Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 25 „Íslenskar trjáplöntur eru aðlagaðar okkar veðráttu.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR. Húðflúr og hljómlist Gera má ráð fyrir því að litadýrð og skrautleg mynstur ráði ríkjum á Grand Rokk um helgina en þar hefst Icelandic Tattoo Festival í kvöld. Húð- flúrmeistarar frá Bandaríkjunum og Danmörku munu í slagtogi við innlenda sérfræðinga sýna og bjóða upp á tattú fyrir gesti og gangandi. Opið verður frá 11:00-22:00 og í kvöld leika hljómsveitirnar Weapons og Atómstöðin. Annað kvöld troða Wolfgang og Vicky Pollard upp. Sjómennska á Seltjarnarnesi Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð eru viðfangsefni menningarhátíðar Seltjarnarness sem hefst í dag. Á hátíðinni mætir fortíð framtíð í hinum ýmsu uppákomum. Má þar nefna ljósmyndasýninguna Systir með sjóhatt sem verður á Bókasafni Seltjarnarness, morgunverð með útgerðarstemn- ingu á Eiðistorgi á laugardagsmorgun þar sem börn verða í aðalhlutverki, lifandi tónlist, gjörning og Müllersæfingar í Sundlaug Seltjarnarness, fjöru- tónleika í Bakkavör og listamessu í Seltjarnarneskirkju auk þess sem vinnu- stofur listamanna verða opnar víðsvegar um Nesið. Menningarhátíðinni lýk- ur með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar á sunnudagskvöld í Félagsheimili Seltjarnarness. Við flygilinn í stofunni Ljóð Nóbelskáldsins verða meðal viðfangsefna á stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag en þar munu Signý Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir flytja ljóðaperlur fyrir gesti. Auk ljóða Laxness verða á dag- skránni ljóð eftir Davíð Stefánsson og Johann Wolfgang von Goethe en tón- listin er eftir Jón Þórarinsson, Jakob Hallgrímsson og Franz Schubert. Blóm og orkusteinar Á morgun opnar hollustu- og hamingjumarkaður í Skólastræti en til stendur að starfrækja markaðinn þar um helgar í sumar. Þar verður hægt að krækja sér í lífrænt grænmeti, kryddjurtir, orkusteina og blóm svo eitt- hvað sé nefnt. Lokað verður fyrir bílaumferð í Skólastrætinu á morgun svo búast má við líflegri stemningu verði veðurguðirnir markaðshöldurum hlið- hollir. Heimsklassatónlist í Hveragerði Aðeins 40 mínútur tekur að aka frá höfuðborginni til Hveragerðis þar sem tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur verður haldin í Hveragerðiskirkju um helgina. Flytjendur á tónleikum á föstudag, laugardag og sunnudag eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Peter Máté píanóleikari, mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, píanó- leikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari. Tískan á Sturlungaöld Hvaða föt þótti Sturlungum fín eða ófín og hvað stjórnaði litavali þeirra? Þessum spurningum og fleirum er varða klæðnað þessara vösku víkinga verður leitast við að svara á Minjasafninu á Akureyri kl. 14 á morgun. Helgi Þórsson og Beate Stormo, áhugafólk um forn fræði og miðaldafólk ætla þá að veita gestum safnins innsýn í klæðað Sturlunga. Hæglátir á krossgötum Ævintýralegir hlutir og fagrir verða á sýningunni Óslípaður Demantur sem opnar á morgun í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu. Hlutirnir hafa orðið til í höndum 16-24 ára fólks á hönnunarverkstæði Fjölsmiðjunnar en listamenn- irnir eiga það sameiginlegt að standa á krossgötum. Með þolinmæði, hæg- læti og listrænu innsæi hefur það breytt verðlausu drasli í gersemar. mælt með... Reuters Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/Þorkell veginn og er almennt opnara og glaðlegra. Fólk treystir frekar þeim sem eru með hund. x x x Víkverji er að hug-leiða að bæta fjár- hagsstöðuna með út- gáfu bókarinnar The Dog Diet – The Uli- mate Lifestyle Choice. Hún myndi að sjálf- sögðu slá í gegn og má búast við því að sjá Vík- verja í framhaldinu í þáttum Rachael Ray og Opruh Winfrey. x x x Í öðrum hundafréttum er það helstað Reykjavíkurborg var að senda út hundaleyfismerkimiða ársins. Á honum stendur talan 2007 og á hann að vera á hálsól hundsins ásamt Reykjavíkurmerkinu og upplýs- ingum um hundinn og eiganda. Merkingin var send í pósti og var ekkert annað í umslaginu. Varla hefði það kostað borgina of mikinn pappír að senda með stutt skilaboð með áminningu um að hundurinn eigi að bera þetta merki með bestu sumarkveðjum frá Reykjavík- urborg! Ekki er hægt að of-meta hversu heilsusamlegt það er að eiga hund. Allavega hund sem þarf að hreyfa á hverjum degi og svo þarf hann líka að vera vel upp alinn. Kostir þess að eiga hund eru margir. Fyrst ber að nefna að gæludýr hjálpa fólki að slaka á og draga úr stressi en ekki er van- þörf á því í nútímaþjóð- félagi. Einnig hvetur hund- urinn til þess að eig- andinn fari í reglulega göngutúra sem stuðla að bættri heilsu. Það má sjá hundaeigendur úti í allskonar veðri, engar afsakanir eru teknar gildar, hundurinn þarf að komast út að hreyfa sig og gera þarfir sínar. Líka er erfitt að vera einmana því mikill félagsskapur er af hundum. Hann sýnir eigandanum líka skilyrð- islausa ást, sem er ekki á hverju strái í samfélagi mannanna. Hundur stuðlar líka að því að rjúfa félagslega einangrun því eins og allt fólk með hund veit gefur fólk sig mun frekar á tal við mann úti á götu þegar hund- urinn er manni við hlið. Fólk spyr um hundinn, spjallar um daginn og   víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fréttir í tölvupósti Lesandi spyr: Eru maísbaunir al- gjörlega næringarlausar eða ef svo er ekki, hvaða næringaefni innihalda þær? „Niðursoðnar maísbaunir eru ekki næringarlausar því þær innihalda til dæmis nokkuð af trefjum,“ segir Elva Gísladóttir, verkefn- isstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð. „Nið- ursoðnar maísbaun- ir gefa einnig nokkuð af fólati, E- vítamíni og C- vítamíni þótt ekki sé hægt að segja að maískorn séu auð af þessum næringarefnum,“ segir Elva. Trefjar í maískornum 1 $+$) $&B FJ4%KA) -$33 3&' '&$ '+ $ $) +"#L)J A K &-'&JFJ $8'& 8$ +AFJ ( ! (   L&$ 3&$ $) A &- @" 5 )# " $ *&H" $ & :& M7#A"+ 7#A"+ H)" 9& K-!)J K3J K3J K3J K3J K+3J K+3J KN3J K+3J       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.