Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ GRENIVÍKURSKÓLI fékk Græn- fánann afhentan við hátíðlega at- höfn við skólaslit 1. júní. Grænfáninn er alþjóðlegt um- hverfismerki samtakanna Fee og er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfánaverkefninu hér á landi er stýrt af Landvernd. Nemendur og starfsmenn Grenivíkurskóla hafa unnið að verkefninu frá því í des- ember 2004. Samþykktur var sér- stakur umhverfissáttmáli, þar sem lögð er áhersla á að auka umhverf- isvitund nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls, að fegra og bæta umhverfi skólans og stuðla að því að íbúar Grýtubakkahrepps leiti úrbóta á því sem betur mætti fara í þeim efnum, að efla samfélags- kennd innan skólans sem utan og miðla vitneskju. Grænt og vænt Valdimar Víðisson skólastjóri dregur Grænfánann að húni. Grænfáninn við Greni- víkurskóla MEIRIHLUTI landsmanna virðist hlynntur Kjalvegi ef marka má við- horfskönnun sem Capacent hefur unnið fyrir félagið Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendis- vegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3.200 manns. Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður verði heilsársveg- ur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni. Um 45% aðspurðra töldu að ferð- um þeirra milli áfangastaða á Norð- ur- og Suðurlandi myndi fjölga með framkvæmdinni en 55% töldu að þeim myndi ekki fjölga. Stuðningur við framkvæmdina er mestur á Akureyri og nágrenni eða 67% og aðeins 24% á móti. Hann er næst mestur á Árborgarsvæðinu eða 65% með framkvæmdinni en 26,8% á móti. Meirihlutastuðningur er einnig við framkvæmdina á höf- uðborgarsvæðinu, skv. könnuninni, eða 51,4% en 41,3% á móti. Konur eru hlynntari fram- kvæmdinni en karlar og þeir sem yngri eru, eru hlynntari fram- kvæmdinni en þeir sem eldri eru. Þeir sem þurfa að fara hvað oftast milli Norður- og Suðurlands eru hlynntari framkvæmdinni en þeir sem sjaldnar fara. Halldór Jóhannsson stjórnarfor- maður Norðurvegar ehf. segir þetta ekki koma sér á óvart og niðurstaða könnunarinnar sé hvatning fyrir stjórn félagsins til þess að halda ótrauð áfram í því að vinna málinu framgang. „Stuðningur við verkefn- ið á okkar nærsvæði sem og á Suð- urlandi er yfirgnæfandi. Næstu skref verða að koma verkefninu á endurskoðaða samgönguáætlun og væntum við góðrar samvinnu við nýjan samgönguráðherra um það mál,“ er haft eftir Halldóri í til- kynningu frá Norðurvegi. Félagið Norðurvegur ehf., sem er í eigu um 20 einstaklinga, fyrir- tækja og sveitarfélaga á Norður- og Suðurlandi, stefnir að því að leggja nýjan veg yfir Kjöl í einkafram- kvæmd. Félagið segir leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur munu styttast um 47 kílómetra og áætl- aður kostnaður eru 4,2 milljarðar króna. Markmið Norðurvegar er að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegar undirbúningsaðgerðir. Félagið stefnir að því að vegurinn verði tek- inn í notkun árið 2010. Meirihluti landsmanna er hlynntur Kjalvegi Morgunblaðið/Sverrir Jákvætt Halldór Jóhannsson: Niðurstaða könnunarinnar er hvatning fyrir stjórnina til þess að halda ótrauð áfram í því að vinna málinu framgang. Mestur stuðningur á Akureyri Í HNOTSKURN »Norðurvegur ehf. varstofnaður í febrúar árið 2005 og er undirbúningsfélag um byggingu hálendisvegar milli Norður- og Suðurlands yfir Kjöl. »Hluthafar eru á þriðja tug,einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög, bæði á Norður- landi og á Suðurlandi. AKUREYRI SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16 Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6 Fjarðarkaupum Lífsinslind í Hagkaupum Heilsuhúsið Selfossi Kelp Fyrir húð, hár og neglur Garðabær | Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur í samstarfi við Horn- steina arkitekta snúið sér til íbúa bæjarins við að kanna framboð, eft- irspurn og notkun náttúrutengdra útivistarsvæða í nágrenninu. Þetta er liður í stærri rannsókn sem bæj- arfélagið tekur þátt í, en það er svo- kallað COST-Evrópusamstarf (European Cooperation in the field of Scientific and Technological Research). Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir markmiðin með- al annars að vekja athygli á mik- ilvægi útivistarsvæða og finna leið- ir til að bæjarbúar nýti sér náttúru Garðabæjar í auknum mæli. „Hér er alveg einstakt útivistarsvæði allt í kringum bæinn og merkilegar náttúruperlur sem við viljum auð- vitað að fólk noti.“ Ekki verður betur séð en að bæj- arstjórinn hafi lög að mæla, því úti- vistarsvæðin 15 sem könnunin tek- ur til þekja alls um 26 ferkílómetra, sem nemur um 63% af heildarflat- armáli bæjarfélagsins. Lítið er vitað um raunverulega notkun á þessum svæðum eða við- horf til þeirra og telur bæjarstjórn Garðabæjar því löngu tímabært að rannsaka það. Garðabær ríður á vaðið Rannsóknin er í raun þrískipt og er fyrsti liðurinn þegar hafinn í formi vefkönnunar á heimasíðu Garðabæjar. Því næst verður könn- uninni fylgt eftir með fundum með hópum og félagasamtökum í Garðabæ, og loks verður farið í vettvangsferðir um svæðin þegar líður á sumarið. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt bæj- arfélag gerir úttekt á útivistar- svæðum með þessum hætti og seg- ir Gunnar það vera í samræmi við þá stefnu bæjarins undanfarin tvö ár að gera Garðabæ að snyrtileg- asta og umhverfisvænasta bæ á Ís- landi. Nefnir Gunnar í því sam- hengi hugmyndir bæjarstjórnar um friðlýsingu á svæðum eins og Búrfellshrauni. „Við viljum að svæði hér innan bæjarins verði friðlýst í framtíðinni svo ekkert verði við þeim hróflað, sem er svo- lítið sérstakt fyrir byggð á höf- uðborgarsvæðinu.“ Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr þessari könnun liggi fyrir að hausti að sögn Gunnars og er þá ætlunin að byggja á þeim svokallað „lifandi líkan“ sem á að gefa góða heildarmynd yfir gæði og notkun útivistarsvæðanna. „Við finnum að fólk tekur þessu vel og það er auk- inn áhugi, sérstaklega hjá ungu fólki sem flytur í bæinn og er áhugasamt um náttúruna í nánasta umhverfi. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að þessari vakningu.“ Útivist efld á náttúru- tengdum svæðum í Garðabæ Græn svæði Í Garðabæ eru mörg falleg svæði sem tilvalin eru til útiveru, golfvöllur Oddfellowa í forgrunni. Norðlingaholt | Nýr leikskóli var opnaður í gær af Vilhjálmi Vilhjálmssyni, borgar- stjóra Reykjavíkur. Leikskólinn er í Norð- lingaholti og hefur rými fyrir 88 börn á 4 deildum. Nafnið Rauðhóll varð fyrir valinu eftir hugmyndasamkeppni meðal barna, foreldra og starfsfólks. Í fréttatilkynningu kemur fram að leikskólinn muni leggja áherslu á umhverfisvernd og leik með nátt- úrulegan efnivið. Vináttan og náin tengsl við fjölskyldur barnanna verður í hávegum haft og leitast við að kenna börnunum að lifa lífinu hægt og njóta þess. Mikið er um fjölskyldufólk í hverfinu þannig að leikskólinn mætir brýnni þörf fyrir fleiri leikskólapláss þar. Nýi leikskól- inn er í fallegri náttúru og mikið lagt upp úr því að lóðin sé hluti af villtri náttúru. Leikskólinn verður í nánu samstarfi við Norðlingaskóla, meðal annars um notkun á útileikstofu sem býður upp á margvísleg tækifæri til náttúruskoðunar. Arkitektinn Manfreð Vilhjálmsson hann- aði leikskólann en gulir pýramídar rísa upp úr húsinu, grasflár ganga sums staðar upp á veggi og spéspegill er nálægt anddyri til að létta lundina. Morgunblaðið/Kristinn Fjölbreytni Leikskólinn býður upp á ýmis- legt en stundum er góð bók allt sem þarf. 88 pláss á Rauðhóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.