Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arndís Þórð-ardóttir, Sól- eyjargötu 4 á Akra- nesi, fæddist á Grund á Akranesi 2. desember 1917. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 2. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þórður Ásmundsson út- gerðarmaður og Emilía Þorsteins- dóttir húsmóðir sem bjuggu á Grund á Akranesi. Systkini Arndísar voru Ólína Ása, húsmóðir á Akranesi, Hans Júlíus, framkvæmdastjóri á Akranesi, Steinunn, f. 1910, d. 1915, Ragnheiður, húsmóðir á Akranesi, Steinunn, húsmóðir á Akranesi, Ingibjörg Elín, hús- móðir á Akranesi, Þóra, húsmóðir á Akranesi, og Emilía, húsmóðir í stöðumaður. Börn þeirra eru Ingi- björg, Arnar og Davíð. 5) Þórður Björgvinsson, umsjónarmaður við- halds og þjónustu, f. 30. október 1952, maki K. Sigfríð Stef- ánsdóttir gjaldkeri. Börn þeirra eru Stefán og Björgvin. 6) Ólöf Björgvinsdóttir sjúkraliði, f. 25. nóvember 1954, maki Guðjón Þor- gils Kristjánsson skólastjóri. Börn þeirra eru Björgvin, Sæunn Guð- rún og Kristján Þorgils. Barna- barnabörn Arndísar og Björgvins eru átta. Arndís og Björgvin bjuggu fyrst á Vesturgötu 47 (Grund) á Akra- nesi, en fljótlega byggðu þau hús sitt á Sóleyjargöu 4 á Akranesi þar sem þau bjuggu alla tíð. Arndís bjó síðustu 2 ár sín á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Arndís stundaði nám við húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Hún nam einnig sauma í Reykjavík og starfaði í allmörg ár við þá iðn jafnframt húsmóð- urstörfum sínum á Akranesi. Arndís verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hafnarfirði. Eftirlif- andi eru systurnar Ingibjörg Elín og Emilía. Arndís giftist 30. mars 1946 Jóni Björgvin Ólafssyni, verkstjóra frá Eski- firði, f. 9. desember 1926, d. 18. október 1993. Börn þeirra hjóna eru: 1) óskírð- ur, f. 14. ágúst 1946, d. 14. ágúst 1946. 2) óskírð, f. 14. ágúst 1946, d. 14. ágúst 1946. 3) Ragnheiður Björgvins- dóttir Villaverde, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, f. 24. desem- ber 1947, maki Manuel Villaverde kvikmyndatökumaður. Börn þeirra eru Silvía og Carlos. 4) Valdimar Björgvinsson versl- unarstjóri, f. 8. mars 1950, maki Jóhanna L. Jónsdóttir for- Á þessum tímamótum þegar kom- ið er að því að kveðja frábæra konu, hana ömmu á Sóló, get ég ekki ann- að en rifjað upp þær minningar sem koma upp í huga minn. Það fyrsta sem ég man eru kassar af Fresca í gleri uppi á háalofti á Sóleyjargötunni. Alltaf fékk maður Fresca þegar amma og afi á Sóló voru heimsótt. Svo man ég eftir lottómiðunum úr Hafnarsjoppunni, góða rúgbrauðinu og kæfunni sem amma bjó til, það besta í bænum. Sápuóperurnar sem hún mátti ekki missa af og sat nánast upp við sjón- varpið til að missa ekki af neinu eft- ir að sjónin og heyrnin fóru að dapr- ast og svo má ekki gleyma norsku og dönsku slúðurblöðunum sem hún mátti ekki missa af. Svo þegar hún var hætt að geta lesið tóku hljóð- snældurnar með ástarsögunum við. Alltaf var nóg til af ís, súkkulaðirús- ínum og After Eight á hjá henni ömmu sem henni fannst svo gaman að gefa okkur þegar við komum í heimsókn og ekki þótti henni leið- inlegt að fá sér ís með okkur. Ekk- ert var betra en að sitja út á svölum og fá sér ís í sólinni með ömmu. Ég man þegar ég átti frumburðinn, Andra Frey, þegar hún ákvað að labba ein, fullorðin konan, alla leið frá Sóleyjargötunni á Laugarbraut- ina og var alveg búin á því þegar hún mætti, henni þótti það ekki til- tökumál því hún ætlaði sko ekki að missa af því að sjá nýja barnið sem fyrst. Amma var kona sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar í sýn henn- ar á lífið. Frá því ég man eftir mér var hún alltaf jákvæð og lífsglöð og var ekki að kvarta yfir smáatriðum eins og að heyra minna og sjá minna, hún sneri því bara í það að hún heyrði bara það sem hún vildi heyra. Hún var forvitin og passaði sig að spyrja alltaf á réttum stöðum þegar