Morgunblaðið - 08.06.2007, Page 27

Morgunblaðið - 08.06.2007, Page 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 27 LÍTIÐ magn af karlhormóninu te- stósteróni getur aukið hættu á dauða meðal karlmanna eldri en fimmtíu ára. Rannsókn meðal átta hundruð karlmanna leiddi í ljós að þeir sem voru með tiltölulega lítið magn karlhormónsins höfðu 33% aukna áhættu á átján árum en þeir karlar, sem höfðu meira magn af hormóninu. Vísindamenn mæla þó ekki með því að karlar reyni að bæta sér upp testósterón- ið í töfluformi. Því gætu fylgt aukaverkanir og mæla þeir miklu fremur með að karlar haldi sér líkamlega virkum til að halda te- stósterón-magni hæfilegu. Þátt- takendur í rannsókninni voru á aldrinum 50-91 árs og hafa verið að taka þátt í krónískri rannsókn í Kaliforníu allt frá árinu áttunda áratugnum. Testósterón fæðir lík- amann með sinki og fer þverrandi með hækkandi aldri sem aftur hefur þau áhrif að menn verða ekki eins virkir og áður. Rannsak- endur segja að aukin hætta á dauða með minnkandi te- stósteróni var ekki hægt að skýra með reykingum, áfeng- isneyslu, ónógri hreyfingu eða öðrum sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdóma. Hinsvegar fundu rannsakendur það út að karlar með lágt te- stósterón voru þrisvar sinnum líklegri til að fá hjarta- og æða- sjúkdóma og sykursýki en hinir sem voru með meira horm- ónamagn í sér. Að sögn Dr. Gail Laughlin, aðstoðarprófessors við Kaliforníu-háskóla í San Diego, eykst áhættan yfir langt tímabil, en margt bendir til að úr þessari áhættu megi draga með hollum lífsstíl, hreyfingu og kjörþyngd. Frá þessu var nýlega greint í vefmiðli BBC. Karlar haldi í karlhormónið Morgunblaðið/Jóra Kristján Bersi Ólafsson tekursér bessaleyfi, eða skáldaleyfi, til að hagræða aðeins úrslitunum gegn Svíum, rímsins vegna, og yrkir: Fræg eru úrslitin - fjórtán tvö, sem flestir vilja gleyma. En ennþá verra er ekkert sjö. – Þeir áttu að sitja heima. Í tilefni af þemanu í gær, pungum, barst umsjónarmanni vísa eftir Ósk Þorkelsdóttur á Húsavík: Karlanna ímynd er hálfgert hjóm og hæpið að sé til bóta að hafa örlítið hengiblóm hangandi milli fóta. Einar Steinþórsson Stykkishólmi sendir vísur í tilefni af því að Valgerður Sverrisdóttir taldi samgönguráðherra þegar hafa svikið loforð um Vaðlaheiðargöng: Valgerður í látbragðsleik leitt að vita, biðin ströng; atkvæði Kristján öll sín sveik engin hefur hann borað göng. Þrjár vikur hann þingið leit, þykir stutt en við það sat, Valgerður í vaskri sveit vill að Möller bori gat. Davíð Hjálmar Haraldsson orti á sjómannadaginn að gefnu tilefni: Sjómannadagur – og sævarins hetjur í landi. Sofa við bryggjurnar hestöfl og þúsundir tonna. Grogguðum sjómönnum gremst ekki lítið sá fjandi hve Guðmundur brimill er vondur við aumingja Konna. Ekki lækka rafmagns- reikningarnir á Skagaströnd ef marka má Rúnar Kristjánsson: Rafmagnið er nú orðið dýrt, öllu er þar til fjandans stýrt. Virtur skal síst til vorkunnar Valgerðarskattur orkunnar! Þegna á að pína á þeirri rás, þróun er sett á bak við lás. Virðist ei mikið vega þar velferð í þágu alþjóðar! VÍSNAHORNIÐ Af sköttum og fótbolta pebl@mbl.is                            ar gu s 0 7 -0 4 3 2 Uppspretta af hugmyndum fyrir sælureitinn þinn! bmvalla.is Nýja handbókin er komin Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 585 5050 Opið mánudaga til föstudaga 8–18 og laugardaga 9–14. Handbókin okkar kveikir ótal nýjar hugmyndir. Landslagsarkitekt okkar í Fornalundi aðstoðar þig síðan við að breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit. Hringdu í síma 585 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf. Pantaðu handbókina í síma 800 5050 eða á bmvalla.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.