggð á höf- uðborgarsvæðinu.“ Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr þessari könnun liggi fyrir að hausti að sögn Gunnars og er þá ætlunin að byggja á þeim svokallað „lifandi líkan“ sem á að gefa góða heildarmynd yfir gæði og notkun útivistarsvæðanna. „Við finnum að fólk tekur þessu vel og það er auk- inn áhugi, sérstaklega hjá ungu fólki sem flytur í bæinn og er áhugasamt um náttúruna í nánasta umhverfi. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að þessari vakningu.“ Útivist efld á náttúru- tengdum svæðum í Garðabæ Græn svæði Í Garðabæ eru mörg falleg svæði sem tilvalin eru til útiveru, golfvöllur Oddfellowa í forgrunni. Norðlingaholt | Nýr leikskóli var opnaður í gær af Vilhjálmi Vilhjálmssyni, borgar- stjóra Reykjavíkur. Leikskólinn er í Norð- lingaholti og hefur rými fyrir 88 börn á 4 deildum. Nafnið Rauðhóll varð fyrir valinu eftir hugmyndasamkeppni meðal barna, foreldra og starfsfólks. Í fréttatilkynningu kemur fram að leikskólinn muni leggja áherslu á umhverfisvernd og leik með nátt- úrulegan efnivið. Vináttan og náin tengsl við fjölskyldur barnanna verður í hávegum haft og leitast við að kenna börnunum að lifa lífinu hægt og njóta þess. Mikið er um fjölskyldufólk í hverfinu þannig að leikskólinn mætir brýnni þörf fyrir fleiri leikskólapláss þar. Nýi leikskól- inn er í fallegri náttúru og mikið lagt upp úr því að lóðin sé hluti af villtri náttúru. Leikskólinn verður í nánu samstarfi við Norðlingaskóla, meðal annars um notkun á útileikstofu sem býður upp á margvísleg tækifæri til náttúruskoðunar. Arkitektinn Manfreð Vilhjálmsson hann- aði leikskólann en gulir pýramídar rísa upp úr húsinu, grasflár ganga sums staðar upp á veggi og spéspegill er nálægt anddyri til að létta lundina. Morgunblaðið/Kristinn Fjölbreytni Leikskólinn býður upp á ýmis- legt en stundum er góð bók allt sem þarf. 88 pláss á Rauðhóli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.