henni fannst að hún hefði misst af einhverju sem hún heyrði ekki. Hún var alltaf mikil félagsvera og missti ekki af neinum boðum og veislum ef hún mögulega gat. Hún hafði alltaf það viðhorf að maður ætti að njóta lífsins eins og t.d. að fá sér ís og súkkulaði alltaf þegar mann langaði til þess. Við hjónin erum stolt af því að hafa getað gefið henni nöfnu og var hún mjög ánægð með það og var oft að vitna í það hversu lík hún var henni Arndísi Lilju í hegðun þegar hún var yngri, eins og að hafa mikla skoðun á því að vera alltaf í flottum fötum og með fínt hárið. Helsta ósk ömmu var að fá að hafa höfuðið í lagi, eins og hún orð- aði það, og má segja að hún hafi fengið þá ósk uppfyllta. Þrátt fyrir að vera farin að gleyma aðeins þá gerði hún nú bara grín að því eins og henni einni var lagið. Ég er alveg rosalega stolt af henni ömmu minni og óska þess að ég fái þessa skemmtilegu lífssýn og jákvæðni sem hún hafði. Guð geymi þig, amma mín, þín verður sárt saknað. Ingibjörg Valdimarsdóttir. Það er komið að kveðjustund, í bili í það minnsta. Amma á Sóló, eins og við barnabörnin hennar og reyndar fleiri kölluðum hana alltaf, er sofnuð í hinsta sinn. Það hafa verið forréttindi að hafa átt ömmu á Sóló að í gegnum árin. „Að taka lífinu létt á meðan höfuðið snýr rétt“ var eitt af þeim fjölmörgu orðatiltækjum sem hún greip gjarn- an til og lýsti henni vel. Hún var lífsglöð og hafði þann einstaka eig- inleika að ná að smita aðra með sér þannig að það var alltaf skemmti- legt í kringum hana, jafnvel þótt hún væri orðin veik undir það síð- asta. Það er óneitanlega margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít yf- ir farinn veg á þessum tímamótum og eftir sitja ótal minningar um ein- staka konu. Heimsóknirnar til ömmu á Sóló á hverjum fimmtudegi eftir skóla út skólagönguna á Skag- anum sitja fast í minningunni og er óhætt að segja að fróðleikurinn og lífsviðhorfin sem hún miðlaði til mín í þeim heimsóknum hafi ekki síður reynst mér notadrjúg í lífinu en hin eiginlega skólaganga. Í þessum heimsóknum mátti svo alltaf treysta á tvennt – annars vegar það að amma bakaði pönnukökur sem áttu engan sinn líka en voru og eru þær bestu og hins vegar það að gripið var í spil. Í seinni tíð var það í sunnu- dagsmatnum á Vogabrautinni hjá mömmu og pabba sem við hittumst og skiptumst á skoðunum. Amma á Sóló var einn af þessum föstu punktum í hinni síbreytilegu tilveru sem svo gott var að geta treyst á og því er skarðið sem hún skilur eftir sig stórt. En eins og ég kom inn á hér áðan þá sitja eftir ótal minningar sem gott er að geta gripið til þegar á þarf að halda. Amma mín, ég þakka þér fyrir allt og bið góðan Guð að geyma þig. Björgvin Þórðarson. Elsku amma Adda, þá ert þú horf- in frá okkur amma mín, hefðir orðið 90 ára í desember. Þú áttir langa og góða ævi og þú varst okkur barna- börnunum ávallt góð fyrirmynd, þú varst jákvæð, hress, glöð og mikil bindindismanneskja alla tíð. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur í gegnum sætt og súrt. Ég mun aldrei gleyma lífsmottói þínu sem ég hef eftir fremsta megni reynt að tileinka mér: „Brostu framan í heiminn og þá mun heimurinn brosa framan í þig“. Þú varst ekki há í loftinu en í okkar huga varst þú risi, þú hafðir blíðan og stóran faðm og bakaðir bestu pönnukökur í öllum heiminum. Aldr- ei verður aftur eins að fara í heim- sókn upp á Skaga, það mun alltaf eitthvað vanta. Mig langar að kveðja þig, amma mín, með bæn sem þú kenndir mér þegar ég var lítill. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég veit að þú ert komin á góðan stað, til afa, þar sem þú lýsir allt upp. Þú munt aldrei fara úr hugum okkar. Stefán Þórðarson. Elsku amma mín dó 89 ára að aldri. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim minningum og þeim frábæru stundum sem ég átti með henni ömmu minni á Sóleyjargötunni. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég heimsótti ömmu á Sóló eða hve oft við tókum í spil og höfðum gam- an. Til ömmu gat ég alltaf leitað og alltaf tók hún vel á móti manni, ávallt jákvæð, lífsglöð og hress og tilbúin til að gera allt til að barna- börnin hefðu það sem best, til dæmis að panta pizzu yfir Nágrönnum, fara í ísbíltúr eða baka ofan í okkur frændurna ógrynni af pönnukökum svo við gætum farið í kappát. Ég er svo þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég átti með ömmu og allt það sem hún kenndi mér. Minningu mín um ömmu á Sóló geymi ég í hjarta mínu alla ævi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum). Hvíl í friði. Davíð. Hve sælt er að sofna að kveldi og sólfagran kveðja dag. Við bjarma af árdagsins eldi og yndislegt sólarlag. (Steingrímur Arason) Við andlát Arndísar Þórðardóttur minnist ég góðra og jákvæðra kynna í gegnum tíðina. Allt frá bernskuár- um má segja að ég hafi verið heim- ilisvinur vegna vinskapar móður minnar við Öddu. Þær voru vinkonur frá unga aldri meðan báðar lifðu. Börnin hennar hafa verið í hópi vina minna og dóttir mín og dótturdóttir hennar eru nú bestu vinkonur til margra ára. Þannig hefur vinátta þeirra Öddu á Grund og Gerðu frá Arnarstað haldist með afkomendum þeirra. Það var gaman að bregða sér í kaffi til Öddu og þá sérstaklega þeg- ar hún rifjaði upp gamla daga, sögur af saumastofunni á efri hæð Þórð- arbúðar, en þar sátu stúlkur og saumuðu síðkjóla fyrir böllin á Skag- anum og sýndi hún mér pallíettu- saumaðar mynsturprufur sem hún átti frá þeim tíma. Kom þá glampi í augu hennar og hún varð sem ung stúlka á ný. Mannkostir hennar voru einmitt þessi létta lund, blíða viðmót, heiðarleiki og félagslyndi. Ég og fjöl- skylda mín erum innilega þakklát fyrir samfylgdina og sendum börn- um Arndísar Þórðardóttur og af- komendum öllum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guðbjörg Róbertsdóttir. Arndís Þórðardóttir ✝ Guðmunda Guð-mundsdóttir fæddist í Vågi í Suð- urey í Færeyjum 28. apríl 1939. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason, f. 25.10. 1916, d. 5.4. 1987, og Maja Bjarnason, f. 3.9. 1916, d. 25.4. 2004. Systkini Guðmundu eru: Jón, f. 26.12. 1942, Halldór, f. 21.9. 1944, Ólöf, f. 26.9. 1946, og Guðrún, f. 29.7. 1949. Guðmunda giftist 29.9. 1959 eft- laugur, f. 11.3. 1984, og Lind, f. 9.4. 1998. Guðmunda og Björn eiga einnig þrjú barnabarnabörn, þau Telmu Dögg, Jökul Mána og Birtu Dís. Guðmunda fluttist til Siglu- fjarðar aðeins nokkurra mánaða gömul og ólst þar upp. Hún lauk hefðbundinni skólagöngu og fór þá út á hinn almenna vinnumark- að ung að aldri. Hún starfaði m.a. á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og við síldarsöltun. Fjölskyldan flutti í Sandgerði 1983 og bjó Guðmunda þar þangað til hún fór á Hjúkrunarheimilið Víði- hlíð. Útför Guðmundu verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. irlifandi eiginmanni sínum, Birni Þórð- arsyni, f. 25.3. 1939. Börn þeirra eru: 1) Þórður, f. 9.5. 1957. Maki Signý Jóhann- esdóttir, f. 3.8. 1957. Börn þeirra: Björn, f. 14.9. 1975, Börkur, f. 21.7. 1978, Guðrún, f. 23.7. 1980, og Logi, f. 20.7. 1984. 2) María, f. 15.3. 1961. Maki Birgir Kristinsson, f. 31.5. 1955. Börn þeirra: Steinar Örn, f. 8.7. 1981, og Óttar Guðbjörn, f. 15.8. 1984. 3) Guðný Sigríður, f. 4.8. 1967. Maki Ólafur Örn Haraldsson, f. 14.7. 