Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 37 ✝ Kolbeinn Skag-fjörð Pálsson fæddist á Sauð- árkróki 11. ágúst 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Sveinbjörns- son, f. 8.3. 1909, d. 3.6. 1970, frá Kjal- arlandi í Austur- Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland, f. 29.5. 1908, d. 14.3. 2000, frá Ingv- eldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. Systkini Kolbeins eru: 1) Haukur, f. 20.1. 1931, 2) Óskar, f. 3.3. 1932, d. 24.5. 2000, 3) Hörð- 1962, maki Jósteinn Gunnar Guð- mundsson, f. 2.1. 1958. Börn þeirra: Ellert, Hildur María, Kol- beinn Skagfjörð og Sigurður Páll. 3) Sigurður, f. 19.11. 1967, maki: Dýrleif Rúnarsdóttir, f. 3.12. 1972. Börn þeirra: Rúnar Þór, Ævar Týr og Kolbrún María. 4) Anna Ósk, f. 18.9. 1970, maki: Helgi Sigurður Skúlason, f. 2.7. 1964. Börn þeirra: Kolbrún Jóna og Skúli Sturla. Kolbeinn ólst upp á Sauð- árkróki en fluttist til Keflavíkur 1954. Hann starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Suðurnesja, Járni og skipum og síðustu tíu árin hjá BYKO í Keflavík. Útför Kolbeins verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur, f. 27.3. 1933, 4) Ásta, f. 2.2. 1938, 5) Bragi, f. 11.4. 1939, d. 6.10. 1986. Hinn 21. nóvember 1959 kvæntist Kol- beinn Kolbrúnu Sig- urðardóttur, f. 24.11. 1939. Foreldrar Sig- urður Sturluson, f. 14.12. 1915, og María Pálsdóttir, f. 30.8. 1916, d. 13.2. 1975. Börn Kolbeins og Kolbrúnar eru: 1) Margrét, f. 19.5. 1960, var í sambúð með Eggerti Páli Helgasyni, f. 11.10. 1963. Börn þeirra eru: Dóra, Helgi, Hervar Bragi og Kolbrún Skag- fjörð. 2) Sigrún María, f. 12.11. Með örfáum orðum viljum við bræðurnir minnast Kolbeins bróður okkar. Hann hætti að vinna um áramótin síðustu og ætlaði sannarlega að njóta efri áranna í faðmi kærrar fjölskyldu sinnar. En enn einu sinni sannaðist hið fornkveðna að enginn ræður sín- um næturstað, svo snöggt og óvænt bar andlát hans að. Við minnumst æskuáranna norður á Sauðárkróki þar sem við sex systk- inin ólumst upp. Ef til vill var ekki alltaf mikið á borðum og ekki fór mikið fyrir skjólfatnaði, en ekki minnumst við þess að okkur hafi nokkurn tíma verið kalt og í minn- ingunni er sérstakur ljómi yfir þess- um árum. Er við hittumst seinna á lífsleiðinni rifjuðum við gjarnan upp þessa tíma með mikilli gleði. Við systkinin vorum alla tíð mjög sam- rýmd og fylgdumst mjög náið hvert með öðru. Mikil gleði og kátína ríkti ávallt þegar við hittumst en það var æði oft og er nú gott að ylja sér við þær minningar. Kolbeinn sagði skemmtilega frá og var einstakur sagnasjór. Hann hafði gaman af að setja saman vísur og kunni ógrynnin öll af lausavísum og fór frábærlega vel með þær. Hann hafði mikið yndi af að fara til laxveiða og fór gjarnan norður á Strandir þar sem talsvert er af litlum laxveiðiám. Á þeim slóðum naut hann sín vel. Þá hafði hann brenn- andi áhuga á öllum íþróttum. Við minnumst þess að hann tók sér eitt sinn sumarfrí þegar Ólympíuleik- arnir fóru fram til að geta fylgst með þeim í sjónvarpinu. En það sem átti hug hans öðru fremur var fjölskyldan hans stóra og kæra. Þau Kolbrún og Kolbeinn eignuðust fjögur börn og þrettán barnabörn. Mjög fallegt samband var milli þeirra allra og fjölskyldan öll samtaka í því að það sem þau tóku sér fyrir hendur hverju sinni tækist sem allra best. Kolli var snillingur í eldhúsinu og steikurnar hans tóku öllu fram. Þau hjónin höfðu mikið yndi af að halda veislur og var jafnan glatt á hjalla við þau tækifæri. Já, margs er að minnast þegar góðs drengs er getið. Elsku Kolla okkar og fjölskyldan þín stóra. Við sendum ykkur öllum innilegustu samúðarkveðjur og vit- um að góður Guð mun vera með ykk- ur á þeim erfiðu tímum sem nú fara í hönd. Guð blessi ykkur öll. Hörður og Haukur. Það er einhvern veginn þannig að maður heldur að foreldrar séu eilífir. Þeir eiga bara ekkert að fara frá manni. Ekki hvarflaði það að okkur að hann faðir okkar ætti svona stutt eftir ólifað. Við öll fjölskyldan áttum yndislega stund saman daginn áður en hann veiktist í stúdentsveislu Kol- beins yngri, þar sem faðir okkar lék á als oddi. Faðir okkar var einstak- lega ljúfur og góður maður. Þver og þrjóskur með eindæmum og hlustaði ekki á rök sem ekki voru í takt við hans skoðanir. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, var pólitískur fram í fingurgóma og fylgdist vel með því sem var að ger- ast. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og þekkti nöfn á íþrótta- mönnum áratugi aftur í tímann. Sterkar rætur tengdu hann við Skagafjörðinn þar sem hann var fæddur og uppalinn, þaðan fékk hann sitt skáldablóð en hann var hagmæltur með eindæmum og ein- staklega minnugur á vísur og ljóð. Hann var húmoristi og fann skopleg- ar hliðar á lífinu og tilverunni. Hann lét sér líða vel, elskaði að hafa fólk í kringum sig og geta stjanað við það, var höfðingi heim að sækja. Hann faðir okkar hefur kennt okkur margt, við bárum óttablandna virð- ingu fyrir honum þó við gætum þrætt aðeins yfir landsmálunum og öðrum hlutum sem við vorum ekki sammála um. Hann hafði þann ein- staka eiginlega að geta lokað eyrun- um og ekki heyrt það sem hann vildi ekki heyra, þannig hafði hann alltaf rétt fyrir sér. Hann faðir okkar var ástkær eig- inmaður, faðir og afi. Móðir okkar hefur nú misst sinn betri helming, samrýndari hjón var vart hægt að hugsa sér. Hann elskaði okkur öll og við elskuðum hann. Nú hefur hann kvatt þetta jarðlíf en við vitum að hann mun vera með okkur áfram. Kæri faðir, við munum halda nafni þínu á lofti um ókomna framtíð. Minning þín er ljós í lífi okkar. Margrét, Sigrún María, Sigurður og Anna Ósk. Elsku bróðir og besti vinur. Nú er komið að kveðjustund sem kom svo óvænt. Það er sárt til þess að hugsa að þú eigir ekki eftir að koma oftar á morgnana til okkar Svenna, því það var fastur liður hjá þér að koma í morgunkaffi til okkar og spjalla um daginn og veginn. Það voru mjög náin tengsl á milli okkar elsku Kolli minn, við vorum búin að búa hér bæði í Keflavík frá 1954. Þú varst einstaklega ljúfur og góður maður og öllum þótti vænt um þig. Ef eitthvað var að hjá mér stóðst þú ævinlega við hlið mér. Fyrir þremur árum átti ég því láni að fagna að kynnast góðum manni, honum Svenna mínum. Með ykkur myndað- ist sérstakt vináttusamband sem var alveg einstakt. Margt kemur fram þegar hugsað er til baka, eins og öll ferðalögin sem við erum búin að fara í saman í gegnum tíðina, ótal ferðir til Kanarí, sumarbústaðaferðir og núna síðast ferð í Hraunborgir með ykkur Kollu og góðum vinum okkar Önnu Pálu og Svenna. Og ekki síst uppvaxtarárin okkar á Króknum. Mig langar að minnast á eitt atvik sem móðir okkar sagði mér eitt sinn frá sem lýsir þér svo vel. Það var að vetri til á Króknum og þú varst 5-6 ára gamall og það var búið að vera mikið fannfergi fyrir norðan. Í þá daga voru alls staðar kolaeldavélar og mamma átti kolaskóflu. Þú fórst út að leika þér í snjónum og áttir enga skóflu svo þú tókst kolaskófl- una hennar mömmu. Ævintýrið end- aði með því að þú týndir skóflunni og þorðir ekki heim. Það var leitað lengi að þér og mamma fann þig eftir 2-3 klukkutíma. Þá sagðir þú: „Elsku mamma mín, ég átti ekki að taka skófluna af því þú átt enga aðra og engir peningar eru til til að kaupa nýja skóflu“. Þú varst algjörlega miður þín og sýndir strax sem barn hvað þú hafðir góðan og heiðarlegan mann að geyma. Elsku Kolli minn, þú varst lán- samur að eignast yndislega eigin- konu, hana Kollu þína, og góð börn og barnabörn. Blessuð sé minning þín elsku bróðir og besti vinur. Með innilegum samúðarkveðjum til ykkar allra. Ásta systir og Sveinn. Okkur barnabörnin langar að kveðja hann afa okkar með þessu ljóði. Vagninn er kominn til ferðar er búist fljótt. Fjarlægðin bíður og heimtar að tekið sé far. Sviðið lokast. Hratt veltur tímans hjól. Hverfa þó aldrei draumar um það sem var. Drúpa höfði blómin í brattri hlíð. Bros þeirra stirðnað, sólin í felum er. Himinninn grætur. Í fjöllin hann fellir tár, fullur af samúð með þeim sem kveður og fer. (Sigrún Fanndal) Við kveðjum þig með söknuði og vitum að þú ert hjá okkur í huga og hjarta. Hvíl í friði elsku afi, með þökk fyr- ir allt. Þín barnabörn. Elsku afi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn, að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Það er svo sárt að vita að þú fékkst ekki tækifæri til að hitta fyrsta langafabarnið þitt, þú sem varst svo glaður og spenntur þegar ég sagði þér og ömmu frá því að ég væri ólétt. Ég á endalaust af yndislegum minningum um þig afi minn sem ég geymi í hjarta mínu og er svo glöð yfir að eiga. Elsku afi, ég vona að þér líði vel núna, ég elska þig og sakna þín mikið. Ég kveð þig nú elsku afi minn með nokkrum orðum frá langömmu Sigrúnu: Hljótt er yfir hauðri og ægi, hlýja golan vanga strýkur. Vornótt björt með von í fangi vermir þann sem hvíldin svíkur. Birtir yfir út við hafið; upp frá Drangey rennur sólin og með gullnum fingrum festir fagurroða á Tindastólinn. (Sigrún Fannland) Þín dótturdóttir, Kolbrún Skagfjörð. Við viljum minnast elskulegs frænda okkar, sem lést 2. júní sl., réttum sjö árum eftir útför föður okkar, þar sem þú, elsku Kolli, Kolla konan þín og Ásta frænka okkar stóðuð eins og klettur við hlið okk- ar systkina og hjálpuðuð okkur í einu og öllu, varðandi andlát og útför hans. Þökkum við kærlega fyrir það. Þið bræður voru afar nánir, og ekki nóg með það heldur voruð þið svo líkir í útliti, eins og eineggja tví- burar, og eru til margar skemmti- legar sögur af því hvað fólk ruglaði ykkur stanslaust saman. Jafnvel yngstu barnabörnin ykkar þekktu ykkur ekki í sundur. Dæmi um það er þegar Sallý, dóttir Rúnars heitins bróður okkar, stökk í fangið á þér og kyssti þig á kinnina í 75 ára afmæli ömmu okkar og þú sagðir „hver á þetta yndislega barn“. Þegar hún var búin að hagræða sér í fanginu á þér sá hún afa sinn sitja beint á móti sér og laumaðist hún þá hálfskömm- ustulega úr fangi þínu og hljóp til afa síns. Hlógum við mikið að þessu, en við erum viss um að Sallý fannst þetta ekkert fyndið. Elsku frændi, lífið er svo ósann- gjarnt á köflum og höfum við fjöl- skyldan heldur betur fengið að finna fyrir því. Þú nýlega hættur að vinna og rétt að byrja að njóta elliárana ert hrifinn á brott frá þinni elskandi fjöl- skyldu. Við vitum að það verður vel tekið á móti þér af móður þinni, bræðrum og Rúnari Kolbeini frænda þínum og nafna. Elsku Kolli, hvíl þú í friði. Elsku Kolla, Magga, Rúna Mæja, Siggi, Anna Ósk og fjölskyldur ykk- ar. Megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu stundum. Missir ykkar er mikill, þið voruð öll svo náin. Við viljum enda þessi kveðjuorð á stöku úr ljóðabók ömmu okkar. Þó líði æviár og í skjólin fjúki vona ég að tregatár tíminn burtu strjúki. (Sigrún Fannland) Guðjón, Unnur og Steinunn. Að eignast vin tekur andartak, að vera vinur tekur alla ævi. Þetta er það sem okkur dettur í hug þegar við hugsum um Kolla. Þetta vinasam- band hefur verið svolítið sérstakt og ekki síst vegna þess að það er ekki bara okkar á milli heldur eru fjöl- skyldur okkar líka mjög samrýmdar. Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum átt öll saman í sumarbústað, í veiðiferðum, á Hólmavík og ekki síst á Kanarí. Síðustu ár hefur það verið fastur liður hjá okkur að fara til Kanaríeyja og eyða þar saman góðum tíma. Mínígolfkeppnirnar, heimsókn til Harrý, sangria á Klörubar eða bara labb meðfram ströndinni, þetta er okkur ógleymanlegt. Kolli var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar með söng eða vísnagerð enda Skagfirð- ingur, þótti honum lítið mál að sjóða saman eina vísu eða svo hvort sem það var fyrir afmæli, þorrablót eða bara í góðra vina hópi. Kolli hafði óbilandi áhuga á íþrótt- um og fylgdist vel með öllu sem þar gerðist, ósjaldan er við komum til Kollu og Kolla sat Kolli fyrir framan sjónvarpið með fjarstýringuna og horfði á leik, en var fljótur að slökkva þegar antisportistarnir komu, eða allavega lækka í tækinu. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja þau hjónin eða fá þau í heim- sókn og spjalla. Við munum sakna þín kæri vinur. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Elsku Kolla, Magga, Rúna Mæja, Siggi, Anna Ósk og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni og megi minningin um góðan vin lifa. Anna Pála, Sveinn og fjölskyldur. Elsku besti Kolli Það er svo skrýtið að þú sért lát- inn, farinn frá Kollu þinni, yndislegu fjölskyldunni þinni og okkur öllum. Lífið mun þó halda áfram, erfitt en eins og þú veist munum við standa saman og passa Kolluna þína og hvert annað. Þú varst góður maður og ég naut svo sannarlega góðs af því. Þið Kolla áttuð eitt fallegasta sam- band sem ég get ímyndað mér og ég tek ykkur til fyrirmyndar. Elsku fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður guð vernda ykkur og styrkja. Elsku Kolli, takk fyrir allt og allt. María Óladóttir og fjölskylda. Fallinn er frá góðvinur minn til margra ára, Kolbeinn Skagfjörð Pálsson. Leiðir okkar Kolla lágu saman árið 1986 þegar ég hóf störf hjá Járn og Skip, byggingavöru- verslun Kaupfélags Suðurnesja í Keflavík, sem síðar varð Byko eftir mikinn bruna árið 1996. Þó að á okk- ur væri talsverður aldursmunur þá tókst strax á með okkur góður og traustur vinskapur og bar aldrei skugga á vináttu okkar þó að sam- skipti okkar hafi minnkað fyrir nokkrum árum er ég skipti um vinnustað. Kolli var mikill gleðimaður og hafði hann mjög gaman af söng og kveðskap. Hann fór ósjaldan með góðar vísur þegar honum þótti við eiga og var það ótrúlegt hversu margar vísur hann kunni því enda- laust spratt upp úr honum ný og ný staka. Kolli naut sín allra best þegar stór veisla var haldin í fjölskyldunni og var hann þá ávallt í fararbroddi og hófst undirbúningur oft mörgum dögum fyrr. Þá var alltaf mikill spenningur í mínum manni og iðaði hann oft í skinninu af tilhlökkun yfir því að fjölskyldan ætlaði að eiga góða stund saman. Það var alltaf gaman að spjalla við Kolla því hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og málefn- um og var hann óspar á að greina frá þeim þegar tilefni gafst til. Við ræddum mikið um pólitík og íþróttir og þá aðallega fótboltann en Kolli var dyggur stuðningsmaður Kefla- víkurliðsins og sótti hann oft og iðu- lega heimaleiki þess. Það var svo ein- mitt á knattspyrnuleik hér í Keflavík að stóra áfallið barði að dyrum og hjartað gaf sig. Hann barðist hetju- lega þó vonin hafi verið lítil en svo fór að lokum að Kolli kvaddi okkur endanlega nokkrum dögum seinna. Kolla mun ég aldrei gleyma og minn- ing um góðan og skemmtilegan vin mun lifa með mér svo lengi sem mér er ætlað. Kollu og öllum aðstandend- um Kolla vil ég senda mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið ég Guð um að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Hvíl í friði kæri vinur. Ég gleymi ei við góðra vina skál mér gaman þótti að dvelja með þér stund og eins var gott ef angur mæddi sál að eiga tryggan vin með kærleikslund. (Guðrún Jóhannsdóttir) Halldór Magnússon. Elsku Kolli. Þegar ég stóð og var að kaupa mér miða á leik Keflavíkur og FH og sá þig standa rétt hjá grunaði mig ekki að þetta væri síðasta skiptið sem ég sæi þig, en seinna þetta kvöld fékk ég þær fréttir hvað hefði gerst. Mér finnst skrýtið að þú sért far- inn Kolli, of erfitt að ímynda sér að koma á Aðalgötuna og heyra ekki íþróttahljóðin frá sjónvarpinu. Eins og þeir vita sem þekktu Kolla hafði hann áhuga á öllu sem tengdist íþróttum, deildum við þeim áhuga og gátum oft talað um íþróttir. Það var oft fyndið þegar þú varst að horfa, og Kollu fannst sjónvarpið eitthvað hátt stillt og reyndi að kalla á þig, en það var oft erfitt að ná sambandi þegar eitthvað spennandi var í gangi. Ann- að sem við áttum sameiginlegt var mikill áhugi á Arsenal og enska bolt- anum og stundum kom ég í heim- sókn að horfa á leik og það var oft hin besta skemmtun, þú hafðir þína skoðun á því hvernig liðið var og lást ekki á þeim skoðunum frekar en öðr- um skoðunum þínum. Elsku Kolli, það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð þig. Elsku Kolla og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ægir Örn og fjölskylda. Kolbeinn Skagfjörð Pálsson  Fleiri minningargreinar um Kol- bein Skagfjörð Pálsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.