Morgunblaðið - 08.06.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.06.2007, Qupperneq 29
meistaramatur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 29 RAGNAR Ómarsson matreiðslu- meistari eldar þessa vikuna á vef- varpi mbl.is rauðsprettu og kartöflu- og sveppagratín. Hitið sveppaostinn og mjólkina í örbylgjunni þar til hann bráðnar. Steikið laukinn og sveppina ásamt hvítlauknum í smá olíu á pönnu þar til að laukurinn er orðin mjúkur, og hell- ið svepparjómanum út á ásamt stein- seljunni. Smakkið til með salti og pip- ar (ekki gleyma því að kartöflur þurfa frekar mikla kryddun). Hellið þessu í eldfast mót, stráið rifna ostinum yfir og bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur eða þar til osturinn er farinn að brúnast aðeins. Ofnbakaðar spergil- og Camenbert-fylltar rauðspretturúllur 800 g rauðspretta, flökuð, roðflett og beinhreinsuð. Biðjið fisksalann um að sjá um þessa vinnu fyrir ykkur. 8 ferskir sperglar (einnig má nota spergla úr dós ef erfitt er að fá þá ferska) 8 sneiðar Camenbert (ca. 250 g) 1 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif, saxað gróft 1/3 laukur, saxaður gróft Stilkur af estragon, eða annað gott krydd eins og timian, rósmarín eða dill 1 dl hvítvín (má sleppa, en þá þarf vatn í staðinn) salt og pipar Byrjið á því að sjóða spergilinn í söltu vatni í um 2 mínútur. Setjið hann síðan í kalt vatn og þerrið loks á pappír. Leggið rauðsprettuna á bretti með roðhliðina upp (samt er ekkert roð) og sláið létt á flakið þannig að það fletjist aðeins út. Stráið salti og pipar yfir, setjið einn spergil ásamt einni sneið af Camenbert ofan á flakið og rúllið upp í snyrtilega rúllu. Legg- ið rúllurnar í eldfast mót og hellið hvítvíninu eða vatninu yfir ásamt hvítlauknum, lauknum, sítrónusaf- anum og kryddstilkunum. Saltið og piprið rúllurnar og setjið álpappír yf- ir formið. Bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur, eða þangað til fisk- urinn er orðinn eldaður. Það fer eftir ofninum hversu langan tíma þarf til að elda fiskinn. Kartöflu- og sveppagratín 400 g kartöflur (soðnar, skrældar og sneiddar gróft) 200 g ferskir sveppir (fínt sneiddir), hægt er að nota hvaða uppáhalds- sveppi sem er ½ laukur (fínt saxaður) 1 hvítlauksgeiri (fínt saxaður) 150 g léttsmurostur með villisveppum 2 dl mjólk 2 msk. steinselja (söxuð, má sleppa) salt og pipar 50 g rifinn ostur (einhver góður eftir smekk) Freistandi Ofnbakaðar spergil- og camenbertfylltar rauðspretturúllur. Ljúffengt Kartöflu- og sveppagratín Ofnbökuð fiskmáltíð mbl.is/folk , Kringlunni, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Tax-free-bomba Fríhafnarverð fimmtudag til sunnudags Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi Verið velkomin Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.