1957. Börn þeirra: Gunn- Það var í ágúst 1992 sem ég kynntist Mundu. Ég var farin að slá mér upp með Siggu dóttur hennar sem bjó þá í Ósló í Noregi. Munda og Böddi komu í heimsókn og dvöldu hjá Siggu í nokkra daga. Þessa daga notuðum við til þess að skoða Ósló og ferðast um næsta nágrenni borgarinnar. Mér er það ákaflega minnisstætt er við geng- um frá heimili okkar í Ósló upp meðfram Akerselven. Sigga hafði sagt mér að mamma hennar væri mikill sjúklingur og yrði að fara af- ar varlega en í þessari gönguferð þurfti því sem næst að halda aftur af henni þar sem hún strunsaði eins og jarðýta af stað og hætti ekki fyrr en við komumst ekki lengra. Ég spurði hana af og til hvort ekki væri ráð að fara rólega en hún tók frekar fálega í það. Sagðist vera hress og ekkert væri að. Hún hefði það svo gott. Ég taldi víst að þessar veikindasögur væru einhverjar ýkjur en komst að því síðar að svo var nú ekki. Munda veiktist fyrir tæplega 40 ár- um er þau Böddi bjuggu ásamt fjölskyldunni á Siglufirði. Lengi vel var ekki vitað hvað hrjáði hana en síðar var hún greind með Lupus, þ.e. rauða úlfa. Sjúkdómurinn olli því að ekki endurnýjuðust hvít blóðkorn hjá henni og var hún því oft veik. Böddi stóð eins og stoð og stytta við hlið hennar allan þennan tíma og keyrði suður til Reykjavík- ur ófáar ferðirnar þegar hún þurfti að fara á sjúkrahús. Eftir grein- ingu þurfti hún að fara á u.þ.b. 5 vikan fresti á sjúkrahús í plasma- gjöf. Á þessum árum gekk á ýmsu þar sem blóð var lítið sem ekkert skimað, auk þess sem blóðgjöfun- um fylgdu stundum sýkingar. En það var sama á hverju gekk hjá Mundu. Aldrei kvartaði hún og þegar maður heimsótti hana á sjúkrahúsið fékk maður alltaf að vita að allt gengi svo vel, hún hefði það svo fínt, allir væru svo al- mennilegir og góðir. Það eina nei- kvæða við Mundu var að hún vildi helst fara allt of snemma heim af sjúkrahúsinu. Hún hafði einhverju sinni orð á því að þó maður væri veikur þá þyrfti maður ekki að líta þannig út. Hún naut þess að ferðast og skoða sig um og ferðað- ist reglulega með Bödda til Spán- ar. Árið 2005 greindist Munda með Alzheimers (heilabilun) og ágerðist sá sjúkdómur hratt og í apríl 2006 lagðist hún á Hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík. Þar naut hún frábærrar umönnunar starfsfólks auk þess sem Böddi heimsótti hana því sem næst daglega þetta rúma ár sem hún dvaldi þar. Í huga mín- um minnist ég yndislegrar tengda- móður sem geislaði af lífsgleði og þakklæti fyrir allt sem fyrir hana var gert hversu lítið sem það var. Ég kveð með þakklæti fyrir gjöful og góð kynni og bið góðan guð að styrkja Bödda í hans sorg. Ólafur Örn Haraldsson. Með hlýhug og vináttu langar mig að minnast Mundu frænku minnar og æskuvinkonu, sem er látin eftir erfið veikindi til margra ára. Það sem bjargaði þér var hvað þú varst jákvæð, skapgóð og æðru- laus og ekki hafðir þú mörg orð um veikindi þín að fyrra bragði, þú svaraði því gjarnan til að heilsan mætti vera betri. Þú átt góðan og tryggan lífsförunaut sem stóð eins og klettur við hlið þér, eins og fjöl- skyldan öll. Það er margs að minnast frá uppvexti okkar á Siglufirði, við átt- um báðar heima út í Bakka, þú hjá foreldrum þínum, þar áttu einnig heima Halldóra langamma og Guð- mundur langafi og ég bjó í næsta húsi og var mikill samgangur þar á milli. Alltaf vorum við saman að fara í berjamó, að veiða á græna árabátnum, allar fjöruferðirnar, stundir með langömmu þegar við vorum að pússa koparinn og feng- um að launum besta te í heimi. Gaman var hjá okkur þegar Fær- eyingarnir komu í sín föstu kaffi- boð í Bakka, þá var sko fjör hjá okkur. Það voru forréttindi að alast upp eins og við fengum að gera, leikvöllurinn var stóra túnið hans langafa, og stutt var að fara í eldhúsið til langömmu þar sem allt- af var nóg til af öllu. Það er sárt að kveðja þig, góða vinkonu, en það verður alltaf hugg- un harmi gegn að geta yljað sér við fallegar minningar, góðar og skemmtilegar stundir með þér og þínum. Með þakklæti fyrir ánægu- lega samveru öll árin okkar á Siglufirði og einnig fyrir sunnan. Elsku Munda frænka, hvíl þú í friði, minning þín lifir. Ég kveð þig með eftirfarandi ljóðlínum sem eru svo lýsandi fyrir þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við Sveinn og fjölskylda okkar sendum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja Bödda og fjölskyldu hans. Björg Friðriksdóttir. Guðmunda Